Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, lagði áherslu á sjálfbæra
þróun í alþjóðlegu samhengi í ræðu
sinni um utanríkismál á Alþingi í
gær. „Sjálfbær þróun þýðir einfald-
lega að við búum í sátt og samlyndi
við umhverfi okkar og samfélag og
skilum betra búi til afkomendanna,“
sagði ráðherra. „Með sjálfbærri
þróun leitum við [...] leiða til að há-
marka efnahagslega og félagslega
velferð án þess að skaða grunngæði
jarðar eða möguleika komandi kyn-
slóða á að njóta sams konar eða
meiri velferðar.“
Utanríkisráðherra sagði að við
gætum gert ýmislegt hér heima fyr-
ir til að vinna að sjálfbærri þróun en
staðreyndin væri sú að við gætum
ekki náð því markmiði ein. „Við bú-
um í heimi hnattvæðingar og erum
því stöðugt háð utanaðkomandi
straumum og áhrifum. Ég þarf vart
að minna á þær afleiðingar sem
myndu verða af geislamengun í haf-
inu. Markaðir okkar fyrir fisk
myndu hverfa á svipstundu. Það
skiptir okkur líka verulegu máli
hvaða augum heimsbyggðin lítur líf-
ríki jarðar og nýtingu þess. Þetta
höfum við fengið að reyna í hval-
veiðimálum og því miður er ýmis
dæmi að finna um svipaðan áróður
gegn fiskveiðum.“
Í máli ráðherra kom fram að það
væri skýlaus skoðun þorra Íslend-
inga að nýta bæri allar lifandi auð-
lindir hafsins með sjálfbærum
hætti, þar með talið hvali. „Af Ís-
lands hálfu hefur verið lögð áhersla
á þátttöku í alþjóðlegu samstarfi í
hvalveiðimálum á vettvangi þeirra
alþjóðastofnana sem fjalla um þau
mál.“ Ráðherra rifjaði upp að Ís-
lendingar hefðu í fyrra aftur gerst
aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu
með fyrirvara þó við núllkvóta ráðs-
ins vegna hvalveiða í atvinnuskyni.
„Á ársfundi ráðsins í fyrra ákvað
það að hafna fyrirvara Íslands og
þar með aðild okkar. Við lítum svo á
að þessi ákvörðun sé ógild þar sem
ráðið hafi ekki verið bært til að taka
hana.
Ákvörðunin er því að engu haf-
andi og hefur engin áhrif á stöðu Ís-
lands sem aðila að ráðinu. Sú staða
er nú uppi að sum aðildarríki Al-
þjóðahvalveiðiráðsins viðurkenna
aðild Íslands að ráðinu en önnur
ekki. Í ljósi þess höfum við átt tví-
hliða viðræður við fjölda aðildar-
ríkja í því skyni að ná sem víðtæk-
astri sátt um aðild okkar að ráðinu
fyrir næsta ársfund þess … í maí.“
Umhverfislöggjöf ábótavant
Utanríkisráðherra vék í ræðu
sinni nokkrum orðum að samningn-
um um Evrópska efnahagssvæðið
og aðild Íslands að honum. „Með að-
ild okkar að EES-samningnum
gerðumst við þátttakendur í öflugu
umhverfisstarfi Evrópu. Þetta sam-
starf hefur fært okkur virka um-
hverfislöggjöf en henni var um
margt ábótavant fyrir gerð samn-
ingsins. Umhverfislöggjöf og verk-
efni Evrópusambandsins hafa einn-
ig haft verulega þýðingu í þeirri
baráttu að vernda hafið fyrir meng-
un frá þéttbýli og iðnaði í Evrópu.
Ísland á allt undir því að matarkista
hafsins verði sem hreinust. Það er
því mikilvægt að við tökum virkari
þátt í bæði framkvæmd og þróun
umhverfislöggjafar Evrópu. Þetta á
ekki síst við um sveitarfélögin sem
eru ábyrg fyrir því að framkvæma
stóran hluta af þessari löggjöf.
