Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 55 Smástrákur (Baby Boy) Drama Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. ( mín.) Leikstjórn og hand- rit John Singleton. Aðalhlutverk Tyrese Gibson, Taraji P. Henson, Omar Gooding og Ving Rhames. JOHN Singleton skaust með því- líkum látum fram á sjónarsviðið árið 1991 með frumraun sinni, Boyz N The Hood. Skemmst er frá því að segja að myndin sú er í hópi þeirra magnaðri er taka á málefnum blökkumanna í Bandaríkjum sam- tímans og hreint ótrúleg staðreynd að hún hafi verið gerð af nýgræð- ingi. Enda var hann líka tilnefnd- ur til tvennra Ósk- arverðlauna fyrir afrekið. En eins og svo oft vill verða er menn byrja með slíkum ágætum hefur drengurinn átt í hinu mesta basli með að fylgja eftir velgengninni og er óhætt að segja að hann hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Poetic Jus- tice, Higher Learning, Rosewood og Shaft eru allar ágætar sem slíkar en þó ekki hálfdrættingar á við frum- raunina og maður satt að segja far- inn að velta fyrir sér hvort Singleton eigi nokkurn tímann eftir að ná þeim hæðum aftur. Sjötta mynd hans, Baby Boy, sem Singleton hefur sjálfur lýst sem ein- hvers konar afturhvarfs til rótanna, heimsókn í gamla hverfið, veitir manni blessunarlega vonarneista um að hann eigi enn fullt inni. Að snilldin sé enn til staðar og einungis spurs- mál um hvenær hlutirnir smella sam- an að nýju. Það er auðséð hvað hann meinar þegar hann talar um afturhvarfið. Baby Boy er líkust Boys N The Hood af öllum hans myndum og svei mér þá ef hún kemst henni ekki einnig næst að gæðum. Myndin fjallar um ráðlausan og eigingjarnan mömmu- strák sem á í mesta basli með að vaxa úr grasi, yfirgefa hreiðrið og axla þá ábyrgð sem nýbökuðum föður ber að gera. En sambland af vanþroska og þrýstingi frá umhverfi og félögum veldur því að hið áhyggjulausa líf æskunnar togar of mikið í hann. Myndin hefur vissulega sína galla. Hún grípur mann t.d. ekki nándar nærri eins mikið og títtnefnd frum- raun en hún gnæfir samt sem áður vel yfir meðalmennskunni og það er hin mesta synd að ekki gafst færi á að njóta hennar í bíó. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Mömmu- strákur Optical Studio – hagstæð gleraugnakaup – OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE LEIFSSTÖÐ - KEFLAVÍKURFLUGVELLI SÍMI 425 0500 - FAX 425 0501 Þjónustu- og ábyrgðaraðilar: OPTICAL STUDIO RX / OPTICAL STUDIO SÓL, SMÁRALIND - GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD - GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR - GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS OPTICAL STUDIO LEIFSSTÖÐ (TAX & DUTY FREE) OPTICAL STUDIO RX SMÁRALIND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.