Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 25
reynslu. Álitið er nú til dags að þessi
mistúlkun stafi af stórkostlegri
brenglun á skynjunarupplýsingum
og hvernig hugsanir og tilfinningar
eru meðhöndlaðar djúpt í heilanum.
Ranghugmyndirnar eru trúlega til
komnar vegna þess að hugurinn
reynir að koma viti í þær ofskynjanir
sem hann verður fyrir. Enda eru
ranghugmyndirnar mismunandi eft-
ir því hvaða menningarsvæði um
ræðir; það er ekki óeðlilegt að geð-
klofasjúklingur í Bandaríkjunum á
tímum kalda stríðsins sjái í hverju
horni samsæri þar sem CIA og
Pentagon eru í aðalhlutverki, einnig
fljúgandi furðuhlutir og geimverur.
Á sama hátt og skiljanlegt er að geð-
klofasjúklingar á Íslandi upplifi álfa
og huldufólk og framliðna og reyni
að finna skynjunum sínum stoð í
þeim heimi, sem nýtur viðurkenn-
ingar almennings. Ofskynjanir geta
hins vegar verið miklu umfangsmeiri
en að taki einungis til sjónar og
heyrnar, þær geta einnig náð til
snerti- og bragðskyns. Það er t.d.
ekki óalgengt að geðklofasjúklingar
upplifi sára verki og brunatilfinn-
ingu, sem eru ekki síður raunveruleg
en væri um raunverulegan bruna að
ræða. En raddir eru þó langalgeng-
astar ofskynjananna, kunnuglegar
eða framandi, oft stöðugt suð eða
söngl í höfðinu, eða virðast koma ut-
an frá; ósjaldan staglast á nafni við-
komandi. Raddirnar geta verið góð-
látlegar, en oft eru þær háð og spott,
gagnrýni og jafnvel hótanir, allt full-
komlega raunverulegt í huga geð-
klofasjúklingsins.
Orsakir geðklofa hafa verið mjög á
reiki, þó að á síðustu árum hafi augu
manna beinst að erfðaþáttum. Geð-
klofi er væntanlega samsafn nokk-
urra sjúkdóma. Einkenni eru mjög
mismunandi og jafnvel hjá sama ein-
staklingi er ekki hægt að tala um
„dæmigert tilfelli“. Í bókinni er ít-
arleg grein gerð fyrir geðklofa og
ýmsum andlitum hans, hún er því
einnig góður lestur öllum sem vilja
fræðast um sjúkdóminn. Þótt Nash
hafi veikst um þrítugt þá getur sjúk-
dómurinn slegið hrammi sínum á
fólk frá unglingsaldri fram á miðjan
aldur. Hættan á að menn fái geðklofa
er líklega erfðabundin, en sálfræði-
legt álag skiptir líka miklu. Hvert til-
felli er einstakt með ólíkum sálfræði-
legum og erfðafræðilegum þáttum.
Sumt álag er áhættusamara en ann-
að fyrir hvern einstakling. Karlar
fara oft verr út úr veikindunum en
konur.
Dvöl á geðsjúkrahúsum
John Nash var nauðungarvistaður
á geðsjúkrahúsum sex sinnum á
þrjátíu ára veikindaskeiði sínu, fyrst
1959 á McLean-sjúkrahúsinu í Bost-
on, sem rekið er í tengslum við Har-
vard-háskóla. Þetta er sennilega
frægasta geðsjúkrahús í Bandaríkj-
unum og hefur á sér sambærilegan
þjóðsögulegan blæ og Kleppur hér á
landi. Og núna þegar geðraskanir
eru nánast orðnar undirflokkur í
bókmenntum kemur McLean oft við
sögu í skáldsögum og æviminning-
um. Sjúkrahúsið var stofnað
snemma á 19. öld á grundvelli hug-
mynda sem sóttar voru til Evrópu,
að sveitalíf gæti verið geðsjúkum til
bóta. Alveg fram að 1833 var
McLean eina geðsjúkrahúsið í Bost-
on, en eftir það var það geðsjúkrahús
þeirra sem gátu greitt fyrir sig. Lýs-
ingar á aðstöðu og þjónustu sýnist
manni einna helst hljóma eins og lýs-
ing á fimm stjörnu hóteli, arinn, ein-
staklingsbaðherbergi, tveir tennis-
vellir, tveir leikfimisalir og níu holu
golfvöllur og krikketvöllur. Á vetr-
um gátu menn farið á skauta eða
gönguskíði; herbergisþjónusta og
veitingahúsamatur, antikhúsgögn og
austurlenskar mottur. Karlaálman
var stundum uppnefnd Harvard-
klúbburinn vegna þess að einhvern
tíma bjuggu menn útskrifaðir úr
Harvard í öllum horníbúðum húss-
ins.
