Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dóa (ÞuríðurIngibjörg) Þór- arinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. apríl 1915. Hún lést á Landakoti 20. febr- úar síðastliðinn. Faðir hennar var Þórarinn Guð- mundsson, tónskáld og fiðluleikari, f. 1896 á Akranesi, d. 1979. Foreldrar Þór- arins voru Guð- mundur Jakobsson kirkjusmiður, f. 1860, d. 1933, sonur Jakobs Guðmundssonar prests, læknis og alþingismanns á Sauða- felli í Dölum, og Þuríður Þórarins- dóttir, f. 1862, d. 1943, dóttir Þór- arins Árnasonar jarðyrkjumanns á Götu í Hrunamannahreppi. Móð- ir Dóu var Anna Ívarsdóttir, f. í Hafnarfirði 1896, d. 1978. Foreldr- ar Önnu voru Ívar Helgason, versl- unarstjóri og síðar bókhaldari, f. 1856, d. 1933 og Þóra Bjarnadótt- ir, f. 1860, d. 1905. Bróðir Dóu var Ívar Þór Þórarinsson hljóðfæra- smiður, f. 1916, d. 1985. Hann kvæntist Rögnu Ágústsdóttur, f. 1921. Þau skildu. Dóa var gift Guð- mundi Ágústssyni, bakarameist- ara og skákmeistara, f. 1916, d. 1983. Faðir hans var Ágúst Guð- stjóri, f. 1930. Þau eru öll búsett í Bandaríkjunum. 3) Edgar verk- fræðingur, f. 1940. Hann er kvænt- ur Hönnu Eiríksdóttur banka- manni, f. 1941. Börn þeirra eru a) Atli sölumaður, f. 1960, maki Kristín Sólveig Vilhelmsdóttir, b) Guðmundur menntaskólakennari, f. 1965, maki Hulda Jónasdóttir, c) Svava Liv matvælafræðingur, f. 1968, maki Þráinn Vigfússon og d) Jón Viðar starfsmaður Plastos, f. 1969. 4) Ágústa, PhD, prófessor við HÍ, f. 1945. Hún giftist Pálma R. Pálmasyni verkfræðingi, f. 1940. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Ingibjörg Ýr kennari, f. 1963, maki Ásgeir Ásgeirsson, b) Anna Theodóra ljósmyndari, f. 1966, maki Guy Aroch, c) Guðmundur lögfræðingur og rekstrarhag- fræðingur, f. 1968, maki Sigrún Gísladóttir. Núverandi eiginmað- ur Ágústu er Jón Bragi Bjarnason, prófessor við HÍ, f. 1948. 5) Stein- unn, f. 1950. Hún giftist Guðmundi Vikar Einarssyni þvagfæraskurð- lækni. Börn þeirra eru: a) Edda Vikar, M.A. í réttarsálfræði, f. 1970, unnusti Jón Örn Guðmunds- son, og b) Þóra Vikar förðunar- fræðingur, f. 1976, maki Jahmel Toppin. Þuríður ólst upp í Reykjavík. Hún lauk námi í myndlist frá Køb- enhavns Kunst og Handværk- skolen, 1935. Dóa og eiginmaður hennar Mummi ráku Sveinsbakarí um áratugaskeið. Heimili þeirra var lengi vel þekkt undir nafninu Hótel Skák vegna þeirra fjölda skákmanna sem lögðu leið sína þangað í þeim tilgangi að iðka íþróttina. Útför Dóu fór fram í kyrrþey. mundsson fiskmats- maður, f. 1882, d. 1965. Móðir Guð- mundar var Ingigerð- ur Sigurðardóttir, f. 1885, d. 1918. Börn Dóu og Guðmundar eru: 1) Þórarinn, eðlis- fræðingur og mennta- skólakennari, f. 1936, d. 1991. Hann kvænt- ist Sólveigu Magnús- dóttur, f. 1939. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Þuríður Ingi- björg, f. 1959, d. 1980 og b) Kristín, tölvukennari, f. 1960. Síðar kvæntist Þórarinn eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Steingrímsdóttur, f. 1933. Dætur þeirra eru c) Agla Huld, gæða- stjóri, f. 1972, maki Hjalti Atlason og d) Helga Dröfn, verkfræðingur, f. 1974, maki Pétur Örn Ricther. 