Morgunblaðið - 27.02.2002, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 23
Súfistinn við Laugaveg Íslands-
deild IBBY og Síung standa fyrir
bókakaffi kl. 20. Þar verða flutt
erindin: Barnabókaárið: Gleði og
glaumur en hvar eru öróttu ill-
mennin? Vitleysan er viturleg og
Börn vita hluti, samanburður á ís-
lenskum og breskum barnabókum.
Framsögumenn verða Katrín Jak-
obsdóttir, Brynhildur Þórarins-
dóttir og Anna Heiða Pálsdóttir.
Að framsögunum loknum verður
mælendaskrá opin.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýska kvikmyndin „Peppermint
Frieden“ (Peppermint Peace) frá
árinu 1983, verður sýnd kl. 20.30.
Leikstjórinn, Marianne Rosen-
baum, fjallar hér um eigin
bernsku, tímabil ótta milli stríðs
og friðar. Tónlistin er eftir Konst-
antin Wecker.
Myndin er með enskum texta og
aðgangur er ókeypis.
Listaháskóli Íslands,
Skipholti 1
Kynningarfundur fyrir þá sem
hyggjast sækja um nám í hönnun
eða arkitektúr á næsta skólaári
verður kl. 20. Halldór Gíslason
deildarforseti hönnunardeildar
kynnir inntökuferlið, nauðsynleg
gögn og frágang á þeim. Halldór
kynnir einnig tilhögun kennslu og
svarar fyrirspurnum.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
GUÐRÚN Björk Guð-
steinsdóttir, dósent í
enskum bókmenntum
við Háskóla Íslands,
mun í dag flytja fyrir-
lestur í Háskóla Íslands
er nefnist „Að ná áttum
í kanadískum bók-
menntum“. Þar mun
Guðrún fjalla um marg-
ræða táknmerkingu
höfuðáttanna fjögurra í
kanadískri sögu og vit-
und og ræða birtingar-
mynd hennar í bók-
menntum.
Fyrirlesturinn er
haldinn í boði Stofnunar
Vigdísar Finnbogadótt-
ur í erlendum tungumálum og hefst
klukkan 16.15 í stofu 201 í Lögbergi.
Áður en fyrirlesturinn hefst mun
Guðrún Björk afhenda frú Vigdísi
Finnbogadóttur tvö safnrit sem hún
hefur ritstýrt, Rediscovering Canda –
Image, Place and Text og Redisco-
vering Canadian Difference, sem
komu út nýlega á vegum Norræna fé-
lagsins um kanadísk fræði og Stofn-
unar Vigdísar Finnbogadóttur.
Í safnritin skrifa fræðimenn frá
Norðurlöndum, Kanada, Íslandi og
víðar og segir Guðrún Björk að þar
komi glögglega samspil kanadískrar
landafræði og menningar út frá átt-
um. „Með fyrirlestrinum langaði mig
til að gefa innsýn í kan-
adíska sögu og menn-
ingu. Eftir að hafa rit-
stýrt þessum tveimur
ritsöfnum um kanadísk-
ar bókmenntir og listir
fannst mér að aug-
ljósast væri að fjalla um
þá táknmerkingu átt-
anna sem er svo afger-
andi í kanadískri þjóð-
arvitund. Bæði eru þær
mikilvægt viðmið til
skilgreiningar á sam-
eiginlegum þjóðarein-
kennum, og um leið til
aðgreiningar á þjóðinni
innbyrðis út frá menn-
ingar- og sögulegri mót-
un hvers landsvæðis fyrir sig,“ segir
Guðrún Björk.
Djúpar rætur norð-vestursins
Það eru einkum áttirnar norð-vest-
ur og táknræn birtingarmynd þeirra
sem Guðrún Björk mun beina sjónum
að í fyrirlestrinum, en táknmerking
þeirra er samofin sögu þjóðarinnar
frá landnámi Evrópubúa á 15. öld.
„Norður og vestur tengjast sögu
þjóðarinnar frá upphafi, þ.e. er land-
könnun Kanada hófst á seinni hluta
15. aldar en þá vonuðust evrópskir
landkönnuðir til að finna norð-vest-
læga siglingaleið til Austurlanda. Ég
mun hefja fyrirlesturinn á að rekja
bakgrunn þessarar sögu, og ræða síð-
an áhrif hennar á kanadískar bók-
menntir,“ segir Guðrún Björk.