En þessi lýsing átti ekki við öll þau
sjúkrahús sem Nash dvaldist á. Þeg-
ar peninga þraut var t.d. ekki um
annað að ræða en innlögn á Trenton-
ríkissjúkrahúsið, en þangað fóru að-
eins þeir sem annaðhvort áttu enga
peninga eða voru án trygginga, eða
þá að þeir voru hreinlega of veikir
fyrir einkasjúkrahús á borð við
McLean. Á Trenton var Nash settur
í insúlínmeðferð og eru lýsingar á því
í bókinni hrikalegar. Í sex vikur,
fimm daga vikunnar, var Nash vak-
inn snemma að morgni og honum
gefin insúlínsprauta. Blóðsykur-
magnið í líkamanum hafði um hálftíu
hrapað svo mikið að hann var nánast
í dái, alveg þar til líkaminn var orð-
inn allur stífur, eins og frosinn. Þá
var gúmíslanga þrædd í gegnum nef
og vélinda og um hana dælt glúkósa
þar til hann vaknaði úr dáinu. Oft
kom það fyrir að blóðsykurinn féll of
mikið sem leiddi til mikils krampa,
svo mikils að menn bitu jafnvel úr
sér tunguna eða beinbrotnuðu. Sum-
ir létust. Á þessum tíma var álitið að
með því að svelta heilann af sykri
myndu skemmdar heilafrumur
deyja, svipuð hugmynd og að lækna
krabbamein með geislun. Meðferðin
skilaði árangri, en enginn vissi í raun
af hverju. Hún var að mestu aflögð í
kringum 1960 og raflækningar tóku
við. Þó að Nash kenndi insúlínmeð-
ferðinni um minnisleysi þá sagði
hann þó: „Mér batnaði ekkert fyrr
en ég var orðinn blankur og þurfti að
fara á almenningssjúkrahús.“
Oftar en almennt er vitað þá er
geðklofi tímabilsbundinn sjúkdóm-
ur, sérstaklega eftir fyrsta áfallið.
Tímabil sturlunar skiptast á við ein-
kennalaus eða -lítil tímabil. Nash
lýsti sjúkdómi sínum ekki sem tíma-
bilum geðlægða og -hæða, maníu-
kasta og síðan þunglyndis, heldur
sem stöðugu draumkenndu ástandi
og ásókn fáránlegra hugmynda.
Hann líkti baráttunni við ranghug-
myndir við baráttu þess sem glímir
við aukakílóin og þarf að forðast sæt-
indi, hann þurfti stöðugt og meðvit-
andi að hafna ranghugmyndunum.
Eftir að Nash sagði upp stöðu
sinni hjá MIT fór hann til Evrópu,
hraktist þar milli borga. Hann ótt-
aðist að um hann væri njósnað og
setið um líf hans. Hann fargaði
bandarísku vegabréfi sínu og reyndi
að fá dvalarleyfi m.a. í Sviss sem
flóttamaður. Hann sendi vinum og
vandamönnum póstkort frá ýmsum
Evrópuborgum með undarlegum
textum: „Ég ók með strætisvagni
númer 77 í dag og hann minnti mig á
þig.“
Að lokum flutti Nash aftur til
Bandaríkjanna og bjó hjá móður
sinni um tíma, en þegar hún lést árið
1970 átti hann ekki í önnur hús að
venda en til Aliciu – og hún opnaði
dyr sínar fyrir honum, þrátt fyrir að
þau hefðu skilið árið 1963. Alicia
vann fyrir honum og syni þeirra sem
forritari ásamt því að ýmsir vinir og
vandamenn styrktu þau fjárhags-
lega.
Vofan í Princeton
John Nash varði tíma sínum á
þessum árum á Princeton-bókasafn-
inu, var þar eins og dapurleg vofa á
kreiki í mörg ár. Sat einn og yfirgef-
inn úti í horni og breiddi í kringum
sig pappíra, sem hann hafði ávallt
meðferðis. Flestir ungir stærðfræð-
ingar og hagfræðingar, sem lásu um
hugmyndir hans og notuðu kenning-
ar hans, héldu að hann væri löngu
látinn í ljósi þess hvenær greinar
hans birtust.
Smám saman um og eftir 1990 fer
svo Nash að blanda geði við nem-
endur og segja þeim til, hann átti í
tölvupóstsambandi við þekkta
stærðfræðinga og sat námstefnur.
Veikindi hans virðast á undanhaldi,
og hann getur aftur stundað stærð-
fræði. Gagnstætt t.d. geðhvörfum er
sjaldgæft að geðklofasjúklingum
batni, sérstaklega ef veikindin hafa
verið erfið og langvinn. Bati Johns
Nash á sér enga skýringu, ekki frek-
ar en upphaf veikindanna.
