Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 11
þessar sömu tölur 73 ár fyrir karla og 78 ár fyrir konur. (Sjá töflu). Aukinn sveigjanleiki Að sögn Ögmundar hafa verið uppi mótsagnakenndar hugmyndir í samfélaginu um hvað sé heppilegast að gera varðandi eftirlaunaaldurinn. „Annars vegar eru stéttir að reyna að færa niður aldurslokin. Lögreglu- menn sömdu t.d. um að fara á lífeyri sextugir og sögðu að þetta væri hagsmunamál ekki bara fyrir stéttina heldur fyrir samfélagið allt. Hjúkrunarstéttirnar hafa bent á þetta líka sem og slökkviliðsmenn. Annars vegar eru þessi viðhorf mjög sterk og því fylgir líka hugmyndin um að það sé nauðsynlegt að hefja nýtt líf að lokinni starfsævinni. Síðan eru hin sjónarmiðin hjá hópi heilsuhrausts fullorðins fólks sem vill gjarnan vinna lengur. Það vill vera lengur í starfi og lítur á það sem sérstakt baráttumál,“ segir Ögmundur. Ögmundur segir að svarið hljóti að vera aukinn sveigjanleiki, þ.e. að fólki sé gert gerlegt að vera eins lengi starfandi og þrekið býður en að við séum ekki með algilda staðlaða reglu í þessu efni. „Þá þarf náttúrlega það að vera fyrir hendi að fólk hafi raunverulegt val, að því séu tryggðar tekjur úr lífeyrissjóðum snemma. Við höfum í raun og veru aðlagað okkur þessu með því að auka greiðslur inn í lífeyrissjóði og hafa meiri peninga síðar meir til að takast á við þetta. Að forminu til höfum við verið að fara rétta leið með því að setja meira inn í lífeyrissjóðinn til þess að mæta þessari þörf þegar hún skellur á okkur með vaxandi þunga,“ segir Ögmundur. Að sögn Hugrúnar helst atvinnuástandið hér á landi í hendur við ástandið annars staðar. „Margar vinnumarkaðsrannsóknir erlendis segja það sama. Nú eru um 230 milljónir manna á vinnumarkaði í Evrópusambandinu og sextíu milljónir sem þarf að framfleyta. Árið 2050 verða u.þ.b. 192 milljónir á vinnumarkaði og 100 milljónir sem þarf að framfleyta. Það segir sig því sjálft að það gæti orðið sérkennilegt ástand,“ segir Hugrún. Hugrún segir enn fremur að komið hafi fram tillögur hjá sænsku vinnumálastofnuninni um hvernig eigi að halda fólki lengur á vinnumarkaði. „Það er tvennt sem menn eru sérstaklega að leggja til og það er að fólk sé ekki orðið útbrunnið og úrvinda um fimmtugt. Mikil áhersla er lögð á sveigjanlegan vinnutíma og jafnvægi á milli einkalífs og vinnu, þ.e. að „fara betur með“ fólk alveg frá upphafi þannig að það endist lengur. Hins vegar er það símenntun og hún skiptir ekki síður máli. Markmiðið er að halda fólki lengur á vinnumarkaði og að fólk vilji vera lengur á vinnumarkaði,“ segir Hugrún. Guðný segir að hennar reynsla sé að vinnuveitendur séu í auknum mæli að sækjast eftir aldurshópnum 35–45 ára þegar um sérhæfðari störf er að ræða. „Líklegt er að eftir 10–20 ár vanti ákveðinn aldurshóp í stjórn- unarstöður í heiminum. Hægt hefur á fólksfjölgun í hinum vestræna heimi og því mun koma til með að vanta fólk í toppstöðurnar, sem hingað til hefur helst átt að vera á aldrinum 35 til 45. Um leið eru lífslíkur fólks að lengjast, dvalargestum hjúkrunarheimila að fjölga og sá hópur sem lifir fram yfir sextugt verður æ fjölmennari,“ segir Guðný. Fjármálastofnanir að yngja upp ásýndina Ögmundur segir að í umsögnum sem borist hafa vegna þings- ályktunartillögunnar komi fram almennur vilji til að treysta og bæta