Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 33
Aðalfundur
Aðalfundur Íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn
miðvikudaginn 27. mars n.k. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38
og hefst fundurinn kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins
2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga
3. Önnur mál, löglega upp borin
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofum félagsins
á Keflavíkurflugvelli og að Suðurlandsraut 24, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun.
Stjórn Íslenskra aðalverktaka hf.
Fimmtudagurinn
21. mars hverfur mér
seint úr minni. Ég,
ásamt fleiri frambjóð-
endum Sjálfstæðis-
flokksins vegna
borgarstjórnarkosn-
inganna, ræddi við þá
sem reka verslun og
aðra þjónustu við
Laugaveginn og göt-
urnar þar í kring. Til-
gangurinn var að
kynna fund seinna
sama dag þar sem
miðborgarmálin voru
í brennidepli.
Miðborginni hefur
hrakað hratt á ör-
skömmum tíma. Setningar eins og:
„Það er verið að murka úr okkur
lífið,“ „ég myndi hætta ef ég gæti,“
„við byrjum daginn á því að
hreinsa upp sprautunálar og
mannasaur,“ „Smáralindin eða
verslunarferðir til útlanda eru ekki
aðalógnvaldurinn heldur borgaryf-
irvöld,“ „það er of seint að gera
nokkuð í málinu,“ „einhvers staðar
verða dópistar og rónar að vera,“
„vændi er komið til að vera“ og
„það er tilgangslaust að leita til
lögreglunnar“ enduróma í huga
mér.
Ég ætla ekki að þreyta lesendur
á því að draga upp fleiri ömurlegar
myndir heldur finnst mér að nú sé
kominn tími til að snúa vörn í
sókn. Sjálfstæðismenn ætla með
öflugu átaki að treysta mannlíf í
miðborginni og gera hana fjöl-
skylduvæna á ný. Við ætlum m.a.
að: Hefja markvisst uppbygging-
arstarf og hreinsa til í miðborg-
inni; tryggja að ofverndun gamalla
húsa komi ekki í veg fyrir eðlilega
uppbyggingu og þróun; leggja
áherslu á að fjölga íbúum í mið-
borginni og treysta forsendur við-
skipta og annarrar atvinnustarf-
semi; tryggja öryggi
borgaranna með þjón-
ustusamningi við lög-
regluyfirvöld eða öðr-
um nauðsynlegum
aðgerðum; efla allt
samstarf við hags-
munaaðila hverfisins
og setja á laggirnar
miðborgardeild í sam-
vinnu við þá og lög-
regluyfirvöld; tryggja
næg bílastæði í mið-
borginni og afnema
stöðumælagjöld þegar
bílum er lagt í
skamman tíma; flytja
nektarstaðina út fyrir
miðborgarmörkin í samvinnu við
rekstraraðila; koma á fót betri
hreinlætis- og salernisaðstöðu fyr-
ir almenning í miðborginni og
auka lýsingu gatna og mannvirkja;
kanna forsendur fyrir rekstri mið-
borgarstrætós; treysta stoðir mið-
borgarinnar með þekkingarþorpi á
suðurvæng hennar í Vatnsmýrinni
og ráðstefnu- og tónlistarhúsi á
norðurvæng hennar við höfnina.
Við viljum bæta ímynd miðborg-
arinnar, sem er hjarta Reykjavík-
ur, og þar höfum við svo sann-
arlega verk að vinna. Reykjavík í
fyrsta sæti!
Hefjum mið-
borgina til vegs
og virðingar
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Miðbær
Sjálfstæðismenn ætla
með öflugu átaki, segir
Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, að treysta mann-
líf í miðborginni.
Í BRETLANDI
hefur auðkýfingurinn
Mohammed Al-Fayed
reynt að kaupa
Wembley-leikvanginn
án árangurs. Hann
fær ekki að kaupa
hann þar sem hann er
talinn vafasamur.
Hann er af egypskum
ættum og sagður hafa
auðgast á vopnasölu.
Hann keypti knatt-
spyrnuliðið Fulham
og hefur á undan-
förnum árum stýrt því
upp í úrvalsdeildina
bresku. Liðið hefur
vænlega stöðu í deildinni og ætlar
sér frekari hluti ef marka má viðtal
við Al-Fayed á sjónvarpsstöðinni
Sky í desember. Hvers vegna Al-
Fayed fær ekki leyfi til þess að
kaupa Wembley er flestum, sem
aðhyllast frjálst hagkerfi, hulin
ráðgáta. Viðskiptaleg
lögmál gilda ekki
lengur þegar ,,vafa-
samir“ viðskiptamenn
eru annars vegar.
