Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 27.03.2002, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 59 DAGBÓK  Innilegar þakkir til vina og vandamanna sem heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu hinn 2. mars. Lifið heil. Þráinn Þórisson. Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa Fjögurra vikna vornámskeið hefst 7. apríl nk. Upplýsingar og skráning í símum 699 2676 og 426 8306 Söngsetur Estherar Helgu, Bolholti 4, Reykjavík. ÞRETTÁN íslensk pör voru í hópi þeirra 405 para sem tóku þátt í Evrópu- mótinu í blönduðum flokki í Ostend í Belgíu um miðj- an mánuðinn. Keppt var bæði í tvímenningi og sveitakeppni. Bryndís Þor- steinsdóttir og Ómar Ol- geirsson komust í 130 para úrslit tvímenningskeppn- innar, en gekk illa á loka- sprettinum og enduðu í 116. sæti. Sveit Önnu Ív- arsdóttur stóð sig best í sveitakeppninni, varð í 28. sæti af 92 sveitum. Sveitin „Alla“ kom næst í 47. sæti, en hafði verið í toppbarátt- unni fram að lokaumferð- unum. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 62 ♥ KDG83 ♦ 1098 ♣KG6 Vestur Austur ♠ 1073 ♠ ÁDG54 ♥ 9752 ♥ Á6 ♦ D3 ♦ 76542 ♣10985 ♣2 Suður ♠ K98 ♥ 104 ♦ ÁKG ♣ÁD743 Vestur Norður Austur Suður -- Pass 1 spaði 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Allir pass * Yfirfærsla. Spilið að ofan kom upp undir lok sveitakeppninnar og nánast undantekningar- laust varð suður sagnhafi í þremur gröndum eftir spaðaopnun austurs. Með útspili í spaða sjást átta slagir og flestir sagnhafar reyndu við þann níunda með því að svína fyrir tíguldrottningu. Sem er kannski eðlileg leið í ljósi sagna, en illa til fundin í þessari legu. Hið merki- lega við spilið er nefnilega það að svíningin í tígli er óþörf! Sjáum til. Inni á spaða- kóng byrjar sagnhafi á því að háma í sig fimm slagi á lauf. Norður ♠ -- ♥ KDG ♦ 1098 ♣ -- Vestur Austur ♠ 10 ♠ G5(4) ♥ 975 ♥ Á ♦ D3 ♦ 76(5) ♣ -- ♣ -- Suður ♠ 9 ♥ 104 ♦ ÁKG ♣ -- Austur á eftir að henda af sér í fimmta laufið. Ef hann kastar spaða getur sagnhafi áhyggjulaus sótt slag á hjarta, svo vænt- anlega hendir austur tígli. Þá ljóst að hann er kominn niður á tvo tígla og þar með er óhætt að spila litn- um ofanfrá! Ágóðinn felst í því að næla í Dx í bak- höndinni. Þetta er dæmigerð „bók- arlega“. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú hefur miklar gáfur og ert fljótur að tileinka þér nýja hluti. Þú gefur ekki þitt eftir fyrr en í fulla hnefana. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þegar allt kemur til alls er það vináttan sem skiptir mestu máli. Sinntu því vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það getur reynst hollt að draga sig aðeins í hlé frá skarkala lífsins. Gefa sér tíma til íhugunar og nota tóm- stundirnar á uppbyggilegan máta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki vera of upptekin(n) af því sem aðrir á vinnustaðnum eru að segja eða gera. Vertu þú sjálfur og sýndu frum- kvæði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vertu varkár og settu þig ekki í neinar skuldbindingar því þótt samningurinn hljómi vel núna geta aðstæður breyst fyrr en varir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú samþykkir að fara í ferðalag. Hafðu fyrirhyggju og góða stjórn á fjármálun- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert einum of ánægður með sjálfan þig og hefðir gott af því að sýna meiri auðmýkt gagnvart öðrum og umhverfi þínu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að sýna þolinmæði í dag og þarft á öllu þínu að halda, til að missa ekki stjórn á skapi þínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gefðu þér allan þann tíma sem til þarf í að útfæra hug- mynd þína og þá fyrst get- urðu sett kraft í að fram- kvæma hana. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Hafðu þetta í huga þeg- ar til þín streyma yfirlýsingar frá hinum og þessum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það verður reynt að bera í þig einhverjar sögur, en mundu bara að þú ert engu nær um þann sem talað er um, heldur um þann er mælir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver hefur mikla þörf fyr- ir að gera allt til að gleðja þig. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það vefst eitthvað fyrir þér að taka ákvörðun um framhaldið í erfiðu máli. Hristu af þér slenið og haltu ótrauður áfram. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÚR NJÓLU Meistari hinna mikli þú, mig þinn andi hneigi, svo hugurinn nokkuð hugsa nú um hátign þína megi. Nú er fögur næturstund, nú ber skrautið frána þakið bláa, er þandi mund þín yfir höllu mána. Lít eg sveima hæða hyl herinn alskínandi; því vill hefjast himna til hugurinn lofsyngjandi. Björn Gunnlaugsson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27. mars, er áttræður Sigurður Njálsson, fyrrverandi for- stjóri Alþjóða líftrygginga- félagsins, Efstaleiti 14, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðný Þorsteinsdóttir. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 27. mars, er sjötug Geirþrúður Charlesdóttir, aðalgjald- keri, Urðarvegi 6 á Ísafirði. Af því tilefni býður hún og fjölskylda hennar ættingj- um og vinum á tónleka í Hömrum, sal Tónlistarskól- ans, á afmælisdaginn kl. 20.30 og á eftir að þiggja létta nátthressingu fyrir svefninn. 70 ÁRA afmæli. 3. aprílnk. verður sjötug Halldóra Traustadóttir frá Grímsey. Hún og eiginmað- ur hennar, Óli Hjálmar Óla- son, taka á móti gestum á Hótel KEA á Akureyri, laugardaginn 30. mars kl. 19. Ættingjar og vinir eru hjartanlega velkomnir. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Dh4 5. Rc3 Bb4 6. Be2 Dxe4 7. Rdb5 Bxc3+ 8. bxc3 Kd8 9. O-O Rge7 10. He1 Dh4 11. Bf3 Dc4 12. Hb1 a6 13. Rd4 Rxd4 14. cxd4 d5 15. Ba3 Rc6 16. Dc1 Be6 17. Be2 Dxd4 18. Hxb7 Kc8 19. Hb3 Dh4 20. Bb2 Rd4 21. Bxd4 Dxd4 22. Da3 Df4 23. De7 Dd6 24. Dxd6 cxd6 25. Heb1 Kc7 26. Hc3+ Kd8 27. Hb7 Bd7 28. h4 He8 29. Bd3 h6 30. f3 He1+ 31. Kf2 Ha1 32. a3 Hc8 Staðan kom upp á Ís- landsmóti skákfélaga sem haldið var í húsakynnum Brimborgar. Helgi Ólafs- son (2.520) hafði hvítt gegn Arinbirni Gunnarssyni (2.165). 33. Hxd7+! og svartur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 33...Kxd7 34. Bf5+. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík            Þorvaldur Halldórsson í Grensáskirkju ÞORVALDUR Halldórsson, söngv- ari, verður sérstakur gestur á sam- verustund aldraðra í Grensáskirkju í dag, miðvikudaginn 27. mars. Þorvaldur er landsmönnum að góðu kunnur. Hann hefur í áratugi verið einn ástsælasti dægurlaga- söngvari þjóðarinnar en mörg síðari árin starfað mikið á kirkjulegum vettvangi og sungið trúarlega söngva. Sem stendur er hann ráðinn af prófastsdæmunum í Reykjavík til að taka þátt í samverustundum á vegum safnaðanna og flytja þar tón- list. Samverustundin í Grensáskirkju hefst kl. 14 og að dagskrá lokinni er kaffisopi og meðlæti sem Kvenfélag Grensássóknar ber fram. Aðgangur að samverustundinni er að sjálfsögðu opinn öllum, óháð aldri, kyni og búsetu. Dymbilvika og páskar í Hallgrímskirkju AÐ venju verður helgihald með fjöl- breytilegu sniði í Hallgrímskirkju í dymbilviku og um páska. Á skírdagskvöld verður messa með altarisgöngu í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar og að henni lokinni verður svonefnd Getsemane- stund, þar sem altari kirkjunnar verður afskrýtt og komið fyrir alt- arisklæði eftir frú Unni Ólafsdóttur með mynd af pelíkana, sem er fornt tákn písla Krists og friðþæging- arinnar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju munu annast söng við guðsþjónustuna. Á föstudaginn langa verður guðs- þjónusta kl. 11 í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Scola cantorum annast söng í þeirri guðsþjónustu undir stjórn Harðar Áskelssonar. Lestur Passíusálma hefst síðan kl. 13:30 og mun Lára Bryndís Eggertsdóttir leika á milli lestra. Um kvöldið, kl. 21, flytur Mótettukór Hallgríms- kirkju og Kammersveit Hallgríms- kirkju, ásamt Mary Nessinger mezzosópran og Garðari Thór Cort- es tenór, Passíu eftir Hafliða Hall- grímsson undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. Páskadag kl. 8 er hátíðarguðs- þjónusta í umsjá séra Sigurðar Páls- sonar og kl. 11 hátíðarmessa í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur við báðar guðsþjónusturnar undir stjórn Harðar Áskelssonar. Annan í páskum er fermingarmessa kl. 11. Helgihald á páskum í Hjallakirkju SKÍRDAGSKVÖLD, fimmtudaginn 28. mars kl. 20, verður passíustund í Hjallakirkju, Kópavogi. Atburðir skírdagskvöldsins verða rifjaðir upp, þátttakendur í stundinni feta í fótspor lærisveina Jesú er þeir áttu samfélag við hann við stofnun heil- agrar kvöldmáltíðar. Brauðið sem neytt verður er sérbakað fyrir stundina og verður því altaris- gangan með óhefðbundnu sniði. Fé- lagar í kór kirkjunnar leiða sálma- sönginn. Föstudaginn langa, 29. mars kl. 17, heldur Kammerkórinn Vox Gaudiae passíutónleika. Á tónleik- unum syngur kórinn passíuverk ásamt einsöngvurum. Aðgangseyrir er greiddur við innganginn. Um kvöldið kl. 20 verður stund sem við nefnum: Kvöldvöku við krossinn. Þá er leitast við að lifa atburði dagsins á myndrænan hátt og minnast dauða Krists með táknrænum hætti. Í kór- dyrum kirkjunnar verður reistur kross sem minnir á krossinn á Golgata-hæð, þann sem frelsari okk- ar og Drottinn var negldur á og líf- látinn. Við hann munu fermingar- börn lesa sjö orð Krists á krossinum. Fólk úr kirkjustarfinu annast lestur píslarsögunnar og kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Þátttakendur í kvöldvökunni yfirgefa kirkjuna myrkvaða. Í henni verða ekki tendr- uð ljós fyrr en árla á páskadags- morgun. Þá hefst hátíðarguðsþjón- usta kl. 8 árdegis, sannkölluð upprisuhátíð. Kór kirkjunnar syng- ur og leiðir safnaðarsöng. Að guðs- þjónustu lokinni er kirkjugestum boðið í morgunkaffi. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Hjallakirkju yfir páskahátíðina. KIRKJUSTARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.