Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 31 MÖRÐUR Árnason og Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir hafa á Alþingi lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um sóknar- gjöld. Sú umræða sem frumvarp þeirra hefur vakið er á margan hátt gagnleg vegna þess að hún vekur athygli á því að ríkisvaldið metur mikils starfsemi allra trúfélaga í landinu enda gera flestir sér grein fyrir því að þar fer fram mikilvægt for- varnar-, sálgæslu- og fræðslustarf sem samfélagið getur ekki án verið. Samkvæmt lögum um sóknargjöld frá árinu 1987 skilar ríkissjóður ákveðnum hluta tekjuskatts til þjóð- kirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs. Gjaldið er greitt til safnaðar þeirra sem eru skráðir í þjóðkirkjunni, til skráðs trúfélags þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og til Háskóla Íslands vegna ein- staklinga sem standa utan trúfélaga eða eru í trúfélagi sem ekki hefur hlotið skráningu. Sóknargjöldin eru einu tekjur safnaða utan þjóðkirkj- unnar og standa þau undir launum presta og annars starfsfólks, auk annars reksturs og viðhalds á kirkju og safnaðarheimili. Til samanburðar má nefna að laun presta þjóðkirkj- unnar eru ekki greidd af sóknar- gjöldum. Þau eru greidd úr ríkis- sjóði skv. sérstökum samningi þar um og af sögulegum ástæðum. Það er hins vegar annað sem rétt er að benda á í þessu sambandi. Það eru lög sem sóknargjöldunum tengj- ast og kveða á um Jöfnunarsjóð sókna. Samkvæmt þeim lögum greiðir ríkisvaldið 18,5% viðbótar- gjald fyrir alla einstaklinga 16 ára og eldri sem eru í þjóðkirkjunni og læt- ur í svokallaðan Jöfnunarsjóð sókna sem yfirstjórn þjóðkirkjunnar hefur til umsjónar og úthlutar úr til ein- stakra kirkna. Þetta gjald er m.a. hugsað til þess að styðja kirkjur þegar um miklar framkvæmdir er að ræða, kirkjubyggingar og endur- bætur á gömlum kirkjum. Hefur þessi sjóður komið mörgum kirkjum víða um land að góðu gagni þegar um kostnaðarsamar framkvæmdir hefur verið að ræða sem viðkomandi söfnuður hefur ekki ráðið við óstuddur. Söfnuðir sem starfa utan þjóð- kirkjunnar fá hins vegar ekkert sambærilegt gjald og hafa ekki neinn sambærilegan aðgang að fjár- magni til að standa undir kostnaðar- sömum framkvæmdum á kirkjum sínum og standa því oft illa þegar um kostnaðarsamar framkvæmdir er að ræða vegna þess að sóknargjöldin duga þá skammt. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði þurfti fyrir þremur árum að fara í mjög kostnaðarsamar endur- bætur á sinni gömlu kirkju sem reist var ár- ið 1913. Samkvæmt lögum Alþingis um húsafriðun er Fríkirkj- an í Hafnarfirði friðað hús og þurfti því að vanda vel til verksins og hafa samráð við Húsafriðunarnefnd ríkisins. Verkið tókst afar vel og hefur vakið verð- skuldaða athygli. Vandinn er hins vegar sá að Fríkirkjusöfnuð- urinn í Hafnarfirði sit- ur uppi með meiri skuldir en sambæri- legur þjóðkirkjusöfnuður vegna þess að söfnuðurinn fær ekki greiðslur, stuðning né hefur rétt til að sækja um styrk úr sambærilegum sjóði og Jöfnunarsjóði sókna. Í þessu sambandi má einnig benda á það að ef einstaklingur hefði verið að gera endurbætur á eigin húsnæði hefði viðkomandi einstaklingur átt rétt á endurgreiðslu á hluta virðis- aukaskatts vegna vinnu við verkið. Kirkjusöfnuður á ekki rétt á slíkri endurgreiðslu. Þegar upp er staðið er því ljóst að ríkisvaldið hefur haft verulegan hagnað af þessum fram- kvæmdum við Fríkirkjuna í Hafn- arfirði með skattheimtu sinni þar sem ekki sitja allir við sama borð. Með því að setja lög um húsafriðun hefur Alþingi lagt byrðar á söfnuð- inn og gerir síðan upp á milli safnaða með ákvæðum laga um Jöfnunarsjóð sókna þar sem þjóðkirkjunni er aug- ljóslega séð fyrir hærri sóknargjöld- um. Tillaga mín er sú að söfnuðir utan þjóðkirkju fái sambærilegt viðbótar- gjald við sóknargjöldin til þess að geta með sama hætti staðið undir þeim miklu kröfum sem ríkisvaldið gerir um verndun gamalla húsa. Um sóknar- gjöldin Einar Eyjólfsson Höfundur er fríkirkjuprestur í Hafnarfirði. Kirkjan Ríkisvaldið hefur haft verulegan hagnað af þessum framkvæmdum við Fríkirkjuna í Hafn- arfirði með skattheimtu sinni, segir Einar Eyj- ólfsson, þar sem ekki sitja allir við sama borð. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 Blómlegt verð. Býður einhver betur? ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN EH F/ SI A. IS IK E 17 21 8 03 .2 00 2 Páskaliljur 195kr. 495 kr. Begonía ÞJÓÐIN sameinað- ist nýlega með miklum myndarbrag um úr- bætur í málefnum geð- sjúkra. Það var vel unnið átak, borið uppi af fræðslu og pistlum í fjölmiðlum. Sumir virð- ast ekkert hafa lært af því. Það er ljóst að það þarf að lyfta fleiri Grettistökum til að ná til útkjálkabúa. Þekktur fjölmiðla- maður, Jónas Krist- jánsson, ritaði grein í Fréttablaðið 20. mars um álit sitt á geðdeyfð og lyfjameðferð. Til- gáta hans er sú að þúsundir Íslend- inga séu undir áhrifum sjónvarps- ímynda og taki inn þunglyndislyf til að falla að henni. Aldrei hef ég orðið vitni að því að ráðist sé á annan hóp sjúklinga með þessum hætti. Hvenær höfum við séð kransæðasjúklinga niðurlægða á síðum dagblaðanna? Er einhver mótfallinn meðferð krabbameins- sjúklinga? Sumir deyja af völdum þunglyndis. Hvers lags kaldlyndi og grimmd er það að vilja meina sjúku fólki um árangursríka meðferð? Greinarhöfundur leggur í mikla kenninga- og orðasmíð. Það fer hins vegar ekki nema á einn veg þegar menn reisa merkisturn ef engar eru undirstöðurnar. Hann setur fram þá tilgátu að þessi sjúklingahópur þjá- ist af hressuskorti vegna ósamræmis við „síhressuímyndir“ fjölmiðla og bryðji því „geðbreytilyf“. Sem betur fer finnst honum allt í lagi að fólk sé óhresst. Það ætti því að gefa þung- lyndissjúklingum smugu til að smeygja fæti inn um dyrnar á þröng- sýni hans. Ég legg til að pistil- ritari geri tilraun á sjálfum sér. Fyrst Jón- as telur að læknar séu svo ófaglegir og áhrifa- gjarnir að þeir láti lyfjafyrirtæki stýra út- gáfu lyfseðla á „lækna- dóp“ ætti hann að finna sér einn ávísunarglað- an læknadópsdíler til að skrifa upp á skammt af þunglyndislyfi, taka það inn samkvæmt fyr- irmælum og fylgjast svo með áhrifunum. Það ætti víst að vera auðsótt mál, að mati Jónasar, að fá uppá- skrift á þunglyndislyf að óþörfu. Ég, leikmaðurinn, get fullvissað hann um að þar sem hann er heil- brigður finnur hann ekki fyrir nein- um hressuauka. Þunglyndislyf hressa ekki upp á heilbrigt fólk. Þau hressa heldur ekki upp á veikt fólk. Þau stuðla að því ásamt annarri með- ferð að það nái heilsu á ný. Aukaverkanir reynast mörgum mjög erfiðar, svo sem slen, svitaköst, munn- og augnþurrkur, meltingar- truflanir, stinningar- og fullnæg- ingarerfiðleikar. Ekki sérlega hress- andi. Margir þunglyndissjúklingar gefast upp á lyfjameðferð vegna lyfjakvilla. Hvaða heilbrigður maður léti sér detta í hug að leggja það á sig? Ég skora á Jónas að prófa að taka inn þunglyndislyf að óþörfu og fylla þannig þann flokk Íslendinga sem hann fullyrðir að sé að sóa al- mannafé af því að þá langar svo að vera hressir eins og fólkið í sjónvarp- inu. Það gerir lítið úr alvöru sjúkdóms- ins að segja að þeir sem hafi hann séu bara ekki nógu hressir. Í raun er hann að segja að við séum ekki veik. Það svíður verulega undan slíkum aðdróttunum. Ég ber fyllsta traust til læknanna minna. Mér misbýður að þeim sé skipað á bekk með dópdíl- erum. Þunglyndislyf eru ekki fíknvekj- andi, ekki ávanabindandi og valda ekki vímu. Þau leiðrétta boðefna- röskun í heila. Líkt og blóðþrýst- ingslækkandi lyf gera fólki kleift að lifa eðlilegu og ábatasömu lífi án há- þrýstings, gera þunglyndislyf þeim sem þeirra þarfnast fært að vera nýtir þjóðfélagsþegnar í stað þess að verða öryrkjar eða ganga fyrir ætt- ernistapa. Hann fullyrðir að sjónvarpsefni komi inn hjá okkur breyttri skil- greiningu á geðheilbrigði og þar fari fremstir í flokki síhressir stjórnend- ur spjallþátta. Væri þá ekki nær að banna sjónvarp með lagasetningu ef það ruglar borgarana svona í rím- inu? Það væri þá kannski vissara að banna dagblöð líka svo fólk láti ekki glepjast af fræðslu um einkenni og meðferðarúrræði geðsjúkdóma, æði til læknis og fari í gleðipillurús? Prósak fyrir fýlupúka! Ólöf I. Davíðsdóttir Geðheilbrigði Hvers lags kaldlyndi og grimmd er það, spyr Ólöf I. Davíðs- dóttir, að vilja meina sjúku fólki um árang- ursríka meðferð? Höfundur stýrir heimasíðu um þung- lyndi, www.christian-depression. org/is, og hefur flutt fyrirlestra um þunglyndi á kirkjulegum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.