Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 1

Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 1
84. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. APRÍL 2002 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Ísraelum í gær, að herför þeirra gegn Palestínumönn- um á Vesturbakkanum, sem staðið hefur í hálfan mánuð, myndi ekki upp- ræta hryðjuverkaógnina. Sagði Powell að áfram myndi ólga reiði meðal Pal- estínumanna, og við því yrði einungis brugðist með samningaviðræðum. Powell kom til Ísraels í gærkvöldi í því augnamiði að binda enda á þau blóðugu átök er staðið hafa milli Ísr- aela og Palestínumanna í hálft annað ár. Í dag á hann fund með Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels. Þeir ræddu saman í síma í gær þegar Pow- ell var á Spáni, þaðan sem hann hélt til Ísraels með viðkomu í Jórdaníu. Hittir Arafat í Ramallah Powell andmælti þeim hugmynd- um Sharons, að afgerandi hernaðar- aðgerðir á Vesturbakkanum tryggi Ísraela betur gegn hryðjuverkum. Tók Powell í sama streng og araba- leiðtogar og sagði að Palestínumenn væru reiðir og örvæntingarfullir, og hversu lengi sem Ísraelar héldu at- lögum sínum í bæjum og borgum Pal- estínumanna áfram, „hvort sem þeir draga sig hvarvetna til baka strax í dag … eða taka sér lengri tíma til þess, verður vandamálið enn fyrir hendi. Það verður enn til fólk sem er reiðubúið að grípa til ofbeldis, fólk sem er tilbúið til að beita sjálfsmorðs- sprengjum og öðrum sprengjum“, sagði Powell. Fyrirhugað er að Powell fundi með Yasser Arafat Palestínuleiðtoga í Ramallah á morgun. Þær tillögur sem Powell mun leggja fyrir Sharon og Arafat hljóða upp á að Palestínumenn stofni ríki á svæðum sem Ísraelar sitja nú á, og umfangsmikil aðstoð verði veitt til enduruppbyggingar á Vesturbakkanum vegna þeirra skemmda sem Ísraelar hafa unnið í herför sinni gegn hryðjuverkamönn- um í röðum Palestínumanna. Sharon tjáði Powell í símtali þeirra í gærmorgun að ísraelskar hersveitir væru á leið út úr 22 palestínskum bæjum og þorpum, en Sharon sagði við fréttamenn í Jerúsalem að herinn yrði áfram í Ramallah, Betlehem, Jenin og Nablus uns palestínskir hryðjuverkamenn hefðu verið brotnir á bak aftur. Powell var spurður hvort ekki væri einsýnt að för hans yrði árangurslaus, en hann svaraði að bragði: „Ég hef engan áhuga á svarta- gallsrausi. Það er nauðsynlegt að ég fari.“ Um leið og ísraelski herinn hvarf frá mörgum bæjum Palestínumanna í gær hélt hann inn í aðra og handtók fleiri Palestínumenn. Segir herinn að alls hafi nú tæplega 4.200 Palestínu- menn verið handteknir, þar af um helmingur undanfarna tvo daga í Jen- in og Nablus þar sem palestínskir bardagamenn gáfust upp í stórum hópum eftir að hafa orðið uppi- skroppa með skotfæri. Bardagarnir voru harðastir í Jenin, þar sem eru stórar flóttamannabúðir Palestínumanna. Fréttamenn fóru í gær inn í borgina í fyrsta sinn í rúma viku, og sögðu eyðilegginguna þar gíf- urlega. Þeir sáu aftur á móti engin lík á götum úti. Hussam Sherkawi, yf- irmaður neyðarþjónustunnar á Vest- urbakkanum, sagði að alls hefðu að minnsta kosti 140 Palestínumenn fall- ið í aðgerðum Ísraela, en þó væri ógerningur að staðfesta tölu fallinna þar sem björgunarsveitum hefði ekki verið leyft að fara inn í Jenin. Talsmaður ísraelska hersins vísaði í gær til föðurhúsanna fullyrðingum um að herinn hefði varpað líkum Pal- estínumanna í fjöldagrafir. Sagði hann Ísraela ekki hafa hróflað við lík- um fallinna, en gat ekki sagt til um hvar líkin væru nú. Tuttugu og átta ísraelskir hermenn hafa fallið í að- gerðum Ísraela á Vesturbakkanum undanfarið, allir nema fimm í bardög- unum í Jenin. Reuters Ættingjar Palestínumanns sem var meðal þeirra er fallið hafa undanfarna daga syrgðu hann í Ramallah í gær. Powell segir hernað Ísr- aela ekki leysa vandann Madríd, Jerúsalem, Tel Aviv. AP, AFP.  