Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 29 Aðalfundur Aðalfundur Íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn miðvikudaginn 27. mars n.k. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga 3. Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins á Keflavíkurflugvelli og að Suðurlandsraut 24, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun. Stjórn Íslenskra aðalverktaka hf. HÁTÍÐIN Ljós í myrkri er nú haldin í annað sinn sem nokkurs kon- ar vetrarglaðningur á vegum Reykja- víkurborgar. Hátíðin stóð dagana 27. febrúar til 3. mars og fóru fram ýmsar skemmtanir og sýningar í því tilefni. Sem opnunarstykki stóð Gjörninga- klúbburinn fyrir mikilli sýningu á bílastæði Háskóla Íslands Vatnsmýr- armegin, gegnt boganum sem liggur upp að byggingunni. Þótt opnunin færi fram að kvöldi, var saman kominn dágóður mann- fjöldi til að fylgjast með setningu Ljósahátíðar 2002. Eftirvæntingin skein úr hverju andliti, einkum eftir að fjórir slökkviliðsbílar komu brun- andi vestur Hringbrautina og beygðu suður Sæmundargötu, með sírenurn- ar vælandi og blikkandi blá ljós. Þar sem þeir staðnæmdust hlupu út úr þeim slökkviliðsmenn og stilltu slöng- um á mitt bílaplanið. Eftir að fimmta bifreiðin kom á staðinn upphófst mikil sýning með kranakörfum og sól sem skotið var á loft, kösturum sem lýstu upp sviðið og vatnsbunum sem sprautuðust úr slöngunum sem lagðar höfðu verið á planið. Útkoman varð einna líkust kraftmiklum gosbrunni sem geislar í birtunni af skoteldum, kösturum og fullu tungli sem geislaði á fönninni í Vatnsmýrinni. Kvöldið eftir var haldið áfram að skemmta borgarbúum með óvenju- legri lýsingu. Í þetta sinn var um að ræða verðlaunaverk Ilmar Maríu Stefánsdóttur á Tjörninni norðvest- anverðri, í námunda við Ráðhúsið Tjarnargötumegin. Á mannheldu skautasvellinu var búið að koma fyrir sjö vænum kúlum, eða hnöttum. Eftir að kveikt var á þeim brunnu þeir eins og þanið æðakerfi með mismikilli og ójafnri birtu þar eð inni í hnöttunum er ljósleiðarakerfi sem veitir birtunni eins og blóðstreymi gegnum nokkur konar margslungið æðakerfi. Áhorfendur flykktust út á ísinn til að kanna hnettina í krók og kring. Þeir veltu fyrir sér hinni nýju tækni sem við þeim blasti og lýsti upp svæð- ið líkt og Karlsvagninn væri hruninn af himni ofan niður á ísi lagða Tjörn- ina. Sjálf var listakonan fjarri góðu gamni því hún var nýbúin að fæða barn fyrr um kvöldið. Eins ólík og þessi verk voru sýndu þau að hægt er að nýta ljós í myrkri sem listrænan efnivið án þess að um einbera hönnun sé að ræða. Eitthvað í athöfninni, eftirvæntingunni og at- hugunum gesta og gangandi gaf báð- um verkum aukið gildi. Í fyrra verk- inu þar sem Gjörningaklúbburinn stefndi slökkviliðsbílunum fimm var um hreinan æsing að ræða með til- komumikilli og dramatískri sýningu sem þó hélt áhorfendum í vissri fjar- lægð allan tímann. Í hnattverki Ilmar Maríu gætti hins vegar innileika og rólyndislegrar nálægðar. Rómantík hennar er af allt öðrum meiði en rómantík Gjörninga- klúbbsins, sem í þessu tilviki byggir á stundlegri opinberun hins stórbrotna. En það er ekki síst vegna þess hve verkin eru ólík að þau virka svona vel sem innlegg í Ljósahátíð 2002. MYNDLIST Ljós & lýsing GJÖRNINGAKLÚBBURINN ILMUR MARÍA STEFÁNSDÓTTIR Ljósa- dýrð Morgunblaðið/Golli Ljósleiðarahnöttur eftir Ilmi Maríu Stefánsdóttur. Halldór Björn Runólfsson ÁSTIN í ýmsum myndum er önn- ur dagskráin af þremur sem helg- uð er ástinni í Listaklúbbi Leik- húskjallarans og verður annað kvöld kl. 20.30. Vox Feminae flytur, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, Liebeslieder-Walzer op. 52 eftir Johannes Brahms. Verkið var upphaflega samið við ljóðaflokk- inn Polydor eftir Georg Friedrich Daumer fyrir blandaðan kór, ein- söngvara og píanó en síðar radd- sett fyrir kvennakór af Paul Hindermann. Þá munu leikarar flytja óð til ástarinnar í bundnu og óbundnu máli. Undirleikarar á píanó eru Arnhildur Valgarðsdóttir og Ást- ríður Halldórsdóttir. Ástin í Listaklúbbnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.