Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FÉLAGSMÁLASTJÓRI
Kópavogsbæjar segir í grein-
argerð sinni til bæjarins ekki
rétt að hann hafi gefið í skyn
að piltar á fyrirhuguðu til-
sjónarsambýli gætu átt á
hættu kynferðislega áreitni
af hálfu samkynhneigðs um-
sækjanda um starf tilsjón-
armanns, fengi hann starfið.
Hann segir að nauðsynlegt
hafi verið að ræða opinskátt
um kynhneigð umsækjenda í
starfsviðtölum vegna þess
um hversu sérstakan vinnu-
stað er að ræða.
Morgunblaðið greindi frá
því á þriðjudag að Samtökin
’78 hafa óskað eftir skýring-
um frá Kópavogsbæ vegna
ummæla Aðalsteins Sigfús-
sonar félagsmálastjóra í um-
ræddu starfsviðtali. Taldi
umsækjandinn að það að
gera kynhneigð hans að um-
ræðuefni við ráðningu í op-
inbert starf væri handan við
lög og reglur.
Greinargerð Aðalsteins
vegna málsins var lögð fram
á fundi bæjarráðs í gær.
Vitnar hann þar í bréf Sam-
takanna 7́8 þar sem segir að
ekki hafi verið „annað álykt-
að en að hann teldi viðkom-
andi pilta eiga á hættu kyn-
ferðislega áreitni af hálfu
umsækjandans ef af ráðn-
ingu yrði“. Þessu mótmælir
Aðalsteinn. Um sérstakt
barnaverndarúrræði sé að
ræða þar sem gert sé ráð
fyrir sólarhrings sambúð
þriggja drengja og tilsjón-
araðila. Því hafi þeir, sem
tóku viðtölin, talið óhjá-
kvæmilegt að ræða opinskátt
við þá umsækjendur sem til
greina komu um persónulega
hagi þeirra og m.a. um kyn-
hneigð.
Mat þekkingu og reynslu
umsækjandans mikils
Bendir Aðalsteinn á að í
lögum sé lögð áhersla á að
allra leiða sé leitað til að við-
kvæm barnaverndarúrræði
megi takast sem best og í
handbók Barnaverndarstofu
fyrir barnaverndarnefndir og
starfsmenn þeirra sé lögð
áhersla á að ræða opinskátt
og oft með nærgöngulum
hætti um hagi aðila. Því hafi
þeim þremur umsækjendum,
sem komu til greina eftir
fyrsta viðtal, verið gerð
grein fyrir því áliti að nauð-
synlegt væri að í kynning-
arferli tilsjónarmanns,
drengjanna og foreldra
þeirra kæmi allt fram sem
skipt gæti máli.
„Þetta er gert í ljósi þess
að sveitarfélagið er að setja
á stofn sólarhrings tilsjón-
arsambýli fyrir drengi sem
eiga erfitt og sérstakt trún-
aðarsamband þarf að ríkja
milli þeirra og tilsjónaraðila.
Í slíku sambýli, þar sem til-
sjónaraðili þarf að deila lífi
sínu með þessum drengjum,
er ekki talið forsvaranlegt
annað en að upplýsa um öll
atriði sem máli geta skipt við
þessar aðstæður.“
Segir að af þessum sökum
hafi þótt nauðsynlegt að
kynnast einkahögum þeirra
sem komu til greina í starfið
og þeir því allir spurðir ít-
arlega um persónuleg mál-
efni, þar með talið um kyn-
hneigð sína. „Þessu undi
viðkomandi umsækjandi einn
illa, því miður, þar sem und-
irritaður mat þekkingu og
reynslu hans mikils og hann
kom til greina í starfið. Und-
irritaður telur að starfsmenn
félagsþjónustunnar hafi
breytt rétt í þessu máli, en
harmar jafnframt að þessi
framgangsmáti hafi valdið
því að viðkomandi umsækj-
andi taldi á sér brotið,“ segir
í greinargerðinni.
Ekki áður spurt um kyn-
hneigð í starfsviðtölum
Þá ítrekar Aðalsteinn sér-
staklega að almennt sé ekki
tilefni til að spyrja um kyn-
hneigð fólks í starfsmanna-
viðtölum og hafi það ekki
verið gert áður hjá Fé-
lagsþjónustu Kópavogs, enda
skipti kynhneigð þar engu
máli.
