Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Óheillafrumvörp
og tímaskekkja
ÞAÐ er ekki nema eðlilegt
og raunar sjálfsagt að við
hinir almennu kjósendur
viljum fylgjast með gangi
þjóðmálanna og því sem fer
fram í sölum hins háa Al-
þingis okkar Íslendinga.
Þar eru umbjóðendur
okkar kjósenda að fjalla um
og bera fram frumvörp er
snerta alla þegna þjóð-
félagsins og væntanlega
okkur öllum til heilla og
hagsbóta? Og áreiðanlega
er þar margt gott lagt til
málanna og mörg heilla-
vænleg frumvörp lögð fram
og samþykktir sem fela í
sér bætt lífskjör hins al-
menna borgara.
En hafa þá stjórnvöld og
sitjandi þingmenn gengið
til góðs götuna fram eftir
veg?
Því miður er raunin ekki
sú á sumum sviðum og tvö
frumvörp til laga hafa kom-
ið fram sem nefna mætti
óheillafrumvörp. Annað um
að leyfa aftur iðkun hnefa-
leika og hitt að leyfa sölu á
áfengum drykkjum í mat-
vöruverslunum. Bæði eru
þau óþurftarfrumvörp og
algjör tímaskekkja á tímum
vaxandi ofbeldisverka og
tíðra slysa sem hafa fylgt
aukinni áfengisneyslu, ekki
síst unglinga. Vitað mál er
að í kjölfar hennar fylgir
fíkni- og vímuefnanotkun
sem er þegar ærin fyrir,
jafnvel foreldrar hafa
ánetjast þeirri notkun.
Eru þeir ágætu þing-
menn okkar öllum heillum
horfnir? Er það ekki að
bregðast því heiti um
ábyrgð og skyldu sem þeir
hafa á sínum tíma gengist
undir sem eiðsvarnir þing-
menn og fulltrúar okkar
kjósenda? Kannski sækir
að þeim lúi að leggja fram
og flytja bráðnauðsynleg
og heillavænleg frumvörp
sem varða aldraða, öryrkja,
láglaunafólk og aðra þjóð-
félagshópa sem oft vilja
gleymast í svokölluðu góð-
æri.
Með vísan til alls þessa
og þess sem áður hefur
komið fram hér að framan
kemur í huga minn vísu-
korn sem ég lærði í æsku
og gæti átt við þjóðarskút-
una og áhöfn hennar.
Hvort þetta ástand á Al-
þingi verður viðvarandi eða
muni breytast til barnaðar
gæti verið á valdi hins al-
menna kjósanda þegar
komið er að kjörborðinu í
næstu kosningum.
Lífs er orðinn lekur Knör
líka ræðin fúin
hásetanna flúið fjör
og formaðurinn lúinn.
Kjósandi.
Fyrirspurn
ÉG á dóttur í Norður-Am-
eríku sem ég þurfti að
senda pakka til fyrir nokkr-
um dögum. Sendi ég henni
pakka sem var 1 kg og 300
g og borgaði fyrir það 1.900
kr. sem er verð fyrir 2 kg.
Vakti það undrun mína að
ég þurfti að borga fyrir 2
kg. Skilst mér að ef þyngd-
in fari yfir 1 kg, þó ekki sé
nema nokkur grömm, þá
þurfi að borga fyrir 2 kg.
Þegar ég spurðist fyrir um
þetta fékk ég svarið: Þetta
er bara svona.
Því vil ég spyrja: Er
þetta ekki mál fyrir neyt-
endasamtökin?
Amalía Jóna.
Tapað/fundið
Gullhringur týndist
GULLHRINGUR með
demantsspæni týndist lík-
lega hjá GP-húsgögnum,
Miru, TM-húsgögnum eða
Húsagagnahöllinni. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 557 5874. Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
EITT af því sem gert er til aðsporna við reykingum hér á
landi er að banna verslunum að vera
með tóbakið sjáanlegt, það þarf að
vera lokað inni og alls ekki fyrir
augum viðskiptavina. Ágætt mál, en
kunningi Víkverja lenti í því á dög-
unum að ætla að kaupa sér pakka af
vindlingum í hverfisverslun sinni.
