Morgunblaðið - 27.03.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 27.03.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ að bera hróður góðra afurða vítt um heiminn, en markaðssetning sjávar- afurða var honum alla tíð sérstakt áhugamál. Eins og fram kemur hér að framan var hann stjórnarformað- ur Iceland Seafood Corporation (áð- ur Iceland Products Inc.) í Banda- ríkjunum frá 1955 til 1986 og Iceland Seafood Ltd í Bretlandi frá stofnun þess félags 1980 til 1986. Í forstjóratíð Erlends voru kaup- félög að heita má í öllum byggðarlög- um landsins og skiptu kaupfélags- stjórarnir nokkrum tugum. Þrátt fyrir umfangsmikil störf í Reykjavík og tíð ferðalög til útlanda, lét Er- lendur sér jafnan mjög annt um mál- efni kaupfélaganna. Hann fór í heim- sóknir til þeirra, stundum nokkurra saman á tilteknu landsvæði, þar sem hann ræddi við stjórnarmenn félag- anna og helstu stjórnendur og hafði þá oft í för með sér framkvæmda- stjóra Sambandsins, sem áttu hags- muna að gæta í viðskiptum við þau félög sem heimsótt voru hverju sinni. Sá sem hér heldur á penna á margar góðar endurminningar um slíkar heimsóknir í alla fjórðunga landsins. Erlendur gekkst fyrir því að haldinn var árlega svokallaður „kaupfélagsstjórafundur“ í Reykja- vík, nokkurn veginn mitt á milli slát- urtíðar og jólakauptíðar. Þar gafst kaupfélagsstjórunum færi á að fræð- ast um framgang mála hjá Samband- inu og til þess að ræða þau mál sem efst voru á baugi hverju sinni. Var það mál manna að þessir kaupfélags- stjórafundir væru góð og gagnleg viðbót við aðalfundi Sambandsins, sem jafnan voru haldnir á Bifröst að vori til. Aðalfundurinn var að sjálf- sögðu fastari í sniðum og bundinn við ákveðin formsatriði. Erlendur lagði ævinlega mikla vinnu í skýrslu sína til aðalfundar Sambandsins um starfsemi liðins starfsárs og hygg ég að hann hafi verið einna fyrstur sinna samtíðarmanna til að nota myndefni á stórum fundum. Vitandi hver hirðumaður Erlendur var, er ég þess fullviss að allar þessar skýrslur – yfir þrjátíu talsins – muni vel geymdar og verði er stundir líða að- gengilegar þeim sem vilja kynna sér starfsemi Sambandsins á síðari hluta tuttugustu aldar. Erlendur kunni vel að deila því mikla valdi sem störf hans lögðu honum í hendur. Hann var ófeiminn að treysta mönnum til góðra verka og ævinlega tilbúinn til ráðuneytis og leiðsagnar, þegar eftir því var leitað af þeim sem yngri voru og minni höfðu reynsluna. Erlendur var kappsfullur, þegar því var að skipta, og mörg dæmi gæti ég nefnt, þar sem úthald hans og staðfesta réðu úrslitum um framgang afdrifaríkra mála. Erlendur var gæddur prýði- legri kímnigáfu sem oft varð til þess að létta umræðu um erfið mál. Nú mætti ætla að maður sem lengst af var hlaðinn öllum þeim störfum, sem á Erlend lögðust, hafi haft nauman tíma til mannlegra samskipta eða hafi a.m.k. þurft að spara sig í þeim efnum. En það var öðru nær. Er- lendur gaf sér alltaf góðan tíma til að ræða málin. Stundum voru á ferðinni mikil vandamál, sem kölluðu á úr- lausn, en einnig – sem betur fer – nýjar hugmyndir sem áttu fyrir sér að þróast upp í gagnlegar fram- kvæmdir. Í áratuga starfi Erlends sem for- stjóra Sambandsins kom það í hans hlut að veita mörgum ungum manni brautargengi til ábyrgðarstarfa á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Stundum fylgdu með í kaupunum tækifæri til starfa í öðrum löndum sem voru til þess fallin að skapa dýr- mæta reynslu og víkka sjóndeildar- hringinn. Sá sem þessar línur ritar er einn af þessum „ungu mönnum“, en að sönnu tekinn að reskjast. Að leiðarlokum þakkar hann Erlendi fyrir áratuga samstarf, trúnað og vináttu. Það var gæfa Erlends að eignast á ungum aldri lífsförunaut sem staðið hefur þétt við hlið hans á langri og viðburðaríkri ævi. Frú Margrét Helgadóttir, frá Seglbúðum í Land- broti, er mikil mannkostakona og elskuð og virt af öllum sem hana þekkja. Glæsilegt heimili þeirra hjóna í Selvogsgrunni í Reykjavík var í áratugi sem annað heimili margra Sambandsmanna