Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRRI grein minni í Morgun- blaðinu um framtíðarsýn í skipu- lagsmálum fjallaði ég um forsendur, framtíðarsýn og stefnumörkun. Í þessari grein geri ég að umfjöllunar- efni helstu áherslumál í nýju aðal- skipulagstillögunni. Samgöngumál Umferð hefur farið stöðugt vax- andi á götum Reykjavíkur á und- anförnum árum. Miðað við þróunina í dag og óbreytta stefnu eru ekki horfur á því að það dragi verulega úr aukningu bílaumferðar. Sam- kvæmt umferðartalningu á helstu stöðum í Reykjavík jókst umferð um 15% á árunum 1986 til 1990. Á tíma- bilinu 1990 til 1995 dró úr aukningu bílaumferðar og jókst hún aðeins um 7%. Á undanförnum árum hefur ríkt góðæri í efnahagsmálum, bílaeign hefur aukist mikið og byggðin á höf- uðborgarsvæðinu hefur þanist út. Afleiðingarnar eru þær að aukning bílaumferðar hefur tekið kipp á nýj- an leik en samkvæmt talningum á helstu stöðum jókst bílaumferð á tímabilinu 1995 til 1999 um tæp 20% eða 12% á hvern íbúa. Samkvæmt umferðarreikningum, sem unnir voru fyrir samvinnunefnd um svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins, er gert ráð fyrir að bílaumferð muni aukast um 40–50% á svæðinu á næstu 24 árum. Síðustu þrjá áratugi hafa almenn- ingssamgöngur í Reykjavík átt und- ir högg að sækja. Árið 1970 voru far- þegar með strætisvögnum rúmar 13 milljónir yfir árið og til að þjóna þessum farþegum voru eknar um 3,5 milljónir kílómetra. Árið 2000 voru farþegar með strætisvögnum í kringum 7,5 milljónir og til að þjóna þeim voru eknar um 5,5 milljónir kílómetra. Meginskýringar þessarar þróunar er stóraukin bílaeign og út- þensla og þynning byggðarinnar. Það er erfitt að snúa þessari þróun við, ekki síst í ljósi þess að bílaeign verður enn almennari í framtíðinni og byggð á höfuðborgarsvæðinu nær yfir sífellt stærra svæði. Með samþættum aðgerðum ætti þó að vera hægt stemma stigu við þessari þróun og þegar til lengri tíma er lit- ið að snúa henni við. Í aðalskipulaginu er sett fram ákveðin stefna um breyttar áherslur í skipulagi byggðar sem miða að því að bæta rekstrarskilyrði almenn- ingssamgangna til langframa; um þéttingu innan núverandi byggðar, aukinn þéttleika og blöndun land- notkunar á nýjum svæðum og sam- fellda borgarbyggð. Lögð er sérstök áhersla á að þéttleiki byggðar og fjölbreytni landnotkunar verði sem mest meðfram leiðum almennings- vagna og við skiptistöðvar. Í aðal- skipulaginu eru einnig skilgreindar meginleiðir almenningssamgangna þar sem sérstök áhersla verður lögð á forgang þeirra í umferðarkerfinu. Aukinn forgangur strætisvagna í gatnakerfinu ætti að bæta rekstr- arskilyrði almenningssamgangna á tiltölulega skömmum tíma. Annað mikilvægt atriði í að skapa betri rekstrarskilyrði almenningssam- gangna er að bæta almennt um- hverfi og aðbúnað fótgangandi veg- farenda, ekki síst innan þjónustu- og athafnahverfa. En af hverju þarf að efla almenn- ingssamgöngur? Eftirfarandi atriði eru meðal þeirra sem mæla með eflingu al- menningssamgangna:  Mengun á hvern farþega í al- menningsvagni er minni að með- altali en á farþega í einkabíl, ekki síst ef vagnar eru knúnir með vistvænni orkugjöfum.  