Morgunblaðið - 27.03.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 27.03.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 11 SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík lagði í gær lögbann á að Fréttablað- ið seldi og birti smáauglýsingar í blaðinu eins og þær hafa birst undir nafninu flokkaðar auglýsingar. Lög- bannið var lagt á að kröfu Útgáfu- félags DV. Fulltrúi sýslumanns féllst á réttmæti lögbannsbeiðninn- ar á mánudagsmorgun gegn því að DV legði fram tryggingu sem barst í gær og tók lögbannið þá gildi. Skv. upplýsingum frá DV nema tryggingar vegna lögbannsins 10 milljónum króna, þar af voru sjö lagðar fram í gær. Útgáfufélag DV þarf að höfða staðfestingarmál fyrir héraðsdómi innan viku frá gildis- töku lögbannsins. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnistofnunar segir að fregnir af lögbanninu og af samningi eigenda DV og Fréttablaðsins hafi vakið at- hygli stofnunarinnar. Hugsanlegt sé að stofnunin kalli eftir samningn- um og meti hvort hann sé í sam- ræmi við samkeppnislög. Skýrt ákvæði í samningum Hjalti Jónsson, framkvæmda- stjóri DV, segir að lögbannskrafan byggist á ákvæði í kaupsamningi sem gerður var í desember á milli núverandi eigenda DV og Frjálsrar fjölmiðlunar, sem seldi hlut sinn í útgáfunni, þess efnis að FF skuld- bindi sig til þess að fara ekki út í samkeppni við DV á sviði smáaug- lýsinga. Mjög skýrt sé kveðið á um þetta í samningnum. Þar sé kveðið á um að til ársloka 2004 muni FF, dótturfélög eða hlutdeildarfélög ekki stofna til samkeppni með bein- um eða óbeinum hætti m.a. með sölu smáauglýsinga. ,,Við höfðum áður með vísan til þessa samnings ritað forsvars- mönnum Fréttablaðsins og Frjálsr- ar fjölmiðlunar bréf og óskað eftir að þeir virtu samkomulagið og hættu birtingu þessara auglýsinga. Við því var ekki orðið þannig að við sáum okkur knúna til að grípa til þessa réttarfarslega úrræðis til þess að staðið yrði við gerða samn- inga,“ sagði Hjalti. Það sem hefði vakað fyrir FF með því að skrifa undir fyrrgreindan samning hefði verið að auka söluverðmæti DV og að sama skapi hefði þetta ákvæði bein áhrif á gengi hlutabréfa í DV. Að því gefnu að Fréttablaðið ætlaði sér að virða lögbannið sagðist Hjalti ekki búast við að sjá smáauglýs- ingar í Fréttablaðinu í dag. Eigandur DV og FF greinir ekki eingöngu á um auglýsingar því Hjalti segir að Fréttablaðið hafi notað ljósmyndir DV í heimildar- leysi frá því í janúar á þessu ári. Þegar Fréttablaðið hóf göngu sína fyrir tæplega ári var gerður munn- legur samningur um aðgang Fréttablaðsins að ljósmyndasafni DV og fyrir þjónustu ljósmyndara DV. Á haustmánuðum hefði verið leitað eftir því að gera skriflegan samning og hækka gjaldið. Því hefði aldrei verið svarað en Frétta- blaðið haldi engu að síður áfram að nota myndirnar. Þá hefðu þeir byggt upp myndasafn blaðsins með myndum úr safni DV og frá ljós- myndurum blaðsins. Í þessu fælist brot á höfundarrétti ljósmyndara og DV. Haft hefði verið samband við Blaðamannafélag Íslands vegna málsins. Kröfur DV fráleitar Helgi Jóhannesson, hrl. og lög- maður Fréttablaðsins, segir kröfur DV fráleitar. Ekki sé verið að brjóta umræddan samning með birtingu smáauglýsinga í Frétta- blaðinu. ,,Þeir byggja á samningi sem gerður var þegar Frjáls fjöl- miðlun seldi DV og í þeim samningi er kveðið á um að Frjáls fjölmiðlun og dótturfyrirtæki stofni ekki til nýrrar samkeppni við DV en þegar samningurinn var gerður hafði Fréttablaðið komið út í hálft ár og það var ekki aðili að þessum samn- ingi. Í samningnum var eingöngu verið að taka fyrir nýja samkeppni af hálfu Frjálsrar fjölmiðlunar. Fréttablaðið hefur alltaf verið aug- lýsingablað þannig að allar sam- keppnishömlur