Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 4

Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FARFUGLARNIR streyma til landsins með tíðum sunnanáttum þessa dagana. Margar tegundir hafa sést, t.d. lóur, jaðrakanar, þúfutittlingar og maríuerlur. Með slæðast jafnan flækings- fuglar og allra síðustu daga hafa tveir mjög sjaldgæfir flækingar, kjarnbítur og mjallhegri, glatt augu áhugamanna. Auk þess hefur sérlega fallegur gráhegri verið á vappi við Hellu- vatn og veitt sér silung. Ekki er þó víst að þar sé um flæking að ræða, því slangur af gráhegrum hafa hér vetrardvöl. Mjallhegrinn er austur í Lóni og er þetta í annað skipti sem þessi tegund sést hér á landi. Heimkynni mjallhegra eru í Mið- og Suður-Evrópu og telja sér- fræðingar að umræddur mjall- hegri sé af evrópskum uppruna. Kjarnbítur er evrópsk finku- tegund og er þetta tíundi fuglinn af þessari tegund sem sést hér á landi. Kjarnbíturinn er í Vogum á Vatnsleysuströnd og að sögn Daníels Bergmann, fugla- ljósmyndara, er hann gríðarlega styggur. Ljósmynd/Daníel BergmannGráhegri við Helluvatn. Kjarnbíturinn í Vogum. Mjallhegri og kjarnbítur Mjallhegrinn hefur nælt sér í silungstitt. EMBÆTTI ríkislögreglustjóra minnir á vefsíðu sinni ökumenn á að frestur til að taka vetrar- dekkin undan bifreiðum og setja sumardekkin á rennur út mánudaginn 15. apríl næskom- andi. Þó er heimild til að hafa vetrardekkin lengur, ef sérstök veðurskilyrði kalla á það. Lögreglan býst við því að fara að beita sektum við brot- um gegn þessu þegar líður að lokum mánaðarins. Minnt er á að sektin fyrir hvert og eitt vetrardekk með nöglum er 5 þúsund krónur, eða 20 þúsund fyrir umganginn. Nagladekk- in af hinn fimmtánda SÁÁ hefur að beiðni Landlæknis lát- ið embættinu í té nöfn fimm lækna sem eru sagðir hafa ávísað miklu magni af morfíni til fíkla sem leitað hafa meðferðar. Yfirlæknir SÁÁ segir að fíklar hafi ítrekað nefnt þessa lækna þegar rætt er um hvað- an lyfin koma og eins hafi fundist lyfjaumbúðir þar sem nöfn þeirra koma fram. Hann vill að eftirlit með ávísun morfíns verði aukið. Hjá Landlæknisembættinu feng- ust þær upplýsingar að rætt yrði við læknana á listanum. Um tugur lækna sem ávísa miklu af sterkum verkjalyfjum er undir sérstöku eft- irliti embættisins. Haukur Valdi- marsson, aðstoðarlandlæknir segir að þetta þurfi ekki að vera óeðlilegt, t.d. þurfi krabbameinslæknar að ávísa miklu af slíkum lyfjum til sjúk- linga sinna. Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar dauðsföll tveggja kvenna sem létust nýverið með „vo- veifleigum“ hætti. Þetta staðfestir Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. Þegar ekki er hægt að útskýra dauðsföll þeirra með vísan til sjúkrasögu, slysfara eða annars eru dauðsföllin talin vo- veifleg og ber lögreglu að rannsaka þau. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á að eiturlyf hafi komið við sögu. Misnotkun færist í vöxt og dauðsföllum fjölgar Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ segir misnotkun á morfíni hafa færst mikið í vöxt á undanförnum ár- um. Um leið hafi dauðsföllum af völdum of stórs fíkniefnaskammts aukist. Vandinn sé nýtilkominn enda hafi morfíni áður eingöngu verið ávísað inni á spítölum. Nú sé morfíni ávísað utan spítala í miklu meira mæli. „Auðvitað fæst eitthvað með því og það er nauðsynlegt en það skapast líka ákveðnar hættur,“ segir hann. Fíklarnir verða sér úti um morfínlyfið contalgín sem er í töflu- formi. Þeir leysa töflurnar upp og sprauta efninu í æð. Á síðasta ári komu 77 fíklar sem sprautuðu morfíni í æð til meðferðar hjá SÁÁ. Þórarinn segir hundruðir sprautufíkla vera á Íslandi og ef þeir fari að sprauta sig með morfíni skap- ist mikil hætta en lítill munur sé á þeim skammti sem kemur þeim í vímu og skammtinum sem veldur dauða. Þá sé þol fíklanna fyrir efninu mismunandi sem geri notkun þeirra enn varasamari. Dauðsföll vegna of stórra fíkniefnaskammta hafa ekki verið algeng hér á landi en Þórarinn segir að svo virðist sem þeim hafi fjölgað með aukinni notkun morfíns. Auk morfíns hafa fíklar misnotað ró- andi og örvandi lyf sem læknar hafa ávísað. Þórarinn segir að næsta auð- velt sé að ná sér í þessi lyf eins og málum sé fyrirkomið í dag. Hefðu Ís- lendingar betri heilsugæslu stæðu menn e.t.v. ekki frammi fyrir þess- um vanda. Einn skjólstæðinga Einars Axels- sonar, læknis hjá SÁÁ segist hafa fengið morfín ávísað frá lækni á 15 daga fresti mörg undanfarin ár. Maðurinn sé morfínfíkill en hann hafi engin þau einkenni sem réttlæti notkun verkjalyfja. Hann hafi ekki einvörðungu fengið morfín heldur einnig verið ávísað fjölda róandi og örvandi