Hlutskipti Aliciu, eiginkonu Johns
Nash, var erfitt. Fyrir skyldurækni
sakir tók hún John að sér, þó svo þau
hafi verið skilin. En ekki bara það,
heldur hefur hún jafnframt þurft að
glíma við geðveiki sonar þeirra,
Johnny, en hann veiktist einnig af
geðklofa. Johnny er í stöðugri hring-
rás; leggst inn, batnar, en þegar
hann er kominn heim vill hann ekki
halda áfram að taka lyfin. Verður því
aftur veikur og heyrir raddir og
ranghugmyndir sækja að honum.
Þannig aftur og aftur. Það er vart
hægt að hugsa sér meira álag á eina
manneskju en að þurfa að fást við
geðveikt barn sitt. Alicia þurfti bæði
að sinna geðveikum syni sínum og
manni. Samband Johns og Aliciu
Nash sýnir að hjónaband getur hæg-
lega verið dularfyllsta samband
mannfólksins. Yfirborðskennd ástin
víkur en við tekur djúp og varanleg
skuldbinding.
Eftir lestur bókarinnar er alveg
ljóst að Alicia bjargaði lífi Johns
Nash. Hún er hetja sögunnar. Titill
bókarinnar, „Fallegur hugur“, á
miklu fremur við hana en John
Nash.
Í bókinni segir Alicia: „Stundum
getur þú ekki gert áætlanir um hlut-
ina. Þeir bara gerast. Hann hafði sitt
eigið herbergi og fékk að borða,
grunnþörfum hans var sinnt og álag-
ið var ekki of mikið. Það er þetta sem
þú þarft: einhver til að hugsa um þig
og að álagið sé ekki of mikið.“ Eftir á
að hyggja hefur blíðlegt viðmót
hennar verið mikilvægur þáttur í
endurhæfingu Johns Nash.
Bók Sylviu Nasar hefur unnið til
verðlauna og verið tilnefnd til ann-
arra, þar á meðal hinna frægu Pul-
itzer-verðlauna. Hún er mikil að
vöxtum, heilar 400 síður með smáu
letri, en afskaplega læsileg, spenn-
andi og áhrifamikil. Dramatísk eins
og besta skáldsaga og ekki að undra
þótt hún yrði efniviður í kvikmynd.
Sylvia Nasar lýsir ævi Johns Nash á
hlutlægan hátt án tilfinningasemi en
af mikilli tilfinningu.
Hvernig gastu...?
En víkjum aftur til ársins 1959 þar
sem Sylvia Nasar lýsir heimsóknar-
tíma. Þarna situr John Forbes Nash,
stærðfræðisnillingur, höfundur
áhrifamikillar hagfræðikenningar,
einn af helstu gáfumönnum banda-
rísku þjóðarinnar – hafði setið í hálf-
tíma á setustofu geðsjúkrahússins
ásamt gesti sínum sem einnig var
stærðfræðingur. Það var óþægilega
heitt í veðri, þótt aðeins væri komið
fram í maí. Nash húkti í hægindastól
í einu horni setustofunnar, kæru-
leysislega klæddur, með nælon-
skyrtuna uppúr beltislausum buxun-
um. Kraftalega vaxinn sat hann
þarna eins og tuskudúkka, andlitið
svipbrigðalaust. Hann starði sljór á
punkt á gólfinu beint fyrir framan
vinstri fót Harvard-prófessorsins
George Mackey, hreyfingarlaus
nema hvað hann ýtti annað slagið
síðu dökku hárinu frá enninu með
rykkjóttum, endurteknum hreyfing-
um. Gestur hans sat uppréttur,
þrúgaður af þögninni, óþægilega
meðvitandi um að dyrnar að her-
berginu voru læstar. Að lokum gat
Mackey ekki haldið aftur af sér.
Kvörtunartónn var í rödd hans, þótt
hann reyndi til hins ýtrasta að tala
mildilega. „Hvernig gastu,“ byrjaði
Mackey, „hvernig gast þú, stærð-
fræðingur, maður sem trúir á dóm-
greind og rökréttar sannanir …
hvernig gastu trúað því að geimver-
ur væru að senda þér skilaboð?
Hvernig gastu ímyndað þér að þú
hefðir verið valinn af geimverum til
að bjarga heiminum? Hvernig
gastu …?“
Nash leit upp að lokum og horfði á
Mackey án þess að depla auga, starði
á hann köldu og tilfinningalausu
augnaráði eins og fugl eða snákur.
