Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 24

Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SALARKYNNUM gallerís- @hlemmur.is í Þverholti 5 hefur verið rækilega umturnað með umhverfis- verki þeirra Libiu Pérez og Ólafs Árna, en bæði hafa unnið saman frá 1997. Libia er frá Málaga á Spáni en Ólafur er úr Hafnarfirði, en þau búa um þessar mundir í Rotterdam. Áður hafa þau Libia og Ólafur Árni nokkr- um sinnum sýnt sameiginleg verk sín hér á landi. Er þá skemmst að minn- ast sýningar þeirrar sem þau efndu til í Straumi, menningarmiðstöðinni í Hafnarfirði. Miðað við þá sýningu, sem var bæði ævintýraleg og merkilega samræmd – þótt í hverju horni væri að finna óvenjulegar samsetningar verka – er núverandi sýning í galleríi@hlemm- ur.is töluverð nýjung. Þótt ekki væri annað en andrúmsloftið sem þeim Libiu og Ólafi Árna tekst að skapa – nyrðra herbergið er alsett mold og stígum – yrði sýningin að teljast ákveðinn hápunktur í stuttum ferli þeirra. Ef satt skal segja minnir heildin töluvert á umhverfislist í árdaga uppá- komunnar, þegar Allan Kaprow, Jim Dine, Robert Whitman, Red Grooms og Claes Oldenburg voru að setja saman happening-verk sín, með ódýr- um efniviði, flóknum og margræðum skiptingum atriða og mörgum ólíkum afkimum. Það er að vísu engin leikin uppákoma sem á sér stað í rými Libiu og Ólafs Árna. Gestir eru látnir sjá um að ganga þar um og ræða málin. Galleríið við ofanverðan Hlemm er ekki stórt, en það er merkilegt hve vel þeim Libiu og Ólafi Árna tekst að nýta það skipulagslega séð. Gólf innra herbergisins er þakið leirkenndri mold og gestir verða að setja á fæt- urna spítalaplasthlífar áður en þeir ganga inn í salinn. Inni eru ýmis óvænt fyrirbæri á gólfi og veggjum líkt og listamennirnir vildu gera um- hverfið lífrænna. Eftirtektarverðast eru ef til vill smálautir og syllur á veggjum, með litríku litadufti. Þessi atriði sýna betur en nokkru sinni fyrr næman skilning listamannanna á smáatriðum í miðri hringiðunni. Gluggunum er breytt í hrein, gegn- umlýst málverk. Þar til gerð hægindi gefa gestum færi á að virða fyrir sér landslagið í næði. Til mótvægis er fremra herbergið, eða forstofan, mun reglulegri, sett speglum á allar hliðar, auk safnkúpuls í lofti og á vegg. Þannig er gestum boðið að ganga inn í verk sem liggur á mörkum menningar og náttúru, um leið og þeir upplifa sig sem hluta og gerendur í margræðu og marg- slungnu umhverfi þar sem undur og ævintýri eru við hvert fótmál. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá opnun á umhverfisverki Libiu Pérez de Siles de Castro og Ólafs Árna Ólafssonar í galleríi@hlemmur.is, Þverholti 5. Inn í verkið MYNDLIST galleri@hlemmur.is Til 2. mars. Opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. UMHVERFISVERK LIBIA PÉREZ DE SILES DE CASTRO & ÓLAFUR ÁRNI ÓLAFSSON Halldór Björn Runólfsson SUMT breytist hratt í unglinga- heimum, annað alls ekki. Gaura- gangur er góðu heilli að mestu um aðalpersónuna, snillinginn og galla- gripinn Orm Óðinsson, sem opnar vart svo kjaftinn án þess að ein- hvern svíði og áhorfendur hlæi. Gauragangur sver sig í ætt við margar leikgerðir skáldsagna í því að atriði eru mörg og stutt og stytt- ast ef eitthvað er eftir því sem verk- inu vindur fram. Þetta gerir upp- færslu verksins á hefðbundnu félagsheimilissviði að torleystu verkefni, og leggur leikurum erfiða þraut á herðar að flytja orku og innlifun frá einni senu til annarar. Grundvallarlausn Unnars Geirs Unnarssonar í þessari uppfærslu er býsna snjöll. Stór pallur á hjólum er heimili Orms, en myndar einnig bakvegg fyrir aðrar senur. Skipt- ingar ganga enda rösklega fyrir