Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 37 Sumarið 1971 var afdrifaríkt fyrir okkur báða. Össi var nýfluttur í Efstalandið og ég, nýorðinn átta ára, ákvað að stelast í heimsókn til hans. Ég tók strætó upp á Bústaðaveg þar sem Össi beið eftir mér. Þegar ég kom út úr vagninum sá ég Össa hinum megin við götuna og hljóp yf- ir til hans. Ég náði ekki yfir og var keyrt á mig beint fyrir framan Össa. Ég slasaðist alvarlega og lá á Borgar- spítalanum allt sumarið. Á hverjum degi kom Össi í heimsókn, skokk- andi yfir móann, færandi mér app- elsínu sem Birna mamma hans sendi hann með. Alltaf gat ég treyst því að Össi kæmi og man ég að ég beið hans alltaf með eftirvæntingu. Eftir þetta sumar flutti ég í Breiðholtið og fór þá að draga úr sambandi okkar, og eftir að við full- orðnuðumst höfðum við ekkert sam- band, nema við hittumst á förnum vegi. Alltaf fylgdist ég þó með hon- um úr fjarlægð, frétti þegar hann eignaðist dóttur, lauk símvirkja- náminu og fleira. Þótt samband okk- ar hafi ekki verið fyrir hendi átti Össi alltaf mjög sterkar rætur í mín- um huga. Hann var alltaf ljóshærði myndarlegi strákurinn sem hafði orðið minn fyrsti vinur. Kvöldið áður en ég frétti andlát hans var ég að skoða gamlar myndir og sýndi dætrum mínum myndina af Össa. Þetta væri nú strákurinn sem ég hafði framið prakkarastrikin með. Ég hef sagt þeim hvers virði Össi var mér, og hvers virði það er að eiga góða minningu um góðan vin. Auk þess sem Össi var mér kær vinur á ég foreldrum hans mikið að þakka. Eftir slysið sýndu Birna og Egill mér og foreldrum mínum mik- inn stuðning og talaði mamma oft um það. Fréttin um andlát Össa snart mig djúpt, og kom sú tilfinning mér nokkuð á óvart eftir svo langan að- skilnað. En þegar ég var að rifja upp þann tíma sem við áttum saman og æskuminningarnar hlóðust upp áttaði ég mig á því að allt sem við gerum er inneign í dýrmætan minn- ingabanka um samferðafólk okkar. Ég votta dóttur Arnar, foreldr- um, systkinum og öðrum ættingjum mína innilegustu samúð um leið og ég kveð minn fyrsta vin. Skúli Skúlason. Ég var heppinn. Össi var vinur minn. Leiðir okkar lágu fyrst saman í 6. bekk Hvassaleitisskóla og fljót- lega eftir fyrstu kynni urðum við góðir vinir. Sú vinátta hefur haldist og styrkst eftir því sem árin liðu. Össi var einstakur vinur. Hann taldi aldrei eftir sér að aðstoða vini sína eða bara hvern þann sem þurfti á aðstoð að halda og þrátt fyrir alla greiðana sem hann gerði mátti ekki minnast á að endurgjalda þá. Ófáar voru stundirnar sem fóru í að dytta að fyrstu íbúðinni sem ég keypti eða aðstoð við að laga fyrstu bíldrusl- urnar. Hann var mjög handlaginn og þau voru fá verkin sem hann ekki gat leyst af hendi. Hvort sem þurfti að mála eða múra, laga bíl eða myndbandstæki þá kom maður ekki að tómum kofunum hjá Össa. Sem unglingur hafði hann mjög gaman af rafeindatækjum og var ekki í rónni fyrr en hann hafði skoðað tæki að innan, hvort sem um var að ræða ónýtt útvarp eða nýja örbylgjuofn- inn sem foreldrar hans keyptu. Við fráfall góðs vinar koma upp í hugann margar smámyndir af sam- vistum í gegnum tíðina, þessar smá- myndir verða huggunin