Morgunblaðið - 27.03.2002, Side 42

Morgunblaðið - 27.03.2002, Side 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Steins-son fæddist í Vestmannaeyjum hinn 22. janúar 1916. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 21. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Steinn Sigurðsson klæð- skeri, f. 6.4. 1873, d. 7.11. 1947, og Kristín Hólmfríður Friðriks- dóttir, f. 4.2. 1878, d. 4.6. 1968. Börn Steins og Kristínar voru auk Sigurðar: Jóhannes sem dó sem ungbarn, Anna Guðrún, f. 4.1. 1905, d. 3.12. 1933, Margrét f. 31.7. 1906, d. 27.9. 1920, Friðrik, f. 11.11. 1907, d. 5.8. 1975, Ásmundur, f. 17.12. 1909, d. 4.7. 1981, Anna Sigríður, f. 4.1. 1911, d. 28.5. 1970, Jóhann- es Kristinn, f. 19.12. 1914, d. 24.12. 1989, Auður, f. 11.2. 1917, d. 15.2. 1986, og eftirlifandi bróðir Ingólfur Páll, f. 1.6. 1924. Árið 1938 giftist Sigurður eft- irlifandi konu sinni, Guðnýju Árnadóttur og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Nanna, f. 8.3. 1940, gift Adreas Vidar Olsen. 2) Steinn, f. 16.2. 1944, kvæntur Sjöfn Guðmundsdóttur og eiga þau tvær dætur, Guðnýju, f. 19.12. 1974, gift Páli Georgssyni, og Þór- dísi, f. 17.7. 1980. 3) Guðrún Krist- ín, f. 14.8. 1954, gift Stefáni Jóni Hafstein. 4) Árni, f. 22.11 1957, kvæntur Elínu Ásdísi Ásgeirsdótt- ur og eiga þau þrjú börn, Sigurð Ásgeir, f. 19.1. 1989, Ólaf Frey, f. 16.8. 1990, og Guðrúnu Nönnu, f. 31.3. 1996. Eftir almenna skólagöngu hóf Sig- urður árið 1933 járn- smíðanám í Héðni og fór í framhaldsnám til Danmerkur í Tekniska Instituted í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst við járnsmíðar í Héðni í um tíu ára skeið og stundaði síðan verslunarstörf þar. Síðar hóf hann störf hjá Raf- tækjaverslun Íslands þar sem hann stundaði innflutning og sölu auk þess sem hann lét framleiða ýmsa hluti hér innanlands. Árið 1980 stofnaði hann sitt eigið fyr- irtæki sem hann rak í um tíu ár. Hann stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík árið 1954 og lagði stund á myndlist og tók þátt í fjölmörgum samsýningum og hélt einkasýningar á járnskúlp- túrum. Hann var mjög virkur í fé- lagslífi, var meðlimur í Frímúr- arareglunni, var um skeið formaður hjá Sjálfstæðisflokkn- um í Kópavogi, var í frjálsum íþróttum og fimleikum í ÍR og var einnig í stjórn þess, var í Mynd- höggvarafélagi Íslands og var um skeið í stjórn þess. Hann var einn- ig í Bræðrafélagi Dómkirkjunnar. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Sigurður Steinsson kveður sadd- ur lífdaga með góða ævi að baki. Hann getur verið stoltur af dags- verkinu: jók kyn sitt, vann sam- félaginu vel, skóp list sem lifir hann lengi og lagði sitt af mörkum til betri heims – vinsæll og eftirsóttur til verka. Eins og svo margir sem komust til manns við kröpp kjör á erfiðum tímum varð Sigurður að sætta sig við málamiðlanir milli þess æski- lega og mögulega. Langskóla- menntun stóð ekki til boða þegar stóra fjölskyldan fluttist frá Eyjum til Reykjavíkur. Lauk iðnskólanámi og taldi sig lánsaman að komast að sem lærlingur í járnsmíðum í Héðni á kreppurárunum. Þar tókust af- drifarík kynni við járnið. ,,Ég sá allt