2) Anna Þóra, búsett í Bandaríkjun- um, f. 1939. Hún giftist Sverri Georgssyni, lækni, f. 1934. Þau skildu. Börn þeirra eru a) María Anna, læknir, f. 1960, maki Pétur Ó Hansson, b) Eva Þóra, textíl- hönnuður, f. 1962, maki Nick Mil- iakos og c) Sverrir Ólafur, tölvu- kennari, f. 1970. Núverandi eiginmaður Önnu er Edwin P. Harned, fyrrum framkvæmda- Þau eru ansi mörg árin síðan ég kom í litla rauða húsið sem þá stóð á Vesturgötu 46. Það var um vor í skjóli nætur þegar Þórarinn, sem seinna varð eiginmaður minn, leiddi mig í þetta hús. Seinna kynntist ég Dóu og Mumma sem af miklum dugnaði ráku Sveinsbakarí. Húsið á Vesturgötu 46 var ekkert venjulegt hús, einskonar stoppistöð fyrir gesti og gangandi. Áhugi húsbóndans á skák dró að sér skákáhugamenn, unga sem aldna, enda heimilið oft kallað „Hótel Skák“. Dóa var ein- staklega gestrisin, laðaði að sér fólk, ekki síður þá sem yngri voru. Öllum leið vel í návist hennar. Að koma við á Vesturgötunni var fastur liður hjá okkur fjölskyldunni. Dóa var vel gefin, listræn, með ómælda kímnigáfu, hlekkur í stórri fjölskyldu, sýndi öllum væntum- þykju og traust. Maður kom alltaf ríkari af hennar fundi. Eftir því sem árin liðu urðu kynni okkar Dóu nánari. Báðar höfðum við orðið fyrir þeirri sáru reynslu að missa eiginmenn okkar á besta aldri. Heilsuleysi dóttur hennar, Steinunnar, var henni einnig þung raun. Þessi stórbrotna kona sem hafði alltaf staðið eins og klettur í hafi fannst lífið stundum óréttlátt. Oft veltum við fyrir okkur lífsgát- unni „af hverju,“ „hver er tilgang- urinn“ en fengum fá svör. Í stað þess tókum við hvor utan um aðra, minnugar þess hve lífið er þrátt fyr- ir allt gjöfult. Hún stóð meðan stætt var, var eins lengi heima og hún gat í íbúð sinni með útsýni yfir sundin. Hreifst af fagurri fjallasýn og úfnum sjó. Þannig var hún tengdamóður mín, átti stórt skap og mildi. Henni þakka ég samfylgdina. Hún var góð kona sem gott var að kynn- ast. Sigríður Steingrímsdóttir. Fyrir mörgum árum, í einni af ótal heimsóknum mínum til ömmu Dóu, tók hún af mér loforð. Í loforð- inu fólust tvær óskir, sú fyrri að ég sæi um að hún yrði jarðsungin í kyrrþey, sú seinni að ég skrifaði ekki um hana minningargrein. Fyrri óskina hef ég þegar uppfyllt og þá síðari mun ég virða. Ég get þó ekki látið hjá líða að þakka ömmu Dóu fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, frá mínum fyrsta degi til hennar síðasta dags. Virðing mín fyrir ömmu er ótvíræð og innileg. Engin mann- eskja hefur markað eins djúp spor í sálarlíf mitt og hún gerði. Amma minnti mig á það öðru hverju að ég bæri nafn hennar rétt eins og nafn föðursystur minnar og nöfn mín ber ég stolt. Elsku amma mín Dóa, ég þakka þér fyrir allt og allt. Farðu í friði og Guð veri með þér. Þín nafna, Ingibjörg Ýr. Við frændsystkinin höfum oft haft á orði, að eftirlætis skemmtistaður okkar væri Amma Dóa á Vesturgöt- unni. Í það minnsta væri hægt að reiða sig á að koma þaðan í léttu skapi, ef ekki beinlínis skellihlæj- andi. Þarna hittumst við mun oftar en gengur og gerist meðal frænd- systkina því auk þess sem Dóa var amma okkar allra var hún ekki síður ein af okkar skemmtilegustu vinkon- um. Amma Dóa var nefnilega óum- ræðanlega fyndin kona. Svo fyndin og skemmtileg, að spurðist langt út fyrir raðir fjölskyldunnar. Enda var gestagangurinn á Vesturgötunni slíkur, að suma daga hafði maður vart tölu á því fólki sem leit þar inn. Í sannleika sagt var þetta ekki eðli- legt. Þarna var stöðugt rennerí af alls kyns fólki. Auk ættingja og vina mátti hitta þarna fólk úr bakaríinu, gamla taflfélaga afa Mumma og ýmsa furðufugla. Á árum áður gat maður meira að segja átt von á að hitta fólk á Vesturgötunni, sem amma hafði kallað á út um gluggann og heimtað að kæmi inn að fá sér kaffisopa meðan það biði eftir strætó! Var lygilegt að fylgjast með hvað mörgum þeirra lá þá lítið á að ná næsta vagni. Einstakt lag ömmu Dóu á að ýkja upp ýmis atvik úr hversdagslífinu með litskrúðugum samlíkingum ein- kenndi húmor hennar öðru fremur. Þetta gat hún gert svo áreynslulaust