Ekki hægt nema á kassa númer
eitt, var svarið, en kunninginn var á
kassa númer tvö. Hugsanlega hefði
kunninginn látið sig hafa það að
fara úr röðinni sinni og í röðina við
kassa eitt ef einhver hefði verið að
vinna við þann kassa. Þess í stað
varð hann að fara í söluturninn við
hliðina og versla þar.
x x x
ANNAR kunningi Víkverja lentií svipuðu nema hvað stúlkan á
búðarkassanum sagðist ekki vera
nógu gömul til að selja honum tób-
ak. Tvær aðrar stúlkur voru að
vinna við aðra búðarkassa og voru
ekki eldri þannig að enginn mátti
selja tóbak í þeirri verslun. Hvernig
ætli það verði þegar kaupa má
brennivín í matvöruverslunum, ætli
allir megi afgreiða það og hvar ætli
áfengið verði falið fyrir viðskipta-
vinunum?
x x x
VÍKVERJI skellti sér í keilu ádögunum í Keiluhöllina í
Öskjuhlíð og hafði gaman af eins og
venjulega. Nokkur atriði vöktu þó
athygli hans.
Þetta var á laugardegi klukkan 13
og Víkverji undraðist satt að segja
að í sjónvarpi við keilubrautirnar
var verið að sýna kvikmynd sem
a.m.k. hlýtur að teljast ljósblá; ein-
hvern tíma hefði þessi mynd altjent
verið bönnuð innan tólf ára en í
salnum var vitaskuld talsvert af
börnum á þessum tíma.
Víkverja fannst líka undarlegt að
dúndrandi tónlist var í salnum, of
hátt stillt fyrir hans smekk.
Síðast en ekki síst fannst Vík-
verja það einkennilegt að á einum
stað í húsinu mátti reykja og drekka
áfengi. Það er á veitingastað húss-
ins, sem ætti að vera skiljanlegt og
e.t.v. lofsvert – en er undarlegt þeg-
ar betur er að gáð. Á þessum eina
stað þar sem reykja má (og drekka)
var nefnilega hópur barna að borða
pítsu eftir að hafa spilað keilu, þeg-
ar félagar Víkverja fóru þangað inn
til að fá sér sígarettu.
x x x
ÝMSAN fróðleik er að finna íFréttabréfi Húsdýragarðsins,
m.a. þetta:
„Ýmislegt er að gerast hjá dýr-
unum og líkt og vanalega gengur líf-
ið og tilveran upp og niður. Laug-
ardagsmorguninn 9. febrúar bar
kýrin Gæfa tveimur kálfum, nauti
og kvígu, í fjósinu. Það er mjög
merkilegt er kýr ber tveimur kálf-
um í einu, það er álíka sjaldgæft og
þegar kona fæðir þrí- eða fjórbura.
Kálfarnir voru vel stórir, hvor um
sig vó 28 kíló við fæðingu. Því hvíldi
mikill þungi á móðurinni við burð-
inn og við átökin rifnaði vöðvi í læri
(kýrin varð gliðsa) og gat hún ekki
staðið upp eftir það. Það leiddi til
þess að ekkert annað var hægt að
gera í stöðunni en að svæfa kúna.
Kálfarnir eru móðurlausir en dafna
þrátt fyrir það mjög vel. Eftir rúm-
ar tvær vikur var kvígan um 40 kíló
en nautkálfurinn 41 kíló. Það kemur
líka til að fósturkýrin Gráskinna
tekur að sér alla kálfa sem fæðast
hér í Garðinum.“
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 fífldjarfir menn, 8 auð-
ug, 9 hnugginn, 10 dvelj-
ast, 11 gleðskap, 13
magran, 15 fjöturs, 18
nurla saman, 21 stefna,
22 hélt, 23 stéttar, 24 okr-
ara.
LÓÐRÉTT:
2 snjóa, 3 stjórnum, 4
sárs, 5 Mundíufjöll, 6 vot,
7 hugboð, 12 blóm, 14
fiskur, 15 ósoðinn, 16
smánarblett, 17 galtar,
18 vísa, 19 afréttur, 20
svara.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 búlki, 4 falds, 7 geiga, 8 rugga, 9 næm, 11 afar,
13 knáa, 14 endar,15 horf, 17 ógát, 20 ari, 22 mælum, 23
lesin, 24 renna, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 bugða, 2 leifa, 3 iðan, 4 form, 5 lúgan, 6 skaða,
10 æddir, 12 ref,13 kró, 15 húmar, 16 rolan, 18 gusta, 19
tunna, 20 amla, 21 illt.
