Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 29

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 29
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 29 POPPSÖNGKONAN Britney Spears fer með aðalhlutverkið í bíómyndinni Crossroads, sem frumsýnd er hjá Sambíóunum í dag. Myndin fjallar um þrjár vinkonur, Lucy, Kit og Mimi, sem hafa verið bestu vinkonur síðan í æsku. Þær hafa ekki sést í átta ár, en ákveða að endurnýja vinskapinn og þar með er komið að miklum tíma- mótum hjá þessum vinkonum. Tvær þeirra vilja fara til Hollywood til að freista gæfunnar. Sú þriðja, Lucy sem leikin er af Britney Spears, vill helst bara sitja heima, en fljótlega kvikna hjá henni langanir um að sjá heiminn og síðast en ekki síst vill hún hitta móður sína sem hún hefur ekki séð síðan í æsku þó föðurnum, sem leikinn er af gamanleikaranum Dan Aykroyd, lítist ekkert á blikuna. Vin- konurnar þrjár halda allar saman af stað í hálfgert óvissuferðalag með hugann fullan af glæstum draumum, en hvorki liggur fyrir ferðaáætlun né of miklir fjármunir þegar af stað er farið og fyrr en varir lenda þær í mikl- um ævintýrum. Á vegi þeirra verður ungur farand- söngari að nafni Ben á ’73 árgerð af Buick blæjubíl og þær húkka sér far með honum alla leið til Los Angeles. Á ferðalaginu uppgötva ungu stúlk- urnar ýmislegt sem kemur til með að breyta lífi þeirra auk þess sem ástin kemur við sögu. Leikstjóri Crossroads er Tamra Davis. Fyrstu hugmyndir að bíómynd með Britney Spears kviknuðu þegar vinkonurnar Ann Carli, sem er fram- leiðandi Crossroads, og Shonda Rhim- es, sem sá um handritsgerðina, sátu í kvikmyndahúsi og voru að horfa á bíó- mynd. Ann innti Shondu einfaldlega eftir því hvort hún væri ekki til í að skrifa kvikmyndahandrit fyrir Britney Spears þar sem hún hefði óljósan grun um að hún hefði margt til brunns að bera á listasviðinu, líkt og Will Smith. Rhimes, sem hefur m.a. fengið Emmy-verðlaunin fyrir sjónvarps- leikritið Introducing Dorothy Dand- ridge, tók hugmyndinni vel og fór m.a. á tónleika hjá Britney til að kynnast henni nánar á sviði og bak- sviðs áður en hún hófst handa við handritsgerðina. Hún segist þá fyrst hafa komist að því hversu sterka ímynd poppstjarnan hafi meðal ung- linganna, en það væri ekki bara Britn- ey á sviðinu sem væri kraftmikil og öflug. Það ætti ekki síður við per- sónuna Britney Spears, sem nú er 21 árs að aldri. Crossroads er frumraun Spears á hvíta tjaldinu. Leikarar: Britney Spears, Anson Mount (The Truth about Tully, Tulse Luper Suit- case); Zoe Saldana (Get Over It, Drum- line, Center Stage); Taryn Manning (White Oleander, 8 Mile); Dan Aykroyd (Driving Miss Daisy, Ghostbusters, Spies Like Us); Justin Long (Galaxy Quest, Happy Campers); Kim Cattrall (Police Academy, Big Trouble in Little China). Leikstjóri: Tamra Davis. Æsku- vinkonur í óvissu- ferð Sambíóin í Reykjavík, Nýja bíó í Keflavík og Nýja bíó á Akureyri frumsýna Cross- roads með Britney Spears, Anson Mount, Zoe Saldana, Taryn Manning, Dan Aykroyd, Justin Long og Kim Cattrall. Britney Spears og Anson Mount í kvikmyndinni Crossroads. myndarinnar. Til dæmis er hér að finna senu þar sem E.T. og Elliot skella sér í bað saman og lengri út- gáfu af Halloween-deginum eftir- minnilega. Og það er aldrei að vita nema sá gamalkunni Harrison Ford skjóti upp kollinum sem skólastjórinn í skóla Elliots. Steven Spielberg er bæði fram- leiðandi og leikstjóri litla stranda- glópsins E.T., sem helst af öllu vildi bara hringja heim og láta sækja sig. Framleiðandi myndar- innar er Universal Pictures og handrit er eftir Melissu Mathison, sem er fyrrum eiginkona stór- stjörnunnar Harrisons Fords, en þau skildu í ágúst árið 2001 eftir átján ára hjónaband. Myndin um LITLA geimveran E.T., sem vann hug og hjarta áhorfenda um heim allan fyrir 20 árum, birtist nú að nýju í