„Vegna þess,“ sagði Nash hægt eins
og hann væri að tala við sjálfan sig,
„að hugmyndirnar sem ég fékk um
yfirnáttúrulegar verur komu til mín
með sama hætti og stærðfræðihug-
myndir mínar gerðu. Svo ég tók þær
alvarlega.“
gmagnus@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 25
SYLVIU Nasar, höfundi A Beautiful
Mind, hefur tekist að grafast fyrir
um aðdraganda þess að Sænska
akademían ákvað að veita John
Nash Nóbelsverðlaunin í hagfræði,
þrátt fyrir að það eigi að vera al-
gjört leyndarmál. Reglum sam-
kvæmt má ekki upplýsa neitt um
það fyrr en 50 árum eftir verð-
launaafhendinguna. Þrír menn
deildu með sér Nóbelsverðlaun-
unum í hagfræði 1994, ásamt John
Nash voru það John Harsanyi og
Reinhard Selten. En það stóð í
nefndinni að veita verðlaunin geð-
veikum manni og leiddi ágreining-
urinn til gríðarlegra átaka í Sænsku
akademíunni sem varð til þess að
lykilmenn úr verðlaunanefndinni
sögðu af sér.
Stofnað var til Nóbelsverð-
launanna í hagfræði árið 1968. Þau
eru reyndar ekki eiginleg Nób-
elsverðlaun, heldur „Verðlaun
Sænska seðlabankans í hagfræði í
minningu Alfreds Nobel“. En
Sænska akademían úthlutar verð-
laununum þrátt fyrir það. Sérstök
fimm manna nefnd félaga úr aka-
demíunni gerir tillögur um verð-
launahafa og yfirleitt samþykkir
akademían þær umræðulítið. Assar
Lindbeck, einn virtasti hagfræð-
ingur Svía, var formaður þessarar
nefndar árið 1994 og það var fyrir
hans tilverknað að Nash fékk verð-
launin, en Ingimar Stahl, prófessor í
Lundi, fann því allt til foráttu, hann
hafði miklar efasemdir um „leikja-
fræðina“ en ekki síður skein það í
gegnum málflutning hans í nefnd-
inni, að hann áleit Nash ekki í stakk
búinn til að taka við verðlaununum
vegna geðveikinda hans. Umræður
um þetta voru mjög harkalegar í
nefndinni og hefur Sylviu Nasar
greinilega tekist að fá upplýsingar
frá fyrstu hendi, svo nákvæmar eru
lýsingar hennar. Fimm manna
nefndin skilaði þrátt fyrir þetta
einni sameiginlegri tillögu um að
Nóbelsverðlaunin myndu falla þeim
Nash, Harsanyi og Selten í skaut.
Fundurinn í Sænsku akademíunni
hófst kl. 10 hinn 12. október 1994.
Eftir að nefndarálit hefur verið
kynnt er venjan að félagar aka-
demíunnar greiði atkvæði, það er
nánast formsatriði. En í þess stað
upphófust miklar deilur. Ingimar
Stahl krafðist þess að gerð væri
grein fyrir því að „leikjafræðin“
hefðu eitthvert gildi í hagfræði.
Lindbeck varði tilnefninguna og
ásakaði Stahl fyrir að vilja taka
verðlaunin af Nash vegna þess að
hann væri geðveikur. Andrúmsloftið
á fundinum var rafmagnað. En þeg-
ar kosningin var afstaðin voru hinir
þrír tilnefndu efst á blaði – naum-
lega þó.
Sænska akademían er formföst
og íhaldssöm. Fréttamannafund-
urinn hefst alltaf kl. 11:30, en í
þetta sinn ekki fyrr en 45 mínútum
síðar. Eftir á viðurkenndi enginn,
sem á fundinum var, að eitthvað
óvenjulegt hefði átt sér stað.
Seinkun á tilkynningu um úthlutun
verðlaunanna var skýrð þannig að
skýrslan, sem flutt var á fundinum
um verk verðlaunahafanna, hefði
verið óvenju ítarleg. Jafnvel héldu
þeir bröttustu því fram að alls eng-
in seinkun hefði orðið!
Lindbeck hét því að bola Stahl
úr úthlutunarnefndinni eftir þessi
átök og lagði stöðu sína sjálfur
undir um leið. Það varð úr að þeir
tveir og einn til viðbótar hættu í
nefndinni og verðlaununum var
breytt, þannig að framvegis voru
þau ekki einungis veitt fyrir hag-
fræði, heldur félagsvísindi almennt,
s.s. stjórnmálafræði, sálfræði og fé-
lagsfræði.
Reuters
Alicia er hetja sögunnar. Russel Crowe og Jennifer Connelly í hlutverkum Johns og Aliciu.
Nóbelsverð-
launin – að
tjaldabaki
AP
Handhafi Nóbelsverðlauna í hagfræði 1994, John Forbes Nash.