Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 35
S M Á A U G L Ý S I N G A RI
DULSPEKI
Huglækningar/
heilun
Sjálfsuppbygging.
Samhæfing
líkama og sálar.
Áran.
Fræðslumiðlun.
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Uppl. í síma 553 8260 milli
kl. 18.00 og 19.00.
Reikinámskeið:
Reikimeistaranám-
skeið 10. mars.
Reiki 1 og Reiki 2
16. og 17. mars.
Eldri nemendur vinsamlegast gefið
upp netfang.
Bergur Björnsson,
Reikimeistari, sími 898 0277,
netfang: bergur@simnet.is .
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir, Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Bíbí Ólafsdótt-
ir, Erla Alexandersdóttir,
Margrét Hafsteinsdóttir og
Garðar Björgvinsson micha-
el-miðill starfa hjá félaginu og
bjóða félagsmönnum og öðrum
uppá einkatíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—18.
Utan þess tíma er einnig hægt
að skilja eftir skilaboð á sím-
svara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavík-
ur starfar í nánum tengslum við
Sálarrannsóknarskólann á sama
stað.
SRFR.
Sálarrannsóknarfélag Íslands,
stofnað 1918,
Garðastræti 8, Reykjavík
Miðlarnir og huglæknarnir Birg-
itta Hreiðarsdóttir, Bjarni
Kristjánsson, Erna Jóhanns-
dóttir, Guðrún Hjörleifsdótt-
ir, Hafsteinn Guðbjörnsson,
Kristín Karlsdóttir, Lára Halla
Snæfells, María Sigurðar-
dóttir, Rósa Ólafsdóttir,
Skúli Lórenzson og Þórunn
Maggý Guðmundsdóttir
starfa hjá félaginu og bjóða upp
á einkatíma.
Einnig starfar Amy Engilberts
dulspekingur hjá félaginu og
býður upp á einkatíma.
Friðbjörg Óskarsdóttir heldur
utan um mannræktar-, þróunar-
og bænahringi.
Oddbjörg Sigfúsdóttir (Laila)
frá Fellabæ, verður við störf hjá
félaginu í mars.
Laufey Héðinsdóttir spámiðill
hefur líka hafið störf hjá félag-
inu.
Eftirfarandi þrjú námskeið eru
reglulega haldin hjá félaginu:
Tilfinningaleg mótun, or-
kuuppbygging mannsins og
myndræn hugleiðsla.
Upplýsingar og bókanir eru í s.
551 8130 alla virka daga frá
kl. 9.00—15.00. Einnig er hægt
að senda fax, 561 8130, eða
tölvupóst, srfi@isholf.is .
SRFÍ.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 3 1823118
GIMLI 6002031119 I
HEKLA 6002031119 IV/V
I.O.O.F. 10 1823118 Kk.
I.O.O.F. 19 1823118
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Í kvöld kl. 20.00 Hjálpræðissam-
koma í umsjón Fanneyjar Sigurð-
ardóttur og Guðmundar Guð-
jónssonar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Mánudagur 11. mars kl. 15.00
Heimilasamband.
Majór Elsabet Daníelsdóttir talar.
Mánudaginn 11. mars 2002.
Marítasamkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20.00.
Lofgjörð og hópastarf.
Hugvekja: Sigríður Helga
Ágústsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is .
kristið samfélag,
Álfabakka 14a, 2. hæð.
Samkoma í dag kl. 14.00.
Vilt þú fræðast um hvernig þú
sjálf/ur getur tengst Jesú Kristi?
Vilt þú styrkja þína kristnu trú?
Ert þú að leita að andlegu heim-
ili? Þá getur Náð verið það
kristna samfélag sem þú hefur
alltaf þurft á að halda. Allir hjart-
anlega velkomnir. Nánari upp-
lýsingar á www.nks.is .
Morgunguðsþjónusta kl. 11.00
Fræðsla fyrir börn og fullorðna.