K r o s s g á t a
UNDANFARIN 10 ár hef
ég meira eða minna þurft
á sjúkrahússþjónustu að
halda. Það þarf ekki að
orðlengja það að þar
mætir manni góðvild og
gleði, þannig að manni
líður eins og að vera um-
kringdur nánustu vinum.
Þrælduglegt starfs-
fólkið á deildunum legg-
ur mikið á sig til að geðj-
ast og gleðja okkur
sjúklingana. Kærleik-
urinn streymir óheftur út
frá brosandi andlitum og
líknandi höndum og við-
móti starfsfólksins.
Oft hefur mér fundist í
þjóðfélagsumræðunni,
störf fólksins allverulega
vanmetin að ósekju. Mér
finnst þetta elskulega
fólk eiga það inni hjá mér
að ég þakki fyrir mig og
frábæra, ástríka, umönn-
un þar sem kærleikurinn
er í fyrirrúmi, en mín leið
er í gegnum pennann.
Á þennan hátt vil ég
koma á framfæri þeirri
staðreynd að Ísland er
ríkt land að eiga slíkan
hafsjó af fórnfúsu, ást-
ríku og duglegu fólki.
Ég tel mig heppinn að
hafa fengið að njóta
þessa ástríkis, þó ég hefði
kosið að vera heill heilsu.
Atli Hraunfjörð.
Kærleiksríkt fólk
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Víðir
og Freri koma í dag, Ar-
on fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Saramati kemur í dag.
Brúarfoss, Polar Siglir
og Ocean Tiger koma á
morgun,
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 9 vinnustofa og
leikfimi, kl. 13 vinnu-
stofa, kl. 14 spilavist.
Ferðir til Portúgals
kynntar í kaffitímanum.
Framtalsaðstoð verður
veitt 21. mars. Ekki
verður unnt að veita
þeim aðstoð sem keyptu
eða seldu fasteignir,
hlutabréf eða önnur
verðbréf á árinu eða
þeim sem þurfa að gera
grein fyrir vaxt-
argjöldum af íbúðar-
húsnæði til eigin nota
eða hafa tekjur af eigin
atvinnurekstri eða leigu
húsnæðis. Skráning og
uppl. í afgr., s. 562-2571.
Árskógar 4. Á morgun
klukkan 9 opin handa-
vinnustofan, klukkan
10.15 leikfimi, klukkan
11 boccia, klukkan
13.30–16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, klukk-
an13.30 félagsvist,
klukkan 16 myndlist.
Allar upplýsingar í síma
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13.30–
14.30 söngur við píanóið,
kl. 13–16 bútasaumur.
Eldri borgarar Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið Hlaðhömrum
er á þriðju- og fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Púttkennsla í
íþróttahúsinu kl. 11 á
sunnudögum. Leik-
húsferð á leikritið „Með
fulla vasa af grjóti“
fimmtud. 21. mars.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun klukk-
an 16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun klukk-
an 8 böðun, klukkan 9
fótaaðgerð og myndlist,
klukkan 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, klukkan 10 versl-
unin opin, klukkan 11.10
leikfimi, klukkan 13
föndur og handavinna,
klukkan 13.30 enska
framhald.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. 21. mars fé-
lagsvist á Garðaholti kl.
19.30 á vegum Kven-
félags Garðabæjar.
Mán. 11. mars kl. 9 leir,
kl. 9.45 boccia, kl. 11.15
og 12.15 leikfimi, kl.
13.05, róleg stóla-
leikfimi, kl. 13 gler/
bræðsla, kl. 15.30 tölvu-
námskeið, kl. 9–14 fóta-
aðgerðastofan.
Fótaaðgerðastofan
verður lokuð óákveðinn
tíma vegna veikinda.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un félagsvist kl. 13.30.
Á þriðjudag hefst
spænskukennsla kl.
16.30–18. Fimmtud. op-
ið hús í boði Sjálfstæð-
isfél. í Hafnarfirði.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýnir
í Ásgarði í Glæsibæ, fé-
lagsheimili Félags eldri
borgara Söng- og gam-
anleikinn „Í lífsins ólgu-
sjó“, minningar frá ár-
um síldarævintýranna
og „Fugl í búri“,
dramatískan gamanleik.
