Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kasla og Selfoss koma í dag. Ofelia fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Þriðjud. 5. mars Bún- aðarbanki frá kl. 10.15. Verslunarferð í Hag- kaup Skeifunni 7. mars kl. 10. Kaffi í boði Hag- kaupa, brottför frá Grandavegi 47 kl. 10 með viðkomu í Afla- granda 40. Skráning í af- greiðslu s. 562-2571. Op- ið hús 7 mars, húsið opnað kl. 19.30, fé- lagsvist kl. 20, kaffiveit- ingar. Allir aldurshópar velkomnir. Góugleði verður föstud. 8. mars, nánar auglýst síðar. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upplýs- ingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sam- verustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Sæludagar á Hótel Örk dagana 7. apríl til 12. apríl. Þátttökulistar eru í Gjábakka og Gullsmára. Aðalfundurinn verður í Gullsmára 13, laugard. 9. mars. Venjuleg aðal- fundarstörf, lagabreyt- ingar, kosning formanns og þriggja stjórn- armanna, aðrar kosn- ingar, ákvörðun um fé- lagsgjald og önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrif- stofunni. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. 4. mars fé- lagsvist á Álftanesi kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Bessa- staðahrepps. 21. mars félagsvist á Garðaholti kl. 19. 30 á vegum Kvenfélags Garðabæjar. Mán. 4. mars kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05, róleg stóla- leikfimi, kl. 13 gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvu- námskeið, kl. 9–14 fóta- aðgerðarstofan. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30, púttæfingar í Bæj- arútgerð kl. 10–11.30 þriðjudag: saumur og brids kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Í dag: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20 í kvöld Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Danskennsla fellur nið- ur. Þriðjud.: Skák kl. 13. Meistaramót deild- arinnar, teflt í tveim flokkum A og B. Alkort spilað kl. 13.30. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 13–16 er opin mynd- listarsýning Braga Þórs Guðjónssonar, listamað- urinn á staðnum, veit- ingar í veitingabúð. Á morgun vinnustofur opnar frá kl. 9–16.30, kl. 13.30–14.30 bankaþjón- usta, dans fellur niður. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 lomber, kl. 13.30 spænska, kl. 17.15 kór- inn kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9. 55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hár- og handsnyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, bútasaum- ur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spil- að. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Sigurður Geirdal bæjarstjóri kemur í heimsókn. Ljóðaspjall. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla Fundur verður í Kristni- boðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 mánudag- inn 4. mars kl. 20. Ragnar Gunnarsson sér um fundarefnið. Allir karlmenn velkomnir. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í dag kl. 14 þriðji dagur í fjögurra daga keppni. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Næsti fundur er afmælisfundur í boði Kvenfélags Langholts- sóknar. Mæting í safn- aðarheimilinu þriðjud. 5. mars kl. 20. Óskað er eftir að konur mæti í upphlut. Kvenfélag Seljasóknar heldur fund í kirkju- miðstöðinni þriðjud. 5. mars kl. 20. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur aðalfund- inn þriðjud. 5. mars kl. 20 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Félag breiðfirskra kvenna, fundur verður 4. mars kl. 20. Rætt um vorferðina. Kaffi og glens. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju. Fé- lagsfundur í kirkjunni mánud. 4. mars kl. 20. Kvenfélag Garðabæjar heldur marsfundinn þriðjud. 5. mars á Garða- holti kl. 20.30, gestir verða félagskonur úr Kvenfélaginu Seltjörn. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Fundur á morgun, 4. mars, kl. 20. í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Lágafells- sóknar, fundur verður í Hlégarði 4. mars kl. 19.30, óvænt uppákoma. Tilk. þátt í s. 566-7835 eða 566-6187. Aglow Reykjavík, kristi- leg samtök kvenna, fundur verður mánudag- inn 4. mars kl. 20 í Templarasalnum í Stangarhyl 4. Aðal- ræðukona Ragna Þor- valdsdóttir. Í dag er sunnudagur 3. mars, 62. dagur ársins 2002. Föstu Jóns- messa Hólabiskups á föstu. Orð dagsins: Sá sem leitar góðs, stundar það, sem velþóknanlegt er, en sá sem sækist eftir illu, verður fyrir því. (Orðskv. 11, 27.) Í VÍKVERJA ekki alls fyr- ir löngu var fjallað um for- eldramorgna eða mömmu- morgna. Það virtist fara fyrir brjóstið á Víkverja þegar þessir morgnar eru tengdir við konur eða mömmur; það fældi karla frá. Mér varð þá hugsað til æðstu embætta þjóðarinn- ar en þau eru afar karlgerð svo ekki sé meira sagt. Ég er að sjálfsögðu að tala um ráðherra og sendiherra- embættin. Hvers vegna í ósköpunum er ekki fundið viðunandi heiti á þessi störf? Eigum við að ala syni okkar og dætur upp í því að konur séu herrar þegar svo hátt er komið í valdastöðu? Ef embættin væru með jafn afgerandi hætti tengd við konur væri þá búið að breyta um heiti? Er ekki ráð að efna til samkeppni meðal þjóðarinnar um gott heiti á þau embætti sem ávarpa konur herra? Það eru í rauninni sjálfsögð mannréttindi. Jóhanna G. Ólafsdóttir, Bæjargili 112. Þjónusta bankanna við ungt fólk MÉR finnst hrikalegt hvað ungt fólk fær orðið lélega þjónustu hvert sem það fer. Það vill svo til að ég fór í banka fyrir mánuði og sótti um debetkort, tók ég fram að ég vildi síhringikort. Í dag komst ég að því að ég fékk venjulegt kort sem hringir nánast aldrei – til að athuga hvort að inni- stæða sé á kortinu. Mér var sagt að bankinn gæti ekki verið viss um hvort ég hafi beðið um s-kort, eins og þeir kalla það. Þegar systir mín hóf nám við Verslunarskólann haustið 2000 buðu bankarn- ir nemendum við skólann yfirdráttarheimild upp á 100.000 krónur. Við erum að tala um 16-17 ára krakka sem eru ekki sjálfráða og hvað þá fjárráða. Hvernig haldið þið að unglingur fari með þessi peninga, peninga sem koma eins og gefnir upp í hendur hans? Það vita allir að það þarf að passa sig á heimildinni, en 16 ára krakki veit það ekki jafn vel og kemur ekki til með að gera sér grein fyrir því fyrr en hann er búinn að brenna sig. Ingunn. Kórónur úr íslenskum steinum ÉG ER að leita að lista- konu sem býr til kórónur úr íslenskum steinum. Ef ein- hver getur gefið mér upp- lýsingar vinsamlega hafið samband við Höllu í síma 555 2270. Álíka skemmdarverk FYRIR mörgum árum máluðu Gréta og Jón Björnsson listaverk inni í í Bíóhöllinni á Akranesi. Síð- ar gerðist það að málað var yfir listaverk þeirra og tel ég það álíka skemmdarverk og þegar mölvaður var nið- ur veggurinn með lista- verkinu eftir Veturliða Gunnarsson. Agatha. Að borga fyrir sig HJALTI hafði samband við Velvakanda og sagðist hann hafa verið í nokkrum útförum nýlega þar sem boðið var upp á kaffi eftir athöfnina. Vildi hann koma þeirri hugmynd á framfæri að fólk greiddi fyrir kaffið því það gæti verið fjárhags- lega erfitt fyrir aðstand- endur að standa undir kaffi og meðlæti fyrir jafnvel 100-300 manns. Tapað/fundið Skólataska týndist HLIÐARTASKA stór og svört (skólataska) með skóladóti týndist sl. þriðju- dag í nágrenni Skólavörðu- stígs. Skilvís finnandi hafi samband í síma 695 6516. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Karlgerð embætti Víkverji skrifar... VINUR Víkverja heldur því framað uppeldi barna hans hafi tek- ist vel, að minnsta kosti að sumu leyti. Hann las í gamalli barnabók fyrir dóttur sína, sem er átta ára, og þar kom fyrir orðið vindlakassi. Hvað er vindlakassi? spurði þá stúlkan, og vinurinn þurfti að útskýra það. Hvað er aftur vindill? spurði hún þá aftur. Þetta var hann ánægður með; barnið vissi varla hvað þetta fyrirbæri er. x x x VÍKVERJI hefur því miður ekkinógu mikinn tíma til að hlusta á útvarp nú orðið, en Rás 1 verður yf- irleitt fyrir valinu þegar tími gefst. Víkverji reynir þó að fylgjast sem oftast með ákveðnum þáttum og einn sem óhætt er að mæla með er í umsjá Leifs Haukssonar eftir hádegi suma daga. Fjölbreyttur og skemmtilegur þáttur. x x x EINN skemmtilegra vefja fyrirbörn og unglinga sem Víkverji rakst nýlega á er trassi.is – þar er m.a. að finna brandarasíðu. Átta ára pjakkur sendi þessa sögu inn: Einu sinni voru þrír hermenn sem áttu allir sitt vopn. Einn átti rosa- sprengju, annar átti vélbyssu og sá þriðji átti sverð. Þeir voru í þyrlu og þeir misstu vopnin sín úr þyrlunni. Þá fóru þeir niður að leita að þeim og mættu háskælandi manni og spurðu hann: Af hverju ertu að gráta? „Það datt vélbyssa á köttinn minn og hann drapst.“ Þeir hittu annan mann. Af hverju ert þú að gráta? spurðu þeir. „Það datt sverð í gegnum hundinn minn,“ sagði hann. Þeir gengu áfram og hittu skelli- hlæjandi mann. Þeir spurðu: Af hverju ertu að hlæja? „Vegna þess að þegar ég prumpaði þá sprakk húsið mitt!“ x x x ANNAR brandari á trassi.is, semátta ára stúlka sendi inn, var svona: Einu sinni var gamall maður sem gekk með tannbursta í bandi. Eitt sinn mætti hann manni sem spurði: Hvað heitir hundurinn þinn? Gamli maðurinn svaraði: Þetta er tannbursti! Þá sagði hinn: – Ó! Ég hélt kannski að þú værir eitthvað bilaður. Þegar hann var farinn sagði gamli maðurinn: Þarna göbbuðum við hann, Snati! x x x VÍKVERJI verður að játa aðhann hefur aldrei haft gaman af bílum. Lítur fyrst og fremst á þessi fyrirbæri sem farartæki til að kom- ast á milli staða, en þekkir ekki knastás, blöndung, innspýtingu og slíka hluti nema af afspurn. En svo var farið að sýna frá kapp- akstri í sjónvarpinu og þá fóru Vík- verji og sumir vina hans að kíkja á skjáinn og leggja við hlustir, í orðsins fyllstu merkingu því ekki vantar há- vaðann! Og þegar öllu er á botninn hvolft er bara býsna gaman að þessum form- úluköppum. Það er gott að formúlan er sýnd í sjónvarpinu því það er besta leiðin til að auka áhuga á „nýjum“ greinum hérlendis. NBA-körfubolt- inn er annað dæmi um það, ameríski fótboltinn einnig. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 drenglunduð, 8 sjái eft- ir, 9 kind, 10 miskunn, 11 blóðhlaupin, 13 manns- nafn, 15 stúlka, 18 fugl- inn, 21 stjórna, 22 nauts, 23 eldstó, 24 hagkvæmt. LÓÐRÉTT: 2 org, 3 eyddur, 4 nam, 5 næstum ný, 6 mynnum, 7 óvild, 12 greinir, 14 tangi, 15 varmi, 16 furða, 17 toga, 18 stétt, 19 verk, 20 nálægð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hefna, 4 gufan, 7 gulls, 8 súrar, 9 alt, 11 autt, 13 kinn, 14 eldur, 15 þjöl, 17 álit, 20 gap, 22 kodda, 23 ómynd, 24 ilmur, 25 ledda. Lórétt: 1 hegna, 2 fullt, 3 ausa, 4 gust, 5 ferli, 6 nýrun, 10 lydda, 12 tel, 13 krá, 15 þokki, 16 öldum, 18 leynd, 19 tudda, 20 gaur, 21 póll. K r o s s g á t a ÉG undirrituð var ánægð með þá umfjöllun sem var í fréttunum fimmtudag- inn 31. janúar sl. um bíla- stæði fatlaðra. Þar sem ég er bundin í hjólastól og þarf að fara víða eru bílastæði nauðsynleg fyr- ir mig. En því miður hef- ur það gerst alltof oft að aðrir hafa lagt í stæðin, t.d. við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þar sem ég fer í sjúkraþjálf- un. Ef það er bíll fyrir þá kemst ferðaþjónustan ekki að og þá þarf ég að fara lengri vegalengdir. Og munið að eingöngu þeir sem hafa sérmerkt P-merki fyrir fatlaða hafa rétt til að leggja í þessi stæði, aðrir ekki. Þóra Rut Jóhann- esdóttir, Rangárseli 16–20. Virðum bílastæði fatlaðra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.