Minni stuðningur/22 ALÞJÓÐLEGUR og varanlegur glæpadómstóll varð að veruleika í gær þegar tíu ríki staðfestu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um stofnun dómstólsins en það þýddi að tilskild- um fjölda ríkja, sem staðfest hafa sáttmálann, er náð. Öll helstu mann- réttindasamtök heims fögnuðu þess- um tíðindum í gær og sögðu þetta marka stærsta skrefið fram á við í mannréttindamálum síðan mann- réttindayfirlýsing SÞ var staðfest fyrir meira en fimmtíu árum. Alþjóðlegir stríðsglæpadómstólar hafa fram að þessu aðeins starfað tímabundið og verið helgaðir tiltekn- um málum, s.s. grimmdarverkum nasista í síðari heimsstyrjöld og stríðsglæpum sem framdir voru í átökunum á Balkanskaga. Alþjóðlegi glæpadómstóllinn, ICC, er hins veg- ar til frambúðar og mun þar m.a. verða hægt að sækja menn til saka fyrir stríðsglæpi, sama hvar þeir voru framdir. Það þykir varpa skugga á þessi tímamót að ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hafa ekki uppi nein áform um að staðfesta sáttmál- ann. Hefur málið reyndar lengi verið pólitískt hitamál í Bandaríkjunum því þó að dómstóllinn muni ekki geta ákært fyrir verk, sem framin voru áður en hann tók til starfa, óttast margir ráðamenn í Washington að dómstólnum verði beitt í pólitískum tilgangi og að dælt verði út ákærum á hendur bandarískum hermönnum. Staðfesta varanlegan stríðsglæpadómstól Tímamót í mann- réttinda- málum Genf, Washington. AFP. FIMM manns að minnsta kosti féllu í götuóeirðum sem brutust út í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær og um fimmtíu særðust. Hóp- um fólks er krefst afsagnar Hugos Chavez forseta lenti saman við stuðningsmenn hans, að því er lög- regla greindi frá. Aðrar heimildir hermdu að fleiri hefðu fallið í óeirðunum, eða allt að níu manns. Allsherjarverkfall hefur staðið í Venesúela í þrjá daga. Með- al þeirra sem féllu í gær var blaða- maður sem var skotinn til bana í bardaga milli hermanna og lög- reglu. Venesúela Fimm falla í óeirðum Caracas. AFP. KOMIÐ hefur í ljós við rannsóknir, að segulskautið nyrðra færist æ hraðar í norður eða frá Kanada og til Síberíu. Líklegt þykir, að það sé undanfari umpólunar, það er, að segulskautin skipti um stöðu ein- hvern tíma á næstu 2.000 árum. Komi til umpólunar verður að hugsa það upp á nýtt hvað er norður og hvað er suður en segulskautið nyrðra flyst nú til á áður ómældum hraða eða um 52 km á ári. Er það niðurstaða þriggja ára mælinga fjögurra franskra vísindamanna og eins dansks, Nils Olsens við dönsku geimvísindastofnunina. Skýra þeir frá þessu í síðasta hefti vísinda- tímaritsins Nature, sem helgar for- síðuna þessum rannsóknum. Greindi Berlingske Tidende frá þessu í gær. Þótt umpólun geti tekið meira en 1.000 ár hefur hreyfing segulskaut- anna mikil áhrif á mannlegt líf nú á dögum. Það er vegna þess, að átta- vitinn beinist ekki að heimskaut- unum eins og þau eru skilgreind, heldur að segulskautunum. Af þeim sökum eru sumar áttavísanir ekki alveg þær sömu og þær voru fyrir til dæmis 300 árum. Þegar hreyfingin er jafn mikil og nú verður að upp- færa sjókort á fimm ára fresti. Gamlar kirkjur, til dæmis í Dan- mörku frá því á 12. öld, segja sína sögu um hreyfingu segulskautanna. Þær voru látnar snúa í austur og vestur en nú munar frá 5 og upp í 15 gráður frá réttum áttum. Umpólun felst í því, að seg- ulskautin ferðast milli póla og skipta um stöðu. Segir Olsen, að liggi t.d. leiðin um eða við Dan- mörku muni það valda miklum seg- ulstormum þar og rafmagnstrufl- unum eins og í Kanada fyrir 15 árum er segulskautið var þar mjög nærri. Umpólunin dregur líka úr hæfileika segulsviðsins til að vernda jörðina fyrir geimgeislum og getur því aukið stökkbreytingar í dýrum og jurtum. Vísindamenn segja, að umpólun eigi sér að jafnaði stað á 200.000 ára fresti en nú séu liðin 710.000 ár frá þeirri síðustu. Umpólun jarðar að hefjast? Nyrðra segul- skautið hefur tekið á rás yfir til Síberíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.