Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 47 snemma Erlendi og hans ágætu eig- inkonu, Margréti Helgadóttur. Við minnumst margra ánægjulegra sam- verustunda, ekki síst í þeirra fagra sumarhúsi að Seglbúðum við frá- bæra gestrisni þeirra hjóna. Ég mun seint gleyma þeim stundum, sem ég átti með Erlendi á bökkum Gren- lækjar, í stórkostlegu umhverfi Landbrotsins, með litla flugustöng í hendi þar sem Erlendur þekkti hvern hyl, hvern streng, hverja flúð. Þar hygg ég, að Erlendur hafi átt sínar mestu unaðsstundir. Við Edda vottum Margréti og af- komendum þeirra Erlendar okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Steingrímur Hermannsson. Með Erlendi Einarssyni er geng- inn einn af styrkustu máttarstólpum samvinnuhreyfingarinnar á síðari hluta 20. aldar. Hann var fæddur inn í þessa hreyfingu í litlu þorpi, Vík í Mýrdal, og óx upp með henni uns honum voru falin fremstu trúnaðar- störf sem forstjóra SÍS 34 ára að aldri. Þá hafði hann aflað sér fjöl- þættrar menntunar á viðskiptasviði heima og erlendis og gegnt starfi framkvæmdastjóra Samvinnutrygg- inga um átta ára skeið. Erlendur hafði þannig ágætt veganesti til að takast á við stór viðfangsefni og var líka falinn mikill trúnaður. Lengst af þeim tíma sem hann gegndi for- stjórastarfi var Samband íslenskra samvinnufélaga stórveldi á íslenskan mælikvarða og átti Erlendur vafa- laust drjúgan þátt í vexti þess og vel- gengni lengst af starfstíma síns. Erlendur var hugsjónamaður og leit á samvinnuhreyfinguna sem tæki í almannaþágu til að sigrast á erfiðleikum og fátækt. Í æsku kynnt- ist hann kröppum kjörum fólks í heimahögum sínum þar sem hann starfaði unglingur innanbúðar í Kaupfélagi Skaftfellinga. Kreppa fjórða áratugarins setti þá mark sitt á kjör sveitafólks sem annarra og mjög reyndi á kaupfélögin og önnur samtök bænda. Ekki er ólíklegt að Erlendur hafi á fyrstu starfsárum innan við tvítugt lært nokkuð af Sig- urjóni Kjartanssyni sem þá var kaupfélagsstjóri í Vík og stýrði fé- laginu af festu í gegnum brimgarð mikilla erfiðleika. Í minningargrein í Morgunblaðinu 1970 segir Erlendur m. a.: „Sigurjón Kjartansson var glæsimenni, myndarlegur á velli, prúður í framgöngu og yfirlætislaus en bar þá svipmót aðalsmanns.“ Nú finnast mér þessi orð eiga sem best við Erlend sjálfan. Það mátti teljast sjálfgefið að Er- lendur skipaði sér í raðir framsókn- armanna í stjórnmálum, enda taldist það til róttækni á hans heimaslóð þar sem fylgi manna skiptist milli tveggja flokka og hart var tekist á um hverja sál. Hinsvegar var Er- lendur ekki áberandi á stjórnmála- velli og kunni þar vel að fara með löndum. Ég hygg að það hafi einnig einkennt viðhorf hans til alþjóðavið- skipta á árum kalda stríðsins. Þótt fjármálaumsýsla og viðskipti fylltu daginn lengst af hjá Erlendi ræktaði hann ýmis áhugamál á menningarsviði og sótti andlega næringu ekki síst á vit tónlistar. Hann studdi dyggilega viðleitni til bættrar aðstöðu fyrir tónmennt í landinu og þau hjón veittu börnum sínum tækifæri til rækta hæfileikana á því sviði. Það er í anda foreldranna að dóttirin Edda hefur um árabil heimsótt Kirkjubæjarklaustur og haldið þar tónleika. Þótt kynni okkar Erlendar yrðu ekki náin fylgdist ég sem aðrir með störfum hans og mat mikils