Skiptir þá engu máli
hvort og hversu mikið
þeir hafa gert fyrir
samfélagið. Hvort þeir
halda uppi atvinnu
fyrir hundruð, þús-
undir eða tugþúsundir
manna. Al-Fayed hef-
ur verið sakaður um
mútur, svik og pretti í
breskum stjórnmál-
um. Hann er óæski-
legur af breskum
stjórnvöldum. Skyldu
stjórnvöld víðar í heiminum hafa
þann háttinn fremstan, að dæma
viðskiptamenn eftir gróusögum og
gera hvað þeir geta til að knésetja
þá?
Ævintýri úr bresku
viðskiptalífi
Hjálmar Blöndal
Guðjónsson
Höfundur er nemi og blaðamaður.
Ráðgáta
Hvers vegna Al-Fayed
fær ekki leyfi til þess að
kaupa Wembley, segir
Hjálmar Blöndal
Guðjónsson, er flestum
hulin ráðgáta.
NÚ er liðinn tals-
verður tími frá því ég
áttaði mig á undarleg-
um staðreyndum um ís-
lenska námsmenn sem
hafa átt því (ó)láni að
fagna að stunda fram-
haldsnám í enskumæl-
andi löndum. Um jólin
upplýsti þjónustu-
fulltrúi LÍN mig um af-
leiðingar gengissigs ís-
lensku krónunnar og
hvernig það hefði
gleypt það sem ég átti
eftir að fá að láni til að
greiða afborganir
skólagjalda hér ytra.
Fulltrúi bankanna
sagði mér síðan að margir skuldugir
viðskiptavinir væru á barmi tauga-
áfalls vegna vaxtaafborgana þessa
dagana. Loks gaf ég mig fram við
SÍNE (Samband íslenskra náms-
manna erlendis) og ákvað í framhaldi
af því að sækja fund þeirra í jólaleyf-
inu heima til þess að átta mig betur á
þessu.
Á fundinum settist í mig gömul
gremja formæðra minna yfir órétt-
læti heimsins og furðulegum sam-
skiptavenjum ráðamanna sem við
kjósum yfir okkur í glaðværð kosn-
ingaréttarins. Framhaldsnemar í
hugvísindum hafa orðið að láta yfir
sig ganga langar þagnir, undan-
brögð, göngur frá Pílatusi til Her-
ódesar, bið við luktar dyr – og loks
niðurlægjandi aðfinnslur um sér-
kennilegt námsval og jafnvel til-
gangsleysi utanfarar. Síst batnaði
það á dögunum þar sem einn af yf-
irmönnum LÍN lætur hafa eftir sér
þá fásinnu að vandinn snúist ekki síst
um „fyrirhyggjuleysi nema“ og þótti
nú heldur fast kastað úr glerhúsi.
Bragur þessi lætur bæði hátt og illa í
eyrum miðað við mærðina sem
stundum hrekkur af vörum sömu
manna um íslenska nemendur sem
eiga eitthvað erfitt með að rata heim
að námi loknu oftar en ekki vegna
launastefnu sem fáa laðar að.
Sem fulltrúi SÍNE í Skotlandi
ákvað ég að bera saman reynslu ann-
arra nema hér og mína eigin. Nið-
urstaðan var bágborin. Nemendur á
meistarastigi ætla ekki út í frekara
nám hér þar sem fjárhagslegar for-
sendur eru brostnar. Fyrir þá sem
ætla í lengra nám merkir þetta að
gefa upp gamlan draum eða leita á
önnur mið og fara í gegnum annað
aðlögunarferli, s.s. að kynnast nýju
skólakerfi, leiðbeinendum, nýju sam-
félagi og tungumáli. Verst fara þó
þeir út úr þessu sem hafa ekkert val
lengur og voru staddir
úti á miðju skeri þegar
flæddi að. Þetta er fólk
í miðju doktorsnámi en
við því blasir sá veru-
leiki að hætta í sumar
eða leggjast í tímafreka
leit að styrkjum upp á
von og óvon.
Varla nær nokkurt
framtak skýrum skiln-
ingi ráðamanna nema
með því fylgi tvær höf-
uðskepnur landsins:
Góð landkynning og
peningar. Það sem áð-
ur þótti verðlaust getur
óvænt orðið verðmætt.