Samkoma kl. 20.00. Frú Jane
Hansen, alþjóðaforseti Aglow-
hreyfingarinnar, predikar.
Einstakt tækifæri að hlusta á
þennan eftirsótta predikara.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.kristur.is
Almenn samkoma kl. 16.30.
Vitnisburðir frá Alfa-helgi.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þri: Alfa-námskeið 1 og 2
kl. 19.00.
Mið: Súpa og brauð kl. 18.00.
Jón Þór Eyjólfsson kennir.
Fös: Unglingasamkoma kl. 20.30.
Lau: Bænastund kl. 20.00.
Bænastundir alla virka morgna
kl. 6.00.
www.gospel.is
Sunnud. Samkoma kl. 16.30.
Við bjóðum blesssaðar konur
velkomnar af kvennamóti.
Þriðjud. Samkoma kl. 20.30.
Miðvikud. Bænastund
kl. 20.30.
Fimmtud. Unglingarnir
kl. 20.00.
Föstud. Samkoma í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi
kl. 20.30.
Laugard. Samkoma með Curtis
Silcox og Sloan-hjónunum
kl. 20.30.
Kristniboðsvikan 2002
„Hressing fyrir alla“
Samkoma í húsi KFUM og KFUK
við Holtaveg í dag kl. 17:00. Jón
Þór og félagar taka lagið, viðtal,
myndbandsbútur og Bjarni
Gíslason talar. Barnasamkoma f.
6 ára og eldri og gæsla fyrir
yngri. Matur seldur á vægu verði
eftir samkomuna. Kvikmynda-
vaka um kvöldið kl. 20:00 í umsjá
Gunnars J. Gunnarssonar.
Samkomurnar halda áfram
þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag í Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58-60, 3. h., norð-
urenda, með dagskrá er hefst
20:15. Fylgist með á www.sik.is
Allir eru hjartanlega velkomnir á
samkomurnar!
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Fjölskyldusamkoma kl. 11,
skipt í deildir eftir aldri, léttur há-
degisverður að samkomu lok-
inni, allir hjartanlega velkomnir.
Bænastund kl. 19.30.
Samkoma kl. 20.00, Högni
Valsson predikar, lofgjörð, fyrir-
bænir og samfélag.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nýjar vörur í bókaversluninni,
bæði geisladiskar og bækur.
Opið eftir samkomu og alla virka
daga frá kl. 13.00 til 16.00.
„Mikill er Drottinn og mjög veg-
samlegur, mikilleikur hans er
órannsakanlegur“.
Hann Kiddi okkar
er farinn og við eigum
eftir að sakna hans af-
skaplega mikið. Við
minnumst hans sem
bekkjarfélaga, vinar
og yndislegs drengs
sem gat alltaf glatt
hjarta okkar. Á síðustu árum hitt-
umst við alltof sjaldan en þegar við
gömlu vinirnir komum saman var
alveg eins og við hefðum hist í gær.
En nú hefur myndast stórt skarð í
vinahópinn og verður hann aldrei
samur. Kiddi bjó yfir ótrúlegri út-
geislun og þegar hann mætti á
svæðið náði hann alltaf upp frá-
bærri stemningu með góða skapinu,
gítarspili, munnhörpuleik og söng.
Á síðustu endurfundum árgangs
okkar í Mosó, í september síðast-
liðnum, var Kiddi hrókur alls fagn-
aðar og gerði kvöldið ógleymanlegt
í minningunni.
Við sendum fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Elsku Kiddi, takk fyrir allt.