mann- kosti hans og framgöngu. Kona hans Margrét, sem verið hefur stoð og stytta á heimili þeirra hjóna, er náin frænka mín, mæður okkar systur frá Þykkvabæ í Landbroti. Sá frænd- garður hefur færst nær sem árin líða. Að bóndanum gengnum vottum við Kristín eiginkonu og afkomend- um samúð og þökkum störf Erlendar og framlag til íslensks samfélags. Hjörleifur Guttormsson. Erlendur er látinn. Ósjálfrátt fer um hugann fjöldi góðra minninga frá áralöngu samstarfi við fjölbreytt verkefni innanlands og utan. Minn- ingar um ánægjulegar samveru- stundir, vináttu og kynni af merki- legum manni með fjölþætt áhugasvið. Manni sem á löngum starfsferli var óvenju áhrifamikill í íslensku atvinnulífi og hafði áhrif á líf og störf fjölda fólks um land allt. Erlendur varð fyrsti fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga árið 1946, en þetta nýja félag varð á skömmum tíma að stærsta trygg- ingafélagi landsins og varð síðar önnur meginstoðin í stofnun og rekstri Vátrygginagfélags Íslands, VÍS árið 1989. Árið 1955 gerðist Er- lendur svo forstjóri Sambandsins og gegndi því starfi allt til 1. september 1986 er hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Þegar ég hóf störf hjá Iðnaðar- deild Sambandsins árið 1972 störf- uðu um eitt þúsund manns við iðn- fyrirtæki samvinnumanna, langmest á Akureyri. Ég kynntist þá strax þeirri óbilandi trú sem Erlendur hafði á framtíðarmöguleikum inn- lends framleiðsluiðnaðar af ýmsu tagi. Ég átti síðar eftir að kynnast því að sama viðhorf til tækifæra og möguleika á öflugri uppbyggingu ís- lensks atvinnulífs almennt, landi og þjóð til heilla, einkenndu mjög Er- lend og störf hans. Samstarf okkar í 14 ár náði til margra þátta í rekstrinum, mest þó um málefni skipadeildar. Það var gaman að vinna fyrir og vinna með Erlendi. Hann var opinn fyrir nýjum hugmyndum og alltaf tilbúinn að ræða nýjar áherslur og leiðir. Er- lendur var áhugasamur um og fylgd- ist í störfum sínum vel með breyt- ingum, framþróun og tækifærum í atvinnulífinu bæði hér á landi og er- lendis. Hann gætti hagsmuna Sam- bandsins í stjórnum fjölmargra dótt- ur- og samstarfsfyrirtækja innanlands og utan, oft sem stjórn- arformaður. Hann tók virkan þátt í alþjóðlegu og ekki síst norrænu sam- vinnustarfi um fjölda ára og nýtti sér það vel til að fylgjast með straumum og stefnum á þeim vettvangi. Ég hef áður sagt og segi enn, að Erlendur hafi á starfstíma sínum sem forstjóri Sambandsins gegnt um langt skeið einhverju viðamesta starfi í íslensku atvinnulífi. Umsvif fyrirtækisins og nátengdra fyrir- tækja náðu til margra sviða atvinnu- lífsins, starfsemi sem teygði anga sína til annarra landa, bæði austan- hafs og vestan. Hann hafði mikla trú á unga fólkinu í landinu og var óhræddur við að fela ungu fólki ábyrgðarstörf ef hann hafði trú á við- komandi einstaklingum. Margir fengu þannig tækifæri til þátttöku í stjórnun og rekstri þrátt fyrir ungan aldur. Í gegnum umfangsmikil sam- skipti við aðrar þjóðir hafði Erlend- ur byggt upp mjög víðtæk persónu- leg sambönd við marga forystumenn í stórfyrirtækjum bæði í Bandaríkj- unum og í Evrópu. Hann lagði áherslu á það við samstarfsmenn sína, að tileinka sér eftir föngum reynslu og þekkingu sem slík sam- bönd buðu upp á. Hvatti