Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÚN var bæði köld og svöng þessi litla mús sem kom við í garði frétta- ritarans og gæddi sér á poppkorni og brauðmolum sem ætlaðir voru smáfuglunum. Þegar að henni var komið leit út fyrir að hún væri fros- in föst á skafli, því hún hreyfði sig ekki þrátt fyrir mannaferðirnar. Eftir að hafa fengið veitingar allt í kringum sig var eins og hún hresstist og tók til við átið, en lét þó myndatökuna ekki trufla sig. Það er rík ástæða til að minna fólk á að gefa smáfuglunum í kuldatíðinni þó svo að einn og einn óboðinn gestur flækist inn á þeirra veisluborð. Morgunblaðið/Aðalheiður Hart í ári hjá smá- dýrunum Hellu. Morgunblaðið. TALIÐ er að um 600.000 eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum Atlantic Seafood við Suðureyjar í Færeyjum í óveðri fyrr í vikunni. Að sögn Orra Vigfússonar, formanns Norður Atl- antshafslaxasjóðsins, hafa hinir fær- eysku og norsku eigendur Atlantic Seafood áætlað fjárhagslegt tjón sitt milli 300 og 400 milljónir króna. „Það er ekki lengra síðan en um jólaleytið að milli 100 og 200 þúsund eldislaxar sluppu í hafið hjá þessu sama fyrirtæki. Það er eins og menn gleymi því þegar þeir eru að setja upp þessar sjókvíar að það getur blásið úr öllum áttum. Heildarveiði á villtum Atlantshafslaxi á ári er vel innan við milljón laxar og þarna er ein stöð búin að missa í hafið annað eins af eldislaxi. Heildarveiði á villt- um laxi hér á landi er um 30.000 lax- ar á ári þannig geta menn séð um hvers lags magn er að ræða. Þetta er auðvitað alveg skelfilegt umhverfis- slys,“ sagði Orri Vigfússon. 600 þúsund eldislaxar sluppu við Færeyjar STJÓRNENDUR Baugs hf. sögðu fyrir skömmu upp samningi við ræst- ingafyrirtæki, sem annaðist ræsting- ar á skrifstofum fyrirtækisins. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var ástæða uppsagnarinnar sú að fram kom á eftirlitsmyndavél að starfsmaður ræstingafyrirtækisins var að róta í skjölum eins af yfirmönn- um Baugs. Jafnframt hefur blaðið upplýsingar um að Össur Skarphéð- insson hafi sem einstaklingur mót- mælt mjög harðlega þessum brott- rekstri við stjórnendur Baugs í tölvubréfi og talið þær hefndaraðgerð gegn sér vegna gagnrýni, sem hann hefði sett fram á fyrirtækið. Taldi að verið væri að ná fram hefndum vegna skoðana minna Morgunblaðið leitaði til Össurar í gær og óskaði eftir skýringum hans á afskiptum hans. ,,Ég hef haft uppi skarpa gagnrýni á samþjöppun á þeim markaði sem Baugur starfar á. Nákominn ættingi minn rekur ræstifyrirtæki, sem hefur ræst þrjú fyrirtæki fyrir Baug. Hann hafði komið tvisvar sinnum að máli við mig og sagt að hann fyndi að skörp gagnrýni mín á fyrirtækið hefði leitt til þess að hann drægi þá ályktun af ummælum manna að það gætu verið blikur á lofti fyrir hann. Ég taldi það af og frá og sagði að slíkt ætti sér ekki stað á Íslandi. Síðan gerðist það að það birtist eftir mig lítið álit um sam- þjöppun á matvörumarkaði í Við- skiptablaðinu sl. miðvikudag. Hann tjáði mér að þann dag hefði hann ver- ið kallaður fyrir yfirmenn í fyrirtæk- inu [Baugi] og honum tjáð að hann fengi ekki að starfa fyrir þessi þrjú fyrirtæki. Ég varð ákaflega hryggur og taldi að þarna væri verið að ná fram einhvers konar hefndum vegna skoðana