Kostnaður vegna umferðarmann- virkja er minni á hvern farþega í almenningsvagni en í einkabíl.  Almenningssamgöngur krefjast minna landrýmis undir umferðar- mannvirki en einkabílar. Þetta er ekki síst mikilvægt varðandi bíla- stæði í miðhverfum.  Umferðartafir eru ólíklegri í borgarumhverfi sem bjóða uppá almenningssamgöngur sem raun- hæfan ferðamáta.  Hærra hlutfall farþega í almenn- ingsvögnum dregur úr tíðni um- ferðarslysa.  Góðar almenningssamgöngur stuðla að auknu „ferðafrelsi“ þeirra félagshópa sem ekki geta ekið einkabíl eða hafa hann ekki til umráða.  Framboð á góðri þjónustu al- menningssamgangna gerir fólki kleift að hvíla sig á umferðartöf- um og bílastæðavandræðum.  Aukin notkun almenningsvagna og bætt þjónusta opnar ný sókn- arfæri við skipulagningu byggð- ar; hagkvæmari nýtingu lands og veitukerfa, þéttari og skjólbetri byggð og skapar grundvöll að fjölbreyttara mannlífi.  Borgarumhverfi sem styður al- menningssamgöngur veitir venju- lega göngu- og hjólreiðasamgöng- um einnig brautargengi.  Borg sem stefnir að vistvænni og alþjóðlegri ímynd þarf óhjá- kvæmilega að efla almennings- samgöngur. Í aðalskipulaginu eru skilgreindar meginleiðir almenningssamgangna þar sem strætisvagnar og önnur far- artæki, sem þjóna almenningssam- göngum, eiga að njóta forgangs í umferðinni. Með forgangi í umferð- inni er átt við sérakreinar, þar sem þeim verður viðkomið, og forgangi á ljósastýrðum gatnamótum. Aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni er sú aðgerð í samgöngumálum sem gæti haft skjótust áhrif á ferðavenj- ur. Aðgerð sem þessi ætti að skapa meiri stöðugleika í rekstri almenn- ingssamgangna og auka tiltrú fólks á gæði þjónustunnar. Mikilvægt er að þessar meginleiðir almennings- samgangna séu einkum á þeim svæðum þar sem raunhæft er að bjóða uppá aukna ferðatíðni vagna og þar sem mögulegt er að auka þéttleika byggðar og fjölbreytni landnotkunar, ekki síst umhverfis helstu skipti- og biðstöðvar. Þétting byggðar Þétting byggðar er ríkjandi stefna í sjálfbærri þróun borgarum- hverfisins og er í eðli sínu sú aðgerð að fjölga íbúum og/eða störfum á einstökum svæðum eða reitum inn- an núverandi byggðar. Takmarkið er að stuðla að hagkvæmari landnýt- ingu og takmarka útþenslu byggðar og þar af leiðandi nýta grunnkerfi borgarinnar betur. Þannig má stytta fjarlægðir á milli íbúa, starfa og þjónustu og styrkja almenningssam- göngur. Þétting byggðar er eðlileg afleið- ing af endurnýjun borgarumhverf- isins þar sem úr sér gengin og van- nýtt svæði eru tekin til endurskipulagningar t.d. sökum breyttra áherslna á nærliggjandi svæðum og þróun svæða úr einni landnotkun í aðra. Þannig gerir til- laga, sem unnin hefur verið fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, ráð fyrir því að iðnaður og önnur landfrek starf- semi á svæðinu vestan Elliðaáa sé víkjandi fyrir verslun, þjónustu og skrifstofustarfsemi. Þétting byggð- ar nær því bæði til fjölgunar íbúða og fjölgunar starfa á einstökum svæðum. Miðborgin Viðamikil áætlun um eflingu miðborgarinn- ar, Þróunaráætlun miðborgarinnar – ný leið til uppbyggingar og framfara, var sam- þykkt í borgarstjórn á árinu 2000. Samþykkt áætlunarinnar leiddi til