Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 19 SÍÐUSTU vikur hef égverið að lesa töluvertaf íslenskum skáldskapaf ýmsu tagi og þar eðég hef einnig kynnt mér dálítið brot af því sem frændur okkar hér í Norðrinu hafa verið að senda frá sér á bók hlaut ég að bera þetta sam- an. Niðurstaðan varð sú að það væri eiginlega fáránlegt hve margar frambærilegar íslenskar bækur litu dagsins ljós, sér í lagi miðað við stærð þjóðarinnar og ýmsar aðstæður aðrar. Ég heyrði það einu sinni haft eftir einhverjum norrænum frænda okkar sem var að tjá sig um íslenska kvikmynda- gerð, að hún væri eins og býflugan. Hefði engar forsendur til að gera það sem hún gerði, en gerði það samt. Vísindamenn höfðu semsé mælt býflugu á alla kanta, hæð, þyngd, vænghaf og hver veit hvað, og komist að því að samkvæmt lögmálum heil- brigðrar skynsemi ættu þessi loðnu og búttuðu kríli engan veginn að geta flogið. Sá norræni bætti því við að þar eð býflugurnar sjálfar gerðu sér enga grein fyrir þessum takmörkunum sínum létu þær sem ekkert væri og flögruðu hiklaust milli ilmfagurra blóma suðandi af gleði og seddu. Það væri sem sagt andvaraleysið gagnvart eigin takmörkunum sem héldi hvoru tveggja gang- andi, býflugunum og íslenskri kvikmyndagerð. Ég held að þessi samlíking frænda okkar hafi verið einkar vel til fundin, hvað varðar ís- lensku kvikmyndagerðina, sem enn blakar stuttum vængjunum ótt og títt og heldur sér á lofti, þótt hún skili aðstandendunum sjaldnast arði og sé því rekin á allt öðrum forsendum en það sem frændur okkar á Norð- urlöndunum myndu kalla heil- brigða skynsemi. Þá sjaldan að tekjur hrökkva fyrir meiru en útlögðum kostnaði fara þær í að lækka skuldastöðuna í bönk- unum vegna fyrri mynda, sem ekki náðu þessu marki. En hvað um það. Ef við Ís- lendingar létum ávallt stjórnast af því sem aðrar þjóðir kalla heilbrigða skynsemi værum við líkast til löngu hættir þessu sjálfstæðisbrölti og búnir að sameinast einhverju stærra ríki til að ná fram hagstæðum sam- legðaráhrifum með stærri rekstrareiningu, eins og það heitir víst. Það dytti víst fáum í hug í er- lendum bæjum með færri en 300 þúsund íbúum og með helstu verðmætin fólgin í óveiddum fiski í dimmum sjáv- ardjúpunum að halda úti eigin þjóðríki með öllu tilheyrandi. Engum dytti vísast heldur í hug í nafni heilbrigðrar skyn- semi að leggja út í að yrkja ljóð eða rita sögur eða leikverk á tungu sem ætti sér ekki fleiri iðkendur en raun ber vitni hér, ég tala nú ekki um þá fásinnu að halda að þeir geti mögulega lifað á því. Nei, það er ekki skynseminni að þakka að við erum til. Að minnsta kosti ekki þeirri sem menn kalla því nafni í útlöndum. Líklega er þó fulleinfalt að segja sem svo að líf okkar Frónbúa sé allt einhver und- ursamlegur miskilningur. Vænt- anlega er réttara að líta svo á að við höfum okkar eigin hug- myndir um skynsemina, líkt og um flest annað. Ég held að okkur sem byggj- um þetta kalda, afskekkta ey- land þyki ávallt skynsamlegt að gera það sem við teljum að þurfi að gera, yrkja þau ljóð sem nauðsyn ber til að yrkja og segja þær sögur sem segja þarf. Og þetta gerum við. Vitaskuld kemur svo í ljós að praktísk fyrirbæri sem við höf- um lært að meta með tímanum, eins og arðsemi, ráðstöf- unartekjur og þess háttar nokk- uð, lætur mjög á sér standa. En hefðum við, að hætti upplýstra manna úti í heimi, reiknað það út fyrirfram, væru hlutirnir enn ógerðir, ljóðin óort og sögurnar aðeins óljós hugarburður skýja- glópa. Við skulum því gæta þess vel um leið og við kappkostum að færa okkur í nyt reynslu þjóða sem hafa skynsamlegri afstöðu til lífsins en við og eru þess ut- an langtum hagkvæmari rekstr- areiningar, að glata ekki okkar eigin frumafli, andvaraleysinu gagnvart takmörkunum hinnar meintu heilbrigðu skynsemi. Í útlöndum mega menn vitna í efarann mikla, Descartes, og segja: „Ég hugsa, og þess vegna er ég.“ Á Fróni, hins vegar, er þessu líklega öfugt farið. – Non cogito, ergo sum. Að hugsa, eða hugsa ekki, þarna er efinn HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Borgarnes Sími 437 1040 Ísafjörður Sími 456 5111 Akureyri Sími 460 0600 Selfoss Sími 482 1666 Vestmannaeyjar Sími 481 1450 Keflavík Sími 420 6000 Egilsstaðir Sími 471 2000 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 Umbo›smenn Plúsfer›a um allt land www.plusferdir.is Ótrúlegt ver› í sólina Fríkortstilbo› Flugsæti til Alicante Sumarhúsaeigendur... fia› er einfallt a› n‡ta sér punktana... 29.900kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára. Föst aukagjöld, 3.730 kr. fyrir fullorðinn og 2.955 kr. f.börn, eru ekki innifalin í verðinu. Ef 2 ferðast saman: 33.900 kr. á mann auk flugvallarskatta, 3.730 kr. 2. apríl - 24. október Kanarí Portúgal 61.900kr. 3. e›a 6. apríl - 20. apríl á mann miðað við 2 fullorðna á Aloe. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld: 3.730 kr. fyrir fullorðinn. Tvöfalt verðgildi fríkortspunkta. 61.800kr. 1. apríl 11 dagar á mann miðað við 2 fullorðna á Sol Dorio. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld: 4.455 kr. fyrir fullorðinn. Tvöfalt verðgildi fríkortspunkta. ...til Portúgals ...til Dublin ...til Benidorm 53.900kr. ...til Kanarí 58.800kr. 27. mars 12 dagar 44.900kr. 28. mars - 1. apríl 22. mars 11 dagar á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, á Tropic Mar. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld, 3.730 kr. fyrir fullorðinn og 2.955 kr. fyrir börn, eru ekki innifalin í verðinu. Ef 2 ferðast saman: 68.500 kr. á mann auk flugvallarskatta, 3.730 kr. 75.855kr. 16. mars - 3. apríl á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, á Montemar. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld, 3.730 kr. fyrir fullorðinn og 2.955 kr. fyrir börn, eru ekki innifalin í verðinu. Ef 2 ferðast saman: 81.885 kr. á mann auk flugvallarskatta, 3.730 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, á Sol Dorio. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld, 4.455 kr. fyrir fullorðinn og 3.680 kr. fyrir börn, eru ekki innifalin verðinu. Ef 2 ferðast saman: 73.900 kr. á mann auk flugvallarskatta, 4.455 kr. á mann í tvíbýli á Bewleys hótelinu með morgunverði. Flugvallarskattar, 3.945 kr., eru ekki innifaldir í verðinu. Pásk aPlúsa r vi›bótarsæti ppselt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.