Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 34

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Davíð Oddsson forsætis-ráðherra sagði í ræðu áársfundi Seðlabankans ígær að kaflaskipti hefðu orðið í efnahagsmálum og nú horfði vel í íslensku efnahagslífi. Gott jafnvægi væri að myndast í hag- kerfinu og tekist hefði að festa í sessi kaupmáttaraukningu undan- farinna ára. „Innviðir hagkerfisins eru betri og traustari en áður og komi ekki til óvæntur andbyr má ætla að framundan sé tímabil hag- vaxtar og áframhaldandi kaup- máttaraukningar.“ Davíð sagði efnahagsþróunina undanfarið ár hafa fært okkur heim sanninn um hversu miklu það skipti fyrir Íslendinga að búa við sveigjanlega hagstjórn sem gæti tekið mið af þeim aðstæðum sem hér væru uppi. Þjóðhagsstofnun spáði nú að verðbólgan yrði um 2,6% frá upphafi til loka ársins og gengi sú spá eftir, sem allt benti til, hefði tekist að stýra efnahagsmál- unum á þann veg að þrátt fyrir erf- iða aðlögun hagkerfisins héldi kaupmáttur enn áfram að vaxa, áttunda árið í röð. Tæplega 9% atvinnuleysi í evrulöndum en 2% hér Forsætisráðherra vék því næst að Evrópumálum og evrunni og sagði m.a.: „Evran kann að end- urspegla ágætlega aðstæður á meginlandi Evrópu og taka mið af efnahagsþróuninni í Þýskalandi og Frakklandi og þeim væntingum sem gerðar eru til hagkerfa þess- ara helstu bandalagsríkja. Það þarf á hinn bóginn mjög frjótt ímynd- unarafl og yfirgripsmikið þekking- arleysi til að komast að þeirri nið- urstöðu að evran geti nokkru sinni endurspeglað íslenskt hagkerfi og íslenskan veruleika. Það er stað- reynd að íslenska efnahagslífið sveiflast ekki í fullum takti við efnahagslíf Evrópulandanna, og þau meginöfl sem ráða framvindu mála hér á landi eru ekki þau sömu og ráða för á evrusvæðinu. At- vinnuleysi í evrulöndum er nú tæp níu prósent og er þar þó miðað við miklu lægri starfslokaaldur en gildir hér á landi. Halda menn virkilega að þetta mikla leysi hafi ekki áhrif á ák um stýrivexti? Við Íslend um við 2% atvinnuleysi. E að þessar ólíku aðstæður sömu vexti eða er það draumur þeirra sem hvað ganga fram í að teyma þjó Evrópusambandið að við okkar málum þannig fyr vinnuleysið verði svipað o næðist fram aðlögun a stefnu Evrópska seðla Eða trúa menn því í fullri þeir stýrivextir, sem nú er löndunum, sem miðast vi reyna að rífa upp hagvöxt eins og Þýskalandi, hefð hér á landi í þeirri baráttu Davíð Oddsson forsætisráðherra fagnaði læk Gott jafn myndast Davíð Oddsson forsætisráðherra sagð myndast í hagkerfinu og fagnaði því gæti nú hafist. Davíð sagði einnig að þ ast að þeirri niðurstöðu að evran gæ ÞRÓUN gengis að undan-förnu hefur verið hagstæðog tvær síðustu mælingarbenda til lítillar undir- liggjandi verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Birgis Ísleifs Gunnarssonar, bankastjóra og formanns banka- stjórnar Seðlabankans, á ársfundi bankans í gær. Hann sagði að auknar líkur virtust á að verðbólguspá bankans fyrir árið í ár gengi eftir. Þá staðfestu nýjustu upplýsingar Þjóðhagsstofnunar að framleiðsluspenna hyrfi í ár. Af þessum ástæðum hefði bankastjórn Seðlabankans ákveðið að lækka vexti í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, þ.e. stýrivexti. Aðhald í peningamálum væri þó enn mikið, enda nauðsynlegt til að tryggja við- unandi verðbólgu. Birgir Ísleifur sagði að við að- stæður þær sem ríkt hefðu væri álitamál hvenær rétt væri að grípa til aðgerða í peningamálum. Í byrjun febrúar hefði Seðlabankinn ekki tal- ið tilefni til að lækka vexti að sinni í ljósi aðstæðna. Bankinn sagði þá einnig að forsendur gætu hins vegar breyst tiltölulega hratt og þar myndi þróun gengis og verðlags á næstu mánuðum hafa mikið að segja. Stýrivextir Seðlabankans voru síðast lækkaðir um 0,8% í nóvember á síðasta ári og þar áður um 0,5% í mars. Viðskiptabankarnir tilkynntu í síðustu viku að þeir myndu lækka vexti á hluta af út- og innlánum sín- um um 0,25-0,40%. Tregða til vaxtalækkana tengdist gengisþróuninni Birgir Ísleifur sagði í ræðu sinni að á liðnu ári hefði lengst af verið lagt fast að bankanum að lækka vexti meira en gert var. „Í þeirri miklu umræðu var því meðal annars haldið að Seðlabankanum að efna- hagslægðin, eins og það var kallað, væri senn að baki, framundan væri stórfelldur samdráttur og jafnvel kreppa og atvinnulífið ætti mjög í vök að verjast. Allt reyndist þetta mjög orðum aukið.