hann menn til að vera vakandi fyrir slíkum tæki- færum og beitti sér fyrir að koma á samböndum ef á þurfti að halda. Oft minnist ég þess hversu Erlendur var stundum uppfullur af nýjum hug- myndum, áhuga og jafnvel eldmóði eftir heimkomu úr viðskiptaferðum og ráðstefnum erlendis og hvernig hann færði þannig umræður um nýj- ar áherslur og ný tækifæri inn í fyr- irtækin sem hann kom að. Í Erlendi sameinuðust á sérstakan hátt samvinnumaður og heimsborg- ari. Samvinnumaðurinn, félagslega þenkjandi, vakinn og sofinn yfir hagsmunum samvinnufélaganna og félagsmannanna og heimsborgarinn með víðan sjóndeildarhring, sem samhliða áhuga sínum á menningu og listum nýtti víðtæk sambönd sín og yfirsýn í leit að því besta sem ár- angur og reynsla erlendis frá gat fært hingað heim. Erlendur átti alla tíð stóra drauma um framgang sam- vinnustarfsins, en var á sama tíma raunsæismaður. Sagt hefur verið að stjórnmál séu list hins mögulega. Á vissan hátt tel ég að Erlendur hafi starfað sem stjórnmálaforingi. Að mínu viti er skilgeiningin „ list hins mögulega“ besta lýsingin á því gríð- arlega verkefni sem Erlendur hafði með höndum í íslensku atvinnulífi, einkum seinustu ár hans sem for- stjóri Sambandsins. Erlendur var mikill listunnandi, félagsmála- og fjölskyldumaður. Tónlistin var sérstakt áhugamál hans og ber virk þátttaka hans í Samtökum um byggingu Tónlistar- húss, ásamt margvíslegum beinum og óbeinum stuðningi við tónlistar- lífið og tónlistarmenn þess gott vitni. Hann starfaði af einlægum áhuga að eflingu og framgangi Krabbameins- félgsins um áratuga skeið og fjölda- mörg önnur félagsleg framfaraverk- efni hafa notið stuðnings hans í gegn um árin. Þau hjónin Margrét og Erlendur hafa alla tíð verið einstaklega sam- rýnd. Margir eru þeir sem notið hafa einlægrar gestrisni þeirra í gegn um árin og höfum við Haffy oft notið þess í góðra vina hópi. Margrét hef- ur með sinni einstöku ljúfmennsku og atorkusemi ætíð staðið með Er- lendi og stutt hann með ráðum og dáð. Sú umhyggja, ást og alúð sem Erlendur hefur notið í veikindum sínum síðustu árin, kemur engum á óvart sem til Margrétar þekkir, en þar kemur vel fram sú hetjulund sem í henni býr. Enda sagði Erlendur sjálfur: „Að hafa átt góða fjölskyldu og góða konu hefur þó gefið lífi mínu mest gildi. Það er gæfa mín.“ Ég vil að leiðarlokum þakka það traust sem Erlendur sýndi mér alla tíð, þau tækifæri sem ég fékk til að takast á við áhugaverð verkefni innan lands og utan og ekki síst áralanga vináttu þeirra hjóna. Við Haffy og dætur okkar vottum Margréti og fjölskyldunni allri inni- lega samúð okkar og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk í sorginni. Axel Gíslason. „Dáinn, horfinn, harmafregn...“ Þannig andvarpaði ljúflingsskáldið Jónas Hallgrímsson, í erfiljóði, er honum barst fregnin um andlát Fjölnismannsins og vinarins kæra, Tómasar Sæmundssonar. Þegar mér að kvöldi 18. mars sl. var sagt frá andláti skólafélaga míns, vinar og samverkamanns í áratugi, Erlends Einarssonar, þá varð ég harmi sleg- inn. Hugur minn hvarf til eiginkonu hans, Margrétar Helgadóttur, og ég bað henni og ástvinumn hennar blessunar og styrks nú á miklum saknaðar- og reynslutíma. Ég minnt- ist síðustu samveru með þeim hjón- um 19. jan. sl., á