Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 32

Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 32
32 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ 10. marz 1992: „Það er mik- ilvægt fyrir landbúnaðinn, sem og aðrar atvinnugreinar okkar, að laga sig að breytt- um markaðs- og rekstr- araðstæðum, heimafyrir og erlendis. Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, vék að þessu meginmáli atvinnu- greinarinnar í ræðu á Bún- aðarþingi á dögunum. Hann benti á að helztu búgrein- arnar, nautgripa- og sauð- fjárrækt, hafi í áratugi búið við verndað umhverfi. Verð- lagningin hafi lotið opinber- um ákvörðunum og rík- issjóður tekið ábyrgð á verulegri umframframleiðslu umfram neyzlu innanlands. Ný stefnumörkun í búvöru- framleiðslu kveði hins vegar á um að hætt skuli útflutnings- bótum á umframframleiðslu. Henni hafi verið fylgt eftir með búvörusamningi sl. vor þar sem bændur taki sjálfir ábyrgð á framleiðslu sinni. Þessi stefnumörkun veldur straumhvörfum í þróun ís- lenzks landbúnaðar. Hún ger- ir strangar arðsemiskröfur til búrekstrar og hlýtur að hafa áhrif á byggð í landinu. Það er samt sem áður skammsýni, segir landbúnaðarráðherra „að draga þá ályktun af breyttu rekstrarumhverfi, að staða landbúnaðarins hljóti óhjákvæmilega að veikjast borið saman við aðrar at- vinnugreinar í landinu.““ . . . . . . . . . . 10. marz 1982: „Þegar menn íhuga viðbrögð Alþýðu- bandalagsins við ræðu Davíðs Schevings Thorsteinssonar, átta þeir sig fyrr á því en ella, hvers vegna stjórnmálamenn njóta æ minni virðingar með- al þeirra, sem enn leggja það á sig að stunda atvinnurekst- ur í landinu. Frá 1978 hefur það komið fram hvað eftir annað í ræðum athafnamanna og þeirra, er hafa „jarð- samband“ í íslensku þjóðlífi, að þeim finnast stjórn- málamennirnir lifa í gerviver- öld. Þessi gagnrýni hefur orð- ið háværari síðan ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen settist að völdum. Þarf engan að undra það, því að nú keyra stjórnarhættir um þverbak. Stundum læðist að mönnum sá grunur, að kommúnistum sé þessi óheillaþróun að skapi – þeir ætli að nota tækifærið í glundroðanum og ganga af núverandi stjórnkerfi dauðu, eins og er markmið þeirra. Hér hefur áður verið á það bent að Alþýðubandalagið fylgir grundvallarstefnu, sem einungis er unnt að bera sam- an við hið sósíalíska gjald- þrotabú, sem pólski herinn reynir nú að verja af ótta við sovéska innrás.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „TÓMT MÁL AÐ TALA UM“? Ísamtali við Morgunblaðið í gær ummöguleika á því að tryggja dreifðaeignaraðild að bönkum með lög- gjöf sagði Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra: „Ég tel, að þetta sé umræða, sem við erum búin að taka. Við leystum þetta mál með annars kon- ar löggjöf, sem varðar eftirlit með virkri eignaraðild og ég tel það vera þá aðferð, sem rétt sé að beita í þessum efnum. Þar að auki er ég þeirrar skoð- unar að dreifð eignaraðild með ein- hverjum ströngum takmörkunum standist ekki ákvæði Evrópska efna- hagssvæðisins. Það er þess vegna tómt mál að tala um það.“ Þau lagaákvæði, sem viðskiptaráð- herra vitnar til í þessu efni er að finna í 10. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Þar segir m.a.: „Aðilar, sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka skulu leita samþykkis Fjármálaeftirlits fyrirfram. Með virk- um eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild, sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild, sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi banka. Samþykkis Fjármálaeftirlitsins skal ennfremur aflað þegar einstak- lingur eða lögaðili eykur svo eignarhlut sinn að bein eða óbein hlutdeild hans í eigin fé eða atkvæðisrétti fer yfir 20%, 33% eða 50% eða nemur svo stórum hluta að viðskiptabanki verði talinn dótturfyrirtæki hans.