Í fyrirlestrinum verður sérstaklega
tekin fyrir greining kanadísku skáld-
konunnar Margaret Atwood á merk-
ingarhefð áttanna. Þá verður vikið að
bókmenntum vesturíslenskra höf-
unda, á borð við David Arnason,
Kristjönu Gunnars og Valgard Val-
gardson, en einnig verður vikið að
skrifum Vilhjálms Stefánssonar land-
könnuðar. „Margaret Atwood greindi
fjögur meginstef í kanadískum bók-
menntum þar sem fram koma mis-
munandi hugmyndir um norður og
vestur. Hún lagði í umfjöllun sinni út
frá kenningum Northrops Frye þess
efnis að evrópskar hugmyndir um
norðrið ógurlega eða draumkennda
hafi byrgt rithöfundum sýn á kanad-
ískan raunveruleika allt fram á 20.
öld. Í fyrirlestrinum ræði ég þessar
hugmyndir og legg síðan út frá þeim í
samhengi við einkenni á íslenskum
innflytjendahöfundum, en margar
þeirra má greina sem nokkurs konar
bræðing á táknmerkingu norðursins
og vestursins. Að lokum mun ég velta
upp nokkrum hliðum á táknmerkingu
áttanna innan Kanada, því þar eins og
annars staðar höfum við annars vegar
áttirnar veg vegvísa, og hins vegar
allt annan leiðarvísi sem tekur mið af
sögulegri mótun og valdastiga hvers
svæðis fyrir sig.“
Táknmerking áttanna í
vitund Kanadamanna
Guðrún Björk
Guðsteinsdóttir
ÞAU láta ekki öll mikið yfir sér
stórvirkin. Sýning Freyvangsleik-
hússins á Halló Akureyri er stórvirki,
vel heppnað á flesta lund og afbragðs
dæmi um hvernig áhugaleikfélag get-
ur gengið á undan og lagt eitthvað til
málanna með verkum sínum, skapað
umræðu og boðið upp á góða
skemmtun í leiðinni. Sumsé ágæta
leiksýningu.
Höfundurinn Hjörleifur hefur sett
saman ágætt leikverk sem búið er
þeim nauðsynlegu kostum sem jafn-
fjölmennt verk útheimtir. Einfaldar
og skýrar persónur, hnitmiðaðar sög-
ur sem fléttast saman í eina heild áð-
ur en lýkur, giska áreynslulaust.
Húmor Hjörleifs er græskulaus og
hann virðist hafa jafnan skilning á
ungu fólki innan við tvítugt og for-
eldrakynslóðinni, jafnöldrum sínum,
sem stendur klofvega um fertugt.
Kjarninn í persónusköpun Hjörleifs
er að allir leita að því sama, ást og
ævintýrum, þó með misjöfnum for-
merkjum sé.
Efni verksins er sótt til útihátíð-
arinnar margfrægu, Halló Akureyri.
Þangað leitar alls kyns fénaður,
t.a.m. tveir stuðboltar úr Hólminum
Dóri og Elli, Bykofjölskyldan Helgi
og Þórunn með dæturnar Elvu Sif 18
ára og Ástu Dís 15 ára, léttlyndu
hjónin Matti og Inga af Selfossi, út-
varpskonan Arngunnur Ósk, Óttar
kærasti Elvu Sifjar og söngvari í
hljómsveitinni Kexið og svo fjölmarg-
ir aðrir sem ekki eru nafngreindir en
koma þó við sögu. Þá eru ónefndir
heimamenn, fólkið sem hyggst græða
einhver ósköp á hátíðinni og þar fer
fremst Jórunn ísbarseigandi, sonur
hennar Siggimatti og Addipalli
vonbiðill hennar. Með þennan söfnuð
rúllar boltinn svo af stað undir pott-
þéttum hljómi hljómsveitarinnar
Drulluháleistanna sem er reyndar
hin þaulreynda sveit Helgi og hljóð-
færaleikarnir í dulargervi. Það mun-
ar um slíka kunnáttu. Ekki er ástæða
til að rekja söguþráð verksins en rétt
að undirstrika að ástamál, fyllerí,
söngur og bísness (bæði leikaranna
og persónanna) fléttast hvað um ann-
að með ýmsum útúrdúrum þar til náð
er verðskulduðum gleðilokum.
Leikhópurinn er stór, 25 manns og
er skemmst frá því að segja að þau
standa sig öll með prýði. Þar fara
fremst í flokki Hjálmar Arinbjarnar-
son, María Gunnarsdóttir, Stefán
Gunnlaugsson og Dýrleif Jónsdóttir í
hlutverkum Helga, Þórunnar, Matta
og Ingu. Atriðin á milli þeirra voru
hreint kostuleg og greinilega engir
viðvaningar þar á ferð. Lilja Sverr-
isdóttir og Leifur Guðmundsson sem
Jórunn og Addipalli áttu ekki síður
skemmtilegan samleik. Unga fólkið
sem skipar stærstan hluta leikhóps-
ins virtist sérlega samstæður hópur
og ástæðulaust að gera upp á milli
þeirra. Þær Eva Dröfn, Inga Bára í
hlutverkum systranna og Inga Krist-
ín sem útvarpskonan stóðu sig með
prýði og piltarnir gáfu þeim ekkert
eftir. Eyjólfur, Sverrir stuðboltar og
Ragnar sem poppstjarnan Óttar. Það
er sannarlega gaman að sjá hversu
stórum hópi ungs hæfileikafólks
Freyvangsleikhúsið hefur á að skipa.
