Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 58
DAGBÓK
58 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanlegir Goða-
foss og Brúarfoss og
fara þeir aftur út ásamt
Ásbirni RE og Arn-
arfelli.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag fara út Brúarfoss og
Otto.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, opin alla
miðvikud. kl. 14–17, flóa-
markaður, fataúthlutun
og fatamóttaka, sími
552 5277, eru opin annan
og fjórða hvern mið-
vikud. kl. 14–17.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað í síma Krabba-
meinsráðgjafarinnar,
800 4040 kl. 15–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl 9 og
kl. 13 vinnustofa og
postulínsmálning.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar uppl.
í síma 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10 banki,
kl. 13 spiladagur, kl. 13–
16 vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið,
Hlaðhömrum, er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Lesklúbbur kl.
15.30 á fimmtudögum.
Jóga föstudaga kl. 11.
Kóræfingar hjá Vorboð-
um, kór eldri borgara í
Mosfellsbæ, á Hlað-
hömrum fimmtudaga kl.
17–19. Púttkennsla í
íþróttahúsinu kl. 11 á
sunnudögum. Uppl. hjá
Svanhildi, s. 586 8014 kl.
13–16. Uppl. um fót-,
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og
fótanudd, s. 566 8060 kl.
8–16.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslu- og handa-
vinnustofur opnar, kl.
10–10.45 leikfimi, kl.
14.30 banki.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, guðs-
þjónusta kl. 10.30, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, byrj-
endur.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Í dag
verður línudans kl. 11,
myndlist og pílukast kl.
13.30. Leikhúsferð mið-
vikudaginn 10. apríl kl.
14 að sjá leikritin „Í lífs-
ins ólgusjó“ og „Fugl í
búri“ er Leikfélagið
Snúður og Snælda sýna í
Ásgarði, Glæsibæ.
Skráning og allar upp-
lýsingar í Hraunseli og í
síma 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Kaffi – blöðin
og matur í hádegi.
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði í
Glæsibæ, félagsheimili
Félags eldri borgara,
Söng og gamanleikinn „Í
lífsins ólgusjó“ minn-
ingar frá árum síldaræv-
intýranna, og „Fugl í
búri“, dramatískan gam-
anleik. Sýning í dag,
miðvikudag, kl. 14.
Kvöldsýning verður
fimmtudaginn 4. apríl kl.
20. Sýningum fer fækk-
andi. Miðapantanir í
síma: 588 2111 og
568 9082.
Miðvikudagur: Göngu-
hrólfar fara í létta göngu
frá Ásgarði kl. 10.
Söngfélag FEB, kór-
æfing kl. 17. Línu-
danskennsla Sigvalda
kl. 19.15.
Sparidagar á Örkinni
14.–19. apríl, skráning á
skrifstofu FEB.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, postulín, mósaik
og gifsafsteypur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun. Opið alla sunnu-
daga frá kl. 14–16, blöðin
og kaffi.
Félagsstarfið, Furu-
gerði. Í dag kl. 9 aðstoð
við böðun og bókband.
Kl. 12 hádegismatur, kl.
14 sögulestur og kl. 15
kaffiveitingar. Fé-
lagsstarfið óskar öllum
gestum sínum gleðilegra
páska og opnar aftur
þriðjudaginn 2. apríl
með hefðbundinni dag-
skrá.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar. Frá hádegi spila-
salur opinn. Súpa og sal-
atbar í veitingabúð í há-
deginu. Kaffiveitingar í
kaffitíma. Leikhúsferð í
Ásgarð miðvikudaginn
3. apríl kl. 14. Leikhóp-
urinn Snúður og Snælda
sýna í Lífsins ólgusjó og
Fugl í búri. Skráning
hafin. Lagt af stað frá
Gerðubergi kl. 13.30.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10 handavinna, kl. 10
boccia, kl. 11 hæg leik-
fimi, kl. 13 félagsvist
FEBK og glerlist, kl.
15–16 viðtalstími FEBK,
kl. 16 hringdansar, kl. 17
bobb. Einmánaðarfagn-
aður verður fimtmu-
daginn 4. apríl kl. 14.
