Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN Jakobsdóttirákvað að skrifa BA-rit-gerð sína um íslenskarglæpasögur, því enginnhafði rannsakað þær áður. Ekkert yfirlit var til yfir slíkar sögur og hún segir ritgerð sína í raun tilraun til slíks yfirlits. Eftir að ritgerðasmíðinni lauk árið 1999 kom hins vegar á daginn að ýmsar sögur aðrar eiga fullt erindi í slíka samantekt. Líklega verður bætt úr því, enda hefur Katrín ekki sleppt hendinni af viðfangs- efninu. Efni MA-ritgerðar hennar verður að öllum líkindum um póli- tísk gildi í íslenskum afþreying- arbókmenntum. Þar horfir hún t.d. til þess hvernig höfundar íslenskra glæpasagna hafa lýst útlendum sögupersónum sínum. Þáttur kvenna í sögunum, sem oft er heldur rýr og klisjukenndur, er henni einnig hugleikinn. „Ég þurfti að byrja á að safna saman íslenskum glæpasögum frá upphafi og fór meðal annars þá leið að spyrja eldra fólk hvort það myndi eftir slíkum bókum. Nið- urstaðan var sú að elsta íslenska glæpasagan telst vera smásaga Jó- hanns Magnúsar Bjarnasonar, sem er þekktastur fyrir að rita Bras- ilíufarana. Smásagan, Íslenzkur Sherlock Holmes, kom út árið 1910. Í þeirri sögu leysir Vestur- Íslendingurinn Hallur Þorsteins- son dularfullt peningahvarf og beitir til þess snjöllum ályktunum. Hann greinir persónuleika gyð- ings, sem peningar hverfa frá og í ljós kemur að ekkert glæpsamlegt er við peningahvarfið eftir allt saman. Fléttan reynist því þunnur þrettándi.“ Glæpasagnaritun var stopul á þessum fyrstu árum. Næsta saga, sem Katrín gat skilgreint sem glæpasögu, var gefin út 1926 og heitir Húsið við Norðurá. Höfund- ur er Einar skálaglamm, sem réttu nafni hét Guðbrandur Jónsson. „Þetta er skáldsaga í fullri lengd og fjallar um hræðilegt morð við Norðurá í Borgarfirði, þar sem helstu sögupersónur eru breskur majór og þjónn hans.“ Útlenskir skúrkar Það er fyrst á allra síðustu árum sem glæpasagnaritun vex fiskur um hrygg á Íslandi. „Glæpasögur nutu nokkurra vinsælda á fjórða og fimmta áratugnum, en raunin hefur verið sú að ritun og lestur þeirra hefur verið í nokkrum kipp- um í gegnum tíðina.“ Íslenskar glæpasögur eru ekki séríslenskar, þótt sögusviðið sé það, heldur fremur tilraun til að endurskapa erlenda hefð. „Hinn íslenski Sherlock Holmes hefur augljósa tilvísun. Í Húsinu við Norðurá gerir höfundurinn tilraun til að fella saman íslensku sveita- söguna og glæpasöguna. Sá sem leysir gátuna er Íslendingur, sem hefur starfað sem spæjari í Banda- ríkjunum. Yfirleitt eru þessar sög- ur skrifaðar inn í evrópska og bandaríska hefð. Glæpasögur eru í eðli sínu formúlubókmenntir og flestir höfundar virðast gangast undir þá hefð. En auðvitað eru séríslensk einkenni. Í bókinni Alt í lagi í Reykjavík, sem kom út árið 1939 og er eftir Ólaf við Faxafen, eða Ólaf Friðriksson, vísa persón- urnar gjarnan í Íslendingasögurn- ar og Sturlungu. Bókmenntahefð okkar setur því mark sitt á þessar bækur sem aðrar. Það er líka mjög algengt að útlendingar séu skúrk- arnir. Í Húsinu við Norðurá eru bæði morðinginn og fórnarlambið útlendingar, svo glæpurinn er í raun útlenskt vandamál.“ Katrín segir að á fimmta ára- tugnum, 1948–1950, hafi þessi til- hneiging komið skýrt í ljós í bók- um Vals Vestan, sem réttu nafni hét Steingrímur Sigfússon. „Að- alsöguhetjan var Krummi, jarð- fræðingur og áhugaspæjari, en glæpamennirnir voru gjarnan Þjóðverjar. Í bókinni Rafmagns- morðinu kemur að vísu í ljós að morðinginn er ekki Þjóðverji, en hinn vitfirrti, þýski raffræðingur doktor Schmidt kemur þó mikið við sögu. Og ekki að ósekju, því hann er hönnuður banvænu raf- magnstekönnunnar sem veldur miklum usla.“ Ofurhetjan Sjöfn frá Hlíðarhúsum Glæpa- og spennusögur teljast ekki til fagurbókmennta og eiga það oftast sammerkt að lítið er lagt í persónusköpun; fléttan er of- ar öllu, einkum í svokölluðum ráð- gátum. „Ólafur Friðriksson er þó dæmi um annað. Í bókinni Alt í lagi í Reykjavík er hann vissulega að segja spennusögu, en hann leggur einnig mikla áherslu á að- alsöguhetjuna, ofurkonuna Sjöfn frá Hlíðarhúsum. Hún er ekki bara greind, fáguð og vel upplýst, heldur ofurglæpamaður, sem skipuleggur hinn fullkomna glæp. Þessi bók er skrifuð árið 1939, sem gerir efnistök Ólafs enn meira spennandi en ella. Sjöfn er hetja, þótt hún sé glæpamaður, les Sturl- ungu og berst fyrir réttlæti í heiminum. Hún er mjög óvenjuleg kvenhetja á þessum tíma. En rit- höfundar leyfa sér einmitt ýmis- legt í glæpasögum, þeir leita út fyrir viðurkennd viðhorf þjóni það tilgangi sögunnar. Margir þessara höfunda skrifuðu undir dulnefni, svo þeir töldu sig líklega hafa frjálsar hendur og gátu meira að segja gert konur að aðalhetjum.