Morgunblaðið - 27.03.2002, Síða 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í ALLRI umræðu
um einkavæðingar-
stefnuna undanfarið,
hefur athyglin fyrst og
fremst beinst að
hneykslismálum ein-
staklinga sem tengjast
einkavæðingunni en
síður að þeirri spurn-
ingu hvort yfirleitt eigi
að einkavæða eða
markaðsvæða opinbera
þjónustu við almenn-
ing. Því ekki að gera
opinberu fyrirtækin að
enn þá betri þjónustu-
fyrirtækjum fyrir al-
menning?
Orðið einkavæðing
er hér notað í þeim skilningi sem
einkavæðingarsinnarnir sjálfir lagt í
orðið, í reynd. Sem sagt að hrifsa
stór þjónustufyrirtæki úr eigu fólks-
ins í landinu, og koma þeim sem
ódýrast í hendur fárra einstaklinga,
sem geta rakað saman fé á þeim.
Drýgsta tekjulind hinna einka-
væddu fyrirtækja verður svo
greiðslur fyrir þjónustu, frá ríkinu,
frá samfélaginu sjálfu.
Áróðurinn um að einkarekin fyr-
irtæki séu í öllum tilvikum betri fyrir
fólkið hefur tröllriðið þjóðinni í ára-
tugi. Niðurstaðan hefur verið að fyr-
irtæki, sem eru mikilvæg fyrir lífs-
afkomu almennings hafa verið
einkavædd, og þjónustan markaðs-
vædd. Nú er stefnan tekin á heil-
brigðis- og menntastofnanir.
Siðblinda græðginnar
Bestu vinir einkavæðingarinnar
bíða með peningaglampa í augum
eftir vænum bita.
Þegar þeir hafa komist á bragðið
verður ekkert nógu gott fyrir þá. Sið-
blindan verður alger. Það er ekki nóg
með það að þeir fái ráðherra og þing-
menn til að útvega sér bita fyrir lítið.
Þeir slá tvær flugur í einu höggi. Þar
sem þeir hafa náð ítökum í ríkisrekn-
um fyrirtækjum valsa þeir um, af
persónulegri græðgi, og koma um
leið óorði á fyrirtækin, svo það verði
auðveldara að fá þau fyrir lítið. Sum-
ir forystumenn markaðshyggju-
flokkanna eru að vísu farnir að tala
um að hægja á þessu.
Þeir eru farnir að ótt-
ast dóm kjósenda í
næstu kosningum, sér-
staklega eftir því sem
dæmin um hneykslin
og siðblinduna hafa
hrannast upp.
Símamálið
Einkavæðing Sím-
ans er dæmi um þetta.
Það er búið að gera
þetta að hlutafélagi.
Æstustu einkavæðing-
arsinnarnir vildu selja
hlut ríkisins sem allra
fyrst, drífa þetta strax
út. Þeir voru að þjóna
hagsmunum auðsafnara sem biðu
eftir að hrifsa þetta í sig. Aðrir hik-
uðu og vildu bíða þess að ríkið fengi
meira fyrir þetta fyrirtæki þjóðar-
innar. Það var út af deilum um þetta
sem allir fóru í hár saman.
Í því uppistandi öllu, ásökunum og
gagnásökunum, komu í ljós spilltar
starfsaðferðir einkavæðingarsinn-
anna og ótrúlegt bruðl með al-
mannafé, og lúaleg árás á starfsfólk
sem vildi opinbera spillinguna.
Nú segja einkavæðingarsinnar að
þetta séu dæmi um spillingu í opin-
berum rekstri.
Það er rangt, þetta er dæmi um
spillingu í einkarekstri. Forysta
Símans misreiknaði sig bara. Hún
hélt að hún gæti hegðað sér eins og
þetta væri venjulegt, risastórt hluta-
félag, sem þyrfti ekki að lúta neinum
öðrum aga en gróðafíkn fárra. Hún
áttaði sig ekki á því að enn eimir eftir
af opinberu eftirliti með Símanum,
því fór sem fór.
Betri ríkisfyrirtæki
Það þarf að efla baráttu gegn
einkavæðingarstefnunni. Láglauna-
fólk, öryrkjar, eldri borgarar, æsku-
fólk, bændur og sjómenn, talsmenn
jafnréttis og byggðastefnu þurfa að
taka höndum saman, með almanna-
fræðslu um til hvers einkavæðingar-
stefnan getur leitt, og hverju við
glötum með markaðsvæðingu þjón-
ustunnar.
En það er líka nauðsynlegt að
bæta rekstur ríkisrekinna fyrir-
tækja, til að hann þjóni betur kröfum
almennings, sé vinsælli. Við þurfum
að reka fyrirtækin svo vel, að þau séu
ekki í hættu gagnvart gróðasókn
einkavæðingarsinna.