“ Hann sagði að vaxtabreytingar hefðu áhrif á verðbólgu bæði í bráð og lengd, til skamms tíma í gegnum gengi krónunnar, sem væri næmt fyrir vaxtabreytingum, og til langs tíma með því að hafa áhrif á eftir- spurn og framleiðsluspennu. Rann- sóknir Seðlabankans bentu til þess að vextir hefðu svipuð áhrif á verð- bólgu. Þeir slægju á han bankar í stóru efnahagsu svo sem í Bandaríkjunum hags- og myntbandalagi þyrftu ekki að hugsa mjög ið þó að þeir gerðu það s orði kveðnu. Ástæðan væ þessar efnahagsheildir vær sér nógar að verulegu leyti isbreytingar hefðu sáralíti verðbólgu. „Seðlabanki Íslands ge vegar ekki leyft sér að ho hjá gengisþróun, svo mikil hún hefur hér á verðlag Seðlabankans til að lækka ustu mánuði tengist ekki sís um vegna gengisþróunarin athuganir sýni að gengið m til styrkjast frá upphafi til l árs, sýnir reynsla unda vikna að það er mjög viðkvæ utanaðkomandi áhrifum sveiflast nokkuð á allra síð um. Samningar aðila á vinn um rauðu strikin í maí hafa Seðlabankastjóri tilkynnti um vaxtalækkun á árs Hagstæð gen þróun og lítil u liggjandi verð Morgunblað Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, sagði fundi bankans að svo virtist sem auknar líkur væru á því a bólguspá bankans fyrir árið í ár gengi eftir og meðal anna vegna hefði bankastjórnin ákveðið að lækka stýrivextina Bankastjórn Seðla- bankans ákvað í gær að lækka vexti í endur- hverfum viðskiptum við lánastofnanir, þ.e. stýrivexti bankans, um 0,5%. STRÆTÓ OG SÍMINN ORÐSPORI STEFNT Í HÆTTU Nokkrar vonir hafa verið bundn-ar við það meðal sauðfjár-bænda að takast mætti að efla útflutning lambakjöts og selja það sem gæðavöru á erlendum mörkuðum. Hafa menn þá m.a. horft til þess góða orðspors sem Ísland nýtur sem fram- leiðandi hreinna og hollra matvæla, en það hefur sjávarútvegurinn fyrst og fremst byggt upp. Því orðspori er augljóslega í hættu stefnt með vinnubrögðum af því tagi, sem lýst var í frétt á baksíðu Morg- unblaðsins síðastliðinn sunnudag. Þar kemur fram að vegna ófullnægjandi umbúða, merkinga og vottorða hafi yf- irvöld í þremur ríkjum Evrópusam- bandsins hreinlega eytt íslenzku lambakjöti áður en það komst á neyt- endamarkað. Dýralæknayfirvöld í Danmörku, Hollandi og Englandi hafa tilkynnt um málið til höfuðstöðva ESB í Brussel og segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir íslenzk stjórnvöld hafa af því áhyggjur. Þá hafi þurft að senda menn til Danmerkur í byrjun marz til að „vinna traust yfirvaldanna þar aft- ur“ því að þau hafi verið komin á fremsta hlunn með að stöðva innflutn- ing frá Íslandi. Halldór greinir aukin- heldur frá því að fyrr í mánuðinum hafi íslenzk stjórnvöld stöðvað gám með lambakjöti í Hafnarfirði vegna áður- nefndra galla, en hefði hann farið á áfangastað „hefði útflutningur til ESB væntanlega heyrt sögunni til“. Aðeins fimm aðilar hér á landi stand- ast þær kröfur, sem Evrópusambandið gerir til matvælaframleiðenda svo þeir fái leyfi til að flytja inn kjöt til ríkja sambandsins. Af þessum fimm hefur eingöngu einn, þ.e. Sláturfélag Suður- lands, fullnægt öllum kröfum við út- flutning á lambakjöti. Þetta mál vekur ýmsar spurningar. Hvernig stendur á því að íslenzkur landbúnaður stendur sjávarútveginum svona langt að baki hvað varðar gæða- eftirlit? Íslenzk fiskvinnsla flytur út af- ar viðkvæma vöru til mjög kröfuharðra markaða. Hún hefur getið sér orð fyrir gæðavöru og uppfyllir ströngustu kröfur stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar, þar á meðal í Evrópusamband- inu. Hins vegar hafa fá íslenzk slátur- hús og kjötvinnslur fengið gæðavottun ESB og nú kemur í ljós að jafnvel þeir, sem fengið