réttarstöðu fullorðins fólks á vinnumarkaði. Landssamband eldri borgara segir í umsögn sinni að það sé þekkt á vinnumarkaði að vissrar tregðu gæti gagnvart því að eldra fólk fái fyrirgreiðslu til að sækja endurmenntunarnámskeið. Kvenréttindafélag Íslands segir í sinni umsögn að margt bendi til þess að eldra fólk sé látið gjalda aldurs síns á vinnustað. Þá segir Biskupsstofa í sínum ummælum varðandi tillöguna að mikilvægt sé að starfsmenn þurfi ekki að vera í óvissu um starf sitt eftir að aldur fer að færast yfir enda sé starfsreynsla þessa fólks oftar en ekki með því dýrmætara sem stofnun hefur yfir að ráða. Ögmundur segir að umsagnirnar bendi til þess að menn geri sér grein fyrir því að hér sé raunverulegur vandi á ferðinni. „Það hefur verið áberandi æskudýrkun í samfélaginu á undanförnum árum. Fjármálaheim- urinn hefur sérstaklega litið á æskuna sem kost en horft fram hjá því að reynslan skiptir líka máli,“ segir Ögmundur. Hugrún segist hafa heyrt af því að ákveðnar fjármálastofnanir og bankar hefðu verið að segja upp starfsfólki vegna aldurs. „Það kom ákveðin bylgja sl. sumar og þá sögðu mér nokkrar konur um fimmtugt, sem margar hverjar eru mjög frambærilegar, að verið væri að yngja upp ásýnd fyrirtækisins,“ segir Hugrún. Ögmundur segir að menn þurfi að sameinast um að samþykkja tillöguna og setjast yfir þetta vandamál. „Þeir sem hafa með þessi mál að gera bæði hjá vinnumiðlunum og verka- lýðsfélögum hafa fengið fjölmörg dæmi inn á sitt borð sem bera þess vott að fólk hafi þurft að gjalda vegna aldurs í starfi. Það þarf að efna til víðtækrar umræðu í þjóðfélaginu. Þetta er mikið réttlætis- og hagsmunamál og það þarf að sjá til þess að stjórnendur hafi raunsæja sýn á þessa hluti. Fullorðið fólk er oft og tíðum alls ekki síðri starfsmenn en sá sem yngri er og okkur ber að vanmeta ekki reynslu fólks, þroska þess og yfirvegun sem fylgir aldrinum,“ segir Ögmundur. „Hressar konur á besta aldri“ Matvöruverslunin Nettó í Mjódd hefur vakið athygli fyrir atvinnuauglýsingar sem hvetja „hressar konur á besta aldri“ til að sækja um starf í versluninni. Elías Þorvarðarson, verslunarstjóri Nettó í Mjódd, segist auglýsa óhikað eftir fullorðnum konum. „Ég hef verið að miða á þennan markhóp í öllum auglýsingum sem ég sendi frá mér. Ástæðan, fyrst og fremst, er sú að þær eru traustar og í svona þjónustuhlutverki í matvöruverslun skiptir miklu máli að vera með þroskaða einstaklinga inn á milli,“ segir Elías. Elías segist hafa tekið eftir því að viðskiptavinum verslana, sem hafa á að skipa þroskuðu starfsfólki, líði betur í verslununum. „Aldurs- skiptingin hjá mér er mjög breið en ég er með allt frá sautján ára krökkum og upp í konur um sjötugt. Krakkarnir stoppa oft stutt við og skila nánast engu. Eldri konurnar eru e.t.v. aðeins svifaseinni til að byrja með. Það tekur þær kannski 2–3 mánuði að komast almennilega inn í starfið en þær eru hins vegar komnar til að vera næstu árin. Þær eru á hærri launum en krakkarnir en þær skila líka miklu meiru,“ segir Elías. Unga fólkið með háar hugmyndir Guðný segir að unga fólkið, sem er að koma út úr skóla í dag, sé með háar hugmyndir um sjálft sig, sem og háar launahugmyndir. „Á sl. tveimur árum hefur orðið launasprengja á atvinnumarkaðnum og það fólk sem hefur farið út á vinnumarkaðinn sl. 3–4 ár er orðið