Það þarf að opna rekstur og bók-
hald ríkisfyrirtækjanna fyrir starfs-
fólki og almenningi, svo eftirlit með
þeim verði betra.
Við þurfum að tryggja réttarstöðu
starfsfólks og koma í veg fyrir að það
sé neytt til að gera leynisamninga
um laun á kostnað almennra réttinda
og launajafnréttis.
Við þurfum að tryggja áhrif starfs-
fólks og almennings á reksturinn.
Opnari rekstur
Það þarf líka að gera kröfur á
hendur stórum einkafyritækjum,
þar sem leyndin er nánast alger og
spillingin dulin. Fyrirvaralaust er
fyrirtæki, sem fólk byggði sína af-
komu á komið á hausinn eða flutt.
Við búum við einkarekstur þar sem
geðþóttaákvörðun forstjórans getur
svipt starfsfólkið lífsafkomunni, jafn-
vel heilu sveitarfélögin, án þess að
vörnum verði við komið eða bætur
fáist.
Við búum við einkarekstur risafyr-
irtækja þar sem forkólfarnir eru
milljarðamæringar og spekúlantar,
sem borga í skatt svipað og verka-
maður á lægstu launum.
Það er hægt að setja meiri skorður
við framferði risafyrirtækja gegn
starfsfólki og almenningi. Til þess
þurfa almannasamtök og sveitar-
félög að taka höndum saman. En
besta tryggingin fyrir góðri sam-
félagsþjónustu er að hún sé í höndum
fólksins sjálfs.
Lýðræðislegri og
opnari ríkisrekstur
Ragnar
Stefánsson
Einkavæðing
Það þarf að efla baráttu,
segir Ragnar Stefáns-
son, gegn einkavæðing-
arstefnunni.
Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Dómsmálaráðherra
mælti sl. haust fyrir
frumvarpi til laga þar,
sem gert er ráð fyrir, að
heimilt verði að dreifa
ösku látinna yfir haf og
óbyggðir. Hægt er að
skoða frumvarpið á vef
Alþingis (www.al-
thingi.is, 127. löggjafa-
þing, mál 371). Þegar
þetta er ritað hefur
fumvarpið verið sam-
þykkt til þriðju um-
ræðu og verður því
sennilega að lögum
fljótlega.
Ákvæðið er þannig:
„Dóms- og kirkjumála-
ráðherra getur heimilað, samkvæmt
nánari reglum er hann setur, að ösku
verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda
liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar
að lútandi.“
Í athugasemdum með frumvarpinu
um þetta efni segir m.a.: „Almennt
ætti ekki að vera fyrirstaða fyrir því
að heimila að ösku verði dreift yfir op-
ið haf, firði og flóa, t.d. Faxaflóann,
svo og óbyggðir. ... Ekki þykir fært að
heimilað verði að dreifa ösku í byggð
eða væntanlegri byggð, né heldur yfir
stöðuvötn.“
Ekki veit ég hvort það er rétt, að
almennt sé ekki fyrirstaða fyrir því að
ösku látinna verði dreift yfir óbyggð-
ir. Hitt veit ég að ég er á móti því og
almennt veit fólk lítið um þetta laga-
frumvarp sem og þingmál almennt.
Þess vegna er hlutverk fréttamanna
mikilvægt að flytja fréttir af störfum
Alþingis á auðskildu máli.
Ég hef frá æsku leitað til fjalla í
styttri og lengri gönguferðir að sum-
arlagi og í mörg ár höfum við hjónin
farið í eina eða fleiri bakpokaferðir í
óbyggðum á hverju
sumri. Þá er fátt ynd-
islegra en að svala
þorstanum í tærum
fjallalæk, kasta mæð-
unni og setjast á stein
eða leggjast í móann og
horfa upp í skýin.
Kyrrðin getur verið
mikil og náttúran talar
sinni röddu og nærir
líkama og sál og það er
eins og maður nálgist
skapara sinn. Einmitt
þess vegna get ég skilið
að einhverjir vilji láta
dreifa jarðneskum leif-
um sínum yfir land og
haf og það kann að vera
eins konar náttúrurómantík.
