Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 9

Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 9 Sí›ustu sætin Betri fer›ir - betra frí Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Bóka›u fer›ina o g fá›u nánari uppl‡sing ar á netinu! - páskafer›ir og vorfer›ir á frábærum kjörum Besti tíminn á Kanarí á bestu gististö›unum. Páskafer›ir: 16. mars - UPPSELT 23. mars - UPPSELT Ód‡rar vorfer›ir: 3. apríl - 17 dagar - Aukafer› - laus sæti 6. apríl - 14 dagar - Aukafer› - laus sæti Kanarí Gistista›ir í sérflokki, La Colina og Les Dunes Suites bera af. Besta fjölskyldugistingin. Páskafer›: 22. mars - páskar - UPPSELT Ód‡r vorfer›: 2. apríl - 16 nætur - örfá sæti laus Benidorm Frábær sta›ur fyrir golfarana - fjölbreytt úrval golffer›a í vor. Páskafer›ir: 22. mars - páskar - UPPSELT 27. mars - páskar - örfá sæti laus - Gisting á Ondamar Ód‡rar vorfer›ir: 1. og 12. apríl - 11 nætur - örfá sæti laus 8. apríl - 7 nætur UPPSELT 15. apríl - 7 nætur örfá sæti laus Portúgal Írsku augun brosa til flín fleqar vorar á bökkum Liffey. Páskafer›: 28. mars - örfá sæti laus Ód‡r vorfer›: 25. apríl - örfá sæti laus Dublin Ekki draga fla› lengur a› taka ákvör›un! Fyrsta flokks gistista›ir og fyrsta flokks fljónusta. Trygg›u flér sæti strax! fiú ert í öruggum höndum í fer› me› okkur! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 70 80 03 /2 00 2 kr.67.900 á mann m.v. lágmark 2 fer›ist saman. Föst aukagjöld: 3.730 kr. Tilbo›sver› 6. apríl Tvöfalt vægi Frípunkta JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra ítrekaði á Alþingi í fyrradag þá skoðun sína að verði heilsugæslustöð boðin út, t.d. í Salahverfi í Kópavogi, verði tryggt með samningi við ráðu- neytið að þjónustan gagnvart al- menningi verði ekki síðri en á öðrum heilsugæslustöðvum sem reknar eru á vegum Heilsugæslunnar í Reykja- vík. Jafnframt verði tryggt að gjöldin fyrir þjónustuna verði ekki meiri og að útgjöldin fyrir skattgreiðendur verði ekki hærri. Kom þetta fram í máli ráðherra í umræðum utan dagskrár um útboð heilsugæslustöðva. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar. Sagði hún að frumstig heilbrigðiskerfisins, heilsu- gæslan, hefði verið vanrækt. „Nauð- synleg uppbygging hefur ekki átt sér stað. Ofboðsleg þörf hefur myndast í heilsugæslunni sem ekki hefur fengið nauðsynlegt fjármagn og keyrt um þverbak tvö undangengin ár… Mála- flokkurinn er sveltur fjárhagslega og svo kemur lausnin sem er einkavæð- ing.“ Rannveig gagnrýndi síðan þau áform heilbrigðisráðherra að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva. Sagði hún að ráðherra hefði fyrir- varalaust boðað útboð á rekstri nýrra heilsugæslustöðva; fyrst í Salahverfi í Kópavogi, síðan í Hafnarfirði og þar næst í Heimahverfi. „Ekki er þó ljóst hvers konar útboð er hér á ferðinni eða hvernig eigi að tryggja þjónustu. Engin rök liggja fyrir um að einka- framkvæmd í heilbrigðisþjónustu sé hagkvæmari. Þvert á móti bendir reynsla erlendis frá til að einkarekst- ur sé dýrari.“ Aðrir stjórnarandstæð- ingar lýstu líka yfir áhyggjum af fyr- irhuguðu útboði heilsugæslustöðva. Jón Kristjánsson benti á að um 178 þúsund manns hefðu búið á höfuð- borgarsvæðinu í desember sl. „Á svæðinu öllu eru starfandi 103 heilsu- gæslu- og heimilislæknar sem þýðir að hér eru rúmlega 1.700 manns á hvern starfandi heilsugæslu- og heim- ilislækni en ég nefni þessar tölur til að menn átti sig á í grunninn, hvað við erum að tala um. Það er löng reynsla fyrir því að Íslendingar vilja ekki bíða lengi eftir að ná fundi læknis, þegar þeir telja sig þurfa þess með. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að menn hafa kvartað undan þjónustu heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.“ Ráðherra greindi frá því að sumir læknar hefðu „bundið saman biðlist- ana og rekstrarformið“, eins og hann orðaði það og „fengið út úr því að einkareksturinn eða einkavæðingin væri lausnaorðið“. Síðan sagði hann: „Þeir sem tala hæst um þetta tala aldrei um mánaðarlanga biðlista hjá einkastofnunum. Ég hafna því að rekstrarformið skipti hér máli. Læknum fjölgar ekki með því að breyta rekstrarforminu og sömu menn vinna ekki fleiri læknisverk nema þá að þeir sem vinna verkin fái meira fyrir sinn snúð.“ Ráðherra skýrði frá því að kjör heilsugæslulækna væru ákvörðuð af Kjaranefnd. „Ég hef lýst yfir því að það sé og hafi ekki verið fyrirstaða hjá mér, forvera mínum eða heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu að end- urskoða þessa skipan mála, ef það mætti verða til þess að lægja óánægjuraddir,“ sagði hann og bætti við: „Ég hef því miður ekki fengið nein viðbrögð við þessum yfirlýsing- um mínum frá samtökum læknanna.“ Heilbrigðisráðherra um útboð heilsugæslustöðva Gjöldin verða ekki hærri  INGIBJÖRG Ágústsdóttir varði doktorsverkefni sitt í skoskum bók- menntum við Glasgow-háskóla 17. september 2001. Ritgerðin ber heitið „Pilgrims of Conscience: Quests for Mor- ality and Self- Knowledge in the Fiction of Robin Jenkins“, og fjallar um verk skoska rithöfund- arins Robins Jenkins (1912–), en hann hefur síðan 1950 gefið út þrjátíu skáldverk, það síðasta vorið 2001, sem öllum eru gerð skil í ritgerð Ingi- bjargar. Í ritgerð sinni leggur höf- undur megináherslu á að rannsaka meðferð Jenkins á þeim siðfræðilegu spurningum sem lúta til dæmis að skilum milli góðs og ills, réttmæti stéttaskiptingar og kynþátta- mismunar og einstaklingsbundnum skilgreiningum á siðlegri breytni. Ritgerðin fjallar einkum um þær að- alpersónur Jenkins sem eiga í innra stríði og vilja breyta rétt samkvæmt kristilegum og siðferðislegum lög- málum, en reka sig á það að siðferð- isleg hegðun og samfélagsleg hæfni geta stangast illa á og valdið mis- skilningi og harmleik. Doktorsritgerð Ingibjargar er fyrsta fræðiverk sem fjallar um skáldskap Robins Jenkins í heild sinni og var af prófdómurum talin mikilvægt innlegg í umfjöllun um höfundinn og í skoska og breska bókmenntafræði almennt. Ingibjörg Ágústsdóttir fæddist 1. mars 1970 á Steinstúni í Árneshreppi, Strandasýslu. Hún tók MA-próf í ensku frá Háskóla Íslands vorið 1995. Doktor í skoskum bók- menntum MARGMIÐLUNARSKÓLINN sagði upp sjö starfsmönnum vegna endurskipulagningar um síðustu mánaðamót, en um tugur starfs- manna er í vinnu hjá skólanum. Ingi Rafn Ólafsson, settur skóla- stjóri Margmiðlunarskólans og framkvæmdastjóri Prenttækni- stofnunar, sagði að sjö starfsmönn- um hefði verið sagt upp um síðast- liðin mánaðamót. Unnið væri að endurskipulagningu skólastarfsins og þessar uppsagnir væru liður í endurskoðun allrar starfsemi skól- ans. Verið væri að fara yfir rekst- urinn frá öllum hliðum, þar á meðal hvar helstu sóknarfærin í starfsem- inni væri að finna. Sjö sagt upp vegna endurskipu- lagningar Margmiðlunarskólinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.