á það hljóta að vera túlkaðar mjög þröngt,“ sagði Helgi. Hann benti auk þess á að Frjáls fjölmiðlun ætti einungis um 24% hlut í Fréttablaðinu í dag þannig að Fréttablaðið sem slíkt gæti ekki verið bundið við þann samning. Áfram litlar auglýsingar Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir að blaðið hafi aldrei birt smáauglýsingar heldur hafi litlar auglýsingar í blaðinu ver- ið nefndar flokkaðar auglýsingar. Það hafi verið gert áður en FF seldi hlut sinn í DV og lögbannið geti varla náð til auglýsinga sem birtust áður en sölusamningurinn var gerð- ur. Fréttablaðið muni taka tillit til lögbannsins en muni eftir sem áður selja og birta litlar auglýsingar enda hafi enginn bannað það. Gunn- ar Smári minnir á að málið eigi eftir að fara fyrir héraðsdóm þar sem tekist verður á um efnisatriði máls- ins og er hann sannfærður um að lögbanninu verði hnekkt. Aðspurður hvort Fréttablaðið hafi notað ljósmyndir úr mynda- safni DV í heimildarleysi og ekki greitt fyrir ljósmyndaþjónustu eins og Hjalti Jónsson, framkvæmda- stjóri DV heldur fram, segir Gunn- ar Smári að það sé af og frá. Í sölusamningi FF og núverandi eigenda DV hafi verið vísað til samnings Fréttablaðsins um ljós- myndaþjónustu og kveðið á um að FF hefði sambærilegan aðgang og Fréttablaðið að ljósmyndasafni DV. Fáeinum dögum eftir að FF seldi hlut sinn í DV hafi DV á hinn bóg- inn hætt að veita Fréttablaðinu ljósmyndaþjónustu en Gunnar segir að skv. sölusamningnum hafi Fréttablaðið áfram fullan rétt á að nýta sér myndasafnið. Varðandi greiðslur fyrir ljósmyndaþjón- ustuna segir hann að öllum hafi ver- ið ljóst að þær færu fram í end- anlegu uppgjöri milli FF og núverandi eigenda DV. Því uppgjöri væri ekki lokið. Lögbann á smáauglýs- ingar Fréttablaðsins VOPNALEIT og gegnumlýsing af farangri getur orðið að veruleika í innanlandsflugi hér á landi ef drög að nýrri reglugerð Evrópusam- bandsins verða samþykkt. Myndi það þýða verulegan útgjaldaauka í innanlandsfluginu. Þetta kom fram í máli Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra á mál- þingi um samgönguáætlun 2003- 2014 sem haldið var í fyrradag. Sagði hann að nú væri svokölluð flugvernd (Airport Security) á Keflavíkurflugvelli og öðrum al- þjóðlegum flugvöllum. Flugvernd- in felst í fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir ólögmætar uppákomur sem geta beinst gegn öryggi flugsamgangna. Sagði Þor- geir standa til um næstu áramót að taka upp gegnumlýsingu á öll- um farangri sem fer í lestarrými í flugvélum í millilandaflugi. „Hver einasta taska fer þá í gegn um grandskoðun og sömuleiðis allur flutningur,“ sagði hann. Myndi gilda fyrir allar vélar sem flytja fleiri en 19 farþega Hingað til hafa minni varúðar- ráðstafanir verið viðhafðar hvað þetta varðar í innanlandsflugi en að sögn Þorgeirs getur það breyst. „Samkvæmt drögum að reglugerð Evrópusambandsins sem er núna í meðhöndlun á Evrópuþingi er þetta það sem koma skal líka fyrir innanlandsflugið, þ.e.a.s. á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta mun gilda fyrir allar vélar sem eru yfir 10 tonn eða flytja fleiri en 19 farþega. Auðvitað er ekki auðvelt að koma þessu við. Þetta kostar gríðarlega fjármuni og það er ljóst að ef þarf að taka þetta upp hér á landi í óbreyttu formi yrði þetta feiknalega dýrt.