Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 25

Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 25
Björgvin Franz Gíslason, leikari og kynnir kvöldsins, kynnir fyrsta hóp- inn til sögunnar. Það er hópurinn Gloss frá Hellissandi og viðbrögð salarins gefa til kynna að áhorfend- ur geti ekki beðið lengur eftir að keppnin hefjist. Gloss tekst vel upp og allar virð- ast stelpurnar með sporin á hreinu. Þær hneigja sig, hlaupa út af svið- inu og hitta vinkonur sínar og stuðningsmenn baksviðs. „Þetta var frábært hjá ykkur. Fullkomið!“ seg- ir ein vinkonan sem getur ekki leynt ánægju sinni með frammistöðu vin- kvennanna. „Í alvöru?“ segja hinar og svo fallast þær í faðma. Svona heldur kvöldið áfram. Það er án efa hápunktur á ungri ævi margra keppendanna og frá þeim stafar mikilli gleði og ánægja. Þegar loks á að kynna úrslitin er loftið vægast sagt rafmagnað. Sigurveg- ararnir fagna ákaft en aðrir þátttak- endur eru reynslunni ríkari eftir kvöldið og fara heim með góðar minningar og nýjar hugmyndir að dansatriði næsta árs. Morgunblaðið/Sverrir Stelpurnar í hópnum Íquer frá Reykjavík brostu sínu breiðasta til dómaranna en þær hafa allar, að eigin sögn, lært klassískan ballett frá þriggja ára aldri. Morgunblaðið/Sverrir Hópurinn Gloss frá Hellissandi var fyrstur á sviðið í keppninni að þessu sinni. Stúkurnar stóðu sig með mikilli prýði og fögnuðu ákaft þegar atriðinu var lokið, ásamt vinum og stuðningmönnum. Morgunblaðið/Sverrir Mist úr hópnum Geðklofa fær sér hressingu bak- sviðs áður en keppnin hefst. Hún og vinkonur hennar í Geðklofa hafa lært djassballett hjá Báru. Morgunblaðið/Sverrir Það eru greinilega ekki nógu margir speglar í Tónabæ! Her- mannaklæddar stúlkur úr hópunum Krass og Blossa frá Vest- mannaeyjum leggja lokahönd á útlitið áður en haldið er á sviðið. Morgunblaðið/Sverrir Það bar mikið á glimmeri og ýmiss konar glysi í keppninni í ár. Stelpurnar í hópnum Glamúr frá Vestmannaeyjum voru til dæmis alprýddar litlum gimsteinum sem þær límdu á sig. rsj@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir „Markmiðið er að hafa gaman af þessu,“ sögðu stelpurnar í hópnum 5 criminals. Þær komu alla leið frá Hrísey til að taka þátt. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 25 Dagskrá: 12.30 Húsið opnað - afhending fundargagna 12.45 Setning 13.00 Njótandinn? Hver er hann, hvaðan kemur hann, hvað vill hann? 13.30 Framtíðarsýn skipulags Hafnarfjarðarbæjar í menningar- og ferðamálum 14.00 Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar 14.50 Markaðssetning og fjármögnun hennar 15.30 Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í menningar og ferðamálum? 16.30 Slit menningar- og ferðamálaþings Menningar- og ferðamálaþing Hafnarfjarðar 2002 Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar Skráning þátttöku fyrir 7. mars í Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar, Sími: 565 0661 Netfang: hafnarfjordur@lava.is Þátttökugjald: 1.000 kr. Haldið í Hásölum laugardaginn 9. mars 2002 Nánari upplýsingar á hafnarfjordur.is og hafnarfjordur.org St af ræ na h ug m yn da sm ðj an /1 62 6 Áhugaverðir fyrirlestrar. Fjölmargir þátttakendur í umræðum: Fulltrúar stjórnmálaflokka, ferðaþjónustu og menningar í Hafnarfirði. Þingforseti er Guðrún Helgadóttir, rithöfundur. Kaffiveitingar í hléi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.