hafa leyfi til að selja vöru sína innan sambandsins, standa ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Það er augljóslega full þörf á að gera hér bragarbót; annars geta út- flutningsmöguleikar landbúnaðarins spillzt til frambúðar. Það breytir engu þótt sumir talsmenn sláturhúsa bendi á að útflutningur sé kvöð á þeim; það er ekki afsökun fyrir því að spilla framtíð- artækifærum til að stækka markaðinn fyrir íslenzkt lambakjöt. Það er líka önnur hlið á þessu máli. Reglur á borð við þær, sem Evrópu- sambandsríkin hafa sett, eru hugsaðar til verndar neytendum. Íslenzk yfir- völd gera gífurlegar kröfur til þeirra, sem vilja flytja hingað erlendar land- búnaðarvörur, raunar svo miklar að ýmsar landbúnaðarafurðir sem eru al- gengar í nágrannalöndunum sjást aldrei á borðum íslenzkra neytenda. Gerum við minni kröfur eða höfum slakara eftirlit með innlendum fram- leiðendum en erlendum? Hvað eiga ís- lenzkir neytendur að halda þegar svona mál koma upp? Í borgarstjórn Reykjavíkur var í síð-ustu viku hart deilt um samning, sem borgarritarinn í Reykjavík gerði á síðasta ári við stjórnarformann Strætó bs. um greiðslur „vegna vinnuframlags umfram hefðbundna stjórnarfor- mennsku“ á fyrstu mánuðunum í starfi fyrirtækisins. Samningurinn var gerð- ur fyrir hönd allra eigenda fyrirtæk- isins, sem eru sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu, og námu greiðslur samkvæmt honum um 4,5 milljónum króna án virðisaukaskatts á 8 mánaða tímabili. Stjórn fyrirtækisins, sem skipuð er fulltrúum sveitarfélaganna, frétti hins vegar ekki af samningnum fyrr en eftir að Guðlaugur Þór Þórð- arson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, hafði sent fyrirtækinu fyrir- spurn um greiðslur til stjórnarformannsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri hefur sagt að samningurinn hafi verið gerður samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið, en í ummælum annarra bæjarstjóra í fjölmiðlum hefur komið fram að þeim hafi ekki verið ná- kvæmlega kunnugt um efni samnings- ins og hann hafi ekki komið inn á borð viðkomandi sveitarstjórna. Það eru augljósar hliðstæður með þessu máli og þeim greiðslum til fyrr- verandi stjórnarformanns Landssíma Íslands fyrir ráðgjafarstörf í þágu fyr- irtækisins, sem umdeildar urðu fyrir nokkrum vikum þótt málin séu ekki sambærileg að öllu leyti. Í báðum til- fellum er fremur deilt um form en upp- hæðir; í báðum tilfellum hefur það kom- ið fram að stjórn viðkomandi fyrirtækja vissi ekki af samningi um „óvenjulegar“ greiðslur til stjórnarfor- mannanna. Þessi tvö mál, sem upp hafa komið, hljóta að verða til þess að bæði hjá ríki og sveitarfélögum verði mót- aðar skýrari reglur um ákvarðanatöku í tengslum við greiðslur til einstaklinga, sem tengjast stjórnum fyrirtækja sem fara með fjármuni almennings. Slíkt stuðlar að því að eyða tortryggni í tengslum við slíka samninga og er jafn- framt vernd viðkomandi einstaklinga fyrir óvægnum umræðum í fjölmiðlum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að ýmsu leyti verið í erfiðri stöðu vegna þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið um málefni Landssímans. Málið hefur háð borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna að því leyti að þeir hafa átt örðugt um vik að halda áfram gagnrýni sinni á meðferð á peningum skattgreiðenda í Reykjavík í tengslum við uppbyggingu fjarskiptafyrirtækisins Línu.nets. Þeir hafa mátt eiga von á að þegar þeir tækju það mál upp, myndi Reykjavík- urlistinn rifja upp Landssímamálið á móti. Með þeim umræðum, sem fram hafa farið um fyrirkomulag greiðslna til stjórnarformanns Strætó bs., er aug- ljóst að talsmenn Reykjavíkurlistans eru komnir í varnarstöðu í þeim hörðu átökum, sem framundan eru á vett- vangi borgarstjórnar. A.m.k. verða málefni Landssímans nú trauðla notuð til að valda Línu.net og gera má ráð fyr- ir að sjálfstæðismenn taki málefni síð- arnefnda fyrirtækisins upp af fullum krafti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.