Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 53
GUÐNI Ágústsson landbún-
aðarráðherra fékk fjölmennan hóp
í ráðuneytið í síðustu viku þegar
um 100 nemendur Fjölbrautaskóla
Suðurlands komu í heimsókn í
fylgd kennara.
Tilgangur heimsóknarinnar,
sem skipulögð var af skólanum,
var að fræðast um starfsemi ráðu-
neytisins, eðli starfa þar og stjórn-
sýsluna almennt, en krakkarnir
fóru einnig í fleiri stofnanir í sömu
borgarferð. Meðal þeirra sem sett-
ist í stól landbúnaðarráðherra var
Leifur Gunnarsson frá Selfossi.
Hafði hann orð á því að hann ætl-
aði sér að setjast í þennan stól sem
ráðherra árið 2020. Guðni sagði að
Leifur tæki sig ágætlega út í stóln-
um og aldrei að vita nema þessi
áætlun ætti eftir að ganga upp.
Forverinn yrði þó væntanlega ein-
hver annar en hann sjálfur!
Ætlar sér
stólinn
árið 2020!
FÉLAG um verndun hálendis
Austurlands, Náttúruverndarsam-
tök Austurlands (NAUST) og
Samtök um náttúruvernd á Norð-
urlandi (SUNN) hafa sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem fram
kemur að samtökin skora á iðn-
aðarráðherra að draga til baka
frumvarp um virkjun við Kára-
hnjúka og Kröflu. „Þetta gera
samtökin í ljósi þess að Norsk
Hydro er ekki tilbúið til að taka
ákvörðun um þátttöku í álvers-
framkvæmdum og því er ekki ljóst
hvort eða hvenær orkukaupandi
finnst. Varakrafa er frestun á af-
greiðslu frumvarpsins því ástæðu-
laust er að lögfesta leyfi til stór-
felldustu náttúruspjalla í
Íslandssögunni ef ekkert útlit er
fyrir að orkan verði seld.
Jafnframt skora samtökin á
þingmenn Norðausturkjördæmis-
ins að beita sér fyrir því að hraðað
verði mati á þjóðgarði er næði frá
Skaftafellsþjóðgarði að þjóðgarð-
inum í Jökulsárgljúfrum og að
gerð verði áætlun um friðlýsingu
alls þessa svæðis. Telja samtökin
að sú staða sem upp er komin gefi
gott færi og tíma til þess,“ segir í
frétt frá samtökunum.
Frumvörp um Kárahnjúka og
Kröflu verði dregin til baka
Þrenn náttúruverndarsamtök skora á iðnaðarráðherra
Á AÐALFUNDI Ferðafélags Ís-
lands var Hjörleifi Guttormssyni af-
hent svokölluð Pálsvarða, verðlaun
úr minningarsjóði Páls Jónssonar.
Verðlaunin eru veitt þeim sem
þykir hafa skarað fram úr við kynn-
ingu lands og þjóðar í máli og mynd-
um, en eru ekki veitt árlega. Hjör-
leifur Guttormsson hefur ritað mikið
af landlýsingum, þ. á m. þrjár ár-
bækur Ferðafélags Íslands og er sú
fjórða væntanleg í byrjun maímán-
aðar. Þá hefur hann tekið og birt
mikinn fjölda ljósmynda af íslenskri
náttúru og landslagi.
Fyrri handhafar Pálsvörðu eru
Hjálmar R. Bárðarson, sem hlaut
viðurkenninguna 1995, Guðmundur
Páll Ólafsson, 1996, og Ari Trausti
Guðmundsson, 1999.
Páll Jónsson starfaði mikið að
málefnum Ferðafélags Íslands og
sat m.a. í stjórn þess 1947 til 1987 og
var ritari árbókar 1968-1982. Hann
var mikill ferðamaður, náttúruunn-
andi og góður ljósmyndari, segir í
fréttatilkynningu.
Ljósmynd/Gerður Steinþórsdóttir
Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags Íslands, afhendir Hjörleifi
Guttormssyni Pálsvörðu á aðalfundi FÍ 14. mars sl.
Viðurkenning úr
Minningarsjóði
Páls Jónssonar