sig og staðsetningar mynda skýrar og oft sterkar myndir. Gott dæmi er hvernig upphafs- og lokamynd sýn- ingarinnar, ímyndaður dauði Orms og raunveruleg jarðarför Hreiðars, kallast á. Þessi skýrleiki ásamt kraftmiklum og fagmannlegum tón- listarflutningi eru sterkustu þættir sýningarinnar. Á hinn bóginn verð- ur hún á köflum óþarflega kyrr- stæð, jafnvel í hópatriðum sem ættu að vera kjörið tækifæri til að láta mikið ganga á. Nokkur tónlistar- atriðanna voru skemmtilega útfærð í dansi, til dæmis gullgerðarsöng- urinn, en óþarflega mörg þeirra fól- ust einfaldlega í að lögin voru sung- in án nokkurrar sviðsetningar. Ég saknaði kraftsins sem meiri hreyf- ing hefði leyst úr læðingi hjá leik- hópnum. Í menntaskólauppfærslum á Gauragangi eru hlutverk eldri kyn- slóðarinnar stundum vandamál, en svo er ekki hér. Unnar fer þá leið að ýkja nokkuð persónueinkenni eldra fólksins. Það er svolítið eins og við sjáum þau í gegnum ofur- raunsæisgleraugu Orms, og þetta gefur leikurunum tækifæri til að teikna skýrar skopmyndir. Mörgum tekst þetta ágætlega, til að mynda Hálfdáni Helga Helgasyni sem var kennarablókin Arnór, Sigurði Borg- ari Arnaldssyni sem gerði skóla- stjórann ljóðelska að ótrúlegum eft- irleguhippa og Steinunni Ingvars- dóttur í hlutverki móður drauma- dísarinnar Lindu. Engri hreyfingu var ofaukið hjá Steinunni og kuld- inn streymdi um salinn. En það eru auðvitað krakkarnir sem mest mæðir á. Andri Berg- mann Þórhallsson og Ragnar Sig- urmundsson eru hæfilega slöttólfs- legir sem þeir fóstbræður Ormur og Ranúr. Andri fer áreynslulaust með hlutverk sitt, syngur vel og skilar fyndni Orms prýðilega. Þá er framabrautarbeibið Linda trúverð- ug hjá Elísabetu Öglu Stefánsdótt- ur. Hljómsveitin fór örugglega í gegnum tónlistina og sama er að segja um velflesta söngvara. Ánægjulegt er hvað textaframburð- ur var skýr í söngvunum, nokkuð sem oft verður fórnarlamb hljóð- nema og hávaða. Hér voru bæði hljóðnemar og nægur hávaði en samt mátti skilja það sem sagt var. Heildaryfirbragð Gauragangs Menntaskólans á Egilsstöðum er einfalt og skýrt. Með meiri krafti og fjöri hefði sýningin náð meiri hæð- um, en skilaboðin komast samt í gegn; allir verða að finna sinn þroskaveg, ekki í einrúmi heldur í slagtogi við hina sauðina. Vaxtar- verkir LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Tónlist: Ný Dönsk. Leikstjóri: Unnar Geir Unnarsson. Tónlistarstjóri: Hafþór Snjólf- ur Helgason. Danshöfundur: Steinunn Ingvarsdóttir. Valaskjálf laugardaginn 16. febrúar 2002. GAURAGANGUR Þorgeir Tryggvason ÞAÐ hefur verið heldur smátt um djasskonserta sem af er árinu og þeir tveir sem ég hef sótt báðir tengdir Selfossi. Þó verður Krist- jana Stefánsdóttir seint talin til landsbyggðardjassara þótt frá Sel- fossi sé, en Sýslumennirnir eru sannarlega landsbyggðarsveit. Sel- foss er heimabærinn, en afleggjarar bæði til Þorlákshafnar og Skálholts. Skúli Thoroddsen, saxófónleikari og tónlistarkennari, hóaði þessum piltum saman fyrir um þremur árum og hefur sú breyting ein orðið á síð- an að trommarinn er nýr af nálinni, Árni Áskelsson, slagverksleikari Sinfóníunnar, en hann er bróðir Gests saxófónleikara úr Þorláks- höfn. Þaðan er Hermann básúnu- leikari og þar bjó einnig um hríð Hilmar Örn Agnarsson, fyrrum Þeysari og núverandi kantor í Skál- holti. Bræðurnir Helgi og Smári eru frá Selfossi og var Helgi þekktur bassaleikari á árum áður og hljóðrit- aði m.a. með Gunnari Ormslev. Þar eru tónlistarkennarar Skúli og Jó- hann, sem margir þekkja frá langri veru hans í trompetsveit Stórsveitar Reykjavíkur. Ég held að þetta sé eina starfandi djasshljómsveit landsbyggðarinnar