Þínar vinkonur;
Helena, Hrafnhildur,
Íris, Ingibjörg, Ásdís,
Svala og Kristín.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er ver,
ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Orð Vilhjálms Vilhjálmssonar
lýsa best líðan minni eftir fréttir af
láti þínu, kæri vinur, skólafélagi og
KRISTJÁN
SIGVALDASON
✝ Kristján Sig-valdason fæddist
í Reykjavík 6. desem-
ber 1976. Hann lést
23. febrúar síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 5. mars.
söngfélagi, Kristján
Sigvaldason. Ég
kynntist þér og þínu
ljúfa viðmóti og
atorkusemi í Mennta-
skólanum við Sund þar
sem við báðir vorum
virkir þátttakendur í
félagslífi skólans og
fjölbreyttir hæfileikar
þínir komu þar fljótt í
ljós. Aldrei vafðist fyr-
ir þér að smíða, sauma
og mála til að skapa
ótalmörg listaverk og
leikmyndir við ýmis
tækifæri. Skólakórinn
naut krafta þinna og í ferðalögum
og partíum voru gítarinn og munn-
harpan ávallt með í för og þá var
gaman og mikið sungið. Alltaf til í
að gera allt, redda öllu, ávallt með
bros á vör og húmorinn skammt
undan. Ég varð þess heiðurs að-
njótandi að fá að syngja og
skemmta með þér við hin ýmsu
tækifæri. Alveg sama hvort var í af-
mælum jafnaldra, brúðkaupum,
skírnum eða saumaklúbbum hjá
kvenfélögum eldri borgara, alltaf
náðirðu upp rífandi stemmningu
með einlægninni og ljúfu tenór-
röddinni sem sárt er saknað á jörðu
niðri en englakórar himna munu
njóta góðs af. Eftir menntaskóla-
árin héldum við ekki miklu sam-
bandi en ef við hittumst spjölluðum
við mikið og vel saman og alltaf
varstu jafnléttur og lífsglaður. Ég
fékk þig til að spila undir við skírn
sonar míns fyrir um 3 árum og auð-
vitað varstu til taks án minnstu for-
talna. Það var í síðasta sinn sem ég
heyrði þig syngja, kæri vinur. Síð-
astliðið sumar hittumst við svo fyrir
tilviljun í sjoppu á Selfossi og þú
sagðir mér með bros á vör að þú
værir fluttur upp í Kjós, værir að
smíða á fullu, gera upp hús og allt
gengi vel og ég man að ég hugsaði
hvað það væri sjaldgæft að sjá
mann á þessum aldri sem virtist
vita nákvæmlega hvað það var sem
veitti honum ánægju. Þá skiptumst
við á símanúmerum, svona ef ske
kynni að við gætum spilað saman á
ný. Núna í janúarlok á endurfund-
um menntaskólans ræddum við um
hvað þessar fyrri skemmtanir hefðu
veitt okkur báðum mikla gleði og
ánægju og við þyrftum að endur-
taka leikinn hið fyrsta. En ekkert
varð af því, alltaf er maður að
fresta hlutum að óþörfu. Aldrei fæ
ég notið þess að skemmta með þér
aftur, hlýða á gítarinn og munn-
hörpuna sem nú hafa þagnað, í
þessu jarðlífi að minnsta kosti.
Kæru Helga, Helgi og fjölskylda,
ykkur votta ég mína dýpstu samúð
á þessum erfiða tíma. Hvíl þú í
friði, kæri vinur, megi guð geyma
þig og minning þín ylja alla tíð.
Kári Marís Guðmundsson.
Sorgmæddar, slegnar og dofnar
eru orð sem best lýsa huga okkar
núna. Við erum þakklátar fyrir
þann tíma sem við fengum að eiga
með þér. Takk fyrir að hafa glatt
okkur með gítarspili og söng. Takk
fyrir að hafa kætt okkur með hlýrri
nærveru þinni. Takk fyrir að hafa
skemmt okkur með kímni þinni.
Takk fyrir að hafa verið til. Dauða
þinn munum við harma um leið og
við brosum yfir minningum um þig.
Við sendum Helgu og Helga litla,
foreldrum þínum, systkinum og að-
standendum styrk í sorginni.