hinu listavel búna og hlýlega heimili þeirra á Kirkjusandi. Ótal sinnum hefði ég verið gestur á heimili Margrétar og Erlends og notið þess í ríkum mæli, því svo vel og glaðlega var tekið á móti manni, já, og veitt, að betra þekki ég ekki. Margrét er alveg einstök húsmóðir. Um það þarf ekki fleiri orð. Með mér að þessu sinni voru „konurnar mínar þrjár“, María (9), Steinunn (11) og móðir þeirra, Helga Rakel. Og það var ekki í fyrsta sinn, sem við fjögur vorum þarna gestir. Samvera okkar sex þennan 19. dag hins nýja árs var sem fyrr: „Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur“. Fyrrum var þessi glaði söngur oft sunginn í heimsóknum hjá þeim hjónum, og þá með „gamla laginu“ frá dögum höf- undarins, Jónasar Hallgrímssonar. Þá leiddi Erlendur sönginn með leiftrandi gleði á brún og brá, en ekki nú. Sá góði og ljúfi tími var liðinn, enn vinurinn góði brosti hlýlega og þakklátur þegar litlu stúlkurnar spiluðu fyrir okkur, Steinunn á flyg- ilinn góða hennar Eddu, en María á flautuna sína, sem hún hafði tekið með sér, því hana langaði „svo mik- ið“ til að spila fyrir þessi hjón, sem voru svo góð við okkur. Þær hafa báðar um skeið verið í Tónskóla Björgvins og gengið mjög vel. Einn- ig syngja þær báðar í stúlknakór sóknarkirkju sinnar, Grensáskirkju. Þær er báðar mjög tón- og söngelsk- ar og hafa unun af verunni í heimi tónanna. Þær trúa mér, er ég fer með stöklu hagyrðingsins góða: „Hið ljúfa söng/tónlist leiðir / á lífið fagran blæ / hún sorg og ólund eyðir / og el- ur himin fræ“. Spjallið við kaffiborð- ið frábæra hennar Margrétar, var létt og gott og ljúft. Að þessu sinni var húsbóndinn ekki margorður, en brosti vinalega og kinkaði kolli við hjalinu í okkur hinum. Ég skynjaði þarna enn betur en fyrr, að mikil breyting var orðin á vininum mínum gamla og góða. Leiðir okkar hafa legið saman yfir 60 ár, allt frá því er við hófum nám í Samvinnuskólanum haustið 1939 á þriðju hæðinni í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu og síðan við margvísleg störf í samvinnuhreyfingunni bæði hér heima og erlendis. Mér varð ljóst þennan janúardag, að lífskraftur þessa trúa og trygga vinar var að fjara út og hugboð mitt var að þessi ljúfa samverustund með þeim hjón- um báðum væri lokastundin hérna megin „fljótsins stríða“, eins og segir í einum söngva okkar. Ég hafði myndavél með mér þennan dag og tók þarna nokkrar myndir af hinum glaða og brosandi vinahópi. Ein myndin er af þeim hjónum, þar sem hann situr við kaffiborðið, en hún stendur við hlið hans með könnuna. Önnur hönd hennar hvílir á öxl eig- inmannsins elskaða. Að beiðni ljós- myndarans lítur þessi nú silfur- hærða húsmóðir upp og brosir. Hvílík kærleiksbros við þessar kringumstæður. Mér komu í hug lokaorðin í „Óðinum til kærleikans“: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur „(1. Kor. 13,13). Og við öll kvöddumst með kærleik eftir samveruna góðu þennan dag, sem reyndist okkur gestunum hin síðasta með Erlendi. Gott er að eiga í sjóði sínum góðar og kærar minningar. Ég var í sporum líkum Margrétar í sept. 1993, er „broddur dauðans“ lét mig finna fyrir söknuðinum og sársaukanum í öllu sínu veldi, er ólæknandi sjúkdómur hreif frá mér Ingu, mína elskuðu eiginkonu. Þá varð mér hugsað til orða sr. Hall- gríms Péturssonar, er dauðinn hrifs- aði frá honum fársjúka, barnunga dóttur hans, Steinunni, sem hann unni mjög: „Nú ert þú leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í...