og er sá tími liðinn að þar iðaði allt af djassi og stórmenni í hverjum landsfjórðungi s.s. Eydalsbræður á Akureyri, Guðni Hermansen í Vest- mannaeyjum, Villi Valli á Ísafirði og Árni Ísleifs á Egilsstöðum. Sýslumennirnir eru dixilandsveit en dixilandið hefur aldrei fest rætur á Íslandi einsog í nágrannalöndum okkar þar sem það hefur náð list- rænum hæðum hjá Chris Barber í Englandi og Papa Bue í Danmörku. Kannski var Haraldur Guðmunds- son trompetleikari einn fremsti dixi- landspilari íslenskur, en hann lék með hljómsveit Björns R. Einars- sonar meðan dixilandið var á dag- skrá þar. Helstu dixilandleiðtogar íslenskir eru þó Þórarinn Óskarsson og Árni Ísleifs. Sýslumennirnir eru ekki skapandi dixilandhljómsveit, til þess eru burðir liðsmannanna til spuna of litl- ir og efnisskráin samanstendur af dixilandhúsgöngum í erlendum út- setningum, utan hvað Skúli Thor- oddsen útsetti Tiger Rag. Piltarnir eru nokkuð misjafnir hljóðfæra- leikarar, en nefna má að Helgi er pottþéttur banjóleikari og Jóhann sterkur á trompetinn, en án góðs trompetleikara þýðir lítt að leika dixiland. Það er hann sem er í for- svari fyrir sveitina. Tveir fyrstu ópusarnir sem Sýslu- mennirnir léku gáfu góða mynd af sveitinni. Fyrst var blús King Oliv- ers og Armstrong: Dippermouth blues, sem bar í efnisskrá nafnið sem Fletcher Henderson notaði er hann útsetti hann fyrir stórsveit sína: Sugar Foot Stomp. Til þess að leika þennan ópus þarf blústilfinn- ingin að vera á hreinu og sveiflan leikandi létt. Hvorugt er fyrir hendi hjá Sýslumönnunum, en aftur á móti fóru þeir vel með Alexander’s Rag- time Band eftir Irving Berlin. Þar er lúðrasveitarandinn ríkjandi og þar var hljómsveitin á heimavelli. Það var líka ansi gaman að Maple Leaf Rag eftir Scott Joplin þar sem Hilmar Örn var að sjálfsögðu í aðal- hlutverki og hamraði á Steinway- flygil djassklúbbsins Múlans, sem kominn er í Kaffileikhúsið, þar sem klúbburinn mun hefja starfsemi sína í mars. Aðal Sýslumannanna er leikgleðin og þó Basin Street Blues og Wolf- erine Blues færu fyrir lítið var túlk- un þeirra á Livery Stable Blues, sem var annað tveggja laga á fyrstu djassplötu veraldar, skemmtileg og Jóhann hneggjaði í trompetinn al- veg einsog Nick LaRocca árið 1917. Leikglaðir Sýslumenn DJASS Kaffileikhúsið Jóhann Stefánsson trompet, Hermann Jónsson básúnu, Skúli Thoroddsen sópr- ansaxófón, Gestur Áskelsson tenór- saxófón, Helgi E. Kristjánsson banjó og gítar, Hilmar Örn Agnarsson píanó, Smári Kristjánsson bassa og Árni Áskelsson trommur. Föstudagskvöldið 22. febrúar 2002. SÝSLUMENNIRNIR Vernharður Linnet AÐRIR tónleikar í nýrri röð, „15:15“, á vegum CAPUT-hópsins og píanó-selló dúós Sigurðar Hall- dórssonar og Daníels Þorsteins- sonar fóru fram í Nýjum sal Borg- arleikhússins á laugardaginn var við frekar fámenna aðsókn. Leik- hússalurinn fer með þessari tón- leikaröð að taka út sína fyrstu hljómburðarreynslu. Virtist heyrð hans skýr og ívið skárri en stóra sviðsins þar eð vottaði fyrir smá eftirhljómi, þótt varla verði talinn eftirsóknarverður fyrir söng. Tón- leikarnir voru jafnframt liður í „Ferðalaga“-prógrammi Sigurðar og Daníels er hófst fyrir ári og byggir á tónlist síðustu aldar fyrir selló og píanó, sönglögum og ann- arri kammertónlist bæði með og án söngs, með hjálp gestaflytjenda. Tónskáld dagsins voru að þessu sinni öll frá Bæheimi. Tvö þeirra lifðu tvenna tíma – Benda frá síð- barokk í vínarklassík og Martinu frá síðrómantík í módernisma. Bohuslav Martinu (1890–1959) bjó í París 1923–40 en flúði vestur um haf 1940. Hann var afkastamikið tónskáld, enda hugmyndafrjór, þó að þyki stundum hafa mátt