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram að flugfélög í innanlandsflugi hafa tapað 1,7 milljörðum króna á síðustu fjórum árum. Hins vegar kom ekki fram í máli Þorgeirs hver myndi bera þennan kostn- aðarauka, flugfélög, farþegar eða stjórnvöld. Gætum fengið sérskilmála Sagði Þorgeir menn hins vegar gera sér vonir um að hægt yrði að semja um aðra skilmála fyrir Ís- land. „Við erum langt í burtu frá öðrum löndum og vélar í innan- landsflugi hérna komast yfirleitt ekki til annarra landa því þær eru ekki með nægilegt eldsneyti til þess. Okkar innanlandskerfi er auðvitað alveg aðskilið, bæði land- fræðilega og á annan hátt þannig að það fer ekkert á milli hvorki farþegar né farangur. Þannig að það eiga að vera forsendur til þess að við getum fengið svolítið aðra skilmála fyrir innanlandsflugið en hverjir þeir verða er ekki ljóst á þessari stundu,“ sagði hann. Drög að nýrri reglugerð ESB Flugvernd komi í innanlandsflugi SJALDAN hefur hlutfall kvenna verið jafn hátt á vinnustöðum vítt og breitt um landið og raunin var í gær þegar stúlkur gerðu innreið á vinnustaði for- eldra sinna. Ekki var þó um yfirtöku að ræða held- ur friðsamlega heimsókn sem helgaðist af verkefn- inu „Dæturnar með í vinn- una“ sem Auður í krafti kvenna á veg og vanda af. Það er orðinn árlegur viðburður að foreldrar og aðrir fullorðnir bjóði frísk- um stelpum með sér í vinn- una á degi sem sérstaklega er tileinkaður þessu verk- efni. Dagurinn er ætlaður stúlkum á aldrinum 9–15 ára en markmiðið með verkefninu er að kynna þeim þau atvinnutækifæri sem til eru enda eru ungar stúlkur í dag starfskraftar framtíðarinnar. Fjöldi fyrirtækja tók vel á móti stúlkunum Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tóku vel á móti dætrum landsins og mátti meðal annars sjá þær hasla sér völl í bönkum, hjá lögreglunni, endur- skoðendum, fjármála- og tryggingarfyrirtækjum, auk þess sem ýmis opinber fyrirtæki og bæjarfélög létu ekki sitt eftir liggja við að taka vel á móti telp- unum. Í gær var því nokkuð al- gengt að sjá lágvaxna kvenkyns framkvæmda- stjóra, borgar- og bæj- arfulltrúa, blaðamenn, mjólkurfræðinga, skóla- fulltrúa og svo mætti lengi telja. Er óhætt að segja að rödd ungra stúlkna hafi fengið að hljóma vítt og breitt um landið af þessu tilefni. Morgunblaðið/Sverrir Dætur starfsmanna bæjarskrifstofanna í Mosfellsbæ mættu galvaskar í vinn- una hjá foreldrum sínum í gær. Stelpurnar fóru í hlutverk bæjarstjórnar þar sem þær lögðu m.a. til að skóladagurinn yrði styttur. Þurfti hin „nýja“ bæj- arstjórn að vísa þessu róttæka erindi til umsagnar fræðslunefndar bæjarins. Morgunblaðið/Júlíus Ekki vantaði kvenkyns löggæslumenn og fengu nokkrar dætur lögreglumanna að prófa Harley Davidson-mótorhjól hjá Árna Friðleifssyni varðstjóra. Er ekki annað að sjá en gripurinn freisti og hver veit nema að eftir nokkur ár megi sjá þessar sömu stúlkur þjóta um á mótorhjólum merktum lögreglunni. Stúlkna- fjöld á starfs- vett- vangi Morgunblaðið/Kristinn Telpur sóttu meðal annars slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi heim þar sem þær fengu innsýn í störf þeirra sem þar hlúa að slösuðu fólki. TÖLUVERÐUR reykur myndaðist í íbúðarhúsi á Ólafs- vík í gær eftir að húsráðandi kveikti undir röngum potti á eldavél. Að því búnu brá hann sér frá í stutta stund og ekki leið á löngu þar til reykur tók að liðast upp úr pottinum Nágrannar heyrðu í reyk- skynjara og gerðu slökkviliði viðvart kl. 15:47. Slökkviliðs- menn komu á vettvang tveimur mínútum síðar og slökktu þeir í pottinum og reykræstu. Talið er að nokkrar skemmdir hafi orðið af völdum reyks. Kveikti undir röng- um potti BROTIST var inn í úra- og skartgripaverslun í Hamra- borg í Kópavogi í fyrrinótt. Rúða var brotin í verslun- inni um klukkan 3:30. Þjófa- varnarkerfi fór í gang en þjóf- inum, eða þjófunum, tókst engu að síður að komast í burtu með talsvert magn úra og skartgripa. Ekki var ljóst í gær hvert verðmæti þýfisins er, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Úrum og skartgrip- um stolið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.