og jafnvel án svipbrigða, að engu var líkara en hún tryði sjálf hverju ein- asta orði. Lyftan, sem hún festist í og seig um nokkra sentímetra, féll, að hennar sögn, hálfa leið niður í kjallara. Einhver í fjölskyldunni hafði talað svo fallegt mál í útvarps- viðtali, að henni fannst hún hefði verið að hlýða á Völuspá (þótt aldrei hefði hún Völuspá lesið). Hún og Mummi fóru ekki bara nokkrum sinnum með börnin upp í sumarbú- stað og voru þar í einhverjar vikur. Í hennar frásögn var farið þangað daginn eftir að skólarnir voru búnir og verið þar alveg þangað til daginn áður en skólarnir byrjuðu, hvert ein- asta sumar í tuttugu ár. Fyndnast var þó að fylgjast með hvernig amma Dóa talaði um glím- una sína við aukakílóin. Sitjandi í rauða hægindastólnum sínum með rúgbrauðsneið í annarri hendi (með sentímetra þykku lagi af smjöri, tvö- földum osti og sinnepi) og lítilli kók í hinni furðaði hún sig á hvers vegna í ósköpunum hún fitnaði svona; hún léti aldrei neitt upp í sig nema einn og einn munnbita. Eitt var þó öruggt með ömmu Dóu og aukakíló- in. Þegar hún þyngdist hafði hún einungis bætt á sig nokkrum kílóum, en þegar hún léttist var hún búin að missa ein tíu pund! Við þessu þýddi ekkert að segja. Ekki frekar en þeg- ar amma kom úr megrunarkúr af heilsuhælinu í Hveragerði. Kúrinn átti að standa í fullar sex vikur, en amma var alveg búin að fá nóg eftir rúmar tvær vikur eða svo. Er heim var komið spurði ein vinkonan hvers vegna hún hefði gefist upp svona fljótt. Amma svaraði því til, að hún hefði þó náð að vera heilan mánuð. Vinkonan þóttist nú vita betur og spurði ömmu hvort hún hefði nú ekki eitthvað misreiknað sig. Amma hélt nú ekki. Vinkonan gaf sig ekki en við það varð amma enn harðari á því, að hún hefði náð fullum mánuði. Svona þjörkuðu þær nokkra stund þar til amma sagði: „Nei, nei. Ég er að segja þér það. Ég var þarna alveg í heilan mánuð – eða hvað kallarðu fjórar vikur?“ Við þetta varð vinkon- an kjaftstopp og megrunarkúrinn ekki ræddur frekar. Auk þess að vera með eindæmum skemmtileg manneskja var ömmu einkar lagið að laða fram það besta sem í okkur bjó. Hún var iðulega vel með á nótunum hvað hvert okkar væri að gera og hvert hugur okkar stefndi. Þannig fékk hver og einn að njóta sín á sínum forsendum, enda hafði hún oft á orði, að eitt það al- versta, sem hrjáð gæti nokkurn mann, væri minnimáttarkennd. Hafi einhverjir komplexar verið farnir að grafa um sig í sálartetrinu var næsta víst, að þeir hurfu eins og dögg fyrir sólu eftir næstu heimsókn á Vesturgötuna. Þannig var ekki bara gaman á Vesturgötunni heldur líka endurnærandi og uppörvandi. Það er því með miklum söknuði, sem við kveðjum þessa stórbrotnu manneskju, Vesturgötuna og það ÞURÍÐUR INGIBJÖRG (DÓA) ÞÓRARINSDÓTTIR                                                    "##$       ! "    #    $%& !   !'' (    )* ( $    +(  ' !'' %&,   !'' '(, )&" (  - -&  - - -                                                           !  "    !" # $!  # $" %&'( " ' " ) * ("$!  !  !& " ' %"$"(  !  "  " '   (&  !  %"$"( + , !  '(++,-                                           ! "#$% &'( % &') *)! +)#(( ,'-&*)! .  &/&! $'*'' ,'-&*)! 0 &* % -&/&! 1'& ,'-&*)! +/-(* )&/&!  &* ,'-&/&! ( *$ &(*)! 2(&(2& /' (&' 2&%                                             !"     #    $ #!#%  & #  '#   & #  (## )# *# !   &# +   & # *+,# +   & - #     #       $ #!#%  (#& # -#  $ # *+,#& #"                                          !"       "  " " #       !"# ! $! %& '(#)!(*++%,++#! - ,#*++%%& !.  %,++#! $!# -)!%%&
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.