endur- skoða eða vinna betur ýmislegt sem frá honum kom – ólíkt Brahms, sem brenndi miskunn- arlaust allt sem hugsanlega gæti mætt afgangi. Verk Martinus hafa að sama skapi elzt misvel, og bar fyrri sónata dagskrár fyrir selló og píanó frá 1941 nokkuð þess merki. Engu að síður þykja sellósónötur hans þrjár í efra gæðakanti. Nr. 2 var örvandi orkurík og þjóðleg í I. þætti (7/8 áberandi meðal taktteg- unda) og II. hljómaði eins og dul- úðug bæn í tónum. Hinn hrynvak- urt rondókenndi III. þáttur (Allegro commodo), sem m.a. skartaði líflegri einleikskadenzu fyrir sellóið, bar af í smellandi inn- lifuðum leik þeirra félaga, sem framan af hafði verið heldur hlut- laus og hitnaði fyrst að ráði í lok I. Í samanburði virtist Nr. 3 (1952), sem leikin var eftir hlé, bæði tær- ara verk að yfirbragði og frum- legra í sér. I. þáttur notaðist við pentatónísk stef, í II. skiptust á blíða og stríða, og III. var borinn uppi af dansandi strákslegu fjöri og ertnislegum húmor à la Walton í Façade. Georg Benda (1722–95) varð í samtíðinni þekktastur fyrir söngleiki sína (Singspiele) og meló- drömu, e.k. píanótónatjöld við ljóðaupplestur sem náðu að hrífa engan verri en Wolfgang A. Moz- art staddan í Mannheim. Hvenær nr. 7 í c-moll var samin fékkst ekki gefið upp, en eftir „galöntum“ rit- hætti að dæma gæti það hafa verið á svipuðum tíma (1778). Mest skildi eftir hægur miðþátturinn, íhugult skapgerðarstykki með blómstrandi skrautfrávikum. Daníel Þorsteins- son lék af snyrtilegum þokka, en kannski heldur blóðlaust, einkum þar sem mest vottaði fyrir tilfinn- ingasömum stíl í anda C. P. E. Bachs. Einhverra hluta vegna gaf tón- leikaskráin engar aðrar upplýsing- ar um Sígaunalögin sjö eftir Dvor- ák en ópusnúmerið 55, en þau munu vera frá árinu 1880 og hafa e.t.v. kynt undir „Zigeunerlieder“ kórverkabálki Brahms frá 1887. Líkt og með Tyrki ofarlega á 18. öld voru sígaunar í tízku í Vínar- borg á hinni 19., og „villt“ tónlist þeirra gegndi ekki ósvipuðu góð- borgaraertandi hlutverki á kaffi- húsum og djassinn í byrjun nýlið- innar aldar. Sungið var á tékknesku og því eins gott að prósaþýðingar Ragnars Axelsson- ar fylgdu með á prenti. Flokkurinn stappaði nærri meistaraverki, enda afar fjölbreyttur í anda og sérlega hugmyndaríkur að lagferli, sem vísaði stundum furðumikið fram á veg. Lá m.a.s. við að væna mætti Morricone um lagstuld úr upphafi hins „dollara“kvikmyndalega 1. lags (Söngur minn hljómar), og nr. 4 (Þegar móðir mín gamla) hefði auðveldlega getað hljómað ofan af söngleikhúsfjölum Broadways kringum 1950. Viðfangsefnið henti vel hljómmikilli mezzorödd Önnu Sigríðar Helgadóttur, sem fór með ólíkar stemmningar laganna af smekkvísri tilfinningu við kattlið- ugan undirleik Daníels. Auk hins bráðfallega dollaralags var eftir- minnileg kyrrð yfir 3. (Og skóg- urinn er þögull allt um kring), safa- ríkur czárdas-blær yfir 5. (Strengurinn er stilltur) og gáska- full stríðni sveif yfir nr. 6. (Víðar ermar). Hinn skáldlegi óður til frelsisins í lokalaginu (Þótt þú gef- ir fálkanum) bauð fram hæstu nót- ur dagsins og var tekinn með brav- úr, þótt hann hefði að skaðlausu mátt gæða meira hamsleysi en gert var. Þrjú tónskáld frá Bæheimi Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Borgarleikhúsið Martinù: Sellósónötur nr. 2 og 3. Dvor- ák: Sígaunaljóð. Benda: Píanosónata nr. 7 í c. Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran; Sigurður Halldórsson, selló; Daníel Þorsteinsson, píanó. Laug- ardaginn 23. febrúar kl. 15:15. EINSÖNGS- OG KAMMERTÓNLEIKAR Anna Sigríður Helgadóttir Daníel Þorsteinsson Sigurður Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.