Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 31 FRÆÐIMENN spyrja sig gjarn- an hvar sannleikann sé að finna í list- inni en reka sig svo fljótt á það að hann er eins og spegilmyndin, oftast andspænis þeim stað sem ætlunin var að höndla hann. Myndir Írisar Elfu í gryfju Listasafns ASÍ, við Freyjugötu, eru einmitt þess eðlis að erfitt er að benda á þær og segja að svona sé sannleikurinn í listinni. Og þó eru þær býsna sannar, eins ein- faldar og þær eru. Íris Elfa tekur mynstrin bersýni- lega upp úr klassísku prjónablaði og stækkar upp svo þau líkjast helst skýringamyndum af grófgerðum kaðalhnýtingum. Hún lætur meira að segja fylgja með heiti mynstranna á íslensku, ensku og dönsku, prentað í einni röð undir endurteknum lykkj- unum. Þá er prentunin greinilega tölvustýrð því útlínur lykkjanna eru kantaðar og tenntar líkt og mynd- irnar væru samsettar úr ótal mynd- eindum, eða pixlum. Með plastfólíó límdri á MDF-plötur nær listakonan sléttu og skýru yfirborði sem hentar vel sem undirstaða. Óneitanlega verður manni hugsað til uppstækkaðra mynsturverka Christopher Wool, sem eru nær ein- vörðungu svört og hvít, eða jafnvel samsettra þrykkverka Richard Prince, án þess þó að um nokkuð nema yfirborðslíkindi sé að ræða. Það er fremur hin svala ásýnd, eða síð-warholska framsetning sem Íris Elfa á sammerkt með áðurnefndum Vesturheimsbúum. Innihald verka hennar vísar hins vegar í þveröfuga átt; frá hinum karlrembska heimi Ódysseifs til vefnaðar Penelópu. Og þó má eflaust einnig túlka lykkjumynstur Írisar Elfu sem vél- ræna útgáfu af dæmigerðri kveniðju forðum daga. Þar með værum við farin að nálgast vissan sannleik sem fólginn er í vélvæðingu hins dæmi- gerða handverks. Við höfum ekki lengur efni á að fylgja eftir hefð- bundnu handverki öðruvísi en með stöðlun þess og tæknivæðingu. Aðr- ar lausnir eru einfaldlega of dýrar. Það er því kominn tími til að við lær- um að virða fagurfræði endurtekins og uppstækkaðs prentverks. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr gryfju Listasafns ASÍ, þar sem Íris Elfa Friðriksdóttir sýnir myndir sínar. Slétt og brugðið MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 10. mars. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. SVARTLIST ÍRIS ELFA FRIÐRIKSDÓTTIR Halldór Björn Runólfsson NÚ stendur yfir sýning á nýjum verkum Óla G. Jóhannssonar, bæj- arlistamanns Akureyrar, í Gler- augnaversluninni Linsunni, Aðal- stræti 9. Sýningin er í tilefni af 30 ára afmæli Linsunnar. Eitt verka Óla G. Jóhannssonar í Linsunni. Bæjarlistamaður í Linsunni MAGNÚS Sigurðsson myndlist- armaður og kennari við LHÍ held- ur fyrirlestur í Laugarnesi á mánudag kl. 12.30 og fjallar um listferil sinn. Pétur B. Lúthersson flytur fyr- irlestur og sýnir nokkrar lit- skyggnur af eigin verkum í Skip- holti 1 á miðvikudag kl. 12.30. Námskeið Námskeið í umbroti prentgripa hefst 11. mars. Kennari er Mar- grét Rósa Sigurðardóttir, prent- smiður. Námskeið í notkun þrívíddar- forritsins Form Z hefst 13. mars og er einkum ætlað arkitektum, vöru- og iðnhönnuðum. Kennari Bárður Bergsson grafískur hönn- uður. Námskeið í tískuteikningu hefst 11. mars. Kennari er María Ólafsdóttir hönnuður. Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.