“ Það gaf honum hugarró, að vita af henni þar, frekar en að horfa á og heyra hana fársjúka þjást og líða. Hann meitlaði nafn hennar, STEINUNN, á stóran, sjávarbarinn stein, sem er að finna í kirkjunni hans í Hvalsnesi, þar sem hann þjónaði fyrst sem prestur. Já, „Haldið þó, hugarró, hetja Guðs oss sigur bjó“, kenndi okkur drengjum annar prestur sömu gerðar, sr. Frið- rik, að syngja á fyrri öld. Kær vin- kona í hæstu stöðu, gekk til mín, skömmu eftir andlát konu minnar, í fjölmenni í afmælisboði sameigin- legs vinar, tók þétt og hlýtt í hönd mér, horfði í augu mér og sagði: „Sagt er að tíminn lækni öll sár. Það er ekki alveg rétt. Um langt árabil hef ég harmað bróður minn sem fórst af slysförum. Ég harma hann enn. En við verðum að læra að búa við og hemja þann harm.“ Þetta eru orð að sönnu. Svo vildi til að kvöldi 18. mars sl., skömmu áður en fregnin af láti Er- lends barst mér, þá hafði ég verið að fylgjast með tengdasyni hans, Sig- urði Árnasyni lækni í viðtali í sjón- varpinu, þar sem rætt var um sárs- aukann í ýmsum myndum. Ég hafði ekki séð hann frá því að hann sat við rúm konu minnar á heimili okkar að kvöldi 19. sept 1993. Eftir að hann hafði gefið henni kvalastillandi sprautu, þá horfði hann þegjandi á hana um stund og spurði síðan: „Ertu hrædd?“ Hún horfði róleg á lækninn, brosti sínu hlýja og blíða brosi og hvíslaði: „Nei, ég er ekki hrædd, því Jesús er hér.“ Litlu síðar var hún látin. Ég var nærstaddur og nam gjörla þetta allt. Loka orð Jesú á krossin- um voru í huga mér: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.“ Já, „anda minn“, sagði hann, en ekki sálu mína. Umhugsunarvert. „Jesús er hér,“ voru lokaorð Ingu. Í sálmversi einu segir: Jesú nafn er: – náðarlind, – dýrlegs frelsis fyrirboði – friðardagsins morgun roði – læknisdómur dýrð við synd – styrkur veikum – stoð í þrautum – stjarna vonar hjörtum blíð – himnneskt ljós á harmabrautum – heilsa og líf á dauðatíð. Megi þetta vera með í að veita hugarró og styrk þeim mörgu, sem nú syrgja Erlend Einarsson. Forfeð- ur okkar sögðu: „Drengir eru góðir menn og batnandi.“ Séra Friðrik út- lagði þetta þannig: Drengir nefndu forðum fróðir, frjálsa menn, sem reyndust góðir, og af gæðum uxu og dáð... Með Erlendi er genginn góður drengur. Er ég hugsa nú til hans og samfylgdar okkar yfir 60 ár, þá taka „minningar að tala“. Ungur eignað- ist ég bókina „Sögukaflar af sjálfum mér“, eftir þjóðskáldið okkar M. Joch. Þar veitti ég athygli hvernig hann brást við, er hann með stuttu millibili missti góða maka. Ég greip til sömu ráða, er að mér kom. Mín kæra Margrét, Helga, Edda, Einar og ástvinir! Ég votta ykkur öllum dýpstu samúð og þakka vináttu ykk- ar og samfylgd. Minningin um góðan dreng mun áfram búa með mér. Að lokum. Hinar þrjár voldugu sam- hringingarklukkur hátt upp í turni Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð, eru gjöf frá Sambandi ísl. samvinnu- félaga. Þær hljómuðu fyrst á þeirri stundu, er Danir báru í land fyrstu Erlendur Einarsson forstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.