í einu hvernig lifandi mynd kviknaði út úr járnhrúgunni,“ sagði hann löngu síðar í blaðaviðtali. Listamaðurinn varð til. Lifandi myndir kviknuðu allt í kringum Sigurð Steinsson. Hann var mikill hrókur fagnaðar og fé- lagslyndur með afbrigðum. Á ann- asömustu árum sínum tók hann þátt í íþróttalífi bæjarins og var þekkur í röðum ÍR-inga, starfaði síðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Frí- múrararegluna og gegndi for- mennsku í bræðrafélagi Dómkirkj- unnar, svo nokkuð sé nefnt af því sem hann gat sér orðstír fyrir. Á sama tíma byggði hann upp heimili og fjölskyldu með konunni sem hann vissi frá fyrstu stund að var ,,sú eina rétta“, Guðnýju Árnadótt- ur. Við tók fyrirtækjarekstur og meiri uppbygging. Fólk varð að bjarga sér sem best það gat og ekki alltaf auðvelt, en ætíð virðist hafa verið tóm til félagslífs og uppá- tækja sem gerðu lífið skemmti- legra. Börnin urðu fjögur, heimilið blómlegt og kaupsýslan margvísleg. Þær fjölmörgu lifandi myndir sem Sigurður brá upp í sögum sínum frá þessum annasömu árum lýsa atorku og dugnaði sem einkennir kynslóðina sem byggði upp Ísland. Engum duldist sem hitti Sigga Steins að þar fór kröftugur maður. Sjálfur kynntist ég Sigurði á síð- ari hluta ævi hans þegar ögn var tekið að róast. Þá var hann líka kominn vel á veg í átökunum í þeirri glímu sem heillaði hann mest í lífinu. Rafsuðumaðurinn ungi í Héðni hafði eitt sinn verið beðinn að aðstoða Ásmund Sveinsson myndhöggvara sem þá vann verk fyrir Laugarnesskóla. ,,Ég sá allt í einu hvernig lifandi mynd kviknaði út úr járnhrúgunni og ég hugsaði með mér hvort ég gæti ekki gert slíkar myndir. Mig langaði til að láta járnið tala.“ Sem verðandi tengdasonur sá ég hvernig bílskúr- inn í Hrauntungunni var orðinn að þeim vettvangi þar sem Sigurður Steinsson barði járnið til hlýðni og lét það tala. Þá voru að baki fjöl- margar samsýningar með Mynd- höggvarafélaginu, sem hann var í, og einkasýningar að auki. Myndir hans komnar á marga opinbera staði. Bestu myndir Sigurðar eru sterkar í forminu og persónulegur stíll hans með járnið augljós þegar hann lætur efnið hlýða sér. Hann hugsaði sig stundum djúpt inn í frá- sögn myndarinnar og tókst best upp þegar útkoman varð sem ein- földust. Vænst þykir mér um járn- fugl, sem við látum standa vörð í lífríkinu við Elliðavatn þar sem Sig- urður átti lítinn griðastað. Sá fugl er undarlega skyldur því mikla sköpunarverki sem í kring er, og skrifast á reikning þess mikla lista- manns sem Sigurður trúði sjálfur svo heitt á. Það leyndi sér ekki af fyrstu kynnum að þarna fór svipmikill maður á fleiri en eina lund. Við átt- um strax skap saman, en ekki sam- mála um neitt. Hann hélt eflaust að þessi ungi maður léti beygjast eins og járnið sem hann var vanur að lemja til og móta að vild. Svo fór ekki, en gagnkvæm virðing og vin- átta jókst ár frá ári. Sigurður var stekur og mótandi á umhverfi sitt. Trú hans var rík, afstaða til þjóð- félagsmála einörð, þátttaka í fé- lagslífi af mikilli drift. Heill og hamingja fjöskyldunnar stóð Sig- urði hjarta næst og stoltustu stund- irar ekki hans eigin, heldur þegar aðrir sem voru honum