Guðrún Sesselja
Sigurðardóttir,
Íris Ösp Bergþórsdóttir,
Karólína Stefánsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hans Kidda. Leiðir okkar
lágu fyrst saman þegar ég var
starfsmaður í skólagörðum Mos-
fellsbæjar og Kiddi kom þangað til
þess að rækta grænmeti og hann
ætlaði að gera það vel. Hjá Kidda
dugðu engin vettlingatök og var
hann á örskömmum tíma búinn að
koma sér upp hinum myndarleg-
asta garði. Hann gróf alls kyns
stíga og göng í kringum plönturnar
sínar, setti þær á eins konar stall
og hlúði síðan vel að þeim allt sum-
arið og uppskar vel í lokin, garð-
urinn hans bar af.
Þessi fyrstu kynni mín af Kidda
voru lýsandi fyrir þennan indæla
dreng. Hann var iðinn, áhugasam-
ur, duglegur og eins og við vitum
sem þekktum hann var hann hvers
manns hugljúfi, góður og nærgæt-
inn. Seinna átti ég eftir að fylgjast
með Kidda á unglingsárum í fé-
lagsmiðstöðinni Bóli þar sem ég var
forstöðumaður og hann tíður gest-
ur. Kiddi var oftar en ekki drif-
krafturinn í hópnum og ekki þurfti
að biðja hann tvisvar um að taka að
sér verkefni því hann var yfirleitt
búinn að ljúka því áður en hann var
beðinn. Það var í raun ekkert sem
Kiddi tók ekki þátt í með gleði og
jákvæðu hugarfari en þó átti tón-
listin mest upp á pallborðið hjá
honum. Það var oftar en ekki sem
við starfsmennirnir í félagsmiðstöð-
inni fengum Kidda í heimsókn heim
til okkar þar sem hann fékk lánaðar
plötur. Það sem var svo sérstakt við
Kidda var að hann var ekkert endi-
lega að hlusta á tónlist þess dags
heldur pældi hann í öllu og vissi
ótrúlega mikið um alla tónlist frá
öllum tímum. Öll árin sín í Gagn-
fræðaskóla Mosfellsbæjar tók Kiddi
þátt í spurningakeppni félagsmið-
stöðvarinnar og leiddi lið síns
bekkjar til sigurs. Það var ótrúlegt
hvað þessi ungi drengur vissi mikið
um hluti sem jafningjar hans höfðu
ekki hugsað um og hve hann var
áræðinn og ákveðinn að sýna hvað í
honum bjó.
Orð eru fátækleg á svona stundu
en fallegar minningar geymast í
hjarta okkar, þær verða ekki tekn-
ar frá okkur. Ég votta öllum að-
standendum Kristjáns Sigvaldason-
ar mína dýpstu samúð.
Helga Rós V. Hannam.
Æskuvinur og sam-
starfsmaður til margra
ára er fallinn frá. Það er
farið að fækka í vina-
hópnum sem lék sér á
svæðinu frá Landakoti
og vestur í Selsvör. Það
er ánægjulegt að geta
sagt að ég átti þennan elskulega
mann að vini alla ævi og starfaði með
honum að málefnum sjómanna-
dagsins og uppbyggingu Hrafnistu-
heimilanna og Sjómannadagsráðs og
GARÐAR
ÞORSTEINSSON
✝ Garðar Þor-steinsson fæddist
í Reykjavík 26. jan-
úar 1935. Hann lést
20. febrúar síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni 27. febrúar.
fyrirtækja þeirra með
eldhugunum Pétri Sig-
urðssyni og Guðmundi
Oddssyni. Það var líka
gaman að geta orðið okk-
ar ágætu konum í kven-
félaginu Hrönn að liði
þegar þær tóku til hendi
og söfnuðu fyrir jóla-
pökkum til sjómanna sem
voru fjarri heimilum og
fjölskyldum á jólunum.
Hann Garðar fór ekki
með göslagangi og látum
í gegnum lífið heldur með
hugprýði og gætni.
Sökum veikinda gat ég
ekki fylgt þér síðasta spölinn, kæri
vinur. Elsku Christel, við Olla send-
um þér og öllum aðstandendum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Grétar Hjartarson.