bíóhúsunum. Hér er á ferð- inni endurútgáfa í tilefni af tví- tugsafmælinu, en eins og nærri má geta eru helstu barnastjörnur myndarinnar orðnar fullorðnar nú. Afmælisútgáfan státar af endur- bættum hljóð- og myndgæðum, at- riðum sem ekki voru í upphaflegu myndinni og einnig er búið að end- urbæta í tölvu mörg myndskeið E.T. hlaut á sínum tíma fimm Golden Globe-tilnefningar og fékk tvenn Golden Globe-verðlaun sem besta dramatíska kvikmyndin og fyrir tónlist. Hún var ennfremur tilnefnd til níu Óskarsverðlauna og fékk fjóra Óskara fyrir tæknibrell- ur, hljóðbrellur, tónlist og hljóð. Sagan er um unga drenginn Ell- iott, sem eina nóttina heyrir skrýt- in hljóð í bílskúrnum. Þegar hann fer að kanna málið, kemur í ljós að í bílskúrnum leynist litli geimálfur- inn E.T. Í fyrstu verður Elliott auðvitað logandi hræddur við þessa skrýtnu veru, sem er bæði með skrýtinn háls og stór augu, en það líður ekki á löngu þar til E.T. og Elliott verða hinir mestu mátar og vinir. Leikarar: Dee Vallace Stone (Cujo, Secret Admirer, Critters, Rescue Me); Peter Coyote (Endangered Species, Cross Creek, Heartbreakers); Drew Barrymore (The Wedding Singer, Scream, Charlie’s Angels); Henry Thomas (A Good Baby, All the Pretty Horses, Moby Dick); Robert Mac- Naughton (Angel City, The Electric Grandmother, Big Bend Country). Leikstjóri: Steven Spielberg. E.T. á afmæli E.T. snýr aftur í bíó. Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri frumsýna endur- útgáfu E.T. með Dee Vallace Stone, Pet- er Coyote, Drew Barrymore, Henry Thomas og Robert MacNaughton. ÞAÐ er hinn ungi og margverðlaun- aði svissneski leikstjóri Marc Forst- er sem leikstýrir damatísku kvik- myndinni Monster’s Ball sem frumsýnd verður í Regnboganum í dag. Handritshöfundar myndarinn- ar, sem framleidd er af Lions Gate Films Inc., eru Milo Addica og Will Rokos. Handrit myndarinnar hefur legið tilbúið frá árinu 1995 og hafa margir verið kallaðir til að koma að myndinni, en það var ekki fyrr en myndin náði athygli Marc Forster að hún er nú orðin að veruleika. „Ég vildi gera mynd með áherslu á tilfinningar fremur en hraða at- burðarás og valdi þar af leiðandi leikara í hlutverkin, sem ég taldi að ættu auðvelt með að túlka tilfinning- ar á sem raunsæjastan hátt. Ég vildi freista þess að gera mynd um missi og frelsun í anda frábærra kvik- mynda áttunda áratugarins. Að sama skapi vildi ég ekki síður ná fram þeirri einangrun, sem fólk er að berjast við í flóknum nútímaheimi auk ýmissa málamiðlana, sem fólk kann að þurfa að glíma við á lífsleið- inni,“ segir Forster leikstjóri. Myndin gerist í Georgíu-fylki í suðurríkjum Bandaríkjanna og fjallar um fangavörðinn Hank Grot- owski sem er fyrrverandi lögreglu- maður, drykkjurútur og kynþátta- hatari. Faðir hans Buck er við dauðans dyr vegna lungnaþembu og starfar annar sonur hans Sonny við aftökur á dauðadeild fangelsisins. Þegar Sonny fremur sjálfsmorð verður Hank frá sér af sorg, hættir að vinna og leggst í þunglyndi. Kvöld eitt rekst hann á Leticiu, gullfallega blökkukonu, sem orðið hefur fyrir því að sonur hennar lenti í bílslysi. Þegar sonur hennar deyr, standa þau Leticia og Hank óvænt frammi fyrir því að vera nokkurs konar sálu- félagar, sameinaðir í sorg, og taka upp ástarsamband. Það líður þó ekki á löngu þar til óþægilegt atvik úr for- tíðinni er grafið upp. Hank kemst nefnilega að því að Leticia er ekkja Lawrence Musgroves, en Lawrence þessi hafði einmitt verið tekinn af lífi af þeim feðgum nokkrum árum áður. Halle Berry fékk Óskarsverðlaun á dögunum fyrir leik sinn í myndinni. Leikarar: Billy Bob Thornton (Sling Blade); Halle Berry (X-Men, Swordfish); Peter Boyle (Young Frankenstein, Taxi Driver, Malcolm X); Heath Ledger (The Patriot); Sean Combs (Puff Daddy). Leikstjóri: Marc Forster. Sálufélagar í sorginni Regnboginn frumsýnir Monster’s Ball með