kærir stóðu sig vel. Börnin fjögur eru öll vel látin í samfélaginu og barnabörnin fimm mannvænleg, sýna að þau eru af góðu fólki komin – stolt afa. Þessi öflugi maður var ekki sjálf- umglaður. Saknaði þess alltaf að hafa ekki fengið meiri menntun og leitaðist stöðugt við að bæta úr með lestri og af kynnum við listir og menningu. Fannst hann sjálfur aldrei nógu góður, en bar sig alltaf vel og vildi ævinlega gleðja og kæta. Og hrósa og hvetja. Oft fannst manni að þær kröfur sem hann gerði til sjálfs sín væru of miklar. Honum fannst aldrei nóg að gert fyrir fólkið sitt. Vildi leggja harðar að sér, og gerði. Örugglega hefði hann líka viljað verja miklu meiri tíma og orku í listina. Sagði: ,,Ef ég hefði haft aðstöðu til að helga höggmyndalistinni líf mitt hefði ég gert það, en ég er hræddur um að ég hafi alltaf syndgað gagn- vart sjálfum mér og öðrum í sam- bandi við það sem ég varð að gera með því sem ég vildi gera. Tog- streitan hefur oft verið mikil. Víst má telja að hann hafi séð eftir öll- um þeim myndum sem hann sá, en komst aldrei til að láta tala. Mannsævin er löng. Það sér mað- ur þegar við nú horfum að hinum síðasta sjónarhóli Sigurðar Steins- sonar og lítum um öxl. Unga dreng- inn sem fluttist frá Eyjum með fá- tækri fjölskyldu þrettán ára gat ekki grunað hvílíkir viðburðir og sjónarspil í mannlífi og myndum biði sín. Honum tókst giftusamlega að skapa tækifæri og spila úr möguleikum á farsælan hátt fyrir sig og sína. Fyrir það má Sigurður Steinsson vera stoltur. Hin síðustu ár var líkaminn lúinn og fölva tekið að slá á þær myndir sem fylltu huga Sigurðar þegar best lét. Sköp- unarkraftur og minni þvarr. En aldrei þvarr sú auðlind sem ein- kenndi hann alla tíð, að hrósa og hvetja. Þegar við Guðrún heimsótt- um hann í síðasta sinn og hún hjálpaði honum að leggja sig voru kveðjuorðin: ,,Þú ert indæl.“ Hann gaf til síðstu stundar. Við þökkum það allt. Stefán Jón Hafstein. Mig langar til að kveðja tengda- föður minn og þakka honum fyrir margar ánægjulegar stundir. Það sem fyrst kemur upp í huga minn þegar ég hitti tengdaforeldra mína er hve innilega þeim þótti vænt hvoru um annað. Það var svo aug- ljóst að mikil ást ríkti á milli þeirra og sú ást fylgdi þeim alla tíð. Allt til síðasta dags talaði Sigurður oft um hve vænt honum þætti um kon- una sína. Sigurður var alveg einstaklega hlýr persónuleiki og dróst fólk að honum, enda var hann óspar á hrós og fann alltaf eitthvað jákvætt og uppörvandi til að segja við alla. Hann hafði orð á því við fólk hvað það væri gott í hinu og þessu, hvað það væri vel klætt og fleira í þeim dúr. Það var ótrúlegt að þrátt fyrir veikindi sín missti hann ekki þenn- an hæfileika. Sigurður var mjög trúaður og trúði því að öllu væri stýrt. Hann trúði alltaf á það góða í öllum sem hann hitti og var sannfærður um að fólk væri gott. Hann var einstak- lega greiðvikinn. Það var ósjaldan að hann sagði: Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig þá láttu mig vita. Þegar dætur okkar Steins fædd- ust, en þær voru fyrstu barnabörn- in í fjölskyldunni, var Sigurður yfir sig hreykinn og montinn að vera orðinn afi. Eftir