Fjölbreytt sköpunar- og
skemmtidagskrá sem er
samstarfsverkefni
Digranesskóla, Leik-
skólans Marbakka og
Gjábakka. Vöfflu-
hlaðborð.
Allir velkomnir. Hand-
verksmarkaður verður
fimmtudaginn 4. apríl.
Vinsamlega pantið borð
sem fyrst í síma
554 3400.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró-
leg stólaleikfimi, kl. 13
keramikmálun.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 11 banki, kl.
13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur – klippi-
myndir, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 15 teiknun og
málun.
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Kl. 13.30–15.30
páskabingó. Spilaðar
verða 8–10 umferðir.
Allir hjartanlega vel-
komnir án tillits til ald-
urs eða búsetu í Reykja-
vík.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fræðslufundur í dag kl.
10 í Miðgarði, Langa-
rima 21.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun.
Félagsstarfið er opið öll-
um aldurshópum, allir
velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaaðgerð
og hárgreiðsla, kl. 9.15–
16 postulínsmálun og
myndmennt, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl. 13–
16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 10 fóta-
aðgerðir, morgunstund,
bókband og bútasaumur,
kl. 12.30 verslunarferð,
kl. 13 handmennt og
kóræfing, kl. 13.30 bók-
band, kl. 15.30 kóræfing.
Öldungaráð Hauka.
Fundur verður í kvöld
kl. 20 á Ásvöllum. Fé-
lagar fjölmennum.
Kvenfélagið Hrönn.
Farið verður í Kaffileik-
húsið í Hlaðvarpanum
föstudaginn 5. apríl.
Kvöldverður og
skemmtun. Húsið opnað
kl. 19. Kemur í staðinn í
fyrir aprílfund. Tilkynna
þarf þátttöku til stjórnar
fyrir 2. apríl.
Orlofsnefnd húsmæðra.
Húsmæður athugið.
Eigum nokkur sæti laus
til Portúgals 9.-16. apríl.
Upplýsingar í síma 551-
2617 og 864-2617.
Minningarspjöld
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533 1088 eða í
bréfs. 533 1086.
Í dag er miðvikudagur 27. mars,
86. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Fagnið á þeim degi og leikið af
gleði, því laun yðar eru mikil á
himni, og á sama veg fóru feður
þeirra með spámennina.
(Lúk. 6, 33.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 íþróttagrein, 8 sakar
um, 9 eimurinn, 10
óhreinka, 11 blóms, 13
beiskt bragð, 15 hestur,
18 mannvera, 21 hreinn,
22 aflaga, 23 klampinn,
24 laus við fals.
LÓÐRÉTT:
2 útskagi, 3 bjálfar, 4
grenjar, 5 refum, 6 and-
mæli, 7 venda, 12 stings,
14 bókstafur, 15 ástand,
16 heiðursmerki, 17 yfir-
höfn, 18 kuldastraum, 19
matnum, 20 beitu.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 áleit, 4 bátur, 7 ærnar, 8 lítri, 9 fíl, 11 tóra, 13
kann, 14 sækir, 15 serk, 17 álka, 20 frá, 22 mylur, 23 sát-
um, 24 apann, 25 ræður.
Lóðrétt: 1 ágætt, 2 elnar, 3 torf, 4 ball, 5 totta, 6 reisn,
10 ískur, 12 ask, 13 krá, 15 summa, 16 rulla, 18 látið, 19
aumur, 20 Frón, 21 ásar.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
HÚN var frekar lífleg og aðmörgu leyti frumleg söng-
keppni framhaldsskólanna sem
sýnd var í ríkissjónvarpinu á laug-
ardagskvöldið var. Víkverji er
kannski ekki beint í þeim aldurs-
flokki sem límir sig við unglinga-
efni í sjónvarpi en hann horfði með
öðru auganu á þessa keppni og
rembdist við krossgátulausnir á
meðan. Það sem honum fannst
ekki síst ánægjulegt við þáttinn
var hversu liðlega hann gekk.
Hver flytjandinn á fætur öðrum
steig á svið og um leið og búið var
að kynna hófst flutningur lagsins.