Billy Bob Thornton, Halle Berry, Peter Boyle, Heath Ledger og Sean „Puffy“ Combs. Óskarsverðlaunahafinn Halle Berry ásamt Billy Bob Thornton. ÚR smiðju Walt Disney verður í dag frumsýnd teiknimynd sem er börn- um þó ekki með öllu ókunn því hér er á ferðinni framhaldsmynd um Pétur Pan, eina þekktustu teikni- myndapersónu Disney-fyrirtækis- ins. Þessi mynd hefur hlotið nafnið Pétur Pan 2 (Snýr aftur til Hvergi- lands). Í þessari nýju mynd frá Disney er Vanda orðin fullorðin og farin að segja börnunum sínum tveimur sög- ur af Pétri Pan. Eldra barnið, Jóna, hefur lítinn áhuga fyrir slíkum sög- um og skilur ekki hætturnar, sem sögurnar vara við, fyrr en hinn ill- ræmdi Krókur skipstjóri eða Kobbi krókur hefur rænt henni og fangað. Nú eru góð ráð dýr, en með ein- hverjum ráðum þarf að bjarga Jónu úr prísundinni. Strákurinn Pétur Pan, sem ætlaði sér hvorki að verða stór né snúa aftur, sér sig knúinn til að safna liði og vera fremstur í flokki til að bjarga Jónu frá skipstjóranum ógurlega. Leikstjóri myndarinnar er Robin Budd og handrit er eftir Temple Mathews. Framleiðendur eru: Christopher Chase, Michelle Robinson og Dan Rounds. Myndin er með ensku og íslensku tali. Íslenskar leikraddir eiga: Sturla Sig- hvatsson (Pétur Pan); Kristrún Hauks- dóttir (Jóna); Arnar Jónsson (Kobbi krókur); Inga María Valdimarsdóttir (Vanda); Örnólfur Eldon (Danni); Karl Ágúst Úlfsson (Starri); Valur Freyr Ein- arsson (Eiríkur); Sunna Eldon (Vanda ung); Hjalti Rúnar Jónsson (Húni); Karl Sigurðsson (Nebbi); Hörður Brynj- arsson (Varði); Jón Geirfinnsson (tví- burar). Íslensk leikstjórn var í höndum Júlíusar Agnarssonar. Pétur Pan snýr aftur Sambíóin í Álfabakka, Kringlunni og Keflavík frumsýna Pétur Pan 2 með leikröddum Harriet Owen, Blayne Weav- er, Corey Burton og Jeff Bennett. Pétur Pan er aftur kominn á kreik í nýrri Disney-mynd. Óskarsverðlaunahafinn Mel Gibson fer með aðalhlutverk- ið í stríðsmyndinni We Were Soldiers sem frumsýnd verð- ur í dag. Hér er á ferðinni átakanleg spennumynd, sem gerist í svokölluðum Dauða- dal í Víetnam, og eru fram- leiðendur þeir sömu og stóðu að baki stórmyndinni Brave- heart, sem frumsýnd var árið 1995. Kvikmyndin We Were Soldiers eða Við vorum her- menn er byggð á sannsögu- legum atburðum úr Víetnam- stríðinu og blóðugri orrustu í Dauðadalnum. Gibson fer með hlutverk Hal Moore, ofursta í banda- ríska landhernum, sem í eru 400 ungir menn. Þeir lenda svo í þeirri aðstöðu að verða umkringdir tvö þúsund víetnömskum hermönn- um. Afleiðingin varð eitt hrikaleg- asta blóðbað í sögu Bandaríkjanna þar sem ungir feður, synir og eig- inmenn létu lífið. Leikstjóri myndarinnar Randall Wallace, sem fæddur er og uppalinn í Tennessee-fylki, menntaður í trúarbragðafræðum við Duke Uni- versity auk þess að hafa svarta beltið í karate, skrifaði sjálfur kvikmynda- handritið upp úr bók Joseph L. Galloway og Harold G. Moore, sem sjálfur upplifði og tók þátt í átök- unum í Víetnam og var í hópi þeirra, sem sneru heim að stríðinu loknu. Wallace skrifaði handrit Braveheart auk þess sem hann hefur unnið við handritsgerð Pearl Harbor (2001) og The Man in the Iron Mask (1998). Leikarar: Mel Gibson (What Women Want, The Patriot, Lethal Weapon); Madeleine Stowe (The General’s Daughter, Playing by Heart, The Pro- position); Greg Kinnear (As Good As It Gets, Loser, The Gift); Sam Elliott (The Contender, Pretty When You Cry, Tumb- stone); Chris Klein (Rollerball, Americ- an Pie 2, Say It isn’t So); Barry Pepper (We all Fall Down, Knockaround Guys, The Green Mile). Leikstjóri Randall Wallace. Mel Gibson í We were Soldiers. Blóðbað í Dauðadal Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna We were Soldiers með Mel Gibson, Madeleine Stowe, Greg Kinnear, Sam Elliott, Chris Klein og Barry Pepper.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.