Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 48

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 48
MINNINGAR 48 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vaktmaður Fiskeldisfyrirtækið Silfurstjörnuna hf. vantar vakt- mann til starfa í eldisstöð fyrirtækisins í Öxarfirði. Einnig vantar starfsmann í mötuneyti. Allar nánari upplýsingar gefa Benedikt eða Rúnar í síma 465 2319 og Benedikt á kvöldin í síma 465 2332. Atvinna í boði Óskum eftir þjónustuliprum starfsmanni, eldri en 20 ára, til starfa á verkstæðismóttöku okkar fyrir sjónvarpstæki, hljómtæki og skyldar vörur. Æskilegt er að viðkomandi hafa áhuga á tækj- um og viðgerðum. Vinsamlega sendið uppl. um aldur og starfsferil merktar: 12139, til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 3. apríl 2002. Löglærður fulltrúi Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa við sýslumannsembættið á Blönduósi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Stéttar- félags lögfræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Umsóknum skal skilað til Bjarna Stefánssonar, sýslumanns, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Nánari upplýsingar um starfið veita sýslumað- ur og Þórhallur Haukur Þorvaldsson, fultrúi sýslumanns. Blönduósi, 19. mars 2002. Sýslumaðurinn á Blönduósi. Grindavík Skrifstofustarf Laust er til umsóknar skrifstofustarf á skrifstof- unni á Víkurbraut 25, Grindavík. Um er að ræða 50% starf og er vinnutími frá kl. 8—12. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðuneytisins og BSRB (SFR). Tölvukunnátta er nauðsynleg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar til sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, fyrir 10. apríl 2002. Nánari upplýsingar veitir Börkur Eiríksson, skrifstofustjóri í síma 420 2422 (beint innval) eða 420 2400. Sýslumaðurinn í Keflavík, 21. mars 2002. Jón Eysteinsson, sýslumaður. Valsárskóli, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri Lausar stöður við Valsárskóla Í skólanum eru tæplega 80 nemendur í 1.—10. bekk Skólinn er mjög vel staðsettur í fallegu, fjöl- skylduvænu umhverfi, um 12 km frá Akureyri. Aðstaða í skólanum er nokkuð góð og býður upp á ánægjulegan vinnustað. Aðstoðarskólastjóri Auk góðra mannlegra eiginleika umsækjenda er kennslureynsla í samkennslu æskileg, skipu- lagshæfileikar og tölvukunnátta nauðsynleg. Kennarar Fyrir starfsama kennara er einnig laust til umsóknar við skólann: ● Umsjónarkennsla samkennsluhópa. ● Íþróttakennsla, hálf staða. ● Smíðakennsla. ● Íslenskukennsla í 9.–10. bekk. ● Valgreinakennsla. ● Heimilisfræðikennsla. ● Tónmenntakennsla. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Upplýsingar veitir Hólmfríður Sigurðardóttir, skólastjóri, í símum 462 3105, 891 7956, hs. 462 6822 R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Til sölu lager og innréttingar úr þrotabúi Marion tísku- verslunar. Lagerinn samanstendur af kven- fatnaði og innréttingum af afgreiðsluborði, slám, peningakassa o.fl. Áhugasamir hafi samband við skiptastjóra. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl., skiptastjóri þrotabús Marion, sími 555 1500. ÞJÓNUSTA ísl. handritin úr dönsku herskipi í Reykjavíkurhöfn til að skila þeim aftur eftir langa útivist. Það var drengskaparbragð. Það var Vil- hjálmur Þór, þáverandi stjórnar- maður, sem fékk tillögu um þessa miklu gjöf samþykkta í stjórn Sam- bandsins 1940. Áratugum síðar kom það í hlut Erlends Einarssonar, þá- verandi forstjóra Sambandsins, að framkalla fjármuni til greiðslu á þessum miklu kirkjuklukkum, sem steyptar voru í Hollandi. Þegar við heyrum hljóm þessara miklu klukkna berast yfir borgina og land- ið – í RÚV á hádegi um helgar – þá minnumst þessara öndvegismanna, Vilhjálms og Erlends, eftirmanns hans hjá Sambandinu. Blessuð sé þeirra minning. Hermann Þorsteinsson. Hinn 5. september árið 1960 var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum stofnfundur félags ungra kaupsýslu- manna (Junior Chamber of Comm- erce). Á þessum fundi var ákveðin stofnun félags sem hlaut nafnið Jun- ior Chamber of Iceland. Tildrög þessa fundar má rekja til bréfaskrifta, sem áttu sér stað milli Erlendar Einarssonar forstjóra SÍS og Lennart Edin í Svíþjóð, sem lýsti áhuga á stofnun JC-hreyfingar á Ís- landi. Þessi bréfaskipti urðu til þess að í maí 1960 fara þeir Erlendur Einars- son og Pétur Pétursson til Svíþjóðar til að kynna sér starfsemina betur. Jákvæð niðurstaða þessarar ferð- ar varð til þess að Ingimar Liljen- quist, sem þá var landsforseti í Sví- þjóð, var beðinn um að mæta á stofnfund á Íslandi. Fyrsta stjórn hreyfingarinnar var skipuð Ingvari Helgasyni sem var formaður og með honum í stjórn voru Hjalti Pálsson, Erlendur Ein- arsson, Haraldur Sveinsson og Ás- mundur Einarsson. Síðan hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og Junior Chamber hreyfingin á Íslandi hefur náð því að vaxa og dafna þar sem framtakssamir félagsmenn hafa með dugnaði og atorku byggt upp sterka og góða hreyfingu. Því má fyrst og fremst þakka þeirri atorku og frum- herjastarfi er menn eins og Erlend- ur Einarsson unnu á sínum tíma. Er- lendur vann mikið og óeigingjarnt starf á upphafsárum hreyfingarinn- ar og var alla tíð einn af máttarstólp- um hennar. Junior Chamber Ísland vottar að- standendum dýpstu samúð með ósk um að minning Erlendar muni geymast með JC hreyfingunni um ókomin ár. Örn Sigurðsson, landsforseti Junior Chamber Íslands. Höfðingi er horfinn af sjónarsvið- inu. Hann hafði mikil áhrif á samtíð sína. Segja má að hann hafa verið í forustu um að skapa framtíðina um miðja síðustu öld. Ég varð fyrst þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Erlendi skömmu áður en hann lét af störfum sem forstjóri Sambandsins. Hann var fágætur höfðingi í hugsun og viðmóti án þess þó að ég hafi nokkurn tíma heyrt að hann ætti til hroka eins og oft vill verða með þá sem veljast til forustu. Þau eru ófá skiptin sem við Freyja höfum notið gestrisni þeirra hjóna í unaðsreitn- um sem sumarhús þeirra við Segl- búðir austur í Meðallandi er. Ég gleymi aldrei fölskvalausri gleði Er- lendar þegar að ég kom til baka úr gönguferð upp eftir Grenlæknum með stóran sjóbirting. Það var mín fyrsta veiði þar og hann hafði tekið fluguna sem Erlendur hafði gefið mér „Mickey Finn“. Erlendur lagði mér lið sitt ómælt sem og ýmisr aðrir á öndverðum níunda áratugnum við það verkefni að reyna að gera bygg- ingu tónlistarhúss að veruleika. Það hefur enn ekki tekist og er önnur saga sem ekki á heima hér en það var ekki vegna þess að Erlendur lægi á liði sínu, nema síður væri. Stundum er eins og manni sé ekki ætlað að skila árangri í lífinu en ég held að ég geti fullyrt að við unnum að málinu af fullri trúmennsku. Ég varð þess m.a. aðnjótandi að kynnast manni eins og Erlendi og fá að telja hann til vina minna. Þótt ekki kæmi það í stað tónlistarhúss var það mér og okkur hjónum báðum mikils virði. Ég held að Erlendi hafi verið eðl- islæg ræktarsemi í garð annarra. Það brást sjaldan ef rætt var um ein- hvern einstakling að Erlendur