Því miður spillir þetta fyrir minni
náttúrurómantík. Mér finnst fremur
ólystugt að eiga von á að drekka ösku
einhverra vina minna þegar ég leggst
niður og teyga vatnið úr fjallalæk og
ennþá verra væri að svolgra í sig ein-
hvern óvin sinn. Það er ekki ólíklegt
að svona aska skolist einmitt með yf-
irborðsvatni í læki og dragár í næstu
rigningu. Svo eru það fjallagrösin, en
á þessum gönguferðum rekst maður
oft á væn skæðagrös hátt til heiða og
nýtur þeirra í ljúffengri fjallagrasa-
mjólk um miðjan vetur þegar hálsinn
er sár. Þar er reyndar vísbending um
að ég sé ekki einn um þessa tilfinn-
ingu að í athugasemdinni segir, að
ekki verði heimilað að dreifa ösku í
byggð eða yfir stöðuvötn. Flutnings-
maður gerir sér nefnilega ljóst að fólk
vill ekki fá slíka ösku yfir kartöflu-
garðinn sinn eða sólpallinn og vill
ekki draga silung úr vatni sem þannig
er mengað.
Mér er ljóst að þetta eru tilfinn-
ingaleg rök og mörg mengunin er
trúlega efnafræðilega og líffræðilega
verri en aska látinna. Hins vegar eru
rökin, sem liggja bak við þessa vænt-
anlegu lagaheimild, reyndar einnig
tilfinningaleg og ég er ekki sannfærð-
ur um að frumvarpið hafi verið und-
irbúið vel með því að leita umsagna
hagsmunaaðila.
Hvað halda t.d. útflytjendur hins
tæra, íslenska vatns á erlenda mark-
aði, að neytendum þar finnist um
þetta efni? Það mætti skrifa á flösku-
miðann: Tært íslenskt fjallavatn. Öll
líkaska hefur verið síuð burt. Sjá vott-
orð frá faggiltri prófunarstofu!
Dreifing ösku
látinna yfir
óbyggðir
Gísli H.
Friðgeirsson
Höfundur er deildarstjóri á Lög-
gildingarstofu.
Umhverfismál
Mér finnst fremur ólyst-
ugt að eiga von á því,
segir Gísli H. Frið-
geirsson, að drekka
öskuna af einhverjum
vinum mínum þegar ég
leggst niður og teyga
vatnið úr fjallalæk.
MAÐUR er nefndur
Guðmundur L. Frið-
finnsson, rithöfundur á
Egilsá í Skagafirði.
Guðmundur er nú
rúmlega hálftíræður að
aldri. Hann er löngu
þjóðkunnur sem mikil-
virkur rithöfundur, hef-
ur stundað ritstörf í
hálfa öld samhliða bú-
skap og fleiri störfum
og gefið út fjölda bóka
um margvísleg efni:
skáldsögur, unglinga-
bækur, smásagnasöfn,
leikrit og ljóðabók, að
ógleymdum þjóðlegum
sagnaþáttum. Hann
hefur því fengist við allar höfuðgrein-
ar ritlistar á langri ævi, og jafnan hafa
bækur hans notið vinsælda og verið
mikið lesnar. Síðasta stóra ritverk
Guðmundar var bókin Þjóðlíf og þjóð-
hættir, sem út kom árið 1991. Sú bók
vakti mikla athygli, enda stórvirki.
Fyrir hana hlaut Guðmundur Davíðs-
pennann, verðlaun Félags ísl. rithöf-
unda, en einnig var hún tilnefnd sem
ein af fimm fræðibókum til ísl. bók-
menntaverðlaunanna. Guðmundur
hefur skirfað nokkur framhaldsleikrit
fyrir börn og unglinga, sem sum hafa
verið flutt í útvarpi. Á liðnum vetri
gerðust þau tíðindi, að Leikfélag Ak-
ureyrar frumsýndi leikrit eftir Guð-
mund L. Friðfinnsson í tilefni af 95
ára afmæli hans og 50 ára rithöfund-
arafmælis. Leikritið, sem nefnist
„Berfætlingar“, fékk já-
kvæða dóma gagnrýn-
enda og þeirra er það
sáu. Guðmundur fæst
enn við skriftir, þrátt
fyrir háan aldur, og á nú
fullbúið handrit að
barnasögu og smá-
sagnasafni, sem bíður
útkomu.
Um nokkurt skeið
hafa Menningarsamtök
Norðlendinga, ME-
NOR, unnið að því, að
Guðmundi L. Friðfinns-
syni verði veitt heiðurs-
laun listamanna. Sam-
tökin álíta, að
Guðmundur hafi með
fjölbreyttum ritverkum sínum á
hálfrar aldar rithöfundarferli unnið til
þess, að Alþingi sýni honum þann
sóma. Hann er fulltrúi aldarinnar,
sem nú hefur kvatt og þeirrar ísl.
bændamenningar, sem skilað hefur
hvað drýgstum bókmenntaarfi til
komandi kynslóða. Aldamótakynslóð-
in bjó við gjörólíkar aðstæður þeim,
sem við þekkjum í dag.
Samt vann hún afrek á hinu menn-
ingarlega sviði, sem munu geymast.
