Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 31
FRÆÐIMENN spyrja sig gjarn-
an hvar sannleikann sé að finna í list-
inni en reka sig svo fljótt á það að
hann er eins og spegilmyndin, oftast
andspænis þeim stað sem ætlunin
var að höndla hann. Myndir Írisar
Elfu í gryfju Listasafns ASÍ, við
Freyjugötu, eru einmitt þess eðlis að
erfitt er að benda á þær og segja að
svona sé sannleikurinn í listinni. Og
þó eru þær býsna sannar, eins ein-
faldar og þær eru.
Íris Elfa tekur mynstrin bersýni-
lega upp úr klassísku prjónablaði og
stækkar upp svo þau líkjast helst
skýringamyndum af grófgerðum
kaðalhnýtingum. Hún lætur meira
að segja fylgja með heiti mynstranna
á íslensku, ensku og dönsku, prentað
í einni röð undir endurteknum lykkj-
unum. Þá er prentunin greinilega
tölvustýrð því útlínur lykkjanna eru
kantaðar og tenntar líkt og mynd-
irnar væru samsettar úr ótal mynd-
eindum, eða pixlum. Með plastfólíó
límdri á MDF-plötur nær listakonan
sléttu og skýru yfirborði sem hentar
vel sem undirstaða.
Óneitanlega verður manni hugsað
til uppstækkaðra mynsturverka
Christopher Wool, sem eru nær ein-
vörðungu svört og hvít, eða jafnvel
samsettra þrykkverka Richard
Prince, án þess þó að um nokkuð
nema yfirborðslíkindi sé að ræða.
Það er fremur hin svala ásýnd, eða
síð-warholska framsetning sem Íris
Elfa á sammerkt með áðurnefndum
Vesturheimsbúum. Innihald verka
hennar vísar hins vegar í þveröfuga
átt; frá hinum karlrembska heimi
Ódysseifs til vefnaðar Penelópu.
Og þó má eflaust einnig túlka
lykkjumynstur Írisar Elfu sem vél-
ræna útgáfu af dæmigerðri kveniðju
forðum daga. Þar með værum við
farin að nálgast vissan sannleik sem
fólginn er í vélvæðingu hins dæmi-
gerða handverks. Við höfum ekki
lengur efni á að fylgja eftir hefð-
bundnu handverki öðruvísi en með
stöðlun þess og tæknivæðingu. Aðr-
ar lausnir eru einfaldlega of dýrar.
Það er því kominn tími til að við lær-
um að virða fagurfræði endurtekins
og uppstækkaðs prentverks.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úr gryfju Listasafns ASÍ, þar sem Íris Elfa Friðriksdóttir sýnir myndir sínar.
Slétt og brugðið
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Til 10. mars. Opið þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 14–18.
SVARTLIST
ÍRIS ELFA FRIÐRIKSDÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson
NÚ stendur yfir sýning á nýjum
verkum Óla G. Jóhannssonar, bæj-
arlistamanns Akureyrar, í Gler-
augnaversluninni Linsunni, Aðal-
stræti 9. Sýningin er í tilefni af 30
ára afmæli Linsunnar.
Eitt verka Óla G. Jóhannssonar í Linsunni.
Bæjarlistamaður
í Linsunni
MAGNÚS Sigurðsson myndlist-
armaður og kennari við LHÍ held-
ur fyrirlestur í Laugarnesi á
mánudag kl. 12.30 og fjallar um
listferil sinn.
Pétur B. Lúthersson flytur fyr-
irlestur og sýnir nokkrar lit-
skyggnur af eigin verkum í Skip-
holti 1 á miðvikudag kl. 12.30.
Námskeið
Námskeið í umbroti prentgripa
hefst 11. mars. Kennari er Mar-
grét Rósa Sigurðardóttir, prent-
smiður.
Námskeið í notkun þrívíddar-
forritsins Form Z hefst 13. mars
og er einkum ætlað arkitektum,
vöru- og iðnhönnuðum. Kennari
Bárður Bergsson grafískur hönn-
uður.
Námskeið í tískuteikningu
hefst 11. mars. Kennari er María
Ólafsdóttir hönnuður.
Fyrirlestrar og
námskeið í LHÍ