vissi út í hörgul hverra manna viðkom- andi var. Einn af sameiginlegum vinum okkar sökum tengsla og áhuga okkar á Frakklandi og tónlist var Jean Pierre Jacquillat sem var aðalhljómsveitarstjóri sinfóníunnar um árabil. Hann lést af slysförum langt fyrir aldur fram árið 1985 og skömmu seinna beitti Erlendur sér fyrir stofnun sjóðs til minningar um hann með þann tilgang að efla tón- listartengsl Frakklands og Íslands og styrkja efnilega Íslendinga til framhaldsnáms í tónlist. Það eru margir styrkþegar sem hafa bætt við menningu okkar með aðstoð það- an. Erlendur aðstoðaði mig á alla lund við fyrstu skref mín á frímúrara- brautinni og verð ég honum ætíð þakklátur fyrir það og alltaf þegar leiðir okkar hafa legið saman, sem hefur verið alloft undanfarin ár þar sem við urðum nágrannar á Kirkju- sandi, þá hafa verið fagnaðarfundir að hitta hann og hans einstaka lífs- förunaut Margréti. Missir hennar er vissulega stór og leitun hefur verið á jafninnilega samstilltum hjónum. Megi hinn hæsti vera þér huggun, kæra vinkona, í þeirri vissu að góður drengur hefur lifað góðu lífi og skilað góðu dagsverki. Við sendum ykkur Margrét, Edda, Helga, Einar og öllum öðrum aðstandendum, okkar samúðar- kveðjur. Ármann Örn og Freyja. ERLENDUR EINARSSON ✝ Margrét Krist-jánsdóttir fædd- ist á Sauðárkróki 14. desember 1933. Hún lést á líknar- deild Landsspítalans í Kópavogi 18. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Ei- ríksson smiður og Sigrún Sigurðar- dóttir húsfreyja og eru þau bæði látin. Margrét var fjórða elst af fjórtán systk- inum. Hún giftist 26. september 1955 Þórhalli Stefáni Ellertssyni vélstjóra, d. 10. apríl 1963. Börn þeirra eru: 1) H. Sig- rún, gift Borgþóri Baldurssyni, synir þeirra eru Stefán Björn og Andra Fannar. 2) Hafdís, gift Margeiri Sigurðssyni og eiga þau börnin: a) Guð- mund Skúla, sam- býliskona Alma Erna Ólafsdóttir, þau eiga Margeir Óla, b) Írisi Dögg, c) Dórótheu Rún, d) Helgu Margréti og e) Sigurð Kristján Snæfeld. 3) Þórhall- ur Finnbogi, sam- býliskona Honeyly Limbaga, sonur þeirra er Kristófer Limbaga. Þórhallur Finnbogi á Brynjar Frey frá fyrri sam- búð. Margrét giftist 31. desem- ber 1974 eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóhannesi G. Haraldssyni vaktmanni, og eiga þau ekki börn saman. Útför Margrétar fór fram frá Fossvogskirkju 26. febrúar. Daginn sem þú fæddist var rign- ing því Guð var að gráta, því hann hafði misst bestu stjörnuna sína. En nú þegar besta stjarnan er komin aftur getur hann tekið gleði sína á ný. Elsku amma ég trúi ekki að þú sért farin strax. En ég veit að þetta er þér fyrir bestu því nú þarft þú ekki að kveljast lengur vegna veik- inda þinna en þetta er mikill missir. Manstu laugardaginn 9. febrúar talaði ég um að koma í heimsókn til þín þegar ég fengi bílprófið. Ég sagði við mömmu að ég vonaðist til að þú værir á lífi á afmælisdaginn minn hinn 14. febrúar og þú varst það og er ég þér mjög þakklát. En ég fékk ekkert tækifæri til að heimsækja þig. Ég keypti mér bíl 19. febrúar en það var um seinan að heimsækja þig á spítalann. Ég er staðráðin í því að heimsækja þig oftar þar sem þú hvíl- ir. Ég gæti haldið endalaust áfram en ég geymi minningarnar í hjarta mér og verða seint gleymdar. Ég vona að Þórhallur afi hafi tekið þér opnum örmum og að þér líði miklu betur núna. Ég skal heim- sækja afa eins oft og ég get og sjá til þess að hann verði ekki einmana. vertu sæl, elsku amma, og við sjáumst. Íris Dögg Margeirsdóttir. MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.