Áhersla hefur verið lögð á að efla
samstarf við sveitarfélögin og að-
komu þeirra að Evrópusamstarf-
inu.“ Sagði ráðherra síðan að mik-
ilvægt væri að vinna áfram með
ESB að brautargengi sjálfbærrar
þróunar bæði á Evrópska efnahags-
svæðinu og í alþjóðlegri samvinnu.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði að vax-
andi umræða um Evrópusambandið
og hugsanlega aðild Íslands að því
að undanförnu hefði leitt til þess að
Íslendingar vissu meira um Evrópu
en áður. „Þetta hefur leitt til þess að
skoðanakannanir sýna það núna að
vaxandi fjöldi Íslendinga vill að Ís-
land verði innan Evrópusambands-
ins.“ Vísaði Össur til nýlegrar skoð-
anakönnunar Samtaka iðnaðarins,
þar sem kom fram að rúmlega 90%
Íslendinga vilja hefja aðildarviðræð-
ur við ESB til að kanna hvað Íslandi
standi til boða við aðild. Í sömu
könnun kom fram að 52% þjóðar-
innar væri hlynnt aðild Íslands að
ESB. „Ég held að ef við sækjum um
aðild að Evrópusambandinu verði
það að vera gert með þeim einbeitta
vilja að við náum samningum sem
verða viðunandi og verða samþykkt-
ir í þjóðaratkvæðagreiðslu [...]. Þess
vegna var mér það miklu meira virði
sem stuðningsmanni þess að við
gerumst aðilar að Evrópusamband-
inu að það hafi orðið umtalsverð
sveifla frá þeim sem voru andvígir
aðild til þeirra sem vildu það. Um
52% þeirra sem spurðir voru vildu
aðild að ESB en einungis 25% voru
því andvígir.“ Vísaði Össur þarna
aftur til skoðanakönnunar Samtaka
iðnaðarins. Og áfram hélt Össur:
„Ástæðan fyrir því að Íslendingar
velta því nú fyrir sér í vaxandi mæli
að gerast aðilar að Evrópusamband-
inu er auðvitað sú að það hefur
komið í ljós með aukinni umræðu og
aukinni þekkingu að samningurinn
um Evrópska efnahagssvæðið hefur
veðrast nokkuð; hann mun ekki til
langframa þjóna hagsmunum okkar
eins og æskilegast væri.“
Össur bætti því við að hann væri
þeirrar skoðunar að EES-samning-
urinn væri mikilvægasti viðskipta-
samningur sem Íslendingar hefðu
gert. Hann ætti stærstan hlut af því
góðæri sem ríkt hefði hér á landi á
síðustu árum.
Tapa ekki fullveldinu
Össur fjallaði áfram um hugsan-
lega aðild Íslands að ESB og sagði
m.a. að Íslendingar myndu ekki,
eins og sumir héldu fram, tapa enn-
frekar fullveldi sínu með inngöngu í
ESB. „Ég er þeirrar skoðunar að
það sé hægt að færa gild rök fyrir
því að innganga í Evrópusambandið
leiði til þess að við endurheimtum
nokkuð af því fullveldi sem sann-
arlega tapaðist þegar við gengum í
EES.“ Sagði Össur að eftir að við
hefðum gengið í EES árið 1993
hefðu orðið breytingar á Evrópu-
sambandinu sem hefðu leitt til þess
að við hefðum ekki sömu áhrif á lög
og reglur sem okkur varðaði eins og
áður. „Með því að ganga í Evrópu-
sambandið myndum við Íslendingar
treysta fullveldi okkar miðað við
óbreyttan EES-samning, fullveldi
sem við erum hægt en bítandi að
tapa misseri frá misseri.“
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, minnti á að niðurstaða
VG í Evrópuumræðunni væri skýr:
„Það er ekki fýsilegt fyrir Ísland að
ganga í Evrópusambandið.“ Síðar
sagði Steingrímur eftirfarandi um
Evrópumál: „Ég sé engin sérstök
vandamál í stöðu Íslands eins og
hún er í dag. Okkur hefur vegnað
prýðilega þessi fimmtíu ár sem við
höfum verið sjálfstætt lýðveldi og
haft fullt forræði, fullan sjálfs-
ákvörðunarrétt og fullan samnings-
rétt í okkar málum. Sagan er öll til
marks um það hversu dýrmætur
þessi sjálfsákvörðunarréttur og
samningsréttur hefur verið okkur.“
Á grundvelli sjálfsákvörðunarréttar
okkar, sagði Steingrímur, höfum við
gætt okkar hagsmuna, ekki síst á
sviði sjávarútvegs. Steingrímur
sagði ennfremur að engin efnisleg
rök styddu þær hugmyndir að Ís-
lendingar „kæmust upp með ann-
að“, eins og hann orðaði það, en að
gangast undir sameiginlegu sjávar-
útvegsstefnu Evrópusambandsins.