“ Vandi viðskiptaráðherra er sá, að ekki verður séð að þetta ákvæði laga um viðskiptabanka og sparisjóði hafi haft nokkur áhrif eða því verið beitt á einn eða annan veg. Segja má með nokkrum rökum, að fengin reynsla hafi sýnt að svo sé ekki. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, lýsir þeirri skoðun í samtali við Morg- unblaðið í gær, að átökin um Íslands- banka gefi ekki sjálfstætt tilefni til þess að sett verði lög um takmarkað eignarhald á bönkum. Þetta er mikill misskilningur hjá þingmanninum. Það blasir við, að átök- in um Íslandsbanka hafa leitt til þess, að einkavæðingu ríkisbankanna er haldið í eins konar herkví. Ríkisstjórn- in og þingflokkar hennar vita mæta vel, að almenningur í þessu landi mundi ekki þola það, að örfáir aðilar í atvinnu- lífinu eignuðust bæði Landsbanka og Búnaðarbanka, skiptu ríkisbönkunum á milli sín ef svo má að orði komast, eins og stefnt hefur verið að í Íslands- banka. Í umræðum um þessi mál haustið 1999 gætti sams konar efasemda hjá Framsóknarflokknum og kemur fram hjá Valgerði Sverrisdóttur nú. Einn af helztu þáverandi forystumönnum Sam- fylkingarinnar, Sighvatur Björgvins- son, lýsti beinni andstöðu við þau sjón- armið, sem Morgunblaðið lýsti þá og hefur ítrekað nú. Hins vegar var af- staða Vinstri grænna skýr þá eins og hún er nú og fram kemur hjá Stein- grími J. Sigfússyni, formanni flokks- ins, í Morgunblaðinu í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, lýsir í Morgunblaðinu í gær eindregnum stuðningi við löggjöf til að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum. Það gerir Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, einnig. Hér er um svo stórt mál að ræða, að viðskiptaráðherra getur ekki leyft sér að afgreiða það með því að það sé „tómt mál að tala um“ slíka löggjöf. Það er þvert á móti hægt að gera þá sjálfsögðu kröfu til Valgerðar Sverrisdóttur, að hún sýni fram á með efnislegum rök- um, að núverandi ákvæði laga um við- skiptabanka virki og hafi verið beitt en alla vega er almenningi ekki kunnugt um það. Ráðherrann þarf jafnframt að sýna fram á það með efnislegum rök- um, að löggjöf af þessu tagi stæðist ekki samninga okkar um EES. Til þess að friður ríki í þessu fá- menna samfélagi á Íslandi þarf eðlilegt jafnvægi að ríkja. Stöðug gagnrýni á Samband ísl. samvinnufélaga áratug- um saman byggðist á því að einokunar- tilhneigingar Sambandsins röskuðu því jafnvægi. Gagnrýni Morgunblaðs- ins á umsvif Eimskipafélagsins Íslands og tengdra aðila í viðskiptalífinu fyrir áratug byggðist á sömu sjónarmiðum. Og umfjöllun blaðsins nú og fyrir rúm- um tveimur árum um nauðsyn dreifðr- ar eignaraðildar að bankakerfinu á sér sömu rætur. Fullyrða má að um þessi sjónarmið ríki víðtæk samstaða meðal almennings í landinu en til þess fólks sækja þingmenn umboð sitt. Á UNDANFÖRNUM árum hafa um þetta leyti árs alla- jafna hafist miklar umræð- ur manna á meðal um grænmeti hér á landi, en 15. mars ár hvert hafa álögur á innflutt grænmeti sett mark sitt á útsöluverð þessarar hollustuvöru í verslunum. Í kjölfar þeirra ráðstafana sem Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra kynnti í febrúar sl. eiga þó fæstir von á jafnháværum óánægjuröddum þetta árið, en þá voru kynntar tillögur nefndar sem skipuð var til þess að meta starfsskilyrði garðyrkju- bænda á Íslandi, álagningu tolla og verðmyndun á gróðurhúsaafurðum og garðávöxtum við fram- leiðslu, heildsölu og smásölu. „Það hefur verið vont að vera landbúnaðarráðherra eftir 15. mars en vonandi mun það breytast,“ sagði Guðni er til- lögur grænmetisnefndarinnar voru kynntar. Að sjálfsögðu er öll lækkun á grænmetisverði jákvæð fyrir íslenska neytendur, en í umfjöllun sem birtist á miðopnu Morgunblaðsins 6. febrúar segir að lækkun verðs á grænmeti til neytenda geti numið um 15% að meðaltali og allt að 55% á sumum tegundum (tómötum, paprikum og ag- úrkum). En ef neytendum stendur ætíð til boða að