Þetta var samt sem áður bein út-
sending og engir hnökrar og ekk-
ert vesen eða bið og slór með
skiptingarnar. Sjálfsagt var það
líka vel til fundið að fá þekkt and-
lit úr At-þættinum til að kynna
þátttakendur og fórst þeim það
ágætlega úr hendi. En sem sagt,
þetta fannst Víkverja allt saman
ganga ótrúlega vel fyrir sig og fyr-
ir utan hversu áheyrileg mörg at-
riðin voru gekk þátturinn tækni-
lega vel fyrir sig. Því eiga áhorf-
endur ekki alltaf að venjast í
kvöldfréttum sjónvarpsins.
NETIÐ er afskaplega væn leiðtil samskipta og upplýsinga-
miðlunar. Alls konar rafræn sam-
skipti fara sífellt vaxandi og marg-
ir hafa lag á að notfæra sér það og
aðstöðu til þess. En alls ekki allir.
Skatturinn hefur í ár eins og í
fyrra (og kannski ennþá lengra
aftur í tímann en minni Víkverja
er takmarkað eins og kunnugt er)
boðið upp á að menn sendi skatt-
skýrsluna um Netið. Allt gott um
það að segja. Hins vegar er mönn-
um mismunað í skilafresti. Þeir
sem gera þetta uppá gamla mát-
ann og tölta með framtalið í lúgu
skattstofanna á síðasta klukku-
stíma skilafrests fá styttri frest en
nútímafólkið sem skilar á Netinu.
Af hverju í ósköpunum?
Ef Netið er svona vænleg leið af
hverju er þeim þá ekki frekar gert
að skila fyrr? Netframteljendur
geta rubbað þessu af yfir kaffi-
bolla og auglýsingahléi í sjónvarp-
inu. Þeir ættu ekki að þurfa lengri
frest en viku eftir að framtalið hef-
ur borist. Þeir sem skrifa tölurnar
með læsilegri rithönd sinni og
sjálfblekungi á pappírinn ættu að
fá að nostra við þetta fram eftir
vori. Þannig fengi skatturinn mörg
framtöl mjög snemma og gæti síð-
an tekið til við gamaldags fram-
tölin þegar kemur fram á sumar.
Og svo er nefnilega önnur mis-
munun. Þeir sem telja fram á
pappír hafa ekki möguleika á að
sækja um frest. Það eru að
minnsta kosti mjög ströng skilyrði
til að fá hann. Hinir geta hins veg-
ar sótt um frest og gengið að hon-
um nokkuð vísum. Hvað er mis-
munun ef ekki þetta?
Annars er líklega allt mismunun
þegar að skattinum kemur. Og allt
óréttlátt í sambandi við skattinn.
Af hverju þarf ég að borga meiri
skatt en nágranninn? Hann sem á
þó bæði bíla og hross! Og líka
sumarbústað og vélsleða. Þannig
má lengi nöldra yfir skattinum.
Fyrst framtalsblaðinu. Síðan leið-
beiningunum og flækjunni og leið-
indunum sem þetta allt saman er.
Svo má nöldra yfir frestinum og
síðan álagningunni sjálfri. Ef ekki
hversu há hún er þá yfir því af
hverju Pétur og Páll mega skoða
hana í skattskrám skattstofanna.
Hvar værum við ef við hefðum
ekki skattinn?
Súrmjólkin frá
Neskaupstað
Í VELVAKANDA 20.
mars sl. spurði ein ósátt
hvers vegna súrmjólkin frá
Neskaupstað fáist ekki
lengur í Bónus. Skýringin
er sú að mjólkursamlagið í
Neskaupstað var lagt niður
um áramót 2000/2001, og
var framleiðslu þá sjálf-
hætt. Mjólkursamlags-
stjórinn hvarf til annarra
starfa og geymir uppskrift-
ina væntanlega á góðum
stað.
Það er svo til umhugsun-
ar hvers vegna það tók
„eina ósátta“ rúmt ár að
komast að því að súrmjólk-
in væri horfin úr hillum
Bónusverslana.
Jóhann.
Reyklaus staður
ÉG vil benda konunni, sem
kvartaði út af því að það
væru eiginlega engir reyk-
lausir veitingastaðir, á Am-
erican Style. Það er frábær
reyklaus staður. Ódýr, góð-
ur matur og frábær þjón-
usta.