svolítið skemmt af þeirri launauppbyggingu. Þessir einstaklingar hafa eingöngu upplifað góðæri og eru orðnir góðu vanir. Tímarnir eru að breytast og mér finnst unga fólkið ekki enn vera búið að átta sig á þeirri breytingu. Þeim kemur til með að bregða við þar sem nú er meira framboð á vinnuafli en eftirspurn sem og að launin hafa lækkað,“ segir Guðný. Guðrún Högnadóttir er rekstrarráðgjafi hjá Deloitte & Touche og hefur því kynnst starfsmannastefnu margra fyrir- tækja. Hún segir að þau fyrirtæki sem hún vinni fyrir séu yfirleitt búin að þróa með sér ákveðna starfsmannastefnu. Þá er þess gætt að vera ekki með fordóma gagnvart kyni, aldri, uppruna, trú eða öðru. Hún segist ekki finna fyrir æskudýrkun í þeim fyrirtækjum sem hún vinnur fyrir. „Þetta eru oft fyrirtæki sem hafa markvisst verið að vinna í sínum starfsmannamálum. Fordómar t.d. gagnvart aldri eru meðvitaðri hugsun en áður en þetta fer eftir tegundum fyrirtækja. Ég held að í fjármála- og verð- bréfafyrirtækjum sé meiri áhersla lögð á yngra fólk, en starfsreynsla er það sem fyrirtæki í öðrum geirum hafa yfirleitt þörf á. Ég hef ekki heyrt um að fólki sé sagt upp vegna aldurs en í niðurskurði þekkist að gerður sé starfslokasamningur við þá sem komnir eru nálægt eftirlaunaaldri,“ segir Guðrún. Guðrún segir að fyrir nokkrum árum hafi verið áberandi að fólk með prófgráðu fengi frekar starf heldur en fólk með starfsreynslu. „Ef tveir aðilar, annar með mastersgráðu en hinn með mikla reynslu, hefðu sótt um sama starfið þá hefði sá með gráðuna líklega verið valinn. Ég held að fyrirtæki í dag horfi frekar á starfsreynslu þar sem margir eru komnir með grunnnámið í háskóla. Þá eru endurmenntunarmöguleikar orðnir svo miklu meiri en það sem skilar sér til fyrirtækja er fyrst og fremst reynslan,“ segir Guðrún. Ljóst er að þörf er á ákveðinni hugarfarsbreytingu gagnvart eldra fólki á vinnumarkaðnum. Aukin menntun og meiri hraði virðist einkenna það samfélag sem við búum í. Eflaust hefur það átt sinn hlut í aukinni dýrkun á þeirri æsku sem nú elst upp í okkar svokallaða upplýsingasamfélagi þar sem nánast allt er mögulegt í gegnum tölvu. Þörf er á að uppræta fordóma gagnvart aldri og vekja athygli vinnuveitenda á þeim auð sem felst í reynslu þeirra sem komnir eru á efri ár. eftir því sem árin líða                                                  ! "       # $%%&'   (  )  * % +,-' .!/ 0                  1            1  1                Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun. Agla Sigríður Björnsdóttir: Erfiðara fyrir eldri karl- menn að fá vinnu heldur en konur. Ari Edwald: Ef banna á uppsagnir á eldra fólki eru þeim mun minni líkur á að það sé ráðið. Guðrún Högnadóttir: Fyrirtæki í dag horfa frekar á starfsreynslu þar sem háskóla- menntun er orðin algeng. Elías Þorvarðarson: Viðskiptavinum verslana sem hafa á að skipa þroskuðu starfsfólki líður betur í verslununum. Ögmundur Jónasson: Atvinnurekendur tregir til að fjármagna endur- menntun eldra fólks. Hugrún Jónsdóttir: Fullorðið fólk fær oft ekki vinnu við það sem það hefur unnið lengst við. Tryggvi Þór Herbertsson: Atvinnuþátttaka eldri borgara á Íslandi með því hæsta sem gerist́. Guðný Harðardóttir: Ungt fólk í dag er með há- ar hugmyndir um sjálft sig og háar launakröfur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.