Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 13
FULLTRÚAR dagblaðsins Financ-
ial Times tilkynntu nýverið að ákveð-
ið hefði verið að loka fyrir ókeypis að-
gang að netgáfu blaðsins. Þurfa
áhugasamir framvegis að greiða allt
að 140 dollara, um fjórtán þúsund ísl.
kr., á ári fyrir aðgang að efni blaðsins
á Netinu. Ákvörðun blaðsins er til
marks um að æ fleiri fjölmiðlar hafa
nú ákveðið að reyna að afla tekna af
rekstri netútgáfna. „Hugmyndin var
alltaf sú að byggja fyrst upp stóran
hóp lesenda sem venjast myndi því að
nota netútgáfu blaðsins, en síðan yrði
farið að selja aðgang að henni,“ var
haft eftir John Makinson, fjármála-
stjóra The Financial Times.
Sumir fréttaskýrendur hafa hins
vegar lýst efasemdum um að neyt-
endur sem vanist hafa því að fá vör-
una ókeypis séu tilbúnir að þurfa allt í
einu að borga fyrir hana. „Notendum
Netsins finnst sem þeir borgi nú þeg-
ar fyrir efnið með því gjaldi sem þeir
greiða fyrir nettenginguna,“ segir
David Card, sem sérfróður er um
notkun fjölmiðla á Netinu. „Það verð-
ur ekki auðvelt að telja þá á að borga
meira.“
Horft með öfundaraugum
til The Wall Street Journal
Ljóst er þó að mörg stórblöð vilja
feta þennan stíg. Bæði hafa tekjur
vegna auglýsinga í dagblöðum – mik-
ilvægasta tekjulind þeirra – mjög
dregist saman undanfarin misseri,
sem eykur þrýsting á að leita nýrra
tekjulinda, og síðan er hitt að þær
vonir manna frá því í árdaga dag-
blaðaútgáfu á Netinu, um að afla
mætti auglýsingatekna í tengslum
við netútgáfuna sérstaklega, brugðist
að verulegu leyti.
Þannig hafa stórblöð eins og The
New York Times, The Financial Tim-
es og ýmsir aðrir miðlar, sem nálgast
má í gegnum leitarsíðuna Yahoo,
smám saman verið að koma málum
þannig fyrir að greiða þurfi fyrir að-
gang að tilteknum hluta þjónustunn-
ar. Þá hóf The New York Times í des-
ember sl. að bjóða upp á nákvæma
eftirlíkingu af pappírsútgáfu blaðsins
á Netinu og þarf að greiða tæplega
sjö dollara á viku fyrir áskriftina, um
700 ísl. kr.
Ljóst þykir því að landslagið í þess-
um geira fjölmiðlunar sé að breytast
og æ fleiri snúa baki við þeirri draum-
sýn að útgáfa ókeypis netmiðils gæti
borgað sig á þeirri forsendu að þann-
ig mætti ná til mun fleiri einstaklinga
en áður, sem aftur myndi tryggja
tekjur á öðrum sviðum. Horfa menn
með öfundaraugum til stjórnenda
netútgáfu The Wall Street Journal,
wsj.com, en þeim hefur tekist að afla
sér 626 þúsund áskrifenda að blaðinu
á þeim tíma sem liðinn er síðan net-
útgáfunni var komið á fót í apríl 1996.
Breytingar á rekstri
dagblaða á Netinu
Ókeypis
aðgangur
úr sög-
unni?
San Francisco. AFP.
FYRIR rétti í Frakklandi er nú rek-
ið mál, sem varðar framtíð tveggja
líka, látinna hjóna, sem létu frysta
sig eftir dauðann í von um að geta
risið upp síðar hress og kát í krafti
nýrra vísinda.
Yfirvöldin í Saumur höfðuðu mál-
ið en þau halda því fram, að það sé
lagabrot að geyma þau hjónin, Ray-
mond Martinot, sem lést í síðasta
mánuði áttræður að aldri, og konu
hans, sem lést 1984, öllu lengur í
frosti. Eru þau í sérstökum frysti-
klefa, sem Martinot lét útbúa í kjall-
ara hallar sinnar í Neuil-sur-Layon,
en þar er frostið ávallt 60 gráður á
celsíus. Er klefadyrunum læst með
gullkeðju. Yfirvöldin gera þá kröfu,
að líkin verði grafin eða brennd.
„Það er ekki lögleg greftrun að
setja lík í frystigeymslu,“ sagði
Christian Prioux, lögfræðingur yf-
irvaldanna, en hann sakar Remi
Martinot, son hjónanna heitnu, um
að hafa raskað almannaró með því
að fara eftir fyrirmælum föður síns.
Lögfræðingur hans þvertekur hins
vegar fyrir það og segir, að í lög-
unum sé ekkert, sem banni fólki að
hafast við í frysti eftir dauðann.
Heilsað upp á frúna
Raymond heitinn Martinot, líf-
fræðiprófessor og mjög auðugur
maður, átti sér þann draum, að svo
miklar framfarir yrðu í læknavís-
indum, að dag einn gætu þau hjónin
risið upp frá dauðum laus við alla
kvilla. Þegar hann fékk til sín gesti
bauð hann þeim oft að heilsa upp á
frúna í frystinum.
Ýmsir aðrir sérvitrir auðkýfing-
ar hafa átt sér þessa sömu ósk síðan
hún var fyrst orðuð seint á sjötta
áratug síðustu aldar.
Segja frystingu ekki
vera löglega útför
Saumur. AFP.