Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 68

Morgunblaðið - 27.03.2002, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BANKASTJÓRN Seðlabankans ákvað í gær að lækka stýrivexti bank- ans um 0,5%. Var greint frá þessari ákvörðun á ársfundi bankans. Davíð Oddsson forsætisráðherra fagnaði því í ræðu sinni á ársfundinum að Seðlabankinn mæti það svo að vaxta- lækkunarferill gæti nú hafist í þeim tilgangi að íslenskt efnahagslíf fengi betra svigrúm til að vaxa og dafna. Forsætisráðherra sagði að kafla- skil hefðu orðið og nú horfði vel í ís- lensku efnahagslífi. Gott jafnvægi væri að myndast í hagkerfinu og tek- ist hefði að festa í sessi kaupmátt- araukningu undanfarinna ára. Inn- viðir hagkerfisins væru betri og traustari en áður og kæmi ekki til óvæntur andbyr mætti ætla að fram- undan væri tímabil hagvaxtar og áframhaldandi kaupmáttaraukning- ar. ,,Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, pen- ingamálastefnan og ábyrg afstaða aðila vinnumarkaðarins hafa nú tryggt mjúka lendingu efnahagslífs- ins. Dregið hefur úr spennu á vinnu- markaði, umskipti hafa orðið á við- skiptajöfnuðinum, gengi íslensku krónunar hefur styrkst og haldist stöðugt og verðbólga nálgast nú óð- fluga það mark sem bankanum var sett að halda henni innan,“ sagði Davíð. Auknar líkur á að verðbólguspá bankans gangi eftir Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabankans, greindi frá ákvörðun um vaxtalækk- unina í ræðu sinni á ársfundinum. Hann sagði að þróun gengis að und- anförnu hefði verið hagstæð og tvær síðustu mælingar bentu til lítillar undirliggjandi verðbólgu. Auknar líkur virtust því á að verðbólguspá bankans fyrir árið í ár gengi eftir. Þá sagði hann að nýjustu upplýsingar Þjóðhagsstofnunar staðfestu að framleiðsluspenna hyrfi í ár. Af þess- um ástæðum hefði bankastjórn Seðlabankans ákveðið að lækka vexti í endurhverfum viðskiptum við lána- stofnanir. Aðhald í peningamálum væri þó enn mikið, enda nauðsynlegt til að tryggja viðunandi verðbólgu. Bankar og sparisjóðir ætla að fylgja lækkuninni eftir Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, lýsti mikilli ánægju með að ferill vaxtalækkana skyldi vera hafinn. Bankinn myndi tilkynna frekari vaxtalækkanir í dag, sem í aðalatriðum tækju mið af því sem Seðlabankinn hefði gert. Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði að bankinn hefði í hyggju að fylgja þessari lækkun eft- ir, að svo miklu leyti sem hún væri ekki þegar komin fram. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, sagði það mat bankans að tímabært hefði verið að lækka stýrivexti Seðlabankans í nokkurn tíma. Þá væri mikilvægt að vextir á peningamarkaði fylgdu á eftir og lækkuðu að sama skapi og að það hlyti að vera keppikefli Seðlabankans að búa svo um hnútana að svo yrði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON, sagði að sparisjóðirn- ir myndu lækka vexti með svipuðum hætti og á sama tíma og viðskipta- bankarnir, um næstkomandi mán- aðamót. Tryggð hefur verið mjúk lending efnahagslífsins  Gott jafnvægi/34–35 Forsætisráðherra segir vaxtalækkunarferil hafinn með 0,5% lækkun stýrivaxta Seðlabankans VALLARVINIR ehf., flugaf- greiðslufyrirtæki með starfsemi á Keflavíkurflugvelli, hafa samið við þýska leiguflugfélagið LTU um að annast farþegaafgreiðslu og alla þjónustu við vélar þess í Íslandsflugi næsta sumar. Hefur félagið auglýst eftir yfirmanni farþegasviðs og verða fimm til tíu starfsmenn ráðnir til við- bótar til að sinna þessu verkefni. Þórarinn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Vallarvina, sem tóku til starfa árið 1997, tjáði Morgun- blaðinu að fyrirtækið væri nú að stíga nýtt skref í þjónustu við afgreiðslu flugvéla, sem væri farþegaflug. Vall- arvinir hafa undanfarin ár annast af- greiðslu fyrir fraktflugfélögin Blá- fugl og Cargolux og segir Þórarinn fyrirtækið því hafa yfir öllum nauð- synlegum tækjum og búnaði að ráða til að afgreiða flugvélar. Fyrirtækið hefur nú aðgang að fimm innritunar- borðum í Leifsstöð. Vallarvinir annast þjón- ustu við far- þegaflug LTU Morgunblaðið/Golli ATLANTSSKIP stefna að því að bjóða allt að 20% lægri gjöld á sjófrakt til Evrópu, en félagið er að hefja áætlunar- siglingar á milli Íslands og Evrópu í næsta mánuði. Atl- antsskip munu sigla á milli Rotterdam í Hollandi og Kópavogs á tíu daga fresti. Með Evrópusiglingunum verður Kópavogur alþjóða- höfn. „Við verðum ódýrari og ætlum að leggja okkar af mörkum til þess að stuðla að lægra vöruverði á Íslandi og til baráttunnar gegn verð- bólgu. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og öryggi á hafinu,“ segir Stefán Kjærne- sted, framkvæmdastjóri Atl- antsskipa, í samtali við Morg- unblaðið. Kópavogshöfn besti kosturinn Kópavogur verður alþjóð- leg höfn með Evrópuflutning- um Atlantsskipa sem flytja skrifstofur sínar og 1.000 fer- metra vöruhús í Kópavogi að Vesturvör 29 við hafnarbakk- ann þar sem skip félagsins verða lestuð og losuð. Mikil uppbygging hefur verið und- anfarin ár í Kópavogshöfn. „Kópavogshöfn var valin vegna þess að við vildum vera þar sem við gætum haft fram- tíðarhöfn okkar. Þetta töldum við besta kostinn eftir að hafa skoðað bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Þarna er mjög góð aðstaða, til dæmis er ver- ið að undirbúa gámavöll sem er um tíu þúsund fermetrar. Einnig er mjög góð vöru- skemma þarna sem við höfum tekið á leigu. Þetta er allt sem við þurfum. Kópavogur er einnig miðsvæðis og við höfum trú á að bæjarfélagið sé ört vaxandi og miðja at- hafnalífsins að færast hing- að,“ segir Stefán Kjærnested. Atlantsskip sigla milli Kópavogs og Rotterdam Stefna að lægri farm- gjöldum  Stefna að/20 „MÉR finnst þetta mjög áhugaverður kostur og við munum leggja okkur fram við að ná honum í höfn,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra um hugmyndir bandarísks stálfyrirtækis sem óskað hefur eftir aðstöðu til að reisa stálpípu- gerð við Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ. Ráð- herra kynnti málið fyrir samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í gær. Eigendur bandarísks stálfyrirtækis hafa átt í könnunarviðræðum við stjórnvöld og bæjaryfir- völd í Reykjanesbæ um byggingu stálpípuverk- smiðju í Helguvík. Fyrirtækið hyggst flytja inn hráefni frá Austur-Evrópu, framleiða þar stálpíp- ur til sérstakra iðnaðarnota og selja á Evrópu- markaði og ef til vill í Norður-Ameríku. Fram- leiðsla þessi félli undir tollaákvæði Evrópska efnahagssvæðisins og nyti þess við sölu á Evr- ópumarkaði. Talið er að uppbygging verksmiðju við Helgu- vík myndi kosta um 4 milljarða króna og að um 250 manns fengju vinnu við framleiðsluna í upp- hafi. Jákvæð áhrif á efnahaginn Að lokinni athugun á fleiri kostum í Evrópu hafa fulltrúar fyrirtækisins valið Helguvík og verða nú teknar upp formlegar samningaviðræð- ur við bæjaryfirvöld og Hafnasamlag Suðurnesja um aðstöðuna. Er við því búist að endanlegir samningar gætu legið fyrir á síðari hluta ársins. Valgerður Sverrisdóttir segist leyfa sér að vona að bandaríska fyrirtækinu sé full alvara með að ráðast í þetta verkefni í ljósi þess að það hafi nú valið Helguvíkurhöfn og ekkert hafi enn komið fram sem bendi til annars en það geti gengið eftir. Ráðherra sagði jákvætt ef það yrðu til 250 störf við verksmiðjuna og mikil umsvif sköpuðust einn- ig við byggingu hennar. Þá væri mikilvægt fyrir efnahagslífið að fá aukna starfsemi, ekki síst vegna þess samdráttar sem verið hefði. Viðræður um 250 starfsmanna stálpípuverksmiðju í Helguvík  Framleiða/16 SNÓTIR af öllum stærðum og gerðum streymdu á vinnustaði for- eldra sinna í gær, en sá dagur var tileinkaður verkefninu „Dæturnar með í vinnuna“ sem Auður í krafti kvenna stendur fyrir. Dætur starfsmanna Morgunblaðsins létu sig ekki vanta í húsakynni blaðsins í gær og notuðu þær tækifærið til að skoða vinnustað mömmu eða pabba í krók og kima. Á myndinni má sjá þær í prentsmiðjunni þar sem þær fræddust um starfið og er ekki að sjá annað en að fylgst sé með útskýringunum af athygli. Stúlkur kynntu sér starfið  Stúlknafjöld/11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.