Morgunblaðið - 10.03.2002, Qupperneq 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
OPIÐ HÚS - Einbýli - Gígjulundur 2 -
GARÐABÆ - 63 fm bílskúr 3ja fasa rafm.
Í dag, sunnudag, kl. 14 til 17 sýna Frida
og Þorsteinn fallegt 140 fm einbýlishús
við Gígjulund 2, á besta stað í Garðabæ,
ásamt 63 fm fullbúnum björtum bílskúr
með 3ja fasa rafmagni. Þrjú svefnherbergi,
auðvelt að bæta við svefnherb. í bílskúrn-
um. Parket og flísar á gólfum. Stór verönd.
Gott útsýni. V. 22,8 m. 3190
sp hönnunhúseiningar
Íslensk hús fyrir íslenskt veður og íslenskar þarfir.
Áratuga góð reynsla á fimmta hundrað húsa.
Hraður byggingarkostur.
sphönnun húseiningar, Dalvegi 16b,
200 Kópavogi, sími 564 6161,
netfang: spdesign@mmedia.is
hönnum hús að þínum þörfum
ÁSA er um 70 fm m. þremur svefnherbergjum auk
12 fm einangraðs gestahúss/útigeymslu og um 100 fm
verandar m. skjólveggjum, sem tengir húsin tvö
skemmtilega saman. Hægt er að velja um liggjandi
bjálkaklæðningu og standandi bandsagaða vatns-
klæðningu. Húsin eru með fullri íbúðarhúsaeinangrun,
150 mm steinull og annar frágangur í samræmi við
ströngustu kröfur um íbúðarhús. Húsin eru fáanleg á
ýmsum byggingarstigum.
Sveitasetrið ÁSA
Skrifstofan er opin í dag frá kl. 12-14
Skrifstofan opin í dag frá kl 12 -14
BOÐAGRANDI - BÍLSK. Mjög góð 3ja herb. endaíb. á 8. hæð í
lyftuhúsi með fallegu útsýni og stæði í bílskýli. Tvö svefnherb.
Húsvörður. Gervihnattasjónvarp. Verð 11,9 millj. Frábært útsýni.
Suðursvair. 1939
LAUGALÆKUR – RVÍK. Mikið endurnýjað raðhús sem er kjallari
og tvær hæðir, ásamt sérbyggðum bílskúr. Stærð 200 fm. bílskúr
27,0 fm. Tvennar svalir og suður lóð. ATH. Mögulegt að hafa tvær
íbúðiir í húsinu. Verð 21,9 millj. 1953
BREKKUBÆR – BÍLSKÚR. Gott og vel skipulagt Endaraðhús á
tveimur hæðum ásamt sérb. bílskúr. 4 svefnherb. Tvær stofur, ar-
inn. Parket og flísar. Stærð 170 + 23 f, bílskúr. Falleg lóð. 1867
ÁSBÚÐ - GBÆ. Mjög gott einbýlishús á tveimur hæðum ásamt
tvöf. innb. bílskúr. 5 svefnherbergi, gott vinnurými, sjónvarpshol,
góð stofa. Falleg lóð. Stærð 246 fm. Hús í góðu ástandi með fal-
legu útsýni. Frábær staðsetning. Áhv. 5,3 millj. Verð 23,5 millj.
1805
STRÝTUSEL. Gott 219 fm einbýlishús að hluta til á tveimur hæð-
um og innb. bílskúr og stendur í lokaðri rólegri götu. 4 stofur. 5
herbergi. Mikil lofthæð með greniklæðningu. Góð sólstofa. Parket,
flísar og dúkar. Falleg lóð. 1916
VESTURTÚN – ÁLFTANES. Gott og vel staðsett einbýlishús
ásamt sérb. bílskúr. 2 svefnherbergi, 2 stofur. Stórt eldhús. Eik-
arparket á gólfum. Áhv. 8,2 millj. Verð 16,9 millj. 1777
GILJASEL - 2ÍB. – BÍLSKÚR. Vel staðsett og gott einbýlishús á
mjög góðum útssýnisstað og stendur innst í botnlanga. Hægt að
innrétta aukaíb. með sérinngang. 5 svefnherb. 3 stofur. Góðar inn-
réttingar. Þeta er eign sem hentar fyrir 2-3 fjölskyldur. Allar nánari
uppl.á skrifst. ATH. Skipti á ód. eign. 1661
HVAMMSGERÐI – 3ÍB. Vel staðfest einbýlishús/tvíbýli sem er
hæð og ris ásamt stórum bílskúr sem er innrétaður sem íbúð.
Húsið er vel staðsett en þarfnast standsetningar. Verð 17,3 millj.
1943
Fjöldi annara eigna á söluskrá,
hafið samband við sölumenn í síma 533-4040
Einstaklega vel skipulögð og snyrtileg 3ja herbergja endaíbúð á jarðhæð í
litlu fjölbýli. Íbúðinni fylgir stæði í góðri bílageymslu. Íbúðin hefur bæði
sérinngang, sérþvottahús og sérsuðurgarð út af stofu. Allt umhverfi er
fullfrágengið og einstaklega snyrtilegt. Í sameign er hjólageymsla og sér-
geymsla í kjallara. Verð 12,9 millj. Áhv. 5,5 millj. Laus 1. maí nk. Ólöf og
Hjörtur taka á móti ykkur í dag á milli kl. 14:00 og 16:00.