minna með því að seilast til ættingja sem mér þykir mjög vænt um. Ég varð því bæði mjög hryggur og reiður. Mér hefur síðar verið sagt að uppsögnin stafi af öðru, þ.e.a.s. því að starfsmaður fyrirtækis ættingja míns hafi ekki komið fram með rétt- um hætti í einu og öllu, en mér finnst það auðvitað öldungis fráleitt að þó að starfsmaður sýni ekki rétta fram- komu, þá sé fyrirtækinu án nokkurr- ar áminningar eða aðdraganda sagt upp störfum. Ég dyl það ekki, að ég hef tjáð mig sterklega í trúnaðarbréfi til starfsmanna fyrirtækisins vegna þess að ég taldi að hér væri um hefnd- araðgerðir að ræða,“ sagði Össur og bætti við: „Sú skýring, sem ég fékk síðan var að nýr starfsmannastjóri vildi hafa innanhússtarfsmenn í þessu verki.“ Segir mönnum mjög brugðið Morgunblaðið sneri sér til Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, sem staðfesti að stjórnendum Baugs hefði borist tölvuskeyti frá Össuri. Hann sagði að tölvuskeytið hefði farið sem eldur í sinu um fyrirtækið og mönnum hefði brugðið mjög við þessi tíðindi. Síðan sagði Hreinn: ,,Ég sem stjórnarformaður fyrirtækisins get ekki annað en tekið það mjög alvar- lega þegar einn af málsmetandi stjórnmálaleiðtogum sendir fyrirtæk- inu skeyti af þessu tagi en skeytið er svohljóðandi: ,,Í trúnaði fyrir þig og Jóhannes Heill og sæll Jón Einsog þú veist ráku feðgarnir Jó- hannes og Jón Ásgeir bróður minn Magnús frá ræstingum í þremur fyr- irtækjum þeirra í dag. Auðvitað er það ekkert annað en hrein hefndaraðgerð vegna skoðana minna. Gangsteraeðli þeirra birtist í því að þeir velja daginn sem Viðskiptablaðið birtir lítið komment frá mér um það efni. Það eru aðeins hreinræktaðir drullusokkar sem ráðast að þeim sem ekki geta varist, í þessu tilviki ætt- ingjum sem enga ábyrgð bera á um- mælum mínum. Svona menn eiga ekki skilið virð- ingu samborgara sinna. Því ætla ég að koma til skila. Þeir haga sér einsog suðuramerískir gangsterar, og þjóðin á rétt á að vita það. Ég mun því ekki láta þetta kyrrt liggja, og ætla heldur aldrei að gleyma þessu. Ættin er giska langlíf, einsog þú kannski veist. Sá kann allt sem bíða kann, kenndi Sveinn R. Eyj- ólfsson mér. Ef Baugsveldið heldur að þetta sé aðferðin til að þagga niður í mér get ég ekki varist þess að upp í hugann komi hin fræga setning: You aint’ seen nothing yet. Það má vel vera að ég hafi lítið að gera í þessa nýju mafíu. En mér er létt um mál, og lipur með pennann, og ég á langa ævi fyrir höndum til að lýsa fyrir samferðamönnum mínum hvers- konar menn þetta eru. Í guðs friði – en ekki mínum, Össur Skarphéðinsson, líffræðing- ur, Vesturgötu 73, 101 R.“ “ Segir Össur hafa fylgt skeytinu eftir með hatursfullu símtali Hreinn Loftsson sagði það í fyrsta lagi vekja athygli að skeytið væri sent á tölvukerfi Alþingis. ,,Í öðru lagi hef- ur viðkomandi stjórnmálamaður ekki haft fyrir því að kynna sér forsendur málsins af hálfu Baugs áður en hann sendi skeytið og hann fylgdi skeytinu eftir með hatursfullu símtali með sömu ásökunum. Símtalið fékk Jó- hannes Jónsson eftir því sem Jóhann- es segir mér. Kom það Jóhannesi á óvart, en hann er erlendis og var ókunnugt um málið þegar Össur hringdi. Í þriðja lagi sýnir þetta ótrú- legan dómgreindarskort. Jóhanna Sigurðardóttir hefur talað um að þingmenn þyrftu að setja sér siða- reglur. Hún þyrfti kannski að byrja á formanninum sínum og taka hann á slíkt námskeið um samskipti stjórn- málamanna við borgarana,“ sagði Hreinn. Spurður um upphafsorð bréfsins, þar sem segir að það sé sent í trúnaði fyrir viðtakanda og Jóhann- es, sagði Hreinn: ,,Maður sem viðhef- ur slíkar hótanir og biður um trúnað hlýtur að vera að grínast.