Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 8

Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Beinvernd fimm ára Markmiðin eru vel skilgreind NÚ UM stundir á fé-lagsskapur aðnafni Beinvernd fimm ára afmæli. Nafnið umvefur göfug markmið og atlögu gegn meini sem hrjáir margan Íslending- inn. Björn Guðbjörnsson læknir er formaður Bein- verndar og sat hann fyrir svörum um eitt og annað varðandi félagsskapinn. – Utanum hvað heldur Beinvernd? „Beinvernd er landssam- tök áhugafólks um bein- þynningu. Markmið félags- ins eru vel skilgreind og markvisst fræðslustarf fer fram á vegum þess, bæði meðal heilbrigðisstarfs- manna og almennings. Þá er Beinvernd í alþjóðlegu samstarfi. Í þessu sambandi verð- ur að geta þess að samkvæmt nýj- ustu rannsóknum er gert ráð fyrir því að önnur hver fimmtug kona og fimmti hver karl komi til með að beinbrotna vegna sjúkdómsins. Þetta endurspeglast í því að hér á landi verða u.þ.b. 1.200 beinbrot árlega vegna beinþynningar. Þessi beinbrot valda ekki eingöngu sviða og verk. Þau skerða lífsgæði á efri árum og dánartíðni þeirra er fá mjaðmabrot eða samfallsbrot í hrygg er marktækt hækkuð. Þá valda þessi beinbrot umtalsverð- um kostnaði fyrir samfélagið, ekki eingöngu vegna legukostnaðar á sjúkrahúsum sem metinn hefur verið á um 200 milljónir árlega, heldur einnig vegna aukinnar þarfar þessara einstaklinga fyrir heimilisaðstoð og heimahjúkrun.“ – Hvenær var félagið stofnað og hverjir standa að því? „Beinvernd var stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík og verður því um þessar mundir fimm ára. Frum- kvöðull og stofnandi félagsins var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir. Að félaginu stendur breið- ur hópur áhugafólks um beinþynn- ingu, jafnt leikra sem lærðra, og hefur félögum sífellt farið fjölg- andi. Í dag hefur félagið á að skipa helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði og gefur það félaginu margvíslega möguleika til þess að ná markmiðum sínum. Þá hefur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, lagt fé- laginu lið og er hún verndari Bein- verndar.“ – Hver er yfirlýstur tilgangur félagsins og á hvaða hátt ætlar það að ná tilætluðum árangri? „Markmið Beinverndar eru fjögur. Þar er fyrst að nefna að fé- lagið vill vekja athygli almennings og ekki síst stjórnvalda á bein- þynningu sem heilsufarsvanda- máli, samanber það sem áður var sagt. Í öðru lagi að fræða almenn- ing og heilbrigðisstarfsfólk um beinþynningu og miðla nýrri þekk- ingu um eðli sjúkdómsins, varnir og meðferðarmöguleika. Í þriðja lagi að stuðla að auknum rann- sóknum á eðli, orsökum og afleið- ingum beinþynningar og forvörnum gegn sjúkdómnum hér á landi. Að lokum að eiga samskipti við erlend fé- lög á svipuðum grund- velli. Félagið vinnur markvisst að þessum fjórum markmiðum, m.a. með fræðslufundum fyrir heil- brigðisstarfsmenn og almenning og með útgáfu margs konar fræðsluefnis. Þá hefur félagið fundað með stjórnvöldum og reynt að vekja almenning til um- hugsunar um þennan heil- brigðisvanda m.a. með vel þekkt- um sjónvarpsauglýsingum.“ – Ef þú lítur um öxl, þessi fimm ár, hverju hefur félagið fengið áorkað? „Mikið hefur áunnist síðustu ár, en félagið telur að sér hafi tekist að vekja athygli á því að beinþynning er alvarlegur sjúkdómur, bein- þynningu má greina tímanlega, þ.e. áður en beinbrotin verða, með svokölluðum beinþéttnimælingum og að fyrir hendi er virk forvörn ásamt meðferð til þess að draga úr afleiðingum sjúkdómsins, þ.e. að koma í veg fyrir beinbrotin. Þá hefur félagið gefið út fræðslubæk- linga fyrir almenning og útbúið kennsluefni fyrir unglinga. Í þessu sambandi er rétt að benda á heimasíðu félagsins, beinvernd.is þar sem unnt er að sækja marg- víslegt fræðsluefni. Beinvernd hef- ur einnig staðið að stofnun lands- hlutafélaga