og þar hafa þau haldið uppi risnu fyrir ótrú- legan fjölda gesta, bæði innlenda og erlenda. Hið sama má raunar segja um sumarhús þeirra, Hraunbúðir, sem þau reistu í unaðsfögru um- hverfi á æskuslóðum Margrétar í Landbroti. Við sem geymum í huga okkar endurminningar um þessi yndislegu gestaboð í borg og sveit, minnumst sérstaklega ljúfmennsku húsráðenda og staðfestu þeirra í að spara til enga fyrirhöfn að gestum þeirra mætti líða sem best. Eins og Margrét stóð fast við hlið Erlendi þegar lífið brosti við þeim og annríki daganna var hvað mest, svo hefur hún og stutt hann af ástúð, um- hyggju og nærfærni í baráttu þess- ara síðustu missera við erfiðan og ólæknandi sjúkdóm. Á kveðjustund sendum við Inga og börn okkar dýpstu samúðarkveðjur til Mar- grétar Helgadóttur, barna þeirra þriggja, Helgu, Eddu og Einars, og fjölskyldna þeirra. Erlendi sjálfum biðjum við blessunar Guðs. Sigurður Markússon. Kveðja frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga Með Erlendi Einarssyni er geng- inn einn áhrifamesti forystumaður í íslensku athafnalífi á seinni hluta síð- ustu aldar. Erlendur fæddist í Vík í Mýrdal 30. mars 1921 og þar ólst hann upp. Eftir nám í Samvinnuskól- anum í Reykjavík stundaði Erlendur nám í banka- og vátryggingafræðum í New York, London og Manchester og síðar nám í Harvard Business School. Erlendur kom því inn í ís- lenskt atvinnulíf með breiða mennt- un á sviði viðskipta á mælikvarða þess tíma. Eftir að hafa starfað hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík og Landsbankanum samhliða námi hóf hann störf á vegum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga 1946, þar sem starfsvettvangur hans átti eftir að vera alla tíð. Hann vann í fyrstu við stofnun Samvinnutrygginga og varð þar framkvæmdastjóri. Hann var síðan ráðinn forstjóri Sambandsins í árs- byrjun 1955, þá 33 ára gamall, og gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1986. Er- lendur tekur við forstjórastarfinu í Sambandinu á miklum uppgangs- tímum. Vilhjálmur Þór hafði á árun- um á undan hleypt af stokkunum nýrri starfsemi á fjölmörgum sviðum og kallað til starfa með sér hóp ungra manna þ. á m. Erlend. Það kom því í hlut Erlendar að festa þessa starfsemi í sessi ásamt því að koma með fjölda nýjunga í starfsem- ina. Meðal þess sem Erlendur stóð fyrir má nefna að hann beitti sér fyr- ir stofnun Osta- og smjörsölunnar 1958. Hann var í fararbroddi við uppbyggingu starfsemi Sambands- ins á sviði sjávarútvegs, m.a. með stofnun dótturfyrirtækja í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá má nefna Samvinnubankann sem var stofnað- ur 1962, Samvinnusjóðinn 1982 og fyrirtæki sem í dag eru ekki af mörg- um tengd við Sambandið, s.s. Marel ásamt mörgu öðru. Þá var Erlendur formaður stjórnar í mörgum af fyr- irtækjum Sambansins auk þess, sem var hans aðalstarf, að veita forstöðu hinum mörgu deildum þess, sem hver um sig var ígildi stórfyrirtækis. Það hefur komið fram að á fyrri árum Sambandsins, þegar íslenska utanríkisþjónustan var vanmegnug, hafi skrifstofur þess erlendis á margan hátt gegnt hlutverki sendi- ráða. Þessu merki hélt Erlendur á lofti með glæsibrag. Það var til þess tekið, að hvar sem hann kom fram fyrir íslenska hönd á erlendum vett- vangi hafi hann borið hróður Íslands hátt. Sömuleiðis hafi hann verið ein- stakur höfðingi heim að sækja og þar hafi á engan hátt verið farið í mann- greinarálit. Hvað allt þetta varðar naut Erlendur styrkrar stoðar eig- inkonu sinnar, Margrétar Helga- dóttur. Eins og fyrr sagði var Erlendur mikill áhrifavaldur í íslensku við- skiptalífi á seinni hluta síðustu aldar. Það kom í hans hlut að leiða annan höfuðpólinn í atvinnulífinu þar sem Sambandið var. Erlendur hafði til að bera mikla yfirsýn og stefnufestu þegar kom að því að fylgja málum eftir. Á grunni þekkingar sinnar og reynslu áttaði hann sig á því á átt- unda áratug aldarinnar, að til þess að leggja grunn til framtíðar að því viðskiptaveldi, sem Sambandið var þá orðið, þyrfti væntanlega að breyta um rekstrarform. Þessi sjón- armið áttu ekki hljómgrunn á þeim tíma, en þó að þau næðu ekki fram að ganga er ljóst að mörg þau spor sem Erlendur markaði í forstjóratíð sinni setja mark sitt á ýmsa meginþætti viðskiptalífs dagsins í dag.