það kölluðu tengdaforeldrar mínir hvort annað afa og ömmu. Sigurður var mikil barnagæla og börn hændust að honum. Hann var svo mikill afi að önnur dóttir mín leyfði bestu vin- konu sinni að eiga smáhlut í honum af því að hún vorkenndi henni fyrir að eiga ekki eins fínan afa og hún. Þegar dætur mínar byrjuðu að stunda fimleika mætti hann mjög oft á keppnir og var óspar á að hvetja þær áfram og láta heyra ef hann var ekki sammála dómurun- um enda var hann gamall fimleika- maður og var einnig dómari. Sigurður var mjög duglegur og einstaklega heiðarlegur. Hann var mikill athafnamaður og frumkvöðull í ýmsum sviðum. Hann rak lengi sitt eigið fyrirtæki og var einnig myndlistarmaður og prýða styttur eftir hann ýmsa staði í borginni. Hann var einnig mikið í félagsstörf- um og íþróttum. Séra Friðrik Friðriksson var ná- frændi Sigurðar og það er auðséð að þeir hafa haft svipaða lífssýn og lýsir hún sér vel í þessum erindum: Trúr skaltu vera og tryggur í lund, þá mun tíðin þér hamingju flytja. Varfærin tunga og verkafús mund þér mun verða til hagsælla nytja. Oft má hið smáa til upphefðar ná, ef þú gáir að veginum rétta. Láttu nú sjá, að þú leiðina þá leggir ávallt um sléttur og kletta. (Friðrik Friðriksson.) Með þessum orðum vil ég kveðja Sigurð og vona að við sem eftir er- um tökum hann okkur til eftir- breytni og séum jákvæð og reynum að gefa öðrum eins og hann var svo óspar á. Sjöfn. Þegar ég sest niður til að skrifa minningargrein um afa minn, Sig- urð Steinsson, rifjast upp fyrir mér margar góðar minningar. Efst er mér í huga hversu góður og já- kvæður maður afi minn var. Hann var líka svo hress og skemmtilegur og það var gaman að umgangast hann. Ég held að í raun hafi ekki verið hægt að hugsa sér betri afa. Við áttum margar góðar samveru- stundir og má þar nefna marga bíl- túra um bæinn, ferðir á myndlist- arsýningar, göngur uppi í sumarbústað þar sem huldusteinar voru skoðaðir, töfrabrögð í afmæl- inu mínu og margt fleira. Afi sýndi skólagöngu minni og íþróttaiðkun mikinn og einlægan áhuga. Hann spurði alltaf hvernig gengi og var óspar á hrósið. Hann var líka svo stoltur og ánægður þegar vel gekk. Þegar ég kveð afa minn minnist ég góðs og glaðlynds manns sem vildi allt fyrir alla gera. Ég er þakklát fyrir góðar og fallegar minningar sem ég geymi. Guðný Steinsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja móðurbróður minn, Sigurð Steinsson, sem lést í Reykjavík 21. mars sl. Í huga mínum verður hann alltaf hinn eini sanni Siggi frændi. Ég á margar minningar um Sigga frænda og allar eru þær góð- ar. Frá því að ég man eftir mér fyrst var Siggi alltaf í léttu skapi. Hann gaf sér alltaf tíma til að gant- ast við okkur krakkana, t.d. með því að kasta okkur upp í loftið og þykjast ekki getað gripið okkur. Ég man einnig vel eftir að hafa oft fengið að fara með honum, Guð- rúnu og Árna í sunnudagsbíltúra og þótti mér bleiki Ramblerinn, sem Siggi átti þá, flottasti bíllinn í bæn- um. Mikill samgangur var á milli heimilis foreldra minna og heimilis Sigga og Guðnýjar og á meðan þau bjuggu á Tómasarhaganum fékk ég oft að gista þar þegar foreldrar mínir fóru