lyfja, þ.m.t. ópíum. Einar telur að andvirði lyfjanna á svörtum markaði gæti numið um 800.000 króna á mánuði. Ábendingar til Landlæknis Landlæknisembættið er að skoða leiðir til að herða reglur um ávísun á sterk verkjastillandi lyf, þ.m.t. morf- ín og skyld lyf og ritalín vegna gruns um misnotkun. Haukur Valdimarsson, aðstoðar- landlæknir, segir að grunsemdir séu um að fíkniefnaneytendur misnoti þessi lyf, en einnig hafi landlæknis- embættinu borist ábendingar um að einstaklingar, sem fengið hafi þessi lyf, seldu þau. Jafnframt sé verið að skoða hvort einstakir læknar ávísi með óeðlilegum hætti á þessi lyf. Haukur sagði að landlæknisemb- ættið fengi upplýsingar um lyfjaávís- anir, bæði um magn og hverjir væru að ávísa lyfjum. Þetta gerist þó ekki fyrr en nokkrum vikum eftir að lyf- inu hefur verið ávísað. Hann sagði að þó að haft væri eftirlit með lyfjaávís- unum teldu menn að það hefði ekki að öllu leyti virkað eins vel og menn vonuðust eftir. Hjá landlæknisemb- ættinu hefðu menn áhyggjur af því hvað upplýsingarnar bærust seint og áhugi væri á að finna leiðir til að upp- lýsingarnar bærust fyrr þannig að hægt væri að taka fyrr í taumana ef ástæða þætti til. „Það má hins vegar ekki gleyma því að þessi lyf, sem við erum að tala um, eru mjög góð lyf og bráðnauð- synleg mörgum sjúklingum. Það er hins vegar hægt að misnota þau og það viljum við koma í veg fyrir. Eft- irlitskerfið, sem við verðum að setja á fót, verður að vera þannig að það bitni sem minnst á sjúklingunum sem þurfa á þessum lyfjum að halda,“ sagði Haukur. Ýmsum aðferðum beitt Haukur sagði að þeir sem væru að misnota þessi lyf notuðu ýmsar að- ferðir til að verða sér úti um þau. Það væri gott aðgengi að læknum á Ís- landi og sumir færu á milli þeirra og hreinlega plötuðu þá til að gefa út lyfseðla. Þá hafi fíklar farið á milli lækna, t.d. fengið ávísað frá heim- ilislækni, á sjúkrahúsi og á lækna- vakt. Sumt af þessu fólki notaði sjálft lyfin, en einnig hefðu komið fram grunsemdir um að einstaklingar væru að fá þessi lyf í þeim tilgangi að selja þau fólki sem tæki þau til að komast í vímu. Landlæknisembættið fær upplýs- ingar um lyfjaávísanir lækna og Haukur sagði að ef einstakir læknar væru að ávísa miklu af sterkum verkjalyfjum eða ritalíni væri óskað eftir skýringum þeirra. Stundum kæmu fram eðlilegar skýringar. Grunsemdir um að læknar væru meðvitað að ávísa sterkum verkja- lyfjum til fíkniefnaneytenda væru því kannaðar. Fá ávísað miklu magni af morfíni Hertar reglur um lyfjaávísanir til skoðunar MISTÖK voru gerð við útgáfu á myntbréfi sem Íslandspóstur gaf út í tilefni aldarafmælis Halldórs Laxness, en þar er farið rangt með þekktan texta úr Heimsljósi. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en rúmum hálfum mánuði eftir að bréfið kom út. Þá var búið að senda það út til viðskiptavina, m.a. erlendis, og að mati Íslands- pósts var óframkvæmanlegt að innkalla það. Myntbréfið er gefið út í tilefni aldarafmælis Halldórs Laxness. Hluti af upplaginu er prentaður með upphleyptri verðlaunaorðu sænsku akademíunnar í 22 karata gulli. Á myntbréfinu segir: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir loftið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauð- synleg, þar ríkir fegurðin ein, of- ar hverri kröfu.“ Réttur texti skáldsins er hins vegar: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarð- neskt, ...“ Textinn tekinn af Netinu Gylfi Gunnarsson, útgáfustjóri hjá Íslandspósti, sagði að þarna hefðu orðið mistök sem ekki hefðu uppgötvast fyrr en um hálfum mánuði eftir að mynt- bréfið kom út. Þá hefði verið bú- ið að senda það til viðskiptavina, sem sumir hverjir væru erlendis. Óframkvæmanlegt væri að inn- kalla upplagið. Hann sagðist harma þessi mis- tök, en erfitt væri að bregðast við þeim. Tryggvi Tryggvason hannaði myntbréfið og frímerkið sem því fylgir, en hann hefur oft áður hannað fyrir Íslandspóst. Hann sagði þessi mistök afar leiðinleg. Þau hefðu átt sér stað með þeim hætti að hann hefði tekið textann upp af Laxnessvef Morgunblaðsins (mbl.is). Textinn þar væri hins vegar ekki réttur. Tryggvi sagði að því miður hefði ekki verið farið í frumtext- ann til að leita staðfestingar á því að rétt væri farið með texta skáldsins. Margir hefðu lesið textann yfir áður en myntbréfið fór í prentun en enginn hefði tekið eftir mis- tökunum. Hann sagði að aðstandendum skáldsins hefði verið gerð grein fyrir mistökunum og beðist hefði verið afsökunar á þeim. Mistök gerð við prentun á myntbréfi í tilefni afmælis Halldórs Laxness Rangt farið með texta skáldsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.