Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans ÞAÐ var tignarlegt um að litast á Öræfum í fyrrinótt þar sem norður- ljósin dönsuðu á næturhimninum yfir Öræfajökli. Hvort þarna er á ferðinni Vetur konungur sem hvít- skeggjaður gægist niður til jarð- arbúa skal ósagt látið en víst er að mannskepnan finnur til smæðar sinnar yfir þessu sjónarspili nátt- úruaflanna. Myndin er tekin við Svínafell í Öræfum. Morgunblaðið/RAX Sjónarspil á nætur- himni SVÖR Samkeppnisstofnunar vegna ákvörðunar Olíufélagsins hf., Essó, um að leita eftir samstarfi við stofn- unina um að upplýsa meint brot fé- lagsins á samkeppnislögum verða væntanlega tilbúin fljótlega eftir helgi, en ljóst er að af samstarfinu verður ekki án skilyrða og að það verður á forsendum Samkeppnis- stofnunar, að sögn Guðmundar Sig- urðssonar, forstöðumanns sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Guðmundur sagði að fulltrúar Ol- íufélagsins hefðu komið á fund þeirra á föstudag og afhent bréf sem væri efnislega samhljóða fréttatil- kynningunni sem birst hefði í fjöl- miðlum. Viðbrögð stofnunarinnar hefðu í sjálfu sér lítil verið. Út af fyr- ir sig væri jákvætt að félagið væri samstarfsfúst, en stofnunin ætti eftir að skoða málið og forma svör sín og þau yrðu væntanlega tilbúin fljót- lega eftir helgina. Eina olíufélagið sem hefur snú- ið sér til Samkeppnisstofnunar Spurður hvort þessi viðbrögð Ol- íufélagsins sýndu ekki að fyllsta ástæða hefði verið til aðgerða Sam- keppnisstofnunar gagnvart olíu- félögunum sagði Guðmundur að kannski mætti draga þá ályktun. Hann sagði aðspurður að Olíufé- lagið væri eina olíufélagið sem hefði formlega snúið sér til stofnunarinnar og óskað eftir samstarfi um að upp- lýsa málið. Spurður hvort þetta myndi flýta því að niðurstaða fengist sagðist hann fastlega gera ráð fyrir því ef þetta gengi eftir. Um samstarf í þessum efnum yrði ekki að ræða án skilyrða og það myndi verða á for- sendum Samkeppnisstofnunar, það væri alveg ljóst. Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Olíufélagsins, sagði að öll efn- isatriði varðandi málið kæmu fram í fréttatilkynningu Olíufélagsins, en vísaði að öðru leyti á lögfræðing fé- lagsins. Spurður hvort stjórn félags- ins bæri ekki ábyrgð á þessum meintu brotum á samkeppnislögum, sagði hann að það yrði bara að koma í ljós. Geir Magnússon, forstjóri Ol- íufélagsins ehf., sagði að fréttatil- kynningin hefði verið send út í sam- ráði við sig, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og vísaði einnig á lögfræðing félagsins. Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar um ákvörðun Essó Samstarfið á forsendum Samkeppnisstofnunar UM SÍÐUSTU áramót var bú- ið að leggja bundið slitlag á alls 3.955 km langa vegarkafla á landinu og samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni má reikna með að 4.000 km múrinn verði rofinn síðar á þessu ári. Eftir er að leggja bundið slitlag á um 138 km af hringveginum, sem eru um 10% af allri leið- inni, en þar sem endurskoðuð vegaáætlun hefur ekki verið af- greidd frá Alþingi er óvíst hvar helstu vegaframkvæmdir verða og hversu mikið verður t.d. lagt af slitlagi. Helst er það á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austfjörð- um sem eftir er að leggja á bundið slitlag, bæði á þjóðveg númer eitt og á helstu tengivegi frá þéttbýlisstöðum að hring- veginum, eins og t.d. á Aust- fjörðum. Raðað í forgangsröð Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að í sam- gönguáætlunum síðustu ára hefði verið lögð áhersla á að leggja bundið slitlag á umferð- arþyngstu vegina fyrst og raða framkvæmdum þannig í for- gangsröð eftir bestu getu. Af einstökum landsvæðum má nefna að töluverðir spottar fyrir Tjörnesið eru malarvegir, sem og um suðurfirði Vest- fjarða, við Ísafjarðardjúp, á norðanverðu Snæfellsnesi og fyrir Skaga. Af þeim framkvæmdum, sem búið er að ákveða eða eru fyr- irhugaðar fyrir þetta og næsta ár, má nefna Tjörnesið, Beru- fjörð, Breiðdalsheiði, Mývatns- heiði og Möðrudalsöræfi. Bundið slit- lag fer yfir 4.000 km á þessu ári ÁSTÆÐA þess að stjórn Olíufélags- ins hefur ákveðið að fela lögmanni félagsins að leita eftir samstarfi um að upplýsa meint brot þess á sam- keppnislögum er samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins sú að með samstarfi við samkeppnisyfirvöld tryggir félagið sér 30–50% lækkun á þeim sektum sem það verður hugs- anlega dæmt til að greiða. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins byggist þessi afstaða stjórn- arinnar á því að sömu reglur gilda hér og gilda í Evrópusambandinu í sambærilegum málum. Fyrirtæki innan ESB sem grunuð eru um brot á samkeppnislögum og ákveða að ganga til samstarfs við samkeppn- isyfirvöld við rannsókn á meintum brotum sínum fá samkvæmt reglum ESB afslátt af þeim sektum sem þau eru dæmd til að greiða, og er hann á bilinu 30–50%. Hér getur verið um mjög mikla hagsmuni að ræða því samkvæmt reglum ESB er há- markssekt við brotum á samkeppn- islögum 10% af ársveltu fyrirtækis- ins. Ársvelta Olíufélagsins hf. á liðnu ári var um 15 milljarðar kr. og miðað við að félagið fengi hámarkssekt væri því hér um að ræða 1,5 millj- arða kr. Afsláttur af slíkri sekt yrði því á bilinu 450–750 milljónir króna. Tryggja sér 30–50% afslátt af sektum Ákvörðun Olíufélagsins um að leita samstarfs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.