„Þeirri túlkun sem fram
kemur í bréfi Samtakanna 7́8
þar sem ályktað er „að hann
teldi viðkomandi pilta eiga á
hættu kynferðislega áreitni
af hálfu umsækjanda ef af
ráðningu yrði“ er mótmælt,
enda voru slík ummæli aldrei
viðhöfð í viðtali og ekkert
sem gaf tilefni til slíkra um-
mæla. Er harmað að sam-
tökin ’78 skuli setja slíkt
fram á opinberum vett-
vangi,“ segir í greinargerð-
inni.
Loks tekur Aðalsteinn
fram að kynhneigð umsækj-
andans hafi aldrei komið til
álita sem ákvörðunarástæða
um hvaða umsækjandi yrði
ráðinn í stöðuna.
Greinargerð félagsmálastjóra lögð fram í bæjarráði í gær
Mótmælir túlkun for-
manns Samtakanna ’78
Kópavogur
FJÖLSKYLDUDAGUR verð-
ur í Gróttu á morgun í tilefni
af útkomu kynningabækl-
ings um Fræðasetur í
Gróttu. Það er Skólaskrif-
stofa Seltjarnarness sem
gengst fyrir deginum og
segir í fréttatilkynningu að
gefast muni tækifæri til að
njóta einstakrar náttúrufeg-
urðar, rannsaka lífríkið í
fjörunni, fara upp í vitann og
kaupa kaffi og rjómavöfflur
í setrinu. „Börnin geta tekið
þátt í könnunarleiðangri í
fjöruna, föndrað á seturs-
loftinu og margt fleira.“
Fræðasetur í Gróttu var
vígt haustið 2000. „Mark-
miðið með því er að náttúra
og umhverfi Gróttu nýtist á
fjölbreyttan hátt fyrir bæði
börn og fullorðna. Þar er að-
staða fyrir inni- og úti-
kennslu, rannsóknir, nám-
skeið, fundi,
vettvangsferðir, tónleika,
veisluhöld og gistingu,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Hægt er að komast fót-
gangandi út í Gróttu á fjör-
unni frá kl. 11–15 en auk
þess verður björgunar-
sveitin Ársæll á staðnum og
ekur þeim sem ekki treysta
sér til að ganga út í eyju.
Gróttudagurinn haldinn
hátíðlegur á morgun
Rjómavöfflur
og rannsóknar-
leiðangrar
Morgunblaðið/RAX
Seltjarnarnes
HÉRAÐSDÓMUR Reykja-
ness hefur úrskurðað að
Hafnafjarðarbær sé skaða-
bótaskyldur gagnvart Jolla
ehf., sem rekur söluturn við
Helluhraun í Hafnarfirði, og
hefur bærinn verið dæmdur til
að greiða málskostnað þess
síðarnefnda. Hafði öðrum aðila
verið heimilað að setja upp
sölulúgu við Flatahraun þrátt
fyrir að Jolli hafi ekki fengið
leyfi til þess nokkru áður.
Jolli ehf. rak í nokkur ár
söluskála við Flatahraun í hús-
næði, sem ljóst var að bæjaryf-
irvöld höfðu eingöngu heimilað
að stæði á þeim stað til ársloka
1999 vegna nýs deiliskipulags
sem þá var í vinnslu. Nokkru
fyrir þann tíma sótti Jolli um
nýja lóð undir starfsemi sína
við Flatahraun eða á horni
Flatahrauns og Helluhrauns.
Óskaði hann eftir því að hægt
yrði að koma fyrir tveimur
bílalúgum á hvorri hlið fyrir-
hugaðs húsnæðis auk af-
greiðslurýmis innandyra.
Skipulagsnefnd afgreiddi
málið á þann veg að ekki væri
mælt með því að söluskálinn
yrði staðsettur á hornlóðinni
heldur ofar hennar við Hellu-
hraun. Kom fram við vitna-
leiðslur að fyrrverandi bæjar-
stjóri og fyrrverandi
skipulagsstjóri bæjarins hefðu
tjáð forsvarsmönnum Jolla að
ekki yrði veitt heimild fyrir
starfrækslu söluturns með að-
stöðu til lúgusölu við Flata-
hraun.
Fól í sér að unnt yrði
að starfrækja lúgusölu
Forsvarsmenn Jolla ákváðu
því að taka boði um lóð við
Helluhraun enda töldu þeir að
ekki fengist leyfi til að reka
lúgusölu við Flatahraun og var
lóðarleigusamningur undirrit-
aður 30. júní árið 1999. Í nóv-
ember sama ár var hins vegar
tekin fyrir í bygginganefnd
bæjarins umsókn frá G. Leifs-
syni um heimild til að breyta
gluggum og hurðum hússins
nr. 5a við Flatahraun og setja á
það þakglugga. Segir í dómi
héraðsdóms að umsóknin hafi
falið það í sér að unnt yrði að
starfrækja lúgusölu í húsinu
hlyti hún samþykki.