breytinga á þágild- andi aðalskipulagi Reykjavíkur 1996– 2016. Stuðlað er að fram- gangi Þróunaráætlun- ar miðborgarinnar með margvísleg- um hætti í aðalskipulaginu. Settir eru fram ákveðnir skilmálar fyrir miðborgina og önnur miðsvæði sem miða að því að auka á sérhæfingu svæða og stuðla að markvissari upp- byggingu þeirra. Við setningu skil- mála fyrir svæðin var lagt til grund- vallar það markmið að efla miðborgina sem miðstöð stjórn- sýslu, viðskipta, menningar og sér- vöruverslunar. Með þessari stefnu- mörkun verður miðborgin t.d. ávallt fyrsti valkostur við staðarval fyrir stjórnsýslu- og menningarstofnanir. Aðalskipulagið gefur aukið svig- rúm til þéttingar byggðar á mið- borgarsvæðinu með því að skil- greina ekki hámarksnýtingarhlutfall á svæðinu eins og gert var í eldra aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að mögulegt sé að auka byggingar- magn á miðborgarsvæðinu um allt að 100 þúsund m² og fjölga íbúðum um allt að 400 og þá er uppbygging í Skuggahverfi undanskilin. Aðalskipulagið stuðlar að eflingu miðborgarinnar og framgangi Þró- unaráætlunar með því að skapa ný byggingarsvæði, bæði fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði, í næsta ná- grenni við miðborgina. Aðalskipu- lagið gerir ráð fyrir samgöngu- bótum sem munu leiða til eflingar miðborgarinnar. Ný stofnbraut um svokölluð Holtsgöng, sem tengir Hringbraut við Sæbraut á móts við Klapparstíg, gerir það að verkum að umferðarálag á Lækjargötu mun minnka. Lækjargata verður við það vistvænni gata og mögulegt verður að tengja betur saman Kvos og Laugavegssvæðið. Breikkun Mýrar- götu og Sæbrautar mun gera sam- göngur að miðborginni greiðari og markviss staðsetning bílastæðahúsa kemur í veg fyrir að ökumenn tefjist við leit að bílastæðum. Stefna að- alskipulagsins um aukinn forgang strætisvagna á miðborgarsvæðinu mun efla almenningssamgöngur og mögulegt verður að draga úr kröf- um um bílastæði. Vatnsmýrin 17. mars 2001 fór fram almenn at- kvæðagreiðsla meðal borgarbúa í Reykjavík um framtíðarnýtingu flugvallarsvæðisins í Vatnsmýri. Alls greiddu 30.219 atkvæði eða 37,2% atkvæðisbærra manna í borg- inni. Af þeim vildu 14.913 að flug- völlurinn færi úr Vatnsmýrinni eftir árið 2016 en 14.520 vildu að flug- völlur yrði áfram þar. Þessi niður- staða er ekki bindandi fyrir borg- arstjórn Reykjavíkur en aðalskipulagið tekur þó mið af henni, þar sem gert er ráð fyrir að umfang flugvallarstarfsemi dragist saman í áföngum á skipulagstíma- bilinu en íbúðarbyggð og önnur at- vinnustarfsemi aukist að sama skapi. Gert er ráð fyrir að á svæðinu austan núverandi N/S flugbrautar verði byggð upp alhliða þjónustu- og samgöngumiðstöð og samhliða legg- ist af sá rekstur sem tengist núver- andi flugstöð. Þessi uppbygging get- ur hafist strax á fyrsta hluta skipulagstíma- bilsins. Fyrri hluti skipulagstímabilsins verði að öðru leyti not- aður til viðræðna við flugmálayfirvöld um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs á höf- uðborgarsvæðinu eða í tengslum við núverandi flugvallarsvæði. Meginforsendur þessarar stefnumörk- unar eru m.a. eftirtald- ar:  að efla Reykjavík sem alþjóðlega borg;  að skapa þétta og vistvæna