Morgunblaðið - 27.03.2002, Síða 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 55
OPIÐ hús verður hjá Jóa byssu-
smið á Dunghaga 18 í Reykjavík,
skírdag 28. mars og laugardaginn
30. mars, kl. 12–18 báða dagana.
Kynning verður á rifflum frá
J.P. Sauer og miðunarsjónaukum
frá Schmidt&Bender og Pecar
Berlín í Þýskalandi.
Á fimmtudeginum verður sér-
stök kynning á veiðum af kajak í
umsjá Róberts Schmidts. Báða
dagana verða kynntar skotveiðar
erlendis, segir í fréttatilkynningu-
.Verkstæði Jóa byssusmiðs flutt
JÓHANN Vilhjálmsson byssu-
smiður hefur flutt verkstæði sitt
og verslun að Dunhaga 18 í
Reykjavík, þar sem Skóstofan var
áður til húsa. Jafnframt hefur
hann tekið við vöðluviðgerðum og
rekstri vöðlu- og stangarleigu
þeirrar sem Skóstofan annaðist áð-
ur.
Opið hús hjá
Jóa byssusmið
Á FÉLAGSFUNDI Framsóknar-
félags Þorlákshafnar og Ölfuss sl.
mánudagskvöld var tillaga upp-
stillingarnefndar að framboðslista
fyrir sveitarstjórnakosningar í vor
lögð fram og samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi einstaklingar skipa
listann frá fyrsta sæti til þess
fjórtánda:
Baldur Kristjánsson sóknar-
prestur, Þorlákshöfn, Páll Stefáns-
son dýralæknir, Stuðlum, Valgerð-
ur Guðmundsdóttir skrifstofu-
stjóri, Þorlákshöfn, Ásgeir Ingvi
Jónsson verkstjóri, Þorlákshöfn,
Margrét Stefánsdóttir tónlistar-
kennari og söngkona, Hvoli, Sig-
urður Garðarsson verksmiðju-
stjóri, Þorlákshöfn, Helga Ragna
Pálsdóttir bóndi, Kjarri, Jón Ara-
son sjómaður, Þorlákshöfn, Ólöf
Haraldsdóttir bóndi, Breiðabóls-
stað, Dagný Erlendsdóttir aðstoð-
arleikskólastjóri, Þorlákshöfn,
Benedikt Benediktsson bóndi og
gæslumaður, Kvistum, Þráinn
Jónsson verkstjóri, Þorlákshöfn,
Hrafnkell Karlsson bóndi, Hrauni,
Júlíus Ingvarsson verktaki, Þor-
lákshöfn.
Sigurður Þráinsson bæjar-
fulltrúi sem skipaði fyrsta sæti
listans við síðustu sveitarstjórna-
kosningar gaf ekki kost á sér
áfram, segir í fréttatilkynningu.
Listi Fram-
sóknar-
manna í Ölf-
usi ákveðinn
KONUR sem fengið hafa eggja-
stokkakrabbmein hafa myndað
áhugahóp sem áformar að hittast
síðasta miðvikudag í hverjum mán-
uði. Í dag, miðvikudaginn 27. mars
kl. 17, verður hist í húsi Krabba-
meinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í
Reykjavík.
Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður
Samhjálpar kvenna, segir frá starfi
þess hóps, sem sinnir konum sem
hafa greinst með brjóstakrabba-
mein, segir í fréttatilkynningu.
Fundur um
eggjastokka-
krabbamein
VIÐSKIPTA- og hagfræðideild
Háskóla Íslands efnir til morgun-
verðarfundar á Radisson SAS,
Hótel Sögu, Ársal, í dag, miðviku-
daginn 27. mars kl. 8.30–10, um
hlutverk stjórna í fyrirtækjum.
Erindi halda: Runólfur Smári
Steinþórsson, dósent í Viðskipta-
og hagfræðideild HÍ, Áslaug
Björgvinsdóttir, lektor í Lagadeild
HÍ, Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður Landsvirkjunar
og Kaldbaks hf. Fundastjóri er
Gylfi Magnússon, dósent í við-
skipta- og hagfræðideild HÍ.
Skráning er á netfanginu astad-
is@hi.is. Aðgangseyrir er kr. 1500,
sem greitt er á staðnum. Innifalið
er morgunverður og kaffi, segir í
fréttatilkynningu.