til þess að tryggja að upplýsingar og þekking sú er fé- lagið býr að komi öllum lands- mönnum til góða. Félagið hefur hvatt til bein- þéttnimælinga og verið m.a. í sam- starfi við Lyfju þar um og nú við þessi tímamót mun félagið kapp- kosta að geta boðið almenningi upp á ódýra en örugga beinþéttni- mælingu á vegum félagsins. Að lokum hefur Beinvernd tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og í því verkefni ber helst að minnast á hinn alþjóðlega beinverndardag 20. október ár hvert auk virkrar þátttöku í al- þjóðlegri ráðstefnu beinverndarfélaga, þar sem fræðsluefni okkar fyrir unglinga hefur vakið sérstaka athygli.“ – Hvernig á að halda upp á af- mælið? „Í ársbyrjun birtust nýjar blaða- og sjónvarpsauglýsingar. Afmælisvikuna mun Beinvernd taka þátt í „Ísland á iði“ og í und- irbúningi er einfalt spurningakver um beinþynningu sem dreift verð- ur til notenda heilbrigðiskerfisins á næstu dögum.“ Björn Guðbjörnsson  Björn Guðbjörnsson fæddist í Reykjavík 1955. Stúdent frá MR 1975 og útskrifaðist frá lækna- deild HÍ 1981. Fór í sérnám til Stokkhólms og Uppsala og er doktor í gigtarlækningum frá 1994. Nú sérfræðingur í gigtar- og almennum lyflækningum. Frá 1995 hefur hann veitt forstöðu lyflæknadeild á Akureyri og frá 2000 verið sérfræðingur á Rann- sóknarstofu í gigtarsjúkdómum. Dósent í gigtarrannsóknum við HÍ og formaður Beinverndar og vísindasiðanefndar. Kolbrún Al- berts svæfingarhjúkrunarfræð- ingur er makinn og börn þeirra eru fjögur. …verða u.þ.b. 1.200 bein- brot árlega Ef borgarstjórinn vildi gjöra svo vel að koma sér af merinni? NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands fullyrða að í áætlunum Landsvirkjunar á arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar sé gert ráð fyrir 20–40% hærra álverði en eðlilegt sé að miða við. Þá telja samtökin að ávöxtunarkrafan, sem miðað er við í áætlunum, sé helmingi of lág miðað við áhættu verkefnisins. Árni Finnsson, formaður sam- takanna, segir að í mati á arðsemi virkjunarinnar, sem unnið var af Sumitomo Mitsui Banking Corp- oration og kynnt síðasta haust, geri bankinn ráð fyrir að álverð þurfi að meðaltali að vera um 1.300 dalir út þann tíma sem álver- ið starfi en hann er sextíu ár. Reiknar með 1,1% árlegri lækkun á álverði „Landsvirkjun reiknar með 1,1% árlegri lækkun á álverði þannig að þá þyrfti verðið að vera um 1.800 dalir í upphafi samningstímabils- ins. Reyndin er hins vegar sú að verðið er í kringum 1.400 dalir nú og ekki gert ráð fyrir hækkunum í fyrirsjáanlegri framtíð. Rekstrar- forsendur virkjanarinnar eru því ekki í samræmi við við álverð og gengið út frá 20–40% hærra ál- verði en eðlilegt má teljast.“ Segir ávöxtunarkröfu upp á 5,4% vera allt of lága Þá segir Árni að ávöxtunarkrafa sú sem Landsvirkjun miðar við, 5,3%, sé allt of lág. Sem dæmi megi nefna að í Noregi sé gerð 8% ávöxtunarkrafa til verkefna á borð við Kárahnjúkavirkjun. „Það er raunar ekki sérlega há ávöxtunar- krafa og við byggingu álvers er gengið út frá 10,6–11,4% ávöxt- unarkröfu. Hagfræðingar, sem við höfum rætt við, segja að það verði að gera sömu ávöxtunarkröfu til álvers og virkjunar þar sem þetta sé eitt verkefni. Áhættan sé sams konar.“ Þá áréttar Árni að ekki sé held- ur gert ráð fyrir umhverfiskostn- aði í útreikningum en hann geti hlaupið frá 300 milljónum og allt upp í einn milljarð árlega. „Þá má einnig minna á að Seðlabankinn telur ekki ósennilegt að stýrivextir þurfi að vera 1 til 2,5% hærri en ella á árunum 2002 til 2005 ef ráð- ist verður í verkefnið en það hefur aftur neikvæð áhrif á samkeppn- ishæfi annarra atvinnugreina og þyngir skuldastöðu heimilanna.“ Fullyrða að gert sé ráð fyrir allt of háu álverði Náttúruverndarsamtök Íslands vefengja áætlanir Lands- virkjunar um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.