„Og hún er hættuleg,“ sagði hann
um sjávarútvegsstefnu ESB. Hann
sagði að ef Íslendingar gengju inn í
ESB myndu þeir missa sjálfstæðan
samningsrétt í sjávarútvegsmálum.
„Ákvarðanir um heildarveiði kvóta
færast til Brussel. Því mælir enginn
á móti. Og hvort sem okkur tækist
hugsanlega að fá eitthvað meira
sjálfstæði gagnvart nýtingu þess
sem fengist viðurkennt sem sérís-
lenskir stofnar er eilíflega borin von
að við fengjum það gagnvart deili-
stofnum og flökkustofnum.“
Hvalveiðar hefjist sem fyrst
Sigríður Anna Þórðardóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og for-
maður utanríkismálanefndar Al-
þingis, þakkaði utanríkisráðherra í
upphafi ræðu sinnar fyrir að beina
kastljósinu að sjálfbærri þróun en á
hana hefðu Íslendingar lagt áherslu
í alþjóðlegu samstarfi.
„Íslendingar hafa lengi notið virð-
ingar fyrir sjávarútvegsstefnu sína,
einkum fyrir það að hér á landi er
sjávarútvegur arðbær atvinnugrein
en jafnframt er lögð áhersla á að
vernda fiskistofnana og koma í veg
fyrir ofveiði. Mikilvægt er í þessu
sambandi að nýta allar tegundir líf-
vera í hafinu umhverfis landið sem
nýtanlegar eru; þar á meðal hvali.
Hvölum við Ísland hefur fjölgað
mjög hratt síðan hvalveiðar lögðust
af og stefnir í óefni ef ekkert er að
gert. Hvalveiðar eru liður í sjálf-
bærri sjávarútvegsstefnu og það
ber að hefja hvalveiðar að nýju sem
allra fyrst.“
Sigríður Anna vék eins og aðrir
þeir sem til máls tóku einnig nokkr-
um orðum að EES-samningnum og
þýðingu hans fyrir Íslendinga.
Ítrekaði hún þá skoðun sína að það
hefði verið gæfuspor fyrir okkur Ís-
lendinga þegar samningurinn var
lögfestur á Alþingi árið 1993.
„Samningurinn tryggir okkur að-
gang að innri markaði Evrópusam-
bandsins og stendur enn fyllilega
undir þeim væntingum sem gerðar
voru til hans á sínum tíma og hefur
gagnast okkur afar vel.“
Sigríður Anna minnti á að utan-
ríkisráðherra hefði beitt sér fyrir
því innan EFTA að EES-samning-
urinn yrði uppfærður í fyrsta lagi
varðandi efnislega aðlögun samn-
ingsins, í öðru lagi varðandi trygg-
ari þátttöku Íslendinga í nefndum
og í þriðja lagi varðandi aukin áhrif
Íslendinga á störf stofnana ESB.