Hlutverk
stjórna í
fyrirtækjum
Í VELDI Vatnajökuls – þjóðgarð-
ur elds og ísa – Ísland fyrir ís-
lenska ferðamenn, heitir námskeið
á vegum Endurmenntunar Há-
skóla Íslands sem verður haldið
17.–29. apríl, mánudaga og mið-
vikudaga, kl. 20.15–22:15.
Fjallað verður um hvort ástæða
sé til að stofna risaþjóðgarð á há-
lendi Íslands – og þá hvar, hver
séu einkenni og sérkenni svæð-
isins, hvað þurfi að vernda og
fleira.
Kennarar verða Guðmundur
Páll Ólafsson náttúrufræðingur og
rithöfundur, Nele Lienhopp, Sig-
rún Helgadóttir náttúrufræðingur
og Magnús Tumi Guðmundsson,
dósent við HÍ.
Verð er 9.700. Skráning er á
http://www.endurmenntun.hi.is.
Námskeið
um þjóðgarða
JARÐFRÆÐI Reykjaness, í nám-
skeiðaröðinni Ísland fyrir íslenska
ferðamenn, verður hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands fimmtu-
daginn 4. og 11. apríl kl. 20.15-
22.15. Á námskeiðinu verður farið í
f erðir laugardagana 6. og 13. apríl
og sunnudaginn 14. apríl.
Kennarar eru Hreggviður Norð-
dahl og Helgi Torfason jarðfræð-
ingar. Verð á námskeiðið er kr.
14.800.
Námskeiðið er ætlað áhugafólki
um jarðfræði og náttúru, kennur-
um, leiðsögumönnum, fólki í ferða-
þjónustu og öðrum. Farið verður í
jarðfræði Reykjanesskagans og
mótun hans síðustu 5-600 þúsund
árin. Sprungusveimar, brot og jarð-
skjálftar, rek hafsbotnsins, berg-
tegundir og breytileg ásýnd eftir
umhverfi o.fl.
Farið verður í þrjár heilsdags-
ferðir um Reykjanes: Keflavík-Mið-
nes, Reykjavík-Grindavík-Svarts-
engi, Krísuvík-Selvogur.
Skráning: http://www.endur-
menntun.hi.is
Námskeið um
jarðfræði
Reykjaness
OFFITUNÁMSKEIÐ fer fram á
Húsavík 12.–18. apríl. Þátttakend-
ur gista á Fosshótel Húsavík, en
meðferðin fer að miklu leyti fram
þar.
Meðferð er miðuð við getu hvers
og eins og byggist upp á lækn-
isskoðun, viðtali við hjúkrunar-
fræðing og næringarfræðing, auk
líkamsþjálfunar í formi sundleik-
fimi, æfinga í tækjasal og göngu-
ferða, slökunar og svæðanudds.
Einnig verður kennd matreiðsla
þar sem þátttakendur læra að
matreiða hollan og góðan mat und-
ir handleiðslu matreiðslumeistara
og næringarfræðings. Að nám-
skeiði loknu verður boðið upp á
eftirfylgni til að stuðla að því að
þátttakendur nái settu markmiði.
Laugardaginn 13. apríl kl. 13–18
fer fram fræðsludagskrá á Foss-
hótel Húsavík. Þar halda erindi:
Óttar Guðmundsson læknir, Ás-
laug Halldórsdóttir hjúkrunar-
færðingur, Ásgeir Böðvarsson
læknir, Valur Kristinsson læknir,
Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrun-
arfræðingur, Guðrún Þóra Hjalta-
dóttir næringarfræðingur og
Sveinbjörn Sigurðsson sjúkraþjálf-
ari, segir í fréttatilkynningu.
Námskeið
um offitu
HEILBRIGÐISSTOFNUN Þing-
eyinga og Ráðgjöf í reykbindindi –
grænt númer – standa fyrir nám-
skeiði til reykleysis í Mývatnssveit
dagana 9. til 14. maí.
Þátttakendur byrja strax und-
irbúning meðferðar með hand-
leiðslu og ráðgjöf símaþjónustunn-
ar Ráðgjafar í reykbindindi.
Meðferðin felst í læknisskoðun,
líkamsþjálfun, fræðslu, viðtölum
við hjúkrunarfræðinga sem starfa
hjá Ráðgjöf í reykbindindi, slökun
og gönguferðum í rómuðu um-
hverfi Mývatnssveitar.
Þátttakendur gista í Hótel
Reynihlíð og fer meðferð að miklu
leyti fram þar. Föstudaginn 10.
maí kl. 13-18 verður fræðsludag-
skrá í Hótel Reynihlíð, segir í
fréttatilkynningu.
