Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Félagsþjónustan fjármagnar lektorsstöðu
Stefnumark-
andi ráðning
Á SÍÐASTLIÐNUári gerðu borgar-yfirvöld samning
við Háskóla Íslands um
að Félagsþjónustan í
Reykjavík kosti stöðu
lektors í félagsráðgjöf á
sviði félagsþjónustu
sveitarfélaga. Í samn-
ingnum er m.a. lögð
áhersla á greiningu og
sérhæfða ráðgjöf ásamt
rannsóknum á sviði fé-
lagsþjónustu. Í desember
sl. var Freydís Jóna
Freysteinsdóttir ráðin í
stöðuna og hóf hún störf
1. janúar síðastliðinn.
Morgunblaðið fræddist
um málið í samtali við
hana í vikunni.
– Lýstu fyrir okkur
nýja starfinu?
„Um hefðbundna lektorsstöðu
er að ræða með sömu skiptingu á
kennsluskyldu, rannsóknarvinnu
og stjórnun og aðrar lektors-
stöður, þrátt fyrir að þessi lekt-
orsstaða sé fjármögnuð á annan
hátt. Skilyrði er þó að vinna
hluta af rannsóknum á sviði fé-
lagsþjónustu.“
– Er þetta spennandi starf?
„Já, ég myndi segja að þetta
væri mjög fjölbreytt og spenn-
andi starf. Auk kennslu í áhuga-
verðum greinum, gefur það kost
á að gera rannsóknir sem ég hef
í huga að koma í framkvæmd.“
– Hverjum þjónar þú í nýja
starfinu?
„Ég þjóna bæði félagsráð-
gjafanemum, svo og öðrum nem-
um sem sækja þau námskeið
sem ég kenni í. Auk þess má
segja að ég þjóni einnig fé-
lagsráðgjöfum sem vinna með þá
hópa sem rannsóknir mínar
munu beinast að og þeim sem
þjónusta gagnast.“
– Hvernig hafa þessir fyrstu
mánuðir verið og hvernig er
starfsumhverfið?
„Þar sem ráðið var í stöðuna
frá 1. janúar 2002 hef ég ein-
ungis gegnt stöðunni í tvo mán-
uði. Það má segja að í heildina
hafi gengið ágætlega að aðlagast
starfinu, en það hefur komið mér
einna mest á óvart, hversu stórir
hóparnir eru í þeim námskeiðum
sem ég kenni í þessa önnina.
Vinnustaðurinn er stærri en
ég hef áður vanist. Ég myndi
segja að starfsumhverfið virðist
vera gott og vel búið að starfs-
fólki, t.d. hefur starfsfólk aðgang
að líkamsrækt og í þeirri bygg-
ingu sem ég hef skrifstofuað-
stöðu, gefst starfsfólki kostur á
að fá heitan mat í hádegi. Hins
vegar er erfitt fyrir mig að meta
starfsumhverfið í heild, eftir svo
stuttan tíma í starfi.“
– Hverjar hafa verið og verða
þínar megináherslur í starfi?
„Það má segja að þrjú við-
fangsefni hafi verið mér mest
hugleikin á undanförnum árum.
Í fyrsta lagi barnavernd og þeir
þættir sem leiða til ofbeldis og
vanrækslu barna og ofbeldis
gagnvart konum, en
ég vinn nú að doktors-
verkefni þar sem ég
rannsaka áhættuþætti
endurtekins ofbeldis
og vanrækslu barna.
Niðurstöður úr rannsókn þessari
munu væntanlega nýtast fé-
lagsráðgjöfum sem starfa við
barnavernd og þeim fjölskyldum
sem þeir vinna með. Í öðru lagi
hef ég haft mikinn áhuga á ein-
staklings- hjóna- , fjölskyldu- og
hópmeðferð og hef lokið með-
ferðargráðu (MSW) sem gefur
réttindi til að vinna slíka með-
ferð. Þess má geta að nú er verið
að undirbúa mastersnám með
áherslu á fjölskyldumeðferð
(MSW) í félagsráðgjöf við Há-
skóla Íslands og verður vonandi
hægt að bjóða upp á slíka náms-
leið haustið 2003. Í þriðja lagi
hef ég mikinn áhuga á félags-
mála- og fjölskyldumálastefnu
og þá ekki síst með tilliti til
stöðu kynjanna og var töluverð
áhersla á félagsmálastefnur í
framhaldsnámi mínu, bæði í
mastersnáminu og í doktors-
náminu. Ég mun væntanlega
geta nýtt þessi viðfangsefni í
kennslu og rannsóknarvinnu. En
rannsóknir á þessum sviðum,
skipta miklu máli fyrir starfandi
félagsráðgjafa og notendur þjón-
ustu þeirra.“
– Er þetta vel skilgreind staða
og jafnvel að einhverju leyti
stefnumarkandi starf?