Nærtækast er að nefna
tónlist Bjarkar sem breyttist allt í
einu í „snilld“ þegar ljóst var að hún
merkti „bisness“. Vegna hinnar
breyttu stöðu í námi mínu leitaði ég
til viðeigandi prófessors við deildina
mína Edinborgarháskóla, en það tók
hann lengstan tíma að skilja vaxta-
mark skuldugra nema í íslenskum
bönkum. Ég reyndi að útskýra hið
viðkvæma íslenska efnahagslíf, en
það sem honum gekk erfðast að
skilja var akkurinn sem hlýst af
stofnun eins og LÍN. Þá útskýrði ég
fyrir honum að nú væri svo komið að
LÍN ætti engin úrræði fyrir nem-
endur á enskri grund. Við værum því
skilin eftir eins og fiskar á þurru
landi; okkur væri gert að sjá um okk-
ur sjálf ellegar senda sérlegar beiðn-
ir til umboðsmanns Alþingis til að
vekja athygli á málstað okkar og bíða
svo þangað til eitthvað gerðist. Eða
að leita að styrkjum – og því leitaði
ég til hans. Máli mínu var vel tekið
og staða mín er betri en margra ann-
arra þótt hún sé ekki beysin.
Öll erum við samt að bíða eftir
svörum. Vinnan sem liggur að baki
er skyndilega orðin að fíflalegum leik
sem enginn botnar neitt í. Á SÍNE-
fundinum um jólin heyrði ég sagt:
„Það er léttir að sjá og heyra að ég er
ekki eini ómaginn í íslensku sam-
félagi sem safnar upp skuldum fyrir
ekki neitt.“ Heldur fannst mér ill-
þyrmileg þessi sjálfsmynd Íslend-
ings í doktorsnámi, en ég vissi hvað
hann átti við. Þeir nemendur sem
hafa vogað að stíga þetta skref – sér í
lagi þeir sem hafa ekki breiða bak-
hjarla – vita hvað er í húfi. Íslend-
ingur, með fortíð þjóðar sinnar skrif-
aða í gen sín og blóð, er nú enn og
aftur að velkjast með húfu á milli
handanna gjörsamlega háður náð
eða ónáð yfirvaldsisns. Þetta er eins
og að vera fugl í íróníu Jónasar Hall-
grímssonar. Setan yfir eggjunum er
afstaðin, hreiðrið fullt af ungum og
fuglinn mynnist við sól og himin í leit
að æti sumpart af náttúrlegri hvöt og
sumpart af einskærri starfsgleði. Á
slíkum degi snýr hann aftur að
hreiðri sínu – og viti menn: Alla étið
hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu!
Fyrir sóun í skjóli einkavæðingar
erum við fús að greiða en að fjárfesta
í menntun veldur hiki og tafsi. Eina
tillögu vildi ég þó leggja fram fyrst
nemendur verða að taka að sér þessa
einkennilegu landkynningu á enskri
grund: Að forráðamenn LÍN (eða
landsins) geri okkur skriflega grein
fyrir túlkun þeirra á skólagjaldaregl-
unni og ástandskrónunni og ákvörð-
un þeirra um að leggja á herðar
námsmanna í útlöndum afleiðingar
gengisvaltrar tilveru. Undirritun
væri vel þegin því ekki dettur mér
annað í hug en að forráðamenn vilji
axla ábyrgð á þessum ákvörðunum
sínum. Að lokum vil ég minna á að
slíkt plagg þarf að vera á ensku svo
það skiljist, því LÍN hefur átt það til
að þvæla fyrir okkur reikningsdæm-
um sínum með því að tala stundum
um pund eða dollara og stundum um
krónur. Slík tvítunga gengur aðeins
upp þegar snúa þarf upp á íslenskan
sannleika. Plaggið má senda á net-
fang mitt og skal ég prenta það út og
fjölrita á eigin kostnað svo ég geti
dreift því til skjólstæðinga LÍN hér í
Skotlandi tafarlaust. Netfangið er
g.oladottir@sms.ed.ac.uk. Það væri
vitanlega ekki í fyrsta sinn sem
„ómagi“ seildist ofan í eigin vasa til
að lána íslenska ríkinu þær krónur
sem hann hélt að hann hefði að láni
um tíma. Og dettur mér þó síst í hug
að kalla lýðveldið „bananalýðveldi“
eins og genasalinn gerði nýkominn
heim eftir langa þekkingarleit. Hon-
um var greinilega fyrirgefið – og ég
leyfi mér að vona að það hafi verið í
krafti þekkingar hans því annars ótt-
ast ég að heimþrá framhaldsnema
læknist að eilífu.
„Alla étið hafði þá …“
Gunnbjörg
Óladóttir
LÍN
Við erum fús að greiða
fyrir sóun í skjóli einka-
væðingar, segir Gunn-
björg Óladóttir, en að
fjárfesta í menntun
veldur hiki og tafsi.
Höfundur er fulltrúi SÍNE
í Skotlandi.
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir
Þumalína,
Pósthússtræti 13 og Skólavörðustíg 41
Póstsendum – sími 551 2136
Meðgöngufatnaður