Sýningar: Miðviku- og
föstud. kl. 14 og sun-
nud. kl. 16. ath. leiksýn-
ingin í dag, sunnudag,
fellur niður vegna for-
falla. Miðapantanir í s.:
588-2111, 568-8092 og
551-2203. Sunnud: Fé-
lagsvist kl. 13.30. Dans-
leikur kl. 20 Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Brids kl.
13. Danskennsla fellur
niður.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi. Á morg-
un kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, handavinna
og föndur, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 14 fé-
lagsvist
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 13–16 sýning
Braga Þórs Guðmunds-
sonar, listamaðurinn á
staðnum. Á morgun kl.
9–16.30 vinnustofur
opnar frá hádegi, spila-
salur opinn, dans fellur
niður. Veitingar í veit-
ingabúð. Aðstoð við
skattframtal verður
veitt miðvikudaginn 20.
mars, skráning hafin.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun kl. 9 handa-
vinna, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl. 11
hæg leikfimi, kl. 13
lomber og skák, kl.
17.15 kórinn. kl. 20
skapandi skrif. Hand-
verksmarkaður verður
fimmtudaginn 14. mars
kl. 14–16. Panta þarf
borð sem fyrst.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9. 55
róleg stólaleikfimi, kl.
13 brids, kl. 20.30 fé-
lagsvist.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 perlu-
saumur, postulínsmálun
og kortagerð, kl. 10
bænastund, kl. 13 hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia, kl.
13 frjáls spilamennska,
kl. 13.30 gönguferð.
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10 ganga, kl. 9
fótaaðgerð. Fé-
lagsstarfið er opið öllum
aldurshópum, allir vel-
komnir.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9–16 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13 kór-
æfing. Sigrún Ingv-
arsdóttir félagsráðgjafi
verður með viðtalstíma
á föstud. kl. 14–16. Hún
býður upp á félagslega
ráðgjöf og upplýsingar,
t.d. um bætur frá
Tryggingastofnun, bú-
setuúrræði og margt
fleira.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smíði og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og spil-
að.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla mánu-
og fimmtudaga. Skrán-
ing kl. 12.45. Spil hefst
kl. 13. Bridsdeild FEBK
í Gullsmára.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Kvenfélag Grens-
ássóknar fundur mánu-
daginn 11. mars kl. 20.
gestur fundarins Jóna
Hrönn Bolladóttir.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur fund 11.
mars kl. 20. Skemmti-
atriði, takið með ykkur
gestir.
SVDK, Hraunprýði,
heldur fund í húsi fé-
lagsins í Hjallahrauni 9,
þriðjudaginn 12. mars
kl. 20. Bingó, kaffiveit-
ingar.
Kvenfélagið Hrönn
heldur skemmtikvöld
mánud. 11 mars í Húna-
búð Skeifunni 11, kl. 20.
Sjávarréttir, skemmti-
atriði.
Félagsstarfi Sléttuvegi
11–13. Vegna afmælis
Þorgerðar Sveinsdóttur
stendur sýning á verk-
um hennar uppi í fé-
lagsmiðstöðinni frá kl.
10–16, dagana 11 til 13.
mars. Allir velkomnir.
Kvenfélag Breiðholts.
Fundur verður í safn-
aðarheimili Breiðholts-
kirkju 12. mars kl. 20.
Kynntar verða snyrti-
vörur gerðar úr lífrænt
ræktuðum blómum og
jurtum.
Hríseyingafélagið.
Páskabingó verður í
Skipholti 70, 2. hæð
sunnudaginn 10. mars
kl. 14. Félagar fjöl-
mennið og takið með
ykkur gesti.
ITC Harpa heldur deild-
arfund í Borgartúni 22,
sal Flugvirkjafélags Ís-
lands, þriðjud. 12. mars
kl. 20–22. Allir velkomn-
ir. Upplýsingar gefur
Lilja, s. 581-3737.
Heimasíðan er http://
www.life.is/itcharpa.
Í dag er sunnudagur 10. mars, 69.
dagur ársins 2002. Miðfasta. Orð
dagsins: Sjá, Guð háleitur í fram-
kvæmdum máttar síns, hver er slík-
ur kennari sem hann?
(Jobsbók 36, 22.)