“ Katrín lauk BA-ritgerðinni árið 1999, en fram að þeim tíma var Sjöfn frá Hlíðarhúsum líklega mesta kvenhetjan í íslenskum glæpasögum. „En ég er alltaf að endurskoða þetta. Arnaldur Indr- iðason hefur teflt fram konum í síðustu bókum sínum, til dæmis rannsóknarlögreglumanninum El- ínborgu, og svo hefur komið á dag- inn að aðalsöguhetjan Erlendur lærði allt sem hann kann af konu.“ Frá því að Katrín hóf að grafast fyrir um íslenskar glæpasögur hef- ur áhugi kviknað víðar á viðfangs- efninu, til dæmis býður íslensku- skor Háskóla Íslands nú upp á námskeið um morðsöguna. „Mig langar að færa út kvíarnar og skoða aðrar afþreyingarbókmennt- ir og ekki síst glæpasögur fyrir börn. Þær eru ekki margar, en Guðjón Sveinsson er dæmi um höf- und sem skrifaði bækur á sjöunda áratugnum í anda Enid Blyton. Í einni bókanna hans er glæpamað- urinn íslenskur, en starfar fyrir erlent stórveldi, svo barnabækurn- ar hafa einnig haldið því á lofti að glæpirnir kæmu að utan. Ég vil gjarnan skoða þetta viðhorf til út- lendinga nánar.“ Raunsæi og harðsoðnir reyfarar Katrín segir að elstu íslensku glæpasögurnar séu skrifaðar í svipuðum stíl og þær erlendu spennusögur sem seldar voru hér á landi á þeim tíma. „Gömlu sög- urnar fylgja amerísku, harðsoðnu hefðinni, enda var töluvert þýtt af slíkum sjoppubókmenntum hér. Reyndar voru margs konar sögur þýddar og í byrjun 20. aldarinnar voru t.d. gefnar út hér glæpasögur eftir Fergus Hume, en sögusvið þeirra var Ástralía. Íslensku rit- höfundarnir fóru svipaða leið, létu til dæmis einkaspæjara leysa gát- una. Á síðari árum hefur þetta breyst. Arnaldur Indriðason skrif- ar til dæmis eftir skandinavískri hefð, en þekkt dæmi um slíkt eru bækur sænsku hjónanna Sjöwall og Wahlöö. Í skandinavísku hefð- inni er glæpurinn ekki eina við- fangsefnið, heldur einnig alls kon- ar félagsleg vandamál og einkalíf rannsóknarlögreglunnar, svo dæmi séu tekin. Hins vegar er Stella Blómkvist höfundur sem skrifar Glæpasögur í eðli sínu formúlubókmenntir Saga og þróun íslenskra glæpasagna VIRK VÍSINDI Ragnhildur Sverrisdóttir rsv@mbl.is „ÍSLENSKAR glæpasögur hafa verið að sækja mjög í sig veðrið á undanförnum árum. Viðhorf fræði- manna til svokallaðra afþreying- arbókmennta hafa líka verið að breytast og mörkin milli há- og lágmenningar verða æ ógreini- legri. Því fannst mér það mjög tímabært þegar Katrín Jak- obsdóttir valdi sér glæpasögur sem umfjöllunarefni í BA-ritgerð sinni, Glæpurinn sem ekki fannst. Glæpasögur eru sérstök bók- menntagrein sem verðskuldar at- hygli og Katrín sýnir fram á það í ritgerð sinni að sögur af þessu tagi leyna oft á sér og segja okkur ýmislegt um hugarfar samtímans og um samfélagið í heild,“ segir Sveinn Yngvi Egilsson bókmennta- fræðingur og leiðbeinandi Katrínar við skrif BA-rit- gerðarinnar. Sveinn Yngvi seg- ir að Katrín nýti sér kenningar erlendra fræðimanna um glæpasöguna en hafi líka margt til málanna að leggja sjálf. „Ég vil einkum nefna tvennt í þessu sambandi. Annað er hlutverkaskipting í sögunum. Katrín sýnir fram á að í ís- lenskum glæpasög- um séu konur iðu- lega í hefðbundnum kynhlutverkum sem ástkonur, eig- inkonur eða mæður, en þó sé nokkuð um að glæpamenn og lög- reglumenn í sögunum séu konur. Hitt atriðið sem mér finnst eft- irtektarvert er hvern- ig einn glæpur af- hjúpar annan stærri, þannig að um er að ræða „glæp á glæp ofan“, eins og Katrín orðar það hnyttilega. Þessi aðferð getur skilað góðum árangri í glæpasögum og falið í sér ákveðna gagnrýni á siðspillt borgarsam- félag nútímans. Þetta sýnir Katrín mætavel fram á með greiningu sinni á ýmsum íslenskum sögum og ekki spillir fyrir að ritgerðin er mjög skemmtileg aflestrar.“ Tímabær umfjöllun Sveinn Yngvi Egilsson NAFN: Katrín Jakobsdóttir, f. 1976 FORELDRAR: Jakob Ármannsson bankamaður, f. 1939, d. 1996, Signý Thoroddsen sálfræðingur, f. 1940 MENNTUN: Grunnskólapróf frá Langholtsskóla, stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1996, BA-próf í íslensku með frönsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands haustið 1999. Katrín stundar nú MA-nám í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla Ís- lands. Fræðimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.