sem við höf- um þegar við tökumst á við lífið án Össa. Mínar myndir eru margar og góðar, minningar af bernsku- brekum, skíðaferðum, útilegum, diskótekum, rólegum samveru- stundum og svo mætti lengi áfram telja. Ein síðasta myndin er frá því þegar Össi gisti hér síðast og endaði með Siggu Láru í fanginu við morg- unverðarborðið þar sem hún kláraði matinn hans. Eins og gengur sjást menn sjaldnar þegar flutt er milli lands- hluta en þá gegnir síminn mikil- vægu hlutverki. Þótt samverustund- irnar hafi orðið færri var sam- bandinu viðhaldið með símanum. Um miðjan desember töluðum við saman og var hugur hans þá allur hjá Maríu dóttur hans. Hún var að koma til Íslands frá Noregi og ætl- aði að vera hjá honum um jólin. Eft- irvæntingin eftir þessum samvistum var mikil og það var hamingjusamur faðir sem talaði við mig eftir jólin. Þessar stundir hafa sennilega verið með þeim dýrmætari þessi síðustu ár. Össi var listfengur og hafði gam- an af hönnun. Hann átti margar skissur af húsgögnum, ljósum og fleiri nytjahlutum sem hann langaði til að prófa að gera. Sumu hrinti hann í framkvæmd og urðu úr fal- legir hlutir sem hann gjarna gaf. Hugmyndir hans voru sprottnar af frjóu ímyndunarafli og það, ásamt hæfileikanum að geta mótað járn og við, gerði þessa hluti svo skemmti- lega. Össi hafði einnig gaman af list af öðrum toga, svo sem myndlist og tónlist, ásamt því að hann tók góðar ljósmyndir. Össi var vetrarbarn í áhugamál- um. Hann hafði gaman af snjó og öllu sem honum viðkom. Skíði, skíðabretti, vélsleðar, „tækið“, og nú nýlega lét hann drauminn rætast um að kaupa jeppa. Jeppinn veitti honum aukið frelsi til að njóta vetr- arins og snjósins og stunda áhuga- mál sín. Hann stundaði einnig veið- ar af miklum krafti og fór þá gjarnan á fjöll til að leita fanga. Vinátta er, svipað og ást, nokkuð sem maður þróar og þroskar og sé maður heppinn verður samband tveggja vina eins og samband okkar Össa var. Þrátt fyrir marga kunn- ingja var aðeins einn vinur. Vinátta eins og okkar Össa er eitt af krafta- verkum lífsins. Við fráfall Össa myndast tómarúm í lífi vina hans, tómarúm sem ekkert nær að fylla í. Minningar um góðan dreng ná að deyfa sársaukann og með tímanum verður sökuðurinn ekki eins sár en hann hverfur aldrei. María Liv, sólargeislinn hans pabba síns, hefur misst mikið og sendum við Jóhanna henni og fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig foreldrum Össa, Agli og Birnu, svo og systk- inum hans, Jóni og Önnu, og fjöl- skyldum þeirra. Össi minn, þakka þér fyrir að hafa verið til. Þinn vinur, Jónas Yngvi Ásgrímsson. Elsku Örn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Martha Jörundsdóttir. Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað, né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir, bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðm.) Minning um bjartan og vænan svein lifir áfram með okkur. Kveðja. Gömlu starfsfélagarnir í Halló! ✝ Jóhannes Gísla-son fæddist 2. janúar 1925 á Kleif í Skefilsstaðarhreppi á Skaga. Hann lést 30. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gísli Jóhannes- son, f. 18. okt. 1887, d. 4. sept. 1974, og Jónína Árnadóttir f. 4. ágúst 1893, d. 18. nóv. 1980. Bræður Jóhannesar voru Lýður og Leifur, þeir eru báðir látnir. Fyrri kona Jóhann- esar er Sigríður Jónsdóttir, f. 19. apríl 1922, þau slitu samvistir. Foreldrar hennar voru Jón H. Þorbergsson, f. 31. júlí 1882, d. 5. jan. 1979, og Elín Vigfúsdóttir, f. 29. sept. 1891, d. 22. ágúst 1986. Synir Jóhannesar og Sigríðar eru: 1) Jón Helgi, f. 14. sept. 1951, kona 1 Lára Davíðsdóttir, f. 22 ágúst 1950, þau slitu sam- vistir, börn þeirra: a) Katrín. f. 22. nóv. 1971, sambýlismaður 1. Jón Ómar Sveinbjörnsson, f. 14. nóv. 1970, börn þeirra Svein- björn, f. 13. mars 1990, og Lára Björk, f. 12. júní 1996. Núverandi sambýlismaður Æg- ir Þórðarson, f. 10. júní 1973, dóttir þeirra Rán, f. 3. ágúst 2001. b) Sig- ríður Jónína, f. 3. jan. 1978. Kona 2 Hildur Sigurðar- dóttir, f. 27. júlí 1957, þau slitu sam- vistir, börn þeirra, Andri Þór, f. 15. sept 1980, Helga Snót, f. 29. júlí 1983, og Hildur Sif, f. 29. júlí 1983. 2) Gísli, f. 30. júní 1956. Kona 1 Guðný María Arnþórsdóttir, f. 6. ágúst 1955, þau slitu samvistir, börn þeirra Jóhanna, f. 27. júní 1983, Gunnar, f. 22. jan. 1985, Arnþór, f. 12. júlí 1988, og Sig- ríður, f. 18. mars 1990. Kona 2 Linda B. Sverrisdóttir, f. 12. feb. 1966. Seinni kona Jóhannesar er Málfríður Árnadóttir, f. 9. júní 1925. Foreldrar hennar voru Árni Ólafsson, f. 7. ágúst 1888, d. 28. júní 1958, og Málfríður Jóns- dóttir, f. 5. feb. 1891, d. 30. júní 1984. Útför Jóhannesar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku afi minn, ég er ekki búin að átta mig á því að þú sért farinn, þú varst hrifinn á brott of fljótt og of snöggt. Ég er búin að hugsa mikið til þín og um þig, og ég er bara svo glöð að hafa þekkt þig. Alltaf hringdir þú til að athuga hvernig allt stæði á hjá mér, boðinn og búinn að gera allt fyrir mig. Það er ekki hægt að segja að maður hafi komið að kofanum tómum þegar mann vantaði ráð hjá þér, og skoð- anir þínar voru sko þínar. Ég held að ég hafi ekki rætt pólitík við marga en gaman var að tala um hana við þig, því þú skildir mitt mál og virtir mín- ar skoðanir, og svo æstir þú þig svo skemmtilega. Ég veit ekki hvernig afa-fyrir- myndin er, en sé einhver til varst þú hún, fræddir, varst til staðar og varst gráhærður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þangað til næst. Þitt barnabarn, Katrín. JÓHANNES GÍSLASON                                   ! "#" $          !  "#" !"  $#" !% "   "& " '!  (   )  '   )  ( ! *                                   !   "#$ %      !   &  '   ! (  !    )* %  +   !    , #-   .-   / $' 0!   !    !1   !1       !                                    ! "#  !   !$ %&                                         !   "   #  $  ' () ) ) * !!$# !  +  () ,)- (" )) ) ., ' +  $ ) $)$ ) $ ) $) ,$ ) $ ) $ ) $)/                       !                    ! "         #"      $$!   ! $%!%&! '      (   ) ! "#   $ %  &'( )*('  * +,-. $ %  "  /$ %     (0 " "*" /$ %  +,   '  "    %  1,  )*('  (2 '"* "(0- /                                           !""             #$    #  #% $ #  #  #% 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.