velja úr því grænmeti sem er ódýrast og fersk- ast á nálægum mörkuðum á hverjum árstíma fyrir sig ætti lækkunin á kostnaði við grænmet- isinnkaup heimilanna þó að geta verið töluvert meiri en 15% meðallækkunin segir til um. Lækk- unin mun því vonandi verða til þess að auka neysluna, en eins og ástandið hefur verið fram að þessu hefur neikvæð umræða vegna þess háa verðs sem hefur verið á grænmeti hér á landi án efa orðið til þess að draga mjög úr vægi þess í daglegum matarvenjum almennings. Magntollur nú á þremur græn- metistegundum Í maí á síðasta ári lagði sama nefnd eða „starfshópur um framleiðslu- og mark- aðsmál gróðurhúsa og garðávaxta“ undir for- mennsku Guðmundar Sigþórssonar fram áfanga- skýrslu, en í fyrsta lið áfangatillögunnar er m.a. lagt til að: „Tollur á afurðir innan 7. kafla toll- skrár, sem ekki eru framleiddar hér á landi, verði felldur niður.“ Þessi tillaga, sem ef til vill sætti meiri tíðindum en neytendur gerðu sér almennt grein fyrir, er nú komin í framkvæmd og þegar skoðaðar eru nýlegar reglugerðir (114/2002, 115/ 2002 og 164/2002) um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti kemur í ljós að hvorki eru magn- né verðtollar á flestöllu venju- legu grænmeti né heldur á fjölbreyttu úrvali grænmetistegunda sem ekki eru daglega á borð- um Íslendinga. Undantekningarnar í þessum þremur reglugerðum eru nú einungis þrjár; á kartöflur, hvítkál og sveppi eru lagðir magntollar frá 60–100 kr. á kílóið, en enginn verðtollur. Allar aðrar grænmetistegundir eru nú án tolla, en magntollur mun þó yfirleitt leggjast á þær inn- fluttu grænmetistegundir, sem útiræktaðar eru hér á landi þegar sú framleiðslan kemur á mark- að síðar í sumar, en meðal þeirra tegunda eru t.d. hvítkál, rauðkál, blómkál, spergilkál og gulrætur. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hér á landi eru tiltölulega fáar grænmetistegundir í ræktun ef miðað er við það sem þekkist annars staðar og allt innflutt grænmeti sem ekki er í samkeppni við innlenda framleiðslu verður áfram frítt við álögur ríkisins miðað við þær for- sendur sem nú ríkja og því áhugaverður valkost- ur fyrir neytendur. Má þar á meðal nefna marg- víslegar tegundir af salati sem ekki er ræktað hér og auðvitað óteljandi góðar matjurtir aðrar sem við höfum ekki kynnst að neinu marki enn. Nú hefur því í raun myndast kjörið tækifæri fyrir neytendur til að krefjast meiri fjölbreytni í fram- boði á innfluttu grænmeti, tileinka sér neyslu á nýjum tegundum og knýja um leið fram hagstætt verð, í samræmi við það sem gerist í nágranna- löndunum. Þær grænmetistegundir sem einna oftast hafa verið teknar út úr í umræðu um hátt grænmet- isverð hér, þ.e.a.s. tómatar, agúrkur og paprikur, verða einnig tollfrjálsar áfram þar sem þær til- heyra ylrækt, en þar koma niðurgreiðslur rík- isins til ræktenda á móti niðurfellingu álagna í ákveðinn aðlögunartíma. Að sjálfsögðu koma þær niðurgreiðslur úr vasa neytenda, en því má þó ekki gleyma að margar tegundir tómata sem ekki eru ræktaðir hér svo sem klasatómatar, plómutómatar og bufftómatar eru og verða einn- ig tollfrjálsar, svo nú gefst kjörið tækifæri fyrir neytendur til að prófa sig áfram með nýjar teg- undir, meta bragðgæði og ólíka eiginleika hverr- ar tegundar fyrir sig í samanburði við íslenska framleiðslu – að sjálfsögðu að því tilskildu að inn- flytjendur, heildsalar og smásalar láti ávinning- inn af niðurfellingu þessara tolla renna til neyt- enda en hirði ekki mismuninn í sinni eigin álagningu. Ljóst er að á þeim hvílir mikil ábyrgð hvað það varðar. Grænmeti nýr þáttur í neyslu- venjum Fyrir nokkru var vikið að því í leiðara hér í blaðinu að umræða um grænmeti og neyslu þess hér á landi markist enn af þeirri staðreynd að það er tiltölulega nýr þáttur í neysluvenjum okkar. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að átta sig á því hversu breytingarnar hafa verið örar, en sem dæmi um það má nefna að hversdaglegt grænmeti á borð við blaðlauk var sjaldséð um 1960, paprikur voru ekki almennt á borðum hér fyrr en um 1970, jöklasalat sást tæp- ast fyrr en eftir 1980, og lárperur komu hingað um líkt leyti. Enn þykir fólki hér fjölmargar grænmetistegundir, sem aðrar þjóðir neyta dagsdaglega, nokkuð framandi þótt þær fáist nú að staðaldri í verslunum og má sem dæmi nefna eggaldin, kúrbít, spínat, fennel og sætar kart- öflur. Meira að segja jafnsjálfsögð matvara og hvítlaukur, sem nú selst í miklu magni hér á landi, hefur einungis nýverið hafið innreið sína á matborð landsmanna. Langt fram á þessa öld takmarkaðist neysla almennings á grænmeti að mestu leyti við kart- öflur, gulrófur, gulrætur, hvítkál, rauðkál, græn- kál, agúrkur og tómata. Tvennt síðastnefnda kom á matborð landsmanna um leið og ylrækt komst á skrið, en mest hefur líklega alltaf verið borðað af kartöflum hér í gegnum tíðina. Hinna grænmetistegundanna var helst neytt árstíða- bundið en þó án þess að þær væru nokkru sinni veigamikil uppistaða í mataræði fólks. Ef gluggað er í tæplega hálfrar aldar gamlar íslenskar bækur um matreiðslu á grænmeti kem- ur í ljós að höfundar þeirra voru í raun að stunda mikið brauðryðjendastarf og kynning þeirra á grænmetinu byggist ekki síst á því að ítreka holl- ustu þess. Í bókinni „Grænmeti og góðir réttir“, en uppskriftirnar í henni samdi, safnaði og ís- lenskaði Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir árið 1957, er t.d. formáli undir fyrirsögninni „Hvers vegna eigum við að borða grænmeti?“. Þar er megin- áherslan lögð á að finna haldbær heilsufarsleg rök fyrir neyslu grænmetis og bent á að hún geti varið okkur fyrir kvillum á borð við hörgulsjúk- dóma, taugaslappleika, vorslen og meltingar- tregðu. Á einum stað er tekið fram að grænmeti þurfi að skammta ríflega til þess að fólk verði satt af því, og annars staðar er bent á að rétt soðnu grænmeti eigi ekki að vera hægt að kyngja án þess að tyggja það. Upplýsingar á borð við þessar koma flestum spánskt fyrir sjónir í dag, en hafa þó án efa ein- ungis verið tímabærar ábendingar þegar þær voru settar fram. Af formálanum má ráða að þeir sem mæltu fyrir aukinni neyslu grænmetis hafi átt við ramman reip að draga, en í niðurlagi hans segir m.a.: „Í þessari bók er lögð áherzla á að gera grænmetisréttina fjölbreytta og lystuga, svo auðveldara sé fyrir húsmóðurina að kenna fjölskyldu sinni neyzlu þeirra, kenna henni að bera þá þannig fram, að heimilisfólkið langi reglulega í þá.“ Og miðað við þá fátæklegu hefð sem við eigum í grænmetisneyslu er líklegt að marga hér á landi langi enn ekkert í grænmeti nema í takmörkuðu magni. Breytt viðhorf til mataræðis Almenn óánægja neytenda með hátt grænmetisverð á síð- ustu árum endur- speglar þó að sjálfsögðu breytingu á viðhorfum til mataræðis og nýjan lífsstíl þar sem matar- gerðarlist og vínmenning á stærri sess í hvers- dagslífinu. Með tíðari ferðalögum til útlanda, langdvölum námsmanna erlendis og þeim er- lendu þjóðarbrotum sem hér hafa tekið sér ból- festu, hafa Íslendingar fengið nasasjón af áður óþekktri fjölbreytni í matargerð og vali á hráefn- um. Þá viðhorfsbreytingu má til að mynda merkja á því sem matsölustaðir hafa á boðstól- um, í breyttum áherslum í mötuneytum, ný- lenduvöruverslunum og vinsældum matreiðslu- bóka um aðra matargerð en við höfum átt að venjast. Þessi viðhorfsbreyting ristir þó ekki mjög djúpt í þjóðarsálina enn sem komið er og sést það ekki hvað síst þegar horft er yfir grænmetisborð stórmarkaðanna og á það vöruúrval sem þar er í boði. Mörgum sem fylgst hafa með framboði á grænmeti og ávöxtum erlendis þykir t.d. skrítið að þrátt fyrir að hér vanti oft í grænmetisborð þeirra verslana sem mest úrvalið bjóða ofur hversdaglega vöru, má samt sem áður finna stöð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.