Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 21
5. nóvember 1993: Sagt var að geim-
verur myndu lenda við Snæfellsjökul
kl. 21.07 þennan dag, en þær létu
ekki sjá sig. Fjöldi fólks beið við jök-
ulinn, sumir komnir langt að.
16. nóvember 1907: Stytta af Jónasi
Hallgrímssyni var afhjúpuð í tilefni
þess að hundrað ár voru liðin frá
fæðingu skáldsins. Styttan er eftir
Einar Jónsson og var sú fyrsta sem
hér var sett upp eftir Íslending, ann-
an en Thorvaldsen. Hún var fyrst við
Amtmannsstíg í Reykjavík en var
flutt í Hljómskálagarðinn árið 1947.
23. nóvember 1947: Bandaríski kvik-
myndaleikarinn Tyrone Power kom
við í Reykjavík á leið sinni vestur um
haf. Heimsókn hans vakti mikla at-
hygli. Leikaranum „leist svo vel á ís-
lenska kvenfólkið að hann kvaðst
ekki hafa séð annað eins á sinni
löngu reisu um fjöldamörg lönd,“ að
sögn Morgunblaðsins.
Agndofa Íslandsvinur
3. desember 1992: Georgíumaðurinn
Grigol Matsjavariani kom til lands-
ins í boði ríkisstjórnarinnar, en hann
var sjálfmenntaður og skrifaði og
talaði íslensku mjög vel. „Ég er
meira en glaður, fremur agndofa,“
sagði hann í viðtali við Morgunblað-
ið. „Ísland er tilkomumeira en ég
ímyndaði mér.“ Grigol dvaldi hér í
hálft ár við fræðistörf. Hann lést í
bílslysi 1996.
12. desember 1977: „Hún syngur, hún
spilar og hún semur lög. Þetta er ein-
stök plata,“ sagði í auglýsingu sem
birtist þennan dag um tíu laga plötu
sem Fálkinn gaf út með flutningi tólf
ára stúlku. Þannig hófst ferill Bjark-
ar Guðmundsdóttur.
30. desember 1887: Bríet Bjarnhéð-
insdóttir, sem þá var 31 árs, flutti
fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í
Reykjavík um kjör og réttindi
kvenna. „Þetta er í fyrsta sinn sem
kvenmaður hér á landi heldur opin-
beran fyrirlestur,“ sagði í Fjallkon-
unni. „Munu fæstir hafa búist við
jafn góðri frammistöðu af sjálf-
menntuðum kvenmanni,“ sagði í Ísa-
fold.
Undarlegar tilviljanir
Margar tilviljanir tengjast dagsetn-
ingum og atburðum og er hér drepið á
nokkrum þeirra:
Mesta sjávarflóð á tuttugustu öld
bar upp á sama mánaðardag og
mesta sjávarflóð sem sögur fara af,
191 ári áður (9. janúar 1799 og 1990).
Sautjánda Heklugosið á söguleg-
um tíma hófst klukkan sautján á
sautjánda degi mánaðar (17. janúar
1991) og átjánda gosið klukkan átján
mínútur yfir átján (26. febrúar 2000).
Nákvæmlega einu ári eftir að
Þjóðverjum var neitað um aðstöðu
fyrir flugbækistöð á Íslandi átti
þekktur Íslendingur einkafund með
Adolf Hitler, jafnaldra sínum (20.
mars 1939 og 1940).
Sama dag og Ingvar strandaði við
Viðey (7. apríl 1906) fórust tvö skip
við Mýrar, Sophie Wheatly og Emi-
lie. Einkennisnúmer skipanna voru
RE 100, RE 50 og RE 25.
Tap Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn Reykjavíkur 1978 og 1994 bar
upp á sama dag, 28. maí. (Þess má
geta að kosningarnar í vor verða á
stofndegi Sjálfstæðisflokksins.)
Fer langlífi ríkisstjórna eftir því
hvaða dag þær taka við völdum?
Tvær ríkisstjórnir sem myndaðar
voru 8. júlí (1926 og 1987) sátu aðeins
í rúmt ár en tvær stjórnir sem rekja
upphaf sitt til 28. ágúst (1927 og
1974) sátu út kjörtímabilið.
Eina flugránið sem tengst hefur
Íslandi átti sér stað nákvæmlega ald-
arfjórðungi fyrir hryðjuverkin í New
York og Washington (11. september
1976 og 2001).
Brak úr breskum togara sem fórst
við Vestfirði 1948 kom nær hálfri öld
síðar í vörpu íslensks skips sem var
undir stjórn manns sem er fæddur
daginn sem togarinn fórst (14. des-
ember 1948).
Naustið var fyrst íslenskra veitingahúsa til að bjóða upp á þorramat 6. febrúar
1958. Var hann reiddur fram í trogum til að veita fornt yfirbragð.
Dagar Íslands eftir Jónas Ragnarsson
kemur út hjá bókaforlaginu Vaka-
Helgafell. Þetta er ný og endurskoðuð
útgáfa af bókinni þar sem eru raktir
um tvö þúsund atburðir úr sögu lands
og þjóðar og þeim raðað eftir dagsetn-
ingum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 21
Ný kynslóð grenningarefna!
Ný kynslóð
grenningarefna!
Kollagen
Pyruvate
CLA
L-karnitín
Aloe Vera
ChromeMate
Q-10
Inniheldur
Upp með málbandið!
Fitubrennsla á meðan þú sefur
www.lyfja.is - netverslun
– auk fjölda annarra
áhrifaríkra náttúruefna!Kynningar
Lyfja Lágmúla 4. mars kl. 14-18
Apótekið Iðufelli, 5. mars kl.14-18
Apótekið Skeifunni, 6. mars kl. 14-18
Lyfja Kringlunni, 7. mars kl.14-18
Lyfja Spönginni, 8. mars kl. 14-18
Biosculpt vinnur með líkamanum í viðgerðar- og uppbyggingar-
ferli sem á sér stað á meðan við sofum og eykur jafnframt fitu-
brennslu á þessum tíma. Það er því örugg og þægileg leið til
að ná og viðhalda kjörþyngd og hentar einnig þeim sem vilja
styrkja liðamót og bæta meltinguna.
Biosculpt inniheldur ekki örvandi efni sem skaðað geta
líkamann.
Lyfja Grindavík 11. mars kl. 14-18
Stjórn Landssíma Íslands hf.
Dagskrá:
Aðalfundur Landssíma Íslands hf.
verður haldinn mánudaginn 11. mars
á Grand Hótel Reykjavík, kl. 16.00.
Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins um
fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm og fækkun
varamanna úr sjö í fimm. Grein 19.1.
Önnur mál – löglega upp borin.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Ársreikningur félagsins liggur frammi á skrifstofu
félagsins í Landssímahúsinu við Austurvöll.
Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá
aðalfundinum á heimasíðu félagsins, www.simi.is.
LANDSSÍMI ÍSLANDS HF.
AÐALFUNDUR
2002