„Þessi staða er nokkuð vel
skilgreind og að því leyti stefnu-
markandi að hún tengist vissu
viðfangsefni innan félagsráðgjaf-
ar, þ.e. félagsþjónustu. Ég mun
því leitast við að efla svið Fé-
lagsþjónustu í starfi mínu. T.d.
leiðbeini ég nemendum sem
vinna rannsóknarverkefni á sviði
Félagsþjónustu og mun val verk-
efna vera í samráði við starfsfólk
viðkomandi Félagsþjónustu. Ég
hef kennt í námskeiði
sem heitir „Ofbeldi í
fjölskyldum“ og eru
uppi hugmyndir um að
útbúa nýtt framhalds-
námskeið þar sem
áhugasömum nemendum væri
gefinn kostur á að dýpka þekk-
ingu sína í þessum málaflokki.“
– Gæti þetta orðið byrjunin á
öðru og meiru á þessum nótum,
m.a. hjá öðrum stofnunum?
„Já, það má segja það. Þegar
hefur verið auglýst önnur lekt-
orsstaða í félagsráðgjöf við Há-
skóla Íslands sem fjármögnuð
verður af Rauða krossinum.“
Freydís J. Freysteinsdóttir
Freydís Jóna Freysteinsdóttir
er fædd á Siglufirði 9. desember
1966. Lauk BA-prófi með sál-
fræði sem aðalgrein og fé-
lagsráðgjöf sem aukagrein árið
1992 og starfsréttindanámi í fé-
lagsráðgjöf árið 1994 við Há-
skóla Íslands. Lauk mastersnámi
í félagsráðgjöf árið 1998 við Uni-
versity of Iowa í Bandaríkjunum
og hefur stundað doktorsnám
þar síðan með sálfræði sem
stuðningsgrein. Hefur starfað
m.a. við kennslu í félagsráðgjöf
og sem félagsráðgjafi við Fé-
lagsþjónustuna í Hafnarfirði.
Maki er Sigurgrímur Skúlason
próffræðingur og eiga þau börn-
in Melkorku Eddu, f. 1988, Tönju
Elínu, f. 1992, og Aron Þráin, f.
1995.
…þeir þættir
sem leiða til
ofbeldis
EKKERT af þeim hundrað leik-
skólabörnum í Reykjavík sem voru
berklaprófuð í vikunni greindist
með smit samkvæmt niðurstöðum
prófunarinnar. Einn fullorðinn
starfsmaður greindist hins vegar já-
kvæður á prófinu.
Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir
lungna- og berklavarnadeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur,
segir það ákaflega farsæla niður-
stöðu að börnin hafi reynst neikvæð.
„Þó er öruggara að gera aftur próf-
un eftir sex vikur á börnunum vegna
þess að ef smit hefur átt sér stað t.d.
í lok janúar gæti verið að ekki hefði
liðið nægilega langur tími fyrir
breytinguna í ónæmiskerfinu að
koma fram.“
Hann segir niðurstöðuna ekki
gefa tilefni til prófana í öðrum hóp-
um. „Þetta gefur okkur upplýsingar
um að þetta hafi ekki verið eins mik-
ið og við óttuðumst. Ferillinn var
þannig að eitt barn greindist fyrst á
Landspítalanum og fljótlega kom í
ljós að systkini þess voru með út-
komu og þrír fullorðnir í fjölskyld-
unni reyndust einnig hafa tekið
bakteríuna. Svo að lokum greindist
þessi einstaklingur, starfsmaðurinn,
til viðbótar, sem er það sem við köll-
um smitbera eða index-tilfelli.“
Hann segir um að ræða starfsmann
í eldhúsi sem ekki hafi haft náinn
umgang við börnin á leikskólanum.
Smáfarsótt fyrir
nokkrum árum
Þetta er ekki í fyrsta sinn hin síð-
ari ár sem nokkrir einstaklingar
smitast á svipuðum tíma. „Fyrir
tæplega tíu árum varð eins konar
smáfarsótt. Þá smituðust einir 35 í
kringum eitt tilfelli. Þegar ástandið
er eins og nú, að nánast allir Íslend-
ingar eru neikvæðir, má segja að
fólk sé næmara og það að taka smit
veiti vissa vernd þótt þversagnar-
kennt sé, því um leið getur enginn
orðið veikur af berklum nema hann
taki fyrst smit. Af hverjum tíu sem
taka bakteríuna er talið að einn
veikist af sjúkdómnum og fái virka
berkla.“
Að sögn Þorsteins virðist sem
starfsmaðurinn hafi ekki smitað út
fyrir innsta hring sinn og því gefur
það ekki tilefni til frekari prófana.
„Heilbrigðisstarfsfólkið er alltaf
hræddast vegna krakkanna vegna
þess að þar hefur mótstaðan ekki
náð að myndast. Þar er maður
smeykur við þessi form berklanna
sem eru heilahimnubólga og sáning-
arberklar sem valda því að börnin
verða fárveik og afleiðingarnar eru
óskaplegar ef maður er ekki nógu
fljótur að greina þá.“
Ekkert barnanna reynd-
ist vera með berklasmit
Niðurstaða berklaprófunar í leikskóla í Reykjavík