Námskeið um
reykbindindi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun:
„Stjórn SMS – Samskipta með
síma ehf. – á Stöðvarfirði lýsir yfir
fullum stuðningi við störf og mál-
flutning framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins á opinberum vettvangi síð-
ustu vikur.
Stjórnin harmar að umræðunni
hafi verið stillt upp sem úlfúð á milli
bæjarfélaga sem hvort um sig hefur
reynt að nýta nútímatækni til auk-
innar fjölbreytni í atvinnulífi stað-
anna og hvetur til jákvæðari um-
ræðu um flutning starfa út á land.
Stjórnin telur mjög brýnt að hrað-
að verði flutningi verkefna frá Al-
þingi til fjarvinnslu á Stöðvarfirði í
samræmi við gefin fyrirheit.
Ennfremur skorar stjórn SMS á
ráðherra og aðra ráðamenn að
standa við margítrekaðar yfirlýsing-
ar um flutning verkefna út á lands-
byggðina. Áralangar tafir á efndum
verða ekki túlkaðar sem annað en
viljaleysi og eru einungis til þess
fallnar að rýra traust íbúa hinna
dreifðari byggða á kjörnum fulltrú-
um sínum.“
Hraðað verði
flutningi verk-
efna út á land
NÝLEGA var undirritaður á Bif-
röst samstarfssamningur milli Við-
skiptaháskólans á Bifröst og Við-
skiptaháskólans í Otaru í Japan.
Samkvæmt samningnum munu
tveir nemendur frá Bifröst stunda
nám í Japan árlega og verða þeir
nemendur sem kost fá á námsvist
næsta vetur valdir nú í mars. Í Ot-
aru munu nemendurnir bætast í al-
þjóðlegan skiptinemahóp frá Asíu,
Evrópu, Ameríku og Eyjaálfu sem
stunda nám á ensku við skólann
með áherslu á menningartengda
markaðsfræði og hagfræði Asíul-
anda.
Að auki gerir samningurinn ráð
fyrir virku rannsóknarsamstarfi og
kennaraskiptum.
Viðskiptaháskólinn í Otaru er
staðsettur í bænum Otaru í útjaðri
borgarinnar Sapporo á Hokkaídó-
eyju, nyrstu eyju Japans. Í Otaru
búa um 170 þúsund manns, en um 4
þúsund nemendur stunda nám við
skólann, þar af nokkur hundruð er-
lendra stúdenta. Við skólann starf-
ar íslenskur prófessor, dr. Jón
Þrándur Stefánsson.
Samningurinn er mikilvægur
skólanum og íslensku atvinnulífi
þar sem mikill skortur hefur verið
á viðskiptamenntuðu fólki með sér-
þekkingu á japönskum aðstæðum í
viðskiptalífi og menningu. Þrátt
fyrir mikil og vaxandi viðskipti
milli Íslands og Japans hafa fáir Ís-
lendingar stundað þar við-
skiptanám og hefur slíkt háð nánari
viðskiptatengslum.
Nýstofnað sendiráð Íslands í
Tókýó veitti Viðskiptaháskólanum
aðstoð við samningsferlið, segir í
fréttatilkynningu.
Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, og Atsushi
Takahashi, framkvæmdastjóri alþjóðadeildar Viðskiptaháskólans í Ot-
aru, undirrita samstarfssamning skólanna tveggja á Bifröst.
Samdi við jap-
anskan háskóla
ATKVÆÐAGREIÐSLA utan kjör-
fundar vegna sveitarstjórnarkosn-
inga sem fram fara 25. maí næst-
komandi hefst 2. apríl.
Atkvæðagreiðslan hefst því áður en
framboðsfrestur rennur út sam-
kvæmt lögum um kosningar til sveit-
arstjórna, segir í frétt frá dóms-,
kirkjumála- og félagsmálaráðuneyt-
unum.
Samkvæmt kosningalögum fer at-
kvæðagreiðsla utan kjörfundar
þannig fram að kjósandi stimplar
eða ritar á kjörseðil bókstaf þess
lista, þegar um listakosningu er að
ræða, sem hann vill kjósa og má
hann jafnframt geta þess hvernig
hann vill hafa röðina á listanum.
Í frétt ráðuneytanna er bent á að
stjórnmálasamtök sem buðu fram
við síðustu alþingiskosningar eiga
sér fastan listabókstaf. Listabókstaf-
ir annarra samtaka sem bjóða fram
við sveitarstjórnarkosningar, verða
hins vegar ákveðnir af yfirkjörstjórn
að framboðsfresti liðnum.
