Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 64

Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans ÞAÐ var tignarlegt um að litast á Öræfum í fyrrinótt þar sem norður- ljósin dönsuðu á næturhimninum yfir Öræfajökli. Hvort þarna er á ferðinni Vetur konungur sem hvít- skeggjaður gægist niður til jarð- arbúa skal ósagt látið en víst er að mannskepnan finnur til smæðar sinnar yfir þessu sjónarspili nátt- úruaflanna. Myndin er tekin við Svínafell í Öræfum. Morgunblaðið/RAX Sjónarspil á nætur- himni SVÖR Samkeppnisstofnunar vegna ákvörðunar Olíufélagsins hf., Essó, um að leita eftir samstarfi við stofn- unina um að upplýsa meint brot fé- lagsins á samkeppnislögum verða væntanlega tilbúin fljótlega eftir helgi, en ljóst er að af samstarfinu verður ekki án skilyrða og að það verður á forsendum Samkeppnis- stofnunar, að sögn Guðmundar Sig- urðssonar, forstöðumanns sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Guðmundur sagði að fulltrúar Ol- íufélagsins hefðu komið á fund þeirra á föstudag og afhent bréf sem væri efnislega samhljóða fréttatil- kynningunni sem birst hefði í fjöl- miðlum. Viðbrögð stofnunarinnar hefðu í sjálfu sér lítil verið. Út af fyr- ir sig væri jákvætt að félagið væri samstarfsfúst, en stofnunin ætti eftir að skoða málið og forma svör sín og þau yrðu væntanlega tilbúin fljót- lega eftir helgina. Eina olíufélagið sem hefur snú- ið sér til Samkeppnisstofnunar Spurður hvort þessi viðbrögð Ol- íufélagsins sýndu ekki að fyllsta ástæða hefði verið til aðgerða Sam- keppnisstofnunar gagnvart olíu- félögunum sagði Guðmundur að kannski mætti draga þá ályktun. Hann sagði aðspurður að Olíufé- lagið væri eina olíufélagið sem hefði formlega snúið sér til stofnunarinnar og óskað eftir samstarfi um að upp- lýsa málið. Spurður hvort þetta myndi flýta því að niðurstaða fengist sagðist hann fastlega gera ráð fyrir því ef þetta gengi eftir. Um samstarf í þessum efnum yrði ekki að ræða án skilyrða og það myndi verða á for- sendum Samkeppnisstofnunar, það væri alveg ljóst. Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Olíufélagsins, sagði að öll efn- isatriði varðandi málið kæmu fram í fréttatilkynningu Olíufélagsins, en vísaði að öðru leyti á lögfræðing fé- lagsins. Spurður hvort stjórn félags- ins bæri ekki ábyrgð á þessum meintu brotum á samkeppnislögum, sagði hann að það yrði bara að koma í ljós. Geir Magnússon, forstjóri Ol- íufélagsins ehf., sagði að fréttatil- kynningin hefði verið send út í sam- ráði við sig, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og vísaði einnig á lögfræðing félagsins. Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar um ákvörðun Essó Samstarfið á forsendum Samkeppnisstofnunar UM SÍÐUSTU áramót var bú- ið að leggja bundið slitlag á alls 3.955 km langa vegarkafla á landinu og samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni má reikna með að 4.000 km múrinn verði rofinn síðar á þessu ári. Eftir er að leggja bundið slitlag á um 138 km af hringveginum, sem eru um 10% af allri leið- inni, en þar sem endurskoðuð vegaáætlun hefur ekki verið af- greidd frá Alþingi er óvíst hvar helstu vegaframkvæmdir verða og hversu mikið verður t.d. lagt af slitlagi. Helst er það á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austfjörð- um sem eftir er að leggja á bundið slitlag, bæði á þjóðveg númer eitt og á helstu tengivegi frá þéttbýlisstöðum að hring- veginum, eins og t.d. á Aust- fjörðum. Raðað í forgangsröð Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að í sam- gönguáætlunum síðustu ára hefði verið lögð áhersla á að leggja bundið slitlag á umferð- arþyngstu vegina fyrst og raða framkvæmdum þannig í for- gangsröð eftir bestu getu. Af einstökum landsvæðum má nefna að töluverðir spottar fyrir Tjörnesið eru malarvegir, sem og um suðurfirði Vest- fjarða, við Ísafjarðardjúp, á norðanverðu Snæfellsnesi og fyrir Skaga. Af þeim framkvæmdum, sem búið er að ákveða eða eru fyr- irhugaðar fyrir þetta og næsta ár, má nefna Tjörnesið, Beru- fjörð, Breiðdalsheiði, Mývatns- heiði og Möðrudalsöræfi. Bundið slit- lag fer yfir 4.000 km á þessu ári ÁSTÆÐA þess að stjórn Olíufélags- ins hefur ákveðið að fela lögmanni félagsins að leita eftir samstarfi um að upplýsa meint brot þess á sam- keppnislögum er samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins sú að með samstarfi við samkeppnisyfirvöld tryggir félagið sér 30–50% lækkun á þeim sektum sem það verður hugs- anlega dæmt til að greiða. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins byggist þessi afstaða stjórn- arinnar á því að sömu reglur gilda hér og gilda í Evrópusambandinu í sambærilegum málum. Fyrirtæki innan ESB sem grunuð eru um brot á samkeppnislögum og ákveða að ganga til samstarfs við samkeppn- isyfirvöld við rannsókn á meintum brotum sínum fá samkvæmt reglum ESB afslátt af þeim sektum sem þau eru dæmd til að greiða, og er hann á bilinu 30–50%. Hér getur verið um mjög mikla hagsmuni að ræða því samkvæmt reglum ESB er há- markssekt við brotum á samkeppn- islögum 10% af ársveltu fyrirtækis- ins. Ársvelta Olíufélagsins hf. á liðnu ári var um 15 milljarðar kr. og miðað við að félagið fengi hámarkssekt væri því hér um að ræða 1,5 millj- arða kr. Afsláttur af slíkri sekt yrði því á bilinu 450–750 milljónir króna. Tryggja sér 30–50% afslátt af sektum Ákvörðun Olíufélagsins um að leita samstarfs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.