Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 5

Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 5
Námið er byggt á þeirri hugmyndafræði að mannauðsstjórnun sé tæki til að hámarka framleiðni og árangur fyrirtækja og stofnana. Ef þú vilt vera í hópi þeirra sem búa yfir nýjustu þekkingu á þessu sviði og vera reiðubúin(n) að gegna leiðtogahlutverki þá er MBA nám með áherslu á mannauðsstjórnun góð fjárfesting. Opinn kynningarfundur um námið verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl. 17:15 í Háskólanum í Reykjavík. Á fundinum verður fjallað um framtíðaráhrif mannauðsstjórnunar á íslenskt atvinnulíf, kynntar nýjar hugmyndir um stefnumiðaða mannauðsstjórnun og gerð nánari grein fyrir fyrirkomulagi námsins. Hefur þú metnað til að ná lengra? Vilt þú skapa þér sérstöðu sem stjórnandi? Ert þú tilbúin(n) að fjárfesta í þekkingu? MBA nám með áherslu á mannauðsstjórnun „Leiðandi fyrirtæki einkennast af því að þar starfar samstilltur hópur að sameiginlegu markmiði. Hlutverk mannauðsstjórnunar er m.a. að viðhalda réttu þekkingar- og reynslustigi fyrirtækis til að heildargeta hópsins verði meiri en summan af getu allra starfsmanna.“ Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúlesson hf. og í ráðgjafahópi MBA-HRM náms Háskólans í Reykjavík. „Íslensk fyrirtæki eiga mörg sóknarfæri á sviði betri nýtingar mannauðs og aukinnar framleiðni. Betri menntun, bæði starfsmannastjóra og annarra stjórn- enda, er forsenda þess að okkur takist að nýta þau sóknarfæri.“ Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar IMG „Mannauðsstjórnun hefur það að markmiði að stýra og þróa uppbyggingu mannauðs og þekkingarverð- mæta sem nauðsynleg eru til að fyrirtækið eigi ánægða viðskiptavini og skili sem mestum fjárhags- legum ávinningi.“ Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja „Sú framleiðniaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum síðustu ár er ekki síður að þakka umbótum í stjórnun en aukinni tölvutækni.“ (McKinsey Institute, 2001) ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 17 08 3 03 /2 00 2 Allar nánari upplýsingar á www.ru.is/hrm mannauðsstjórnun mba nám með áherslu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.