„Einnig er endurskoðun bókunar
níu, sem lýtur að tollfrjálsum við-
skiptum með sjávarafurðir, verkefni
sem nauðsynlegt er að skoða,“ sagði
hún. „Þessar hugmyndir hafa enn
þá ekki fengið undirtektir af hálfu
ESB en ég veit að hæstvirtur utan-
ríkisráðherra mun áfram hamra það
járn.“
Umræður um utanríkismál fóru
fram á Alþingi langt fram eftir degi
í gær og tóku margir þingmenn til
máls. Í umræðunum var utanrík-
isráðherra, Halldór Ásgrímsson,
m.a. spurður að því hvaða líkur
hann teldi á því að ESB myndi sam-
þykkja það að EES-samningurinn
yrði „uppfærður að nýjum og
breyttum aðstæðum“. Í svari sínu
ítrekaði ráðherra að ESB hefði lýst
sig reiðubúið að standa að breyt-
ingum á EES-samningnum. „Hins
vegar hafa yfirlýsingar þeirra geng-
ið í þá átt að þeir væru ekki tilbúnir
til þeirra starfa fyrr en að stækk-
unarferli ESB loknu. Ég tel það
allsendis ófullnægjandi, einkum
vegna þess að stækkunarferlið mun
taka nokkurn tíma og þá er eftir
fullgildingarferlið sem mun taka
mörg ár án þess að ég ætla að skil-
greina það hve langur tími það verð-
ur. Miðað við þær aðstæður getum
við gert ráð fyrir óbreyttum samn-
ingi að þessu leyti til margra ára.“
Þingmenn ræddu alþjóðamál á Alþingi í gær þegar utanríkisráðherra lagði fram skýrslu sína
Verður EES-samn-
ingurinn óbreyttur
til margra ára?
Morgunblaðið/Golli
Alþjóðamál einkenndu umræðurnar á Alþingi í gær. Hér má sjá Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra beina orðum sínum til Steingríms J. Sig-
fússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Alþjóðamál einkenndu umræður á Alþingi í gær en þá flutti utanríkisráðherra
árlega ræðu sem tileinkuð er þessum málaflokki. Arna Schram fylgdist með
umræðunum en þar kom m.a. fram í máli utanríkisráðherra að við gætum gert
ráð fyrir óbreyttum EES-samningi til margra ára.
arna@mbl.is
Í SKÝRSLU utanríkisráðherra,
Halldórs Ásgrímssonar, um al-
þjóðamál sem lögð hefur verið fram
á Alþingi kemur fram að á síðasta
ári hafi verið teknar 165 ákvarð-
anir sem bættu 401 nýrri reglugerð
inn í samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið.
Stór hluti ákvarðana sem tekinn
er inn í EES-samninginn er tækni-
legs eðlis, að því er fram kemur í
skýrslunni, og snýr fremur að við-
haldi og aðlögun að breytingum í
tækni eða atvinnuháttum. „Ýmsar
ákvarðanir geta þó haft umtalsverð
efnahagsleg áhrif og breytt ýmsum
forsendum í pólitískri umræðu.“
Í skýrslunni segir að rekstur
EES-samningsins krefjist stöð-
ugrar árvekni og að mikilvægt sé
að hvergi slakni á við undirbúning
ákvarðana sameiginlegu nefnd-
arinnar sem bætast við samninginn.
Í skýrslunni kemur hins vegar fram
að við upphaf síðasta árs hafi safn-
ast upp mikill fjöldi gerða sem
teknar höfðu verið inn í samninginn
en ekki verið þýddar.
„Tafði þetta birtingu gerða um
rúmt ár. Lýstu fulltrúar Evrópu-
sambandsins óánægju með þessar
aðstæður og töldu að gagnsæi og
framkvæmd samningsins væri sett í
hættu. Nú hefur duglega verið tek-
ið til hendi og búast má við að um
mitt þetta ár verði unnt að birta
þýðingar því sem næst samhliða
ákvarðanatöku í sameiginlegu
EES-nefndinni. Jafnframt er stefnt
að því að flýta þýðingum svo þær
verði handbærar mun fyrr við und-
irbúning laga og reglugerða og
ætti það að verða til hagræðis fyrir
alla þá sem vinna við framkvæmd
samningsins,“ segir í skýrslunni.
401 ný reglugerð inn í
EES-samninginn
SÍÐASTI fundur fyrir páska
var haldinn á Alþingi í gær.
Næsti þingfundur er boðaður
miðvikudaginn 3. apríl nk.
Þingmenn í
páskafrí