Íslenskt samvinnufólk vill að leiðarlokum þakka Erlendi Einarssyni farsæl störf í þágu hreyfingarinar allan sinn starfsaldur um leið og eftirlifandi konu hans og börnum eru sendar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Andlát Erlendar Einarssonar kom ekki á óvart. Síðustu árin gekk Erlendur ekki heill til skógar. Þykir mér líklegt, að hann hafi verið hvíld- inni feginn. Engu að síður minnir andlát Erlendar á þau miklu um- skipti, sem orðið hafa í íslensku at- vinnu- og þjóðlífi. Um 30 ára skeið var Erlendur einn mesti athafna- maður þessa lands. Þá voru tímarnir mjög svo aðrir en þeir eru nú. Erlendur fæddist í Vík í Mýrdal árið 1921 og ólst þar upp. Samvinnu- hugsjónin varð honum snemma kær. Hann starfaði í nokkur ár hjá Kaup- félagi Skaftfellinga og stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík. Erlendur aflaði sér framhalds- menntunar á sviði trygginga og við- skipta við stofnanir og skóla bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Árið 1946 réðst Erlendur til Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Hann var einn þeirra ungu og efni- legu manna, sem Vilhjálmur Þór réði til starfa. Í byrjun árs 1955 tók Er- lendur við af Vilhjálmi sem forstjóri Sambandsins. Því starfi gegndi hann í meira en 31 ár. Umsvif Erlendar voru mikil í þessi rúm 30 ár. Á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar stofnaði hann fjölda fyr- irtækja. Sum þeirra eru enn í dag á meðal öflugustu fyrirtækja landsins þótt í breyttu umhverfi sé. Þessi miklu umsvif ætla ég ekki að rekja. Það gera eflaust aðrir. Mér þykir hins vegar ástæða til að leggja áherslu á þá miklu hugsjón, sem ávallt réði gerðum Erlendar. Hann var samvinnuhugsjóninni ætíð trúr. Hin mörgu samvinnufyrirtæki vildi hann reka með hagsmuni neyt- enda í huga en ekki eigenda fjár- magns eða hlutafjár. Græðgin var ekki til í hans huga. Sérstaklega var Erlendi annt um hag hinna dreifðu byggða. Þar stóð eða féll byggðar- lagið víða með kaupfélaginu á staðn- um. Erlendur teygði sig oft langt til að aðstoða slík félög, sem áttu í erf- iðleikum; stundum kannski lengra en jafnvel hið volduga fyrirtæki, Samband íslenskra samvinnufélaga, réð í raun við, sérstaklega eftir að fjármagnið varð afar dýrt með háum vöxtum og verðtryggingu. Á þessum árum var samkeppnin mikil á milli samvinnufélaganna og einkarekstursins. Þetta var heil- brigð samkeppni, sem hélt einokun og græðgi í skefjum. Því miður er þetta liðin tíð. Það eru hin miklu kaflaskipti, sem andlát Erlendar minnir okkur á. Erlendur Einarsson sat árum saman í miðstjórn og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins. Mikill fengur var í slíkum manni, með mikla reynslu og yfirsýn yfir at- vinnulífið um land allt. Færi ég Er- lendi sérstakar þakkir fyrir hans miklu störf í þágu Framsóknar- flokksins. Erlendar Einarssonar get ég ekki minnst án þess að þakka okkar miklu og góðu kynni. Við Edda kynntumst ERLENDUR EINARSSON 8   *         7    .   +7+      ."#      !-8)!-.4- / + & +    <0 & +() /   *        ""     +   9 "   #    (  ! "   (! "   ! "  ! "  - ! "   ! 2$( 8 ! "        ) 8  *  "  +7+       ."#     %.   ,  # #   # 5?7 !)7  7      ) /  *     "" / 5 "   " "  2  2)1 9&'" ,  2  ()5  &,2  2B) '   9   2  2    3  3,  3  3  3,  3  3  3  3, ) 8   *        7     +7%  .    ."#              # !-.72!%  2  - 4 +  66<    ) /   *        ""  %#       6  ! > +  % &'8   + % &'  8 ! >   +  +   + ! >   1    +  + " ! >  5   "   3  3, ) 8  *  "    7  . +7%  +    ."#   "#       82/ %,  6< & +() 4  C9  @> 5   % (4)    5  ! > 7&, 1  "   D E  !F     ! " ) :# # *   7    ,   +7+    ."   !-.4- 5G.1?%2/ "' 9( H3   )   ! "     &8 +   ! > ! ! "  "     ! "   )  ;+ 4)7   + 9+(5   &,  )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.