“ Össur Skarphéðinsson mótmælti brottrekstrinum Baugur sagði upp verktaka við ræstingu eftir að eftirlitsmyndavél sýndi starfsmann róta í skjölum eins af stjórnendum fyrirtækisins FLEIRI en eitt erlent fyrirtæki hafa lýst áhuga á því að fjárfesta í Lands- síma Íslands. Ólafur Davíðsson, for- maður einkavæðingarnefndar, seg- ist gera ráð fyrir því að þessir aðilar sendi einkavæðingarnefnd formlegt erindi um viðræður. Ef slíkt erindi berist verði því svarað. Hann segir að engin breyting hafi orðið á af- stöðu stjórnvalda til verðlagningar á hlutabréfum í Landssímanum. Einkavæðingarnefnd hefur form- lega slitið viðræðum við danska fjar- skiptafyrirtækið TDC. Ástæðan er fyrst og fremst að fyrirtækið var ekki tilbúið til að kaupa á því verði sem stjórnvöld settu upp. Nefndin hefur sömuleiðis slitið samstarfi við ráðgjafarfyrirtækin sem unnið hafa að sölunni með nefndinni. „Við vitum af fyrirtækjum sem hafa verið að íhuga kaup á Lands- símanum og þá væntanlega að taka upp viðræður við okkur. En við get- um ekki á þessu stigi nefnt þau vegna þess að það hefur ekki verið neitt ákveðið um slíkt,“ sagði Ólafur. Ólafur sagðist ekki geta gefið neinar upplýsingar um fyrirætlanir þessara aðila. Ekkert lægi fyrir um hvort áhugi væri á að kaupa mjög stóran hlut í Símanum. Hann útilok- aði þó ekki að áætlun einkavæðing- arnefndar um hlutfallslega skiptingu milli kjölfestufjárfestis og annarra fjárfesta yrði endurmetin ef óskir kæmu um það. Um það þyrfti þá að taka sérstaka ákvörðun. Ríkisstjórnin ákvað að bjóða hlutabréf í Landssímanum til sölu á genginu 5,75, en það þýðir að Síminn kostar 40,6 milljarða. 2.588 skráðu sig fyrir hlutafjárloforðum sem námu tæplega 2,1 milljarði króna. 8. janúar sl. höfðu verið greidd hluta- bréf fyrir samtals 916 milljónir, en það þýðir að 2,26% hlutafjár eru nú í eigu annarra en ríkisins. „Það er ljóst að þær viðræður sem kynnu að fara fram á næstunni snú- ast um það verð sem ríkið hefur talið viðunandi. Það er ekki nein breyting á afstöðu eigandans, hvað það varð- ar, á þessu stigi,“ sagði Ólafur. Einkavæðingarnefnd endurmetur áform um sölu Símans Erlend fyrirtæki hafa lýst áhuga á að kaupa TÍU meistarakokkarfrá Evrópu og Am- eríku eru staddir hér á landi til að taka þátt í alþjóðlegri kokkakeppni sem fram fer í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina. Kokkarnir hófu daginn í gær í verslun Hagkaupa í Smáralind til að velja sér íslenskt hráefni af mikilli nákvæmni í forrétti og millirétti fyrir keppnina. Í dag spreyta kokkarnir sig svo á aðal- réttum og eftirréttum. Dómnefnd er skipuð íslenskum og erlendum dómurum. Gestum og gangandi gefst kostur á að fylgjast með hvernig meistarakokkarnir athafna sig í eldhúsunum tíu sem sett hafa verið upp í Vetrargarðinum.Morgunblaðið/Jim Smart Hráefnið valið í réttina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.