borgarbyggð;  að stuðla að hagkvæmri uppbygg- ingu borgarinnar;  að styrkja miðborg Reykjavíkur og stækka bakland hennar;  að skapa vaxtarrými fyrir vísinda- og rannsóknarstofnanir og fyrir- tæki á sviði þekkingar og há- tækni, annars vegar í tengslum við háskólasvæðið og hinsvegar við svæði Landspítalans – há- skólasjúkrahúss. Nýleg stefnu- mörkun heilbrigðisráðherra um uppbyggingu Landspítalans á einum stað við Hringbraut er þýðingarmikil í þessu sambandi. Þótt aðalskipulagstillagan sýni möguleika á uppbyggingu Vatns- mýrarinnar í áföngum hafa borgar- yfirvöld einsett sér að láta fara fram samkeppni um rammaskipulag fyrir flugvallarsvæðið allt þannig að það verði skipulagt heildstætt þótt upp- bygging geti átt sér stað í skrefum. Vísindagarður Ráðgert er að á norðurhluta Vatnsmýrarinnar rísi vísindagarður og byggingar fyrir starfsemi tengda þekkingariðnaði og rannsóknum í tengslum við Háskóla Íslands sem og starfsemi sem getur styrkt mið- borgina. Staðsetning vísindagarðs og starfsemi tengd þekkingariðnaði í nálægð háskóla og miðborgar er talin mjög ákjósanleg og styrkir miðborgina. Hún er jafnframt í ná- lægð Landspítala – háskólasjúkra- húss og skapast því einskonar ás þekkingar og rannsókna á norður- hluta Vatnsmýrar. Háskólinn kynnti á haustmánuð- um 2001 hugmynd að útfærslu vís- indagarðs í suðausturhluta háskóla- svæðisins. Ráðgert er að byggingar verði um 70.000 fermetrar og jafn- framt gert ráð fyrir möguleikum til stækkunar. Áætluð næstu skref Há- skólans eru að leita samstarfsaðila og stofna þróunarfélag um fram- kvæmd og rekstur, markaðssetja vísindagarðinn og leita fjármagns áður en farið er í framkvæmdir. Höfnin Í aðalskipulagi eru sett fram þau markmið að hafnarstarfsemi í Reykjavík verði efld enn frekar. Hafnar- og athafnasvæði eru mik- ilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi í borginni og að hún sé alþjóðleg borg í góðum tengslum við umheiminn. Það er stefna borgaryfirvalda að starfsemi á þessum svæðum sé gefið vaxtarrými og er því í aðalskipulagi afmarkað nægilegt rými fyrir hafn- ar- og athafnasvæði og mörkuð er skýr stefna um hlutverkaskipti ein- stakra hafnarsvæða. Allir almennir vöruflutningar og margskonar stórflutningar fara nú um Sundahöfn og hún er nú í mun ríkari mæli en áður flutninga- og dreifingarmiðstöð alls landsins. Al- mennir vöruflutningar hafa tvöfald- ast á síðustu 20 árum og spáð er að þeir tvöfaldist á næstu 30 árum. Lagt er til að taka tvö hafnar- svæði, Ártúnshöfða og Gufunes, undir blandaða byggð. Einnig eru áform um að halda áfram að þróa miðborgarstarfsemi inn á eldri hafn- arsvæði Gömlu hafnarinnar og hætta skipaviðgerðum við Mýrar- götu. Hafnarsvæði Reykjavíkur eru mikilvæg atvinnusvæði þar sem um 3.000 manns sækja vinnu. Með 75% íbúa landsins á höfuðborgarsvæðinu og nálægum byggðum er mikilvægt að helstu vörugeymslur og vöru- dreifingamiðstöðvar landsins séu sem næst þessari þungamiðju byggðar í landinu. Þá þurfa athafna- svæði og viðskiptahverfi góð tengsl við höfn því fáar þjóðir eru jafn- háðar sjóflutningum og Íslendingar. Göngu- og hjólreiðanet Ganga og hjólreiðar gegna víða mikilvægu hlutverki í samgöngum í borgum. Í Evrópu eru ganga og hjólreiðar mikilvægari samgöngu- mátar en almenningsvagnar, t.d. í Danmörku, Svíþjóð, Austurríki, Bretlandi og Hollandi. Ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um hlut göngu og hjólreiða í samgöng- um innan Reykjavíkur en að líkind- um er hann nokkuð meiri heldur en hlutur almenningsvagna. Til þess benda nýrri og eldri kannanir á ferðavenjum í Reykjavík. Í könnun frá 1996 kemur fram að fólk ferðast oftar gangandi en með almennings- vögnum. Í alhliða könnun á ferða- venjum í Breiðholti veturinn 2000– 2001 kemur fram að hlutur gang- andi umferðar er rúm 19% meðan hlutur almenningssamgangna er að- eins tæp 4%. Hér vegur þyngst að meirihluti barna og unglinga gengur til skóla. Hlutur hjólandi umferðar samkvæmt sömu könnun er hins- vegar hverfandi. Til að ganga og hjólreiðar séu raunhæfur valkostur sem ferðamáti innan borgarinnar þarf að koma á samfelldu neti stíga sem liggja um allt borgarlandið. Þetta þurfa að vera öruggar og greiðfærar leiðir sem tengja saman borgarhluta heimili, vinnu- og þjónustusvæði. Stofnstígar borgarinnar eru megin göngu- og hjólreiðaleiðir um borg- arlandið sem mynda samhangandi net með u.þ.b 1000 m möskvastærð og taka mið af almennum ferðakröf- um og tengjast nágrannasveitar- félögum borgarinnar. Þeir þræða útivistarsvæði borgarinnar og leit- ast er við að skapa skjólsælt um- hverfi meðfram þessum leiðum. Stígarnir eru um 3 metra breiðir en í athugun er að breikka sumar leiðir í 4 m vegna mikillar umferðar gang- andi og hjólandi vegfarenda eða að leggja sérstakar hjólreiðabrautir samhliða fjölförnustu leiðunum. Tengistígar tengjast stofnstígum og flétta saman byggð og útivistar- svæði og eru ætlaðir gangandi og hjólandi umferð innan einstakra borgarhluta og tengjast ýmissi þjón- ustu, s.s. skóla, verslun og almenn- ingsvögnum. Þar sem ekki er hægt að koma fyrir stígum vegna hjól- reiða í þéttbýli verður komið fyrir hjólreiðareinum í götustæði. Þetta á sérstaklega við um miðbæinn og eldri borgarhluta og í þéttri byggð. Útivist og verndarsvæði Meginþættir í heildarskipulagi útivistarsvæða eru:  Styrkja ímynd Reykjavíkur sem vistvænnar borgar með því að tryggja að þétting byggðar sé í jafnvægi við hlutfall opinna svæða.  Mynda samfelldan vef útivistar- svæða um borgarlandið sem teng- ir saman hverfi, heimili, þjónustu og vinnustaði.  Að viðhalda náttúrulegum fjöl- breytileika lands og lífríkis sam- hliða því að skapa góð tengsl íbúðarbyggðar við fjölbreytt nátt- úru- og útivistarsvæði. Markmiðið er að tengja saman hverfi, heimili, þjónustu og vinnu- staði og tengja saman öll helstu úti- vistarsvæði borgarinnar og stofn- stígakerfi borgarinnar þannig að samfelldur vefur útivistarsvæða og stíga liggi um allt borgarlandið. Í heildarskipulaginu eru einnig skil- greind og afmörkuð helstu náttúru- svæði sem eru mikilvæg innan borg- arinnar ef litið er til gróðurfars, lífríkis og/eða jarðfræðiminja. Svæð- in eru skilgreind og afmörkuð á ÁHERSLUR Í NÝJUM AÐAL- SKIPULAGSTILLÖGUM Árni Þór Sigurðsson Mikill metnaður, segir Árni Þór Sigurðs- son, hefur verið lagður í endurskoðun aðal- skipulagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.