Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 62

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vesturgötu 2, sími 551 8900 Hunang frá miðnætti Country stemning í kvöld til miðnættis; Með Country hljómsveitinni Jón forseti í Nashville frá kl. 21 KL. 12.00 - 15.00 KL. 17.00 - 19.00 KL. 12.00 - 22.00 P P A .P A R IS P H O T O F . D IS E G N I LUMIERE DOR LeClerc förðunarvörurnar eru einstakar hvað efnisinnihald varðar, en það er einkum hrísgrjónapúður og hrísgrjónasterkja. Frábærir pastellitir • Gloss f.varir • Glans augnskuggar • Naglalökk • Fjölnotakrem ARNE er glaðbeittur, eins og hann á vanda til, og er mættur með félaga sína, þá Örvar og Finnann Iiro. Fyrir þá sem ekki vita stunda þeir félagar það sem kallað er BASE- stökk en það er skammstöfun á ensku orðunum „building“, „an- tennae“, „span“, „earth“ eða bygg- ing, loftnet, teymi, jörð. Einhverjir ættu svo að kannast við þann síðar- nefnda, en hans aðalstarfi hefur ver- ið töfrabrögð og kom hann hingað til lands á síðasta ári til sýningarhalds. Ólöglegt „Ég og Iiro vorum samferða, u.þ.b. hálfa leið,“ útskýrir Arne. „Að- allega af því að við erum vinir. Ég bauð honum með og var glaður að hann þáði það.“ Myndin er í fullri lengd og í henni fylgjumst við með ferðalagi Arne frá austurströnd Bandaríkjanna til vest- urstrandarinnar. BASE-stökk af byggingum er ólöglegt og því kom- ust Arne og félagar oft í kast við lög- in á ferðalaginu. Myndina segja þeir oftast „skotna“ með þremur mynda- vélum. Einn þeirra hafi þá komið sér fyrir á lendingarstaðnum; einn uppi í byggingunni o.s.frv. „Ég myndi segja að myndin nálg- aðist það að vera vegamynd, en meira spennuhlaðin en venja er,“ staðhæfir Arne. Myndin er enda undirtitluð hasarmynd. Iiro segir þá oft hafa þurft að smygla fallhlífunum inn í bygging- arnar, framhjá öryggisvörðum og svo hafi þeir þurft að flýja af vett- vangi, undan æpandi lögregluþjón- um. Arne segir að myndin sem slík hafi ekki verið ákveðin fyrirfram. „Þetta var engan veginn skipu- lagt. Ég hef verið að taka upp til að eiga einhvers konar dagbók. Svo hef ég verið að selja sjónvarpsstöðvum myndbúta. En svo sá Dúi (Stein- grímur Dúi Másson, kvikmynda- gerðarmaður og umsjónarmaður Adrenalíns) þetta og leist vel á. Hann þrýsti á að gera mynd og mér fannst það bara hið besta mál.“ Hann segir Dúa hafa séð um alla klippingu og slíkt og hann hafi ekki gert neitt, fyrir utan að taka upp að sjálfsögðu. Arne á von á því að myndin gefi já- kvæða ímynd af BASE-stökkum. Að- spurður hvort hann vonist til að myndin geri eitthvað fyrir hann per- sónulega segir hann hlæjandi að ekki væri verra ef efnahagurinn myndi batna í kjölfarið. „En að gríni slepptu þá held ég að myndin sé athyglisverð tilraun, þar sem að þetta hefur ekki verið gert áður. Ég vona líka að Íslendingar eigi eftir að taka myndinni vel þar sem einhverjir þeirra muna líklega eftir mér úr þáttunum. Fyrir utan það er þetta að mínu mati besta efnið sem við höfum náð í tengslum við þessi ævintýri mín.“ Engin heimspeki Ef myndin verður farsæl skýtur hann ekki loku fyrir það að reyna að koma henni á kvikmyndahátíðir og í frekari dreifingu. Arne í Ameríku leitast ekki við að varpa fram einhverjum heimspeki- legum spurningum um af hverju þeir séu að þessu o.s.frv. Iiro tekur orðið. „Ég held að þegar fólk sér hvernig við erum að loknu stökki; alla ástríð- una og æsinginn sem skín úr aug- unum, skilur það betur hvað þetta gengur út á.“ Það verður mikil viðhöfn í bænum í kvöld vegna frumsýningar mynd- arinnar. Kvöldið byrjar á því að Arne og félagar lenda á Hagatorgi við Há- skólabíó í kjölfar mikillar fallhlífa- stökkssýningar. Myndin sjálf verður svo sýnd kl. 20.00. Að sýningu lokinni verður svo frumsýningarteiti á Hverfisbarnum þar sem Iiro ætlar að sýna brögð og brellur. Brot úr mynd- inni: Arne lætur vaða. Morgunblaðið/Sverrir Arne Århus. Öll ástríðan og allur æsingurinn Ævintýramaðurinn Arne Århus heillaði land- ann hér um árið með skemmtilegum innskotum sínum í sjónvarpsþættinum Adrenalin. Arnar Eggert Thoroddsen rifjaði upp gömul kynni og ræddi við Arne og félaga hans vegna kvik- myndarinnar Arne í Ameríku. Filmundur frumsýnir Arne í Ameríku arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.