Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 36

Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fjársjóður! Hvað er fjársjóður, hann er ekki fólginn í dýrum og fínum munum, heldur er það manngildið sem er dýrmætasti fjár- sjóðurinn. Þannig var Örn frændi minn og vinur, þvílíkan fjársjóð er gott að hafa átt. Þessi yndislegi systursonur minn, sem var svo bjartur yfirlitum og átti svo mikla hlýju og manngæsku handa öllum, hann gaf endalaust, en hann upp- skar líka mikla ást og væntumþykju fjölskyldu sinnar og vina. Það var alveg sama hvert aldursskeiðið var, hann náði til allra með sínu bjarta brosi, tindrandi augum og ljúfa við- móti. Hvers vegna var hann hrifinn á brott frá okkur svo fljótt? Við viss- um jú að hann hafði veilt hjarta, en hann kvartaði aldrei, og því vissum við ekki hvað ástand hans var alvar- legt, fyrr en of seint. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér Sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér, þó veitir yl í veröld kaldri vermi ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku Össi minn, þakka þér öll samtölin, kossana, faðmlögin og hlýjuna í gegnum árin. Það verður vel geymt í hjarta mínu. Elsku María Lív, Dunna, Haddi, Jón, Anna og aðrir ástvinir. Arnar, ég og fjölskylda mín sendum ykkur alla okkar samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Þessi dýrmæti fjársjóður okkar er nú hjá Guði, en minningarnar tekur enginn frá okkur. Pálína S. Jónsdóttir og fjölskylda. „Össi frændi þinn er dáinn.“ Ég horfði á Huldu og fór yfir það í hug- anum hvaða Össi það væri sem væri dáinn, ég ætti bara einn frænda með þessu nafni og hann væri kornung- ur. Svo áttaði ég mig á því hvað gerst hafði. Ég fylltist söknuði og um hugann fóru minningar sem ég á um frænda minn. Fyrstu minningarnar um Össa eru tengdar ferðum suður með pabba og mömmu. Oftar en ekki var gist í Efstalandinu, eða Fellsmúl- anum hjá foreldrum Arnar. Össi var þá jafnan einhvers staðar nálægur og ekki leiddist okkur bræðrunum að ærslast með honum, þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Seinna meir, þegar ég fullorðnaðist, sá maður að Össi hafði gaman af því að leika sér. Á mannamótum eða fjölskylduheim- sóknum var iðulega fullt af krökkum í kring um Össa. Svona var Össi. Hann talaði við alla og gerði engan greinarmun á fólki. Hann fór á snjó- bretti með Guðjóni bróður þrátt fyr- ir um 20 ára aldursmun. Hann fór á grímuball með systkinum sínum og frænkum og var hrókur alls fagn- aðar. Ég held að flestir hafi öfundað Össa af því hvað hann átti auðvelt með að framkalla barnið í sjálfum sér. Einu sinni þurfti ég að fara suður til Reykjavíkur að kaupa varahluti í skellinöðru sem ég átti. Þegar Össi vissi í hvaða erindagjörðum ég var vildi hann endilega fá að snúast með mér. Það gerði hann og eyddi löngum tíma í að þvælast um borg- ina með mér. Seinna þegar ég var orðinn fullorðinn og var með fjöl- skylduna fyrir sunnan að kaupa bíl, þótti Össa það ekkert tiltökumál að lána okkur íbúðina sína á meðan. ÖRN EGILSSON ✝ Örn Egilssonfæddist á Land- spítalanum 15. des- ember 1963. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu föstu- daginn 1. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 8. mars. Hann myndi bara gista hjá vini sínum á með- an. Fyrir ekki svo löngu síðan fékk Össi áhuga á skotveiðum. Við höfðum talað um það nokkrum sinnum að fara saman á veiðar, en því miður varð aldrei af því. Það kennir manni að gera strax það sem maður ætlar að gera því maður veit aldrei hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér. Það er sárt að þurfa að kveðja þig kæri frændi, en svona er þetta. Við göngum öll sama veginn en þú þurftir að beygja út af alltof snemma. Eftir sitjum við hin og hugsum hver tilgangurinn hafi verið með því að hrifsa þig í burtu frá okkur. Okkar haldreipi eru minn- ingarnar og sem betur fer eigum við nóg af minningum um ljúfan og góð- an dreng. Þær minningar munu lifa þegar frá líður. Elsku María Liv, Dunna og Haddi, Anna Birna og Gullý, Jón Friðrik og fjölskylda og aðrir sem eiga um sárt að binda, ég sendi ykk- ur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Björn Hjálmarsson. Góður frændi og vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Það er alltaf erfitt þegar ungt fólk deyr, skýringa er leitað og oftar en ekki er engin svör að fá. Össi hafði átt við hjartagalla að stríða og það varð honum að aldurtila. Það er margs að minnast þegar við rifjum upp bernskubrek og raunar líka eftir að við urðum full- orðin. Össi var alltaf þessi ljúfi sæti strákur sem var stöðugt að hjálpa öðrum. Hann var svo einstaklega bóngóður og jákvæður í viðmóti. Það var alltaf tilhlökkun hjá okk- ur systkinunum þegar von var á Össa og systkinum hans norður á sumrin þegar við vorum krakkar. Uppátækin létu ekki á sér standa þegar þessi annars ágæti hópur var saman kominn. Dagarnir liðu við náttúrulífsathuganir þar sem hreið- ur voru flutt í heilu lagi inn í stofu þar sem hefja skyldi þrastaræktun, eða við veiði marhnúta og annars sem veiddist á stöng eða færi niðri á bryggju. Eftir að við urðum full- orðin hittumst við oftast á ættar- mótum og svo þegar allir hittast á Dalvík á sumrin að því ógleymdu þegar Dunna býður í veislur til sín þegar við erum stödd í borginni. Þegar við hittumst á Akureyri í af- mæli ömmu þegar hún varð 85 ára var ákveðið að við systur og krakk- arnir hennar Dunnu drifu sig út á lífið, grímudansleikur í Sjallanum varð fyrir valinu. Það er skemmst frá því að segja að Össi sló í gegn í hlutverki sínu og þannig var það þar sem hann var, með prúðmennsku og hógværð vann hann hjarta allra. Það hefur komið upp í huga okkar þessa daga hvað þær eru mikils virði fjölskylduveislurnar og ættar- mótin. Þangað mæta allir sem geta og ég held að Össi hafi alltaf mætt og María Lív dóttir hans kom stund- um með honum. Það var til fyrir- myndar samband þeirra feðginanna. Virðingin sem þau báru hvort fyrir öðru og hlýjan var slík að aðdáun- arvert var. Missir Maríu Lívar er mikill en hún má aldrei gleyma því að hún á okkur öll að og er alltaf vel- komin á okkar heimili. Elsku María Lív, Dunna og Haddi, Anna Birna og Gunnhildur, Jón Friðrik, Jóhanna, Hilmar, Elsa og Marta, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Blessuð sé minning Arnar Egilssonar. Maríanna, Arna, Jón Ægir og fjölskyldur. Kær frændi minn og vinur Örn Egilsson hefur svo óvænt verið kall- aður frá okkur. Hafi Guð haft þörf fyrir góðan mann, þá skil ég vel að Örn skyldi verða fyrir valinu. Hann hafði allt til að bera til að verða Guðs þjónn. Hann var stór og fal- legur, hjartahreinn og átti svo stór- an og traustan faðm, sem öllum var opinn. Alltaf gat hann sagt eitthvað fallegt sem yljaði um hjartaræturn- ar. Á stundu sem þessari er ekki annað hægt en að þakka Guði fyrir að hafa gefið okkur svo glaðværan, prúðan og góðan vin. Fallega brosið hans verður minn- ingin sem lifir. Elsku María Lív, Dunna, Haddi, Jón Friðrik og fjölskylda, Anna Birna og Gunnhildur, ég bið góðan Guð að umvefja ykkur og milda ykk- ur sáran söknuð. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (J. Hallgr.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hjördís og Jóhann. Það var mikið reiðarslag fyrir mig þegar ég fékk fréttina um and- lát vinar míns Arnar. Við hjónin vor- um nýbúin að ræða um hann þegar síminn hringdi og þessi harmafregn kom. Við Örn kynntumst í gegnum systkini okkar, Jóhönnu og Jón, þegar við vorum um 11 til 12 ára gamlir og náðum við strax vel sam- an. Minningin um þessi ár rifjast upp í huga mínum þegar við vorum í Efstalandinu og Örn var með til- raunadótið sitt og ýmiss konar raf- magnsdót. En þegar kom að vírum og tengingum var hann á heimavelli, hann gat látið allt ganga. Eftir öll árin sem við Örn þekkt- umst er erfitt að tiltaka eitthvað eitt sérstakt, það var svo ótrúlega margt sem við áttum saman. Mér finnst oft eins og ég hafi eignast tvo bræður til viðbótar þegar ég kynntist ykkur Jóni og það er erfitt að skiljast við bræður. Við sem eftir erum þurfum að hjálpast að og við munum alltaf hafa Örn með í minningunni. Núna þegar ég lít til baka á ég eingöngu góðar minningar um góð- an dreng, það er mér mikils virði. Örn var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum og fór ég ekki var- hluta af þeirri aðstoð. Ég bið góðan Guð að styðja for- eldra hans, dóttur, systkini og börn þeirra. Hafðu þökk fyrir allt. Þinn vinur, Sævar Hilmarsson. Fyrsti vinur minn. Já, Össi var minn fyrsti vinur. Kynni okkar hófust fljótlega eftir að við yfirgáfum vögguna og má segja að þá fljótlega hafi prakkara- strikin hafist. Báðir bjuggum við í Karfavoginum, hvor á sínu horninu. Ekki vorum við gamlir þegar við fórum að venja komur okkar í bak- aríið niðri á Langholtsvegi til að fá enda af vínarbrauðslengjunum, eða þá að við stálumst niður í pylsugerð- ina í Dugguvogi að sníkja pylsur og eyddum við þá oft deginum í iðn- aðarhverfinu í Dugguvogi þar sem mikil ævintýri voru fyrir litla geml- inga. Mér er það minnisstætt þegar niðurstaða lá fyrir úr fyrsta prófinu okkar í barnaskóla sjö ára gamlir, því mamma sá um að minna mig oft á það. Við höfðum þreytt próf í lestri og vorum afar ánægðir með árang- urinn. Við hlupum upp Snekkjuvog- inn, stoltir námsmenn, og inn til mömmu. Sýndum við henni stoltir árangurinn en mamma fór bara að hlæja. Við kölluðum upp yfir okkur að Össi hefði fengið 10 og ég hefði fengið 9. En niðurstaðan var víst sú að Össi hafði fengið 1,0 og ég 0,9. En við vorum jafn stoltir fyrir því og ánægðir hvor með annan.                        !     "       ##    #$           !! "   !! #  $ !   %    & $ ' ( !! $ $ $ $ $                       ! " #$"  % ! " & '                 !"#"      ( ) *+,  &- .$" &/" / ! 0+. &-  1  +2$&/ ( " ! 3/ ) 4  4% +/)+4  4  4% 5                                             !   !"  #  $$%$$$%                               !       "# "   !   $   #   %       &'            !!  "#    !!  $%  &' '#   (  )   !!  *#+'  %'   %%,#' %% -                          !       !  "   ! #"   !$%& '  (                            !"!       "   #          !          ! " # !   $%&'   "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.