Leikstjórinn á síðan allan heiður af
því að hafa unnið úr þessum efniviði
og með svo stórum leikhópi jafngóða
sýningu og raun ber vitni; kraftmikla
og kryddaða alls kyns skemmtileg-
heitum en án þess þó að fara yfir
strikið og gera úr þessu hreinan
skrípaleik. Þar hafa leikstjóri og leik-
endur fundið farsæla leið að fram-
setningu þessa gamanleiks sem
stendur nefnilega ágætlega föstum
fótum í íslenskum veruleika. Það gef-
ur sýningunni sitt varanlega gildi.
Eru ekki allir
í stuði?
LEIKLIST
Freyvangsleikhúsið
Eftir Hjörleif Hjartarson. Leikstjóri: Oddur
Bjarni Þorkelsson. Lýsing: Ingvar Björns-
son. Frumsýning í Freyvangsleikhúsinu
laugardaginn 23. febrúar.
HALLÓ AKUREYRI
Hávar Sigurjónsson
Þeir hafa unnið góða sýningu,
Oddur Bjarni Þorkelsson leik-
stjóri og Hjörleifur Hjartarson
höfundur Halló Akureyri.
TILRAUNIR aðstandenda sýn-
ingar þessarar lélegu kvikmyndar
hér á landi til að lokka kvikmynda-
húsagesti til sín með fyrirheitum um
nektaratriði með Angelinu Jolie, eru
hálfsorglegar í ljósi þess hversu gríð-
arlega léleg kvikmynd hér er á ferð.
Sagan greinir frá auðugum við-
skiptajöfri á Kúbu, sem Antonio
Banderas leikur, sem ákveður að fjár-
festa í eiginkonu frá Ameríku í gegn-
um sölulista en fær annað og meira en
hann hafði pantað – í formi Angelinu
Jolie. Kemur fljótt í ljós að þar er hið
mesta tálkvendi á ferðinni og ekki líð-
ur á löngu þar til lúxuslíf Banderas
hefur verið lagt í rúst. Kvikmyndin
endurskapar aldamótaútlit Havana á
hátt sem Hollywood-myndum er ein-
um fært, en peningaaustur kemur
seint í staðinn fyrir handrit eins og
þessi mynd færir sönnur fyrir.
Myndin er byggð á allþekktri
skáldsögu eftir Cornell Woolrich,
Waltz into Darkness, en sami höfund-
ur skrifaði einmitt bókina sem Hitch-
cock byggði kvikmyndina Rear Wind-
ow á. Hins vegar væri vart hægt að
jafna saman ólíkari myndum en
Erfðasyndinni og fyrrnefndu meist-
arverki Hitchcocks. Í þeirri fyrr-
nefndu varð kuldalegur samsærisótti
uppspretta snilldarverks en í þeirri
síðari gefur ekki annað að líta en upp-
sprengda, hripleka tilraun til að gera
tíðarandatrylli. Hvert skref fram-
vindunnar er fyrirsjáanlegt og ekkert
kemur áhorfendum á óvart. Til að
bíta hausinn af skömminni er myndin
tveir tímar að lengd og löngu áður en
henni lýkur má ætla að flestir gestir
kvikmyndahússins séu byrjaðir að
líta á klukkuna. Þess má geta að
sjaldan hefur kvikmynd byggt sögu-
þráð sinn jafnsgreinilega á sandi og
hér. Útgangspunktur myndarinnar
afbyggir með öllu það sem fer í hönd,
en læt ég væntanlega áhorfendur um
að koma auga á þennan sprenghlægi-
lega galla.
Hriplekur
tíðarandatryllir
KVIKMYNDIR
Stjörnubíó
Leikstjórn og handrit: Michael Cristofer.
Byggt á skáldsögu Cornell Woolrich. Að-
alhlutverk: Angelina Jolie og Antonio
Banderas. Sýningartími: 116 mín.
Bandaríkin/Frakkland. MGM, 2001.
ORIGINAL SIN (ERFÐASYNDIN)
Heiða Jóhannsdóttir
SÓKNARNEFND og starfs-
fólk Háteigskirkju hefur
ákveðið að láta smíða og
setja upp orgel á svölum í
vesturenda kirkjunnar.