LÆKJASMÁRI 60 - OPIÐ HÚS
UM það bil 15 manns hafa að jafnaði
komið í „háls og herða-leikfimi“ sem
Aðalheiður Helgadóttir kennir í fé-
lagsheimilinu Lindartungu tvisvar í
viku. Aðalheiður, sem er íþrótta-
kennari að mennt og starfar við
Laugargerðisskóla, hefur undan-
farið ár barist við krabbamein. Í
desember sl. fór hún á NFLÍ í
Hveragerði og eftir áramót kom í
ljós að heilsa hennar var orðin miklu
betri en hún hafði þorað að vona.
„Ég fékk að vita að ég væri orðin
frísk eftir að lyfjagjöfinni lauk og
það fyrsta sem mér datt í hug var
hvort ég ætti ekki að miðla til sveit-
unga minna það sem mér var kennt í
Hveragerði,“ sagði Aðalheiður. Hún
fékk lánaða aðstöðuna í Lindar-
tungu og sendi síðan út dreifibréf og
bauð fólki að koma í leikfimi frítt.
„Við tökum háls- og herðar og létta
leikfimi í tuttugu mínútur, slökum á
í aðrar tuttugu, og stundum teygist
þetta í klukkustund.“ Þátttakendur
eru aðallega eldra fólk sem kann vel
að meta óeigingjarnt framtak Að-
alheiðar.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Leikfimi í Lindartungu
Kolbeinsstaðahreppur
NÝLEGA var Eyrún Ýr Tryggva-
dóttir ráðin forstöðumaður Bóka-
safns Suður-Þingeyinga á Húsavík.
Fræðslunefnd valdi hana úr hópi tíu
umsækjenda og tekur Eyrún Ýr
formlega til
starfa 1. mars nk.
en þá lætur Að-
algeir Sigurðsson
sem gegnt hefur
starfinu undan-
farin ár af störf-
um. Hún hefur
verið að kynna
sér starfið und-
anfarna daga
undir handleiðslu
Aðalgeirs og samstarfsmanna hans
á safninu.
Eyrún Ýr er tuttugu og þriggja
ára Húsvíkingur og lauk iðnrekstr-
arfræðinámi frá Háskólanum á Ak-
ureyri sl. vor, hún stundaði einnig
nám í bókasafns- og upplýsinga-
fræðum í einn vetur við Háskóla Ís-
lands. Hún sagði starfið leggjast vel
í sig enda hefði hún ekki sótt um það
ef svo væri ekki. „Mig skortir
reyndar alveg reynsluna í þetta
starf, en ég tel að menntun mín
komi að góðum notum í þessu starfi
í framtíðinni,“ sagði Eyrún Ýr að
lokum.
Nýr for-
stöðumað-
ur Bóka-
safnsins
Húsavík
Eyrún Ýr
Tryggvadóttir
NÁTTÚRUSTOFA Vesturlands
tók til starfa í Stykkishólmi síðasta
sumar. Starfsemi þar er hafin af
fullum krafti og farin að hafa áhrif á
samfélagið. Um daginn bauð starfs-
fólk Náttúrustofunnar nemendum í
1. bekk Grunnskólans í Stykkis-
hólmi í heimsókn. Þar tóku Róbert
Arnar Stefánsson, forstöðumaður,
og Menja von Schmalensee, líffræð-
ingur, á móti krökkunum og kynntu
þeim starfsemi stofunnar. Þar fengu
þau að skoða sýnishorn af dýralífi
hafsbotnsins fyrir utan Stykkis-
hólm.
Þar mátti ýmislegt sjá, eins og
krossfiska, krabba, ígulker, sæ-
snigla, fiska, hörpudiska og bursta-
orma. Það kom unga fólkinu á óvart
hvað lífríkið fyrir utan höfnina er
fjölskrúðugt, ekki bara hörpudiskur
og marhnútur eins og krakkarnir
áttu von á.
Fékk lifandi sýnishorn
frá skelbáti daginn áður
Náttúrustofan fékk þessi lifandi
sýnishorn frá skelbáti daginn áður,
en þau voru veidd með skelplóg. Að
sögn Róberts Arnars er þetta fyrsta
skref Náttúrustofunnar til að kynna
starfsemi sína og glæða um leið
áhuga nemenda á Snæfellsnesi á líf-
ríki og náttúrunni í næsta nágrenni.
Gestirnir fóru fróðari heim og verð-
ur framhald á slíkum heimsóknum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Fyrsti bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi var boðið að skoða Nátt-
úrustofu Vesturlands. Á myndinni er Róbert Arnar að sýna nemendum
lifandi sjávardýr sem eru næstu nágrannar rétt fyrir utan höfnina.
Nemendur í heimsókn
hjá Náttúrustofu Vesturlands
Margt skrýtið
býr í sjónum
Stykkishólmur