Samkvæmt kosningalögum skal
ekki meta atkvæði ógilt, þó gallað sé,
ef greinilegt er hvernig það á að
falla.
Unnt er að greiða atkvæði utan
kjörfundar hjá sýslumönnum um allt
land og hjá hreppstjórum. Ennfrem-
ur á sjúkrahúsum, fangelsum, dval-
ar- og vistheimilum samkvæmt
ákvörðun sýslumanns. Ef kjósandi
getur ekki sótt kjörfund á kjördegi
vegna sjúkdóms, fötlunar eða barns-
burðar er heimilt að greiða atkvæði í
heimahúsi, hafi kjósandi sótt um það
skriflega eigi síðar en fjórum dögum
fyrir kjördag.
Erlendis fer atkvæðagreiðsla
fram á skrifstofu sendiráðs eða
fastanefndar hjá alþjóðastofnunum,
hjá kjörræðismönnum eða á öðrum
stöðum samkvæmt ákvörðun utan-
ríkisráðuneytisins.
Atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar hefst 2. apríl
Rangt föðurnafn
Þau mistök urðu við vinnslu
fréttar Morgunblaðsins í gær af er-
indi Jóns Karls Ólafssonar á mál-
þingi um samgönguáætlun að rang-
lega var farið með föðurnafn hans.
Velvirðingar er beðist á þessu rang-
hermi.
Rangt föðurnafn
í bridsþætti
Rangt var farið með föðurnafn
Steingríms Gauts Péturssonar í
bridsþætti í Morgunblaðinu í gær og
er beðist velvirðingar á því. Þar var
einnig ranglega sagt að þrír félagar í
bridssveit sem nefnir sig Ógæfu-
mennina séu núverandi Norður-
landameistarar ungmenna í brids;
þeir eru tveir.
LEIÐRÉTT
HJÁ versl-
unum og
umboðs-
mönnum
Tals fylgir
nú Bíókort
og 6.000
króna inn-
eign í GSM-símum í Talfrelsi og Tali
12. Gegn framvísun Bíókortsins er
fjórum sinnum frítt á mynd að eigin
vali í Smárabíói eða Regnboganum.
Þá er í eitt skipti frítt á bíómyndina
Spider-Man í Smárabíói eða Regn-
boganum.
Einnig felast í Bíókortinu afslátt-
arkjör á geisladiski, tölvuleik og
DVD-mynd í verslunum Skífunnar
svo og eitt skipti frítt í sund og dag-
skort á skíði í Bláfjöllum, Skálafelli
eða Hengli, segir í fréttatilkynningu.
Bíókort – nýj-
ung hjá Tali
UM síðustu sjómannadagshelgi kom
hópur Frakka í heimsókn til Pat-
reksfjarðar. Heimsóknin tókst það
vel að búið er að skipuleggja aðra
heimsókn Frakka til Patreksfjarðar.
„Við erum að skipuleggja leiðang-
ur til að minningar um góletturnar
með hvítu seglin og fiskimennina
okkar sem kallaðir voru Les Island-
is, eða Íslendingarnir,“ segir í skeyti
frá Frökkunum til Patreksfirðinga.
„Við viljum ennfremur óska þess að
götu eða torgi yrði gefið nafn við
þetta tækifæri í minningu fiskimann-
anna frönsku, t.d. Gólettu-torg, Bin-
ic-mannagata eða eitthvað svipað,“
segir í bréfinu.
Til stendur að um tuttugu til þrjá-
tíu Frakkar komi til Patreksfjarðar
um sjómannadagshelgina. Í hópnum
eru til að mynda myndhöggvari, list-
málarar, hljóðfæraleikarar, afkom-
endur skútukarlanna, skipstjórar og
útgerðarmenn stærri fiskiskipa,
blaðamaður, sagnfræðingur og vís-
indamenn.
Patrick Stein, ungur myndhöggv-
ari sem hefur hlotið alþjóðlega við-
urkenningu, hefur í hyggju að
höggva út minnismerki á staðnum.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur
kosið nefnd vegna þessa og skipa
hana Jón Gunnar Stefánsson bæjar-
stjóri, Þuríður Ingimundardóttir og
María Óskarsdóttir, en hún er að-
altengiliður við Frakkana.
Í framhaldi af heimsókninni verð-
ur komið á vinarbæjartengslum milli
staðanna.
Frakkar efla
tengslin við Pat-
reksfirðinga
Patreksfirði. Morgunblaðið.