Þjóðin stendur í þakkarskuld við
hana.
Menntamálanefnd Alþingis, sem
tilnefnir listamenn í heiðurslauna-
flokk, virðist þó vera á annarri skoð-
un. Tvívegis hefur hún hafnað því að
veita Guðmundi L. Friðfinnssyni
heiðurslaun. Fyrir ári ákvað mennta-
málanefnd að fjölga um 10 manns í
heiðurslaunaflokki, enda hafði þá ekki
verið tekið þar inn nýtt fólk í nokkur
ár. Ekki fann Guðmundur á Egilsá
náð fyrir augum nefndarmanna í það
sinn, né heldur nú fyrir síðustu jól við
gerð fjárlaga yfirstandandi árs, en þá
ákvað meirihluti nefndarinnar, að
fjöldi heiðurslaunahafa skuli vera
óbreyttur þetta ár, en fjárhæð hækk-
uð um 100 þús. á ársgrundvelli. Nú
skipar heiðurslaunaflokk 21 listamað-
ur, en sérstaka athygli vekur, að í
þeim hópi situr enginn listamaður bú-
settur úti á landsbyggðinni, og hefur
svo ekki verið síðan 1994. Með því er
engri rýrð kastað á það mikilhæfa
fólk, sem þennan flokk fyllir, en að-
eins bent á, að góður listamaður má
síst af öllu gjalda fyrir það að vera bú-
settur utan Faxaflóasvæðisins. Því
varla er landsbyggðin svo rýr í roð-
inu, að hún eigi ekki frambærilegt
listafólk til að taka sæti í heiðurs-
launaflokki. Vart trúi ég að nokkrum
detti það í hug.
Stjórn MENOR leyfir sér að gagn-
rýna afstöðu menntamálanefndar í
þessu máli.
Við hljótum að spyrja, hvort góður
listamaður búsettur úti á landsbyggð-
inni eigi ekki að hafa sömu möguleika
og aðrir til að hljóta heiðurslaun.
Okkur er ljóst, að margir eru kallaðir
en fáir útvaldir á akri menningar og
lista og ýmis nöfn hljóta óhjákvæmi-
lega að koma til álita, þegar velja skal
fólk til heiðurslauna. Og sá á kvölina,
sem á völina, segir orðtækið.
En þá kröfu hlýtur að verða að
gera til þingmanna í menntamála-
nefnd, að þeir hafi a.m.k. fyrir því að
kynna sér verk þess fólks, sem þeir
eiga að ákvarða um, en láti ekki ann-
arleg sjónarmið ráða afstöðu sinni. Á
það teljum við hafa skort, hvað snert-
ir rithöfundinn,
Guðmund L. Friðfinnsson. Tvö
verk Guðmundar voru afhent nefnd-
inni fyrir ári til upplýsingar og kynn-
ingar, en okkur vitanlega ekki lögð
fram á fundum nefndarinnar hvorki
þá né nú fyrir síðustu jól. Okkur er
ekki fullkomlega ljóst, hvaða kröfur
menntamálanefnd Alþingis gerir til
þess fólks, sem hún telur verðugt
þess heiðurs að taka sæti í heiðurs-
launaflokki listamanna.
Það hefur verið erfitt að henda
reiður á slíku, en vafalaust hefur
nefndin sínar viðmiðanir.
Við hljótum þá að gera kröfu til
þess, að nefndin rökstyðji afstöðu
sína í þessu máli.
E.t.v. þurfa menn stöðugt að vera
sýnilegir í fjölmiðlum, blöðum og út-
varpi, til að hljóta náð fyrir augum
nefndarinnar, og hinir hógværu í
landinu eigi því litla möguleika.
Kannski telja nefndarmenn ekki
ástæðu til, að samfélagið sýni þeim
rithöfundi viðurkenningu, sem á
langri ævi og með þrotlausri elju hef-
ur skapað bókmenntaverk, sem þjóð-
in hefur lesið sér til ánægju og fróð-
leiks og tekið ástfóstri við, verk sem
tengja þjóðlegan arf komandi kyn-
slóðum. Er það ekki nægjanlegt? Eða
þurfa menn einfaldlega að vera, það
sem kallað er „fínir“ listamenn til að
menntamálanefnd Alþingis veiti þeim
athygli?
Nokkur orð um heiðurslaun
Ólafur Þ.
Hallgrímsson
Heiðurslaun
Þurfa menn einfaldlega
að vera, spyr Ólafur Þ.
Hallgrímsson, það sem
kallað er „fínir“ lista-
menn til að mennta-
málanefnd Alþingis veiti
þeim athygli?
Höfundur er sóknarprestur
á Mælifelli í Skagafirði og for-
maður MENOR.