Eftir að málið hafði farið
fyrir fleiri nefndir bæjarins
samþykkti bygginganefnd um-
sóknina, þrátt fyrir neikvæða
umsögn skipulagsstjóra. Í
kjölfarið samþykkti bæjar-
stjórn fundargerð bygginga-
nefndar í byrjun árs 2000.
Taldi stefnandi að með því
að samþykkja umsóknina hafi
Hafnarfjarðarbær brotið gegn
ákvæðum skipulags- og bygg-
ingarlaga og þeim grundvall-
arreglum í íslenskri stjórn-
sýslu að sjónarmið að baki
stjórnvaldsákvörðun verði
jafnan að vera lögmæt og að
jafnræðis verði að vera gætt
við úrlausn mála.
Dómurinn féllst á það að
Hafnarfjarðarbær væri skaða-
bótaskyldur gagnvart Jolla
ehf. vegna tjóns sem hann
kynni að hafa orðið fyrir vegna
þeirrar ákvörðunar bæjarins
að heimila breytingu hússins
við Flatahraun 5a á þann veg
að unnt yrði að starfrækja þar
söluturn með sölulúgu. Er við-
urkenningarkrafa Jolla ehf.
þannig tekin til greina. Að auki
er Hafnarfjarðarbæ gert að
greiða málskostnað stefnanda,
400.000 krónur.
STARFSMENN gatna-
málastjóra voru í óða önn við
að setja upp grindverk milli
akreina Suðurgötunnar á
miðvikudag þegar ljósmynd-
ara Morgunblaðsins bar að.
Samkvæmt upplýsingum frá
umferðardeild borgarverk-
fræðings er þetta gert til að
beina fólki að gangbrautum
og koma í veg fyrir að það
hlaupi yfir götuna á óæski-
legum stöðum. Nýleg könn-
un umferðardeildar á kross-
un yfir götuna hafi leitt í ljós
að gangandi vegfarendur, og
þá stúdentar sem oft eigi leið
yfir götuna, fari yfir nánast
hvar sem er og því hafi verið
brugðið á þetta ráð.
Beint á
réttar
brautir
Morgunblaðið/Ómar
Vesturbær
Bærinn skaðabótaskyldur
gagnvart söluturnseiganda
Hafnarfjarðarbær
FYRRI umræðum um árs-
reikninga bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar var frestað á fundi bæj-
arstjórnar síðastliðinn
þriðjudag þar sem reikning-
arnir og fylgiskjöl bárust fund-
armönnum ekki á tilsettum
tíma. Segir í fréttatilkynningu
frá Samfylkingunni að reikn-
ingarnir hafi ekki borist
fulltrúum hennar í hendur fyrr
en tveimur tímum fyrir fund-
inn en samkvæmt samþykkt-
um bæjarins þurfi öll slík gögn
að liggja fyrir a.m.k. tveimur
dögum fyrir umræðu. Var boð-
að til aukafundar í bæjarstjórn
sem fram fór í gær.
Í fréttatilkynningunni er at-
hygli vakin á auknum skuldum
bæjarins en samkvæmt til-
kynningunni hafa skuldir þre-
faldast á kjörtímabilinu, farið
úr 4,9 milljörðum í 12 millj-
arða. Á síðasta ári jukust
skuldir bæjarsjóðs um 1,5
milljarða. „Þá eru ótaldar
skuldbindingar vegna einka-
framkvæmda sem eru sam-
kvæmt ársreikningunum áætl-
aðar út leigutímann nær 7
milljarðar miðað við bygging-
arþáttinn einan og sér.“ Þá
segir að miðað við 7,5% ávöxt-
unarkröfu sé núvirði þessara
leigugreiðslna metið upp á
tæpa þrjá milljarða.
Loks er sérstök athygli vak-
in á skuldastöðu Hafnarsjóðs
en án lífeyrisskuldbindinga
eru þær tæpur 1,5 milljarður
króna. Segir að ekki verði séð
af rekstrar- og framkvæmda-
ryfirliti ársins 2001 að Hafnar-
sjóður hafi nokkra möguleika á
að borga upp þessar skuldir.
Umræðum um árs-
reikninga frestað
Hafnarfjörður