Guðrún.
Vantar blaðið
MIG langar að kvarta, því
við fáum Fréttablaðið hing-
að á heimilið okkar alls ekki
alltaf. Ég hef oft hringt og
kvartað og þeir segjast
ætla að kippa þessu í lag en
það gerist ekkert! Mér
finnst þetta lélegt. Hvað er
málið?
Hildur Egilsd.
Góður staður
VIÐ hjónin verðum að taka
undir það sem við lásum í
blöðunum um daginn í sam-
bandi við staðinn Catalina í
Kópavogi. Þessi staður er
ákaflega huggulegur sér-
staklega nýi staðurinn. Við
fórum þarna að borða á
laugardagskvöldi og verð-
um að segja að maturinn
var mjög góður. Eins og á
bestu veitingastöðum í
Reykjavík. Svo þegar
teygðist úr öllu saman var
okkur boðið á ball á sama
stað. Þetta var mjög eftir
minnilegt kvöld sérstak-
lega vegna þess að þarna
var hljómsveit að spila sem
var vinsælasta hljómsveitin
á „okkar árum“. Starfsfólk-
ið var allt hið alúðlegasta,
ekki svona eins og það væri
„bara“ að vinna þarna.
Okkur finnst að það sem vel
er gert megi koma fram.
Helgi og Guðrún.
Fæst í Baby Sam
RAGNHEIÐUR vill benda
fólki, sem hefði verið að
leitað sér að Cam Ciao Plus
bílastól, að stólarnir fást nú
í Baby Sam í Skeifunni.
Tökum vel á móti
fuglunum
KÆRU landar. Tökum vel
á móti fuglunum okkar. Þeir
eru þreyttir og svangir eftir
langa ferð. Höldum kisun-
um inni við á næstunni.
Sonja.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
EFTIR að hafa fylgst
með umræðunni um fyr-
irhugaðar virkj-
anaframkvæmdir á há-
lendinu norður af
Vatnajökli og vitandi af
sérfræðingum sprang-
andi um svæðið með
mælistikur á sama tíma
og og hagfræðingar
stjórnsýslukerfisins og
Landsvirkjunar hafa set-
ið sveittir yfir því að
reikna út arðsemi Kára-
hnjúkavirkjunar og nið-
urstaða þeirra sú að
vænta megi hagsældar á
Íslandi sem endast muni
allt að í 80 ár, get ég ekki
orða bundist. Mér finnst
Landsvirkjun vera á gráu
svæði þar sem búið er að
semja um verð á orku
sem á ekki að sjá dags-
ljósið. Ég trúi því að eðl-
isgreind og innsæi þeirra
mörgu sem enn eru á
móti þessum glannalegu
framkvæmdum veki ótta
um að áætlanirnar stand-
ist ekki vegna gamallar
reynslu fyrri ára um
framúrkeyrslu á áætl-
unargerð í stíl við t.d.
Kröflu, Perlu, Ráðhús,
skrifstofu Alþingis, þjóð-
menningarhús o.s.frv.
Spurningar vakna: Erum
við að ana út í eitt stærsta
umhverfis- og efnahags-
slys Íslandssögunnar
vegna breytinga, hraða
og framkvæmda á öllum
sviðum vísinda og tækni í
heiminum? Ættum við að
leyfa næstu kynslóðum að
taka ákvarðanir um
hvernig best verður farið
með auðlindir og um-
hverfi sem í dag er van-
metið, jafnvel talið einsk-
is virði? Það gleymist að
taka með í stóra dæmið.
Vonandi verður ekki far-
ið af stað með nýja góð-
ærisóra sem engin inni-
stæða er fyrir. Ég veit að
finna má margar atvinnu-
greinar og fjárfestingar
sem henta okkar þjóð
betur en stóriðja. Látum
ekki mold og peninga
fjúka út í buskann. Reyn-
um að komast út úr þok-
unni fyrir austan.
Spurning vaknar á ný:
Hver á Ísland?
Sigurður Sveinsson.
160536-4709.
Virkjanaframkvæmdir á hálendinu