til útlanda. Minnist ég þeirra samverustunda með þakk- læti. Á árunum 1973-1976 vann ég á sama vinnustað og Siggi frændi og bar aldrei skugga þar á. Siggi var mikill áhugamaður um bíla og þeg- ar ég keypti mína fyrstu bifreið, vorið 1973, var auðvitað enginn bet- ur til þess fallinn að hjálpa mér en hann. Siggi þekkti nefnilega alla helstu bílasölumenn borgarinnar í gegn um sín viðskipti með Sönnak rafgeyma. Mín litla Fiat bifreið reyndist ágæt en þar sem Siggi frændi átti um þær mundir flotta Mözdu var hann duglegur að senda mig í smásnúninga fyrir sig, svo sem til að þvo fínu Mözduna – bæði græddum við á viðskiptunum, hann fékk hreinan bílinn en ég fékk smá útrás fyrir bíladelluna. Siggi frændi hefur alltaf verið nálægur á stórum stundum í mínu lífi og var hann t.d. svaramaður í brúðkaupi okkar Þorgeirs fyrir nærri 25 árum. Hann kom í ferm- ingar- og stúdentaveislur í fjöl- skyldu minni meðan honum entist heilsa til. Siggi frændi var mikill listamað- ur í sér og eru til ófá járnlistaverk eftir hann, eitt þeirra prýðir heimili mitt og mun það verða okkar minn- isvarði um hann. Þegar ég loksins lét verða af því að heimsækja frænda minn á Skóg- arbæ, tveimur vikum fyrir andlát hans, fór ekki á milli mála að sjúk- dómurinn sem hafði hrjáð hann undanfarin ár hafði leikið hann grátt og hann var ekki sami Siggi frændi og ég mundi eftir. Ég er þó afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja hann og feng- ið að faðma hann að mér í síðasta sinn. Ég sendi mínar samúðarkveðjur til Guðnýjar, Nönnu, Viðars, Steins, Sjafnar, Guðrúnar, Stefáns, Árna, Elínar og barnabarnanna fimm. Elsku Siggi frændi, hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og það stóra hlutverk sem þú gegndir í mínu lífi. Guð blessi þig. Þín frænka, Halla Kristín. Okkar góði og kæri vinur Sig- urður Steinsson, eða Siggi Steins eins og hann var ætíð kallaður, hef- ur nú kvatt þennan heim. Okkar fyrstu kynni voru á gamla Melavellinum fyrir rúmlega 50 ár- um í hópi ÍR-inga við æfingar í frjálsum íþróttum. Þá æfði Siggi stangarstökk sem var sérgrein hans og Vestmanneyinga. Kynni okkar við Sigga og Guðnýju urðu mikil og traust og vinaböndin sterk strax frá fyrstu kynnum. Siggi vann mikið fyrir ÍR á þessum tíma og til dæmis sáum við saman um dansleikjahald fyrir ÍR í Tjarnar- kaffi aðra hverja viku á fimmtu- dagskvöldum eða svokölluðum vinnukonufrídögum. Höfðum við báðir gaman af en þetta var ein af aðaltekjulindum ÍR í þá daga. Góðar stundir áttum við einnig saman á ferðalögum. Þá voru sam- verustundir fjölskyldna okkar margar og skemmtilegar, því alltaf var stutt í léttleika, grín og skemmtilegheit hjá Sigga. Við hugsum nú til margra samveru- stunda með þeim hjónum þegar hugurinn reikar til baka. Þær verða þó ekki taldar upp hér en þess í stað geymdar í góðum og ljúfum hugsunum um góðan dreng. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Unnur og Magnús E. Baldvinsson. SIGURÐUR STEINSSON    "    ,     72/% :  ;   %. +.  /       '   ! $2$( 29   ""  7&,   4 ( 5(+7&,   4 ( ! &  % 29 7   ( 29   %&       ! &7  29 )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.