Háteigskirkja var vígð í
desember 1965. Frá upphafi
hefur hún verið vinsæl til
tónleikahalds og tónlistar-
iðkunar hvers konar, enda
er hljómburður hennar tal-
inn mjög góður. Douglas
Brotchie, organisti Háteigskirkju,
segir að orgelið sem nú er í kirkj-
unni hafi alla tíð verið hugsað sem
bráðabirgðaorgel, en sé nú búið að
þjóna því hlutverki í bráðum fjöru-
tíu ár.
„Fyrir þrjátíu árum voru strax
uppi áform um að kaupa almenni-
legt orgel í kirkjuna, en á þeim tíma
hafði kirkjan ekki fjárráð til að fara
út í slíkar framkvæmdir. Það má
því segja að með orgelkaupum sé
verið að ljúka við að innrétta kirkj-
una eins og upphaflega stóð til.“
Douglas Brotchie átti hugmynd
að því að barrokkorgel yrði fyrir
valinu. „Við leituðum til sérfræð-
inga og þeir hafa fallist á þá hug-
mynd og staðfest að barrokk orgel
hentaði kirkjunni mjög
vel. Orgel af því tagi er
ekki til á Íslandi í dag. Að
spila eldri orgelverk hér á
landi er í raun og veru
ekki hægt í dag. Það má
líkja því við að spila semb-
alverk á píanó. Það er eins
og að horfa á fortíðina
með gleraugum síðari
tíma.“
Douglas Brotchie segir
að með barrokkorgeli eigi hann við
hreinræktað hljóðfæri sem smíðað
er á traustum sögulegum grunni,
og án nokkurra málamiðlana. Ekki
hefur verið ákveðið til hvaða org-
elsmiða leitað verður. „Þetta er stór
ákvörðun og henni fylgir ábyrgð.
Ég vil helst skipa sérfræðinganefnd
orgelgúrúa til að taka þessa
ákvörðun. Þetta er það stór ákvörð-
un að ég mun ekki taka hana einn.
Það eru mörg fyrirtæki bæði í Evr-
ópu og Bandaríkjunum sem gætu
smíðað svona orgel. Hjá bestu org-
elsmiðunum er svo allt að þriggja
ára biðlisti eftir að komast að.“
Stefnt er að því að vígja nýja org-
elið á fjörutíu ára afmæli kirkj-
unnar í desember árið 2005.
Nýtt orgel smíðað
í Háteigskirkju
Douglas
Brotchie
LUNDÚNABLAÐIÐ In-
dependent greindi frá því í
gær, að sýningum á leikriti
Ólafs Jóhanns Ólafssonar,
Sniglaveislunni, yrði hætt
innan skamms. Greinarhöf-
undur, Louise Jury, segir
að þar með sé snöggur endi
bundinn á endurkomu Dav-
ids Warners á leiksvið í
Lundúnum.
Jury segir ennfremur:
„Hann hafði valið Sniglaveisluna,
nýtt verk eftir íslenska leikskáldið
Ólaf Ólafsson, sem vettvang endur-
komu sinnar, en gagnrýnendur út-
hrópuðu verkið miskunnarlaust. Síð-
asta sýning á Sniglaveislunni í
Lyric-leikhúsinu á Shaftes-
bury Avenue verður 23.
mars. Þó má segja, að þær
fimm vikur sem verkið hefur
þá verið í sýningu séu mun
lengri tími á sviði en sumir
gagnrýnenda töldu það eiga
skilið.“
Louise Jury segir að dóm-
ar um verkið hafi nánast allir
verið harkalegir, en að
frammistaða Davids Warn-
ers hafi hlotið meiri náð fyrir augum
gagnrýnenda. Hún stiklar á dómum
bresku blaðanna um verkið og segir
þá hrikalega í ljósi þess hve mikil eft-
irvænting var bundin komu Davids
Warners á svið í borginni eftir 30 ára
dvöl hans í Bandaríkjunum. Jury
hefur eftir leikaranum að hann hafi
valið Sniglaveisluna vegna þess að
persóna Karls (Gils) hafi heillað
hann; hann hefði lengi þráð að leika
hlutverk hreinskilins, opinskás og
svolítið gamansams sérvitrings, en
Jury segir sorglegt að gagnrýnend-
ur hafi haft allt önnur lýsingarorð í
huga um hlutverkið í dómum sínum.
Í leiðara Independent í gær er
ennfremur harmað að endurkoma
Davids Warners á enskt leiksvið hafi
fengið svo skjótan endi. Þar segir að
slæmir dómar um Sniglaveisluna og
afar dræm aðsókn hafi orðið til þess
að framleiðendur verksins hafi
ákveðið að hætta sýningum á því.
Sniglaveislan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Lundúnum
Sýningum hætt í lok mars
David
Warner