Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 29
Aðalfundur
Aðalfundur Íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn
miðvikudaginn 27. mars n.k. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38
og hefst fundurinn kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins
2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga
3. Önnur mál, löglega upp borin
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins
á Keflavíkurflugvelli og að Suðurlandsraut 24, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun.
Stjórn Íslenskra aðalverktaka hf.
HÁTÍÐIN Ljós í myrkri er nú
haldin í annað sinn sem nokkurs kon-
ar vetrarglaðningur á vegum Reykja-
víkurborgar. Hátíðin stóð dagana 27.
febrúar til 3. mars og fóru fram ýmsar
skemmtanir og sýningar í því tilefni.
Sem opnunarstykki stóð Gjörninga-
klúbburinn fyrir mikilli sýningu á
bílastæði Háskóla Íslands Vatnsmýr-
armegin, gegnt boganum sem liggur
upp að byggingunni.
Þótt opnunin færi fram að kvöldi,
var saman kominn dágóður mann-
fjöldi til að fylgjast með setningu
Ljósahátíðar 2002. Eftirvæntingin
skein úr hverju andliti, einkum eftir
að fjórir slökkviliðsbílar komu brun-
andi vestur Hringbrautina og beygðu
suður Sæmundargötu, með sírenurn-
ar vælandi og blikkandi blá ljós. Þar
sem þeir staðnæmdust hlupu út úr
þeim slökkviliðsmenn og stilltu slöng-
um á mitt bílaplanið.
Eftir að fimmta bifreiðin kom á
staðinn upphófst mikil sýning með
kranakörfum og sól sem skotið var á
loft, kösturum sem lýstu upp sviðið og
vatnsbunum sem sprautuðust úr
slöngunum sem lagðar höfðu verið á
planið. Útkoman varð einna líkust
kraftmiklum gosbrunni sem geislar í
birtunni af skoteldum, kösturum og
fullu tungli sem geislaði á fönninni í
Vatnsmýrinni.
Kvöldið eftir var haldið áfram að
skemmta borgarbúum með óvenju-
legri lýsingu. Í þetta sinn var um að
ræða verðlaunaverk Ilmar Maríu
Stefánsdóttur á Tjörninni norðvest-
anverðri, í námunda við Ráðhúsið
Tjarnargötumegin. Á mannheldu
skautasvellinu var búið að koma fyrir
sjö vænum kúlum, eða hnöttum. Eftir
að kveikt var á þeim brunnu þeir eins
og þanið æðakerfi með mismikilli og
ójafnri birtu þar eð inni í hnöttunum
er ljósleiðarakerfi sem veitir birtunni
eins og blóðstreymi gegnum nokkur
konar margslungið æðakerfi.
Áhorfendur flykktust út á ísinn til
að kanna hnettina í krók og kring.
Þeir veltu fyrir sér hinni nýju tækni
sem við þeim blasti og lýsti upp svæð-
ið líkt og Karlsvagninn væri hruninn
af himni ofan niður á ísi lagða Tjörn-
ina. Sjálf var listakonan fjarri góðu
gamni því hún var nýbúin að fæða
barn fyrr um kvöldið.
Eins ólík og þessi verk voru sýndu
þau að hægt er að nýta ljós í myrkri
sem listrænan efnivið án þess að um
einbera hönnun sé að ræða. Eitthvað í
athöfninni, eftirvæntingunni og at-
hugunum gesta og gangandi gaf báð-
um verkum aukið gildi. Í fyrra verk-
inu þar sem Gjörningaklúbburinn
stefndi slökkviliðsbílunum fimm var
um hreinan æsing að ræða með til-
komumikilli og dramatískri sýningu
sem þó hélt áhorfendum í vissri fjar-
lægð allan tímann.
Í hnattverki Ilmar Maríu gætti
hins vegar innileika og rólyndislegrar
nálægðar. Rómantík hennar er af allt
öðrum meiði en rómantík Gjörninga-
klúbbsins, sem í þessu tilviki byggir á
stundlegri opinberun hins stórbrotna.
En það er ekki síst vegna þess hve
verkin eru ólík að þau virka svona vel
sem innlegg í Ljósahátíð 2002.
MYNDLIST
Ljós & lýsing
GJÖRNINGAKLÚBBURINN
ILMUR MARÍA STEFÁNSDÓTTIR
Ljósa-
dýrð
Morgunblaðið/Golli
Ljósleiðarahnöttur eftir Ilmi Maríu Stefánsdóttur.
Halldór Björn Runólfsson
ÁSTIN í ýmsum myndum er önn-
ur dagskráin af þremur sem helg-
uð er ástinni í Listaklúbbi Leik-
húskjallarans og verður annað
kvöld kl. 20.30.
Vox Feminae flytur, undir
stjórn Margrétar J. Pálmadóttur,
Liebeslieder-Walzer op. 52 eftir
Johannes Brahms. Verkið var
upphaflega samið við ljóðaflokk-
inn Polydor eftir Georg Friedrich
Daumer fyrir blandaðan kór, ein-
söngvara og píanó en síðar radd-
sett fyrir kvennakór af Paul
Hindermann.
Þá munu leikarar flytja óð til
ástarinnar í bundnu og óbundnu
máli. Undirleikarar á píanó eru